Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 Fröken Júlía \mm\\ Lilja Hallgrímsdóttir Þjóðleikhúsið Danshöfundur: Birgit Cullberg Tónlist: Ture Rangström Lýsing: Kristinn Daníelsson Leikmynd: Sven Erixson (Leiktjöldin eru fengin að láni frá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi) Stjórnendur: Jeremy Leslie- Spinks og Birgit Gullberg Nanna Olafsdóttir aðstoðaði við æfingar. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit íslands Hljómsveitarstjóri: Jean-Pierre Jaquillat Ballettinn Fröken Júlía var frumsýndur árið 1950, skömmu áður en ballett og ópera var sett upp saman síðast hér á landi. En það var ballettinn Ólafur Liljurós og óperan Miðillinn, sem sýnd var í Iðnó, rétt áður en Ballettskóli Þjóðleikhússins var stofnaður. Ballettinn Fröken Júlía er byggður á samnefndu leikriti eftir August Strindberg. Ball- ettinn sló þegar í gegn og hefur verið sýndur æ síðan við miklar vinsældir víða um lönd. M.a. hér á landi árið 1960 er frú Cullberg kom hingað með fríðu föru- neyti. Þá dönsuðu þau Margar- etha von Bahr og Frank Schauf- uss aðalhlutverkin. Nokkrir ís- lenskir dansarar tóku þátt í þeirri sýningu. Birgit Cullberg, einn frægasti danshöfundur heims, er fædd í Svíþjóð árið 1908. Hún nam danslist í Englandi og New York, m.a. hjá hinni frægu Martha Graham. Hún hefur samið fjölda balletta bæði fyrir svið og sjónvarp. Fullvíst má telja að Fröken Júlía sé þeirra frægastur. Vinsældir hans byggjast eflaust á því hve sögu- þráðurinn er skýr og ballettinn býður upp á ótal möguleika í túlkun. Á þriðju sýningu Þjóðleik- hússins á óperunni og ballettin- um ríkti nokkur spenna, því þá kom nýr tenór fram í hlutverki Turiddu. í hléi heyrði ég eftir- farandi samtal tveggja leikhús- gesta. „Já, svo kemur víst ball- ett á eftir. Ég hef aldrei séð ballett, en þú?“ „Nei, bara í sjónvarpi, það er svo sem allt í lagi að horfa á ballett í sjón- vaiyi.“ Á meðan að sýning balletts- ins stóð yfir heyrði ég þessa sömu leikhúsgesti segja hvor öðrum af og til hve þeim þætti gaman. Er hægt að fá betri gagnrýni? Tónlistin við ballettinn er mjög í samræmi við efnið, dramatísk og þjóðleg. Tjöldin ágæt en hefðu notið sín betur á stærra sviði. Lýsingin góð nema í atriðinu, þar sem áar Júlíu stíga niður úr myndrömmun- um, þar hefði hún mátt vera sterkari. Búningar eru mjög góðir. Þessi sýning var í heild við- burður í íslensku ballettlífi. Auðvitað vantar ýmislegt til að fullkomna slíka sýningu. Til- finnanlegast karldansara. En allir skiluðu sínu hlutverki skammlaust. Birgitta Heide sýndi hvað í henni býr. Túlkaði hún Kristínu frábærlega og dansaði létt og af öryggi. Niklas Ek (sonur Birgitt Cullberg) dansaði Jean. Hann er einn kunnasti dansari heims. Hann hefur vald á mikilli tækni í túlkun og dansi. Mér finnst hann gera of mikið úr „akropat- ikhliðinni" þannig að hún yfir- gnæfir dramatísku túlkunina, sem stundum er þó hárfín hjá honum. Ásdís Magnúsdóttir dansar Fröken Júlíu. Hún ætlar nú ekki aldeilis að hætta að koma manni á óvart. Hún á sýninguna eins og sagt er. Ásdís er prima- donna í orðsins fyllstu merk- ingu og á ég ekki til sterkari orð til þess að lýsa hrifningu minni á frammistöðu hennar. Vil ég enda þetta með því að óska okkur ballettunnendum til hamingju með að koma hér upp stjörnu sem henni, án þess að hún þyrfti að sækja það heiti til annarra landa. Lilja Hallgrímsdóttir. 1000 KRÓNURÚT Philips ryksugur. 2JA ÁRA BYRGÐIR AF POKUM. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Q ^^skriftar- síminn er 83033 Ný lönd og nýjar hafnir í beint samband við ísland Nú hafa tvö ný lönd til viðbótar bæst í hóp reglubundinna viðkomustaða Eimskips. Siglt verður mánaðarlega til Lissabon og Leixoes í Portúgal og til Bilbao á Spáni. Sérstök þjón- ustuhöfn verður einnig starfrækt í Barcelona og um leiðeröruggog reglubundin flutnings- þjónusta milli Islands, Spánar og Portúgal orðin að veruleika. Þannig opnum við ís- lenskum inn- og útflytjendum stóraukin tæki- færi til nýrra og hagkvæmra viðskiptasambanda. Siglingaaætlun frá frá frá Lissabon Leixoes Bilbao M.s. MÚLAFOSS 14/5 16/5 18/5 M.s. MÚLAFOSS 9/6 10/6 06/6 M.s. SKEIÐSFOSS 11/7 12/7 14/7 M.s. SKEIÐSFOSS 18/8 19/8 22/8 Nánari upplýsingar f meginlandsdeildinni. Umboðsmenn í áætlunarhöfnum Lissabon Leixoes Bilbao Keller Maritima Lda., Burmester & Co. Lda., Centramares S.L., Pranca D. Luis, Rua da Reboleira, 49, J. Ajuriaguerra, 9-6, 9 - 3, P-B. 2665, Porto. Bilbao. Lisbon. Leixoes. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.