Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 37 14. MAÍ er hinn opinberi komudagur kríunnar í Reykja- vík, og hún lét sig heldur ekki vanta þegar ljósmyndari Mbl. svipaðist um eftir henni við tjörnina. Krían er komin lang- an veg frá sólheitum söndum Norður-Afríku og vonandi hef- ur hún haft vorvindana með í farangrinum. Ljósm. ól.K.Mag. Norðmenn halda upp á þjóð- hátíðardaginn Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag, 17. maí. Stjórn Nordmannslag- et stendur fyrir dagskaá í tilefni dagsins og hefst hún klukkan 9.30 með því að blómsveigur verður lagð- ur á leiði fallinna hermanna er hvfla í Fossvogskirkjugarði. Klukkan 10.30 hefst dagskrá fyrir norsk- íslenzk börn og leikur Skólahljóm- sveit Mosfellssveitar undir í skrúð- göngu. Um kvöldið verður hátíðar- samkoma í Golfskálanum við Graf- arholt. Amnestyfund- ur á mál- verkasýningu NÚ STENDUR yfir herferð á vegum Amnesty International gegn pólitísk- um morðum ríkisstjórna. Hafin hef- ur verið sókn gegn aftökum án dóms og laga sem viðgangast víðsvegar um heim. Heimildir eru um slík til- vik í 20 löndum á síðustu fjórum árum. Starfsmenn Amnesty Inter- national gera nú athuganir á þessum málum í viðkomandi löndum, sem eru allt frá Kampútseu og Líbýu til Uganda og Guatemala. Tilgangur herferðarinnar er að vekja athygli fólks almennt á þessum mannréttindabrotum og fræða um útbreiðslu þeirra og þær aðstæður sem þau eru unnin við. Fundur á Kjarvalsstöðum Íslandsdeild Amnesty efnir til fundar á Kjarvalsstöðum á mið- vikudagskvöld 18. maí kl. 20.30 í tengslum við herferðina hérlendis. Verður fundurinn á málverkasýn- ingu Sveins Björnssonar sem góð- fúslega hefur boðið, Amnesty húsaskjól. Þau Elín Pálmadóttir blaðamaður, Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur, Sigríður Ingv- arsdóttir dómarafulltrúi, Ævar Kjartansson varadagskrárstjóri, Rafn Jónsson fréttamaður og sr. Bernharður Guðmundsson frétta- fulltrúi munu greina frá aðstæð- um og mannréttindabrotum í nokkrum þeirra landa þar sem ríkisstjórnir hafa gerst sek um pólitísk manndráp. Hildur Bjarnadóttir fréttamaður greinir nánar frá herferðinni, en þau Atli Ingólfsson gítarleikari og Guðrún Hólmgeirsdottir þjóðlagasöngvari tengja atriði hinnar samfelldu dagskrár með tónlist. Að sjálfsögðu verða umræður og fyrirspurnir ef óskað er. Fundar- stjóri er Jóhanna Jóhannesdóttir tæknifræðingur. Sýningar á fjölförnum stöðum Á vegum íslandsdeildar Amn- esty hafa einnig verið settar upp sýningar í anddyri Háskólabíó og Sparisjóðs Reykjavíkur til kynn- ingar á herferðinni gegn pólitísk- um morðum stjórnvalda. Eru þessar sýningar opnar almenningi á opnunartíma þessara fyrirtækja sem lána Amnesty aðstöðu þessa endurgj aldslaust. (Frétutiikjnning.) andrúmsloft ítímburhúsunum frá Húseiningum hf Það kemur i ljós að gamla sögusögnin um betra andrúmsloít í timburhúsum er heilagur sannleikur eí marka má þá sem hafa byggt sér Siglufjarðarhús írá Húseiningum h.í. Viðskiptavinir okkar hafa ekki einungis hrósað okkur fyrir íallegar teikningar, efnisgœði og vinnuvöndun, heldur hefur þeim verið tíðrœtt um andrúmsloftið í húsunum. Enda er það staðreynd að loítið í timburhúsum er töluvert írábrugðið því sem fólk á að venjast í steinhúsum. Húseiningar h.f. er tœknilega fullkomin verksmiðja, sem framleiðir vönduð, hlý og notaleg fjölskylduhús samkvœmt óskum viðskiptavina sinna. Lögð er áhersla á þœgindi og hagrœði fyrir alla fjölskyldumeðlimina, þá ekki síst heima- vinnandi fólk. Húeiningar h.í. kappkosta að mœta óskum hvers og eins, og verk- frœðingar okkar og arkitektar eru tilbúnir með góð ráð og útíœrslur á hugmyndum þínum og heimafólks þíns. Húsin frá Siglufirði eru miðuð við íslenskar aðstœð- ur, - þau eru björt, hlý og vinaleg! 8 > HUSEININGAR HF SIGLJUFIRÐI Sendist til Söluskrifstofu Húseininga hf., Laugavegi 8, 101 Reykjavík. Vinsamlegast sendið mér stóru teikningabókina frá Siglufirði mér að kostnaðarlausu. Ég vil gjarnan kynna mér hina margvíslegu möguleika sem mér standa til boða írá Húseiningum h.í. Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.