Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1983 Islandsmótið hefst á morgun íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun, miðvikudag, en gert er ráö fyrir því aö um fimm þúsund knattspyrnumenn og konur taki þátt í mótinu aö þessu sinni. Fyrsta umferð í 1. deild veröur sem hér segir: 18. maí Þróttur — KR. 19. maí Þór — ÍA, ÍBK — Valur, Víkingur — UBK, og IBV — ÍBl. I 2. deild veröur fyrsta umferö sem hér segir: 20. maí Völsungur — Víöir, Fylkir — Fram, Reynir — KA og KS — FH. 21. maí Njarðvík — Einherji. Mikil áhersla er lögð á menntun og tæknimál í tækninefnd KSÍ, sem tók til 17. apríl. Skráöir þátttakendur starfa 12. febrúar sl., eru: Þór S. Ragnarsson formaöur, Guöni Kjartansson, Haukur Hafsteins- son, Guömundur Pétursson og Magnús Jónatansson. Nefndin hefur haldiö 7 fundi og tvö námskeiö: 1) Almennt nám- skeiö 26. og 27. mars sl., um heimsmeistarakeppnina á Spáni 1982. Fyrirlesari var Pekka Lukt- anen í Tækninefnd UEFA. Pekka kom mjög vel undirbúinn og flutti efni af myndböndum og í fyrirlestr- um auk fjölritaös efnis sem þátt- takendur fengu hjá honum. Skráö- ir þátttakendur voru 20. 2) A- stigsnámskeiö var haldiö 16. og voru 20. Þór Ragnarsson og Magnús Jónatansson fóru á fund Tækni- nefnda norrænu knattspyrnusam- bandanna sem haldin var i Kaup- mannahöfn 18. til 20. febr. sl. Þar fluttu fulltrúar hvers lands skýrslu um starfsemina í sínu landi og var ekki laust viö aö okkur þætti hlutur okkar rýr. Greinilegt var af skýrsl- um hinna landanna aö þau leggja geysilega mikla áherslu á mennt- unar- og tæknimál og spara hvorki fé né mannafla, sérstaklega á þetta viö um Svía og Dani. Mestur tími á fundum nefndar- innar hefur fariö í aö ræöa núver- andi skipulag tæknimála og hugs- anlegar breytingar. Drengjalandsliðið fær mörg verkefni í sumar UNDIRBÚNINGUR drengjalands- liösins hófst um sl. mánaðamót undir stjórn Theodórs Guö- mundssonar sem hefur veriö endurráðinn þjálfari liösins. Valinn hefur veriö sami hópur pilta sem lék á Noróurlandamóti drengjalandsliöa 15 ára og yngri í fyrra og hefur líöiö leíkiö tvo æf- ingaleiki gegn 2. flokki Þróttar (1—0) og KR (1—1). Þjálfari og nefndarmenn munu einnig fylgjast meö piltum sem til greina gætu komiö í hópinn. Gmoch örlátur • Jacek Gmoch, fyrrverandi framkvæmdastjóri pólska lands- liösins, er nú starfandi sem þjálfri liðsins Larissa sem spilar í fyrstu deild í Grikklandi. Gmoch var svo ánægóur meö 2—0 sigur liós sins yfir meisturunum Olympiakos Piræus aö hann skipti mánaðar- launum sínum á milli allra leik- mannanna. Drengjalandsliöiö mun leika sex landsleiki á árinu og veröur sá fyrsti gegn Skotum hér á landi 19. júní en Skotar eru núverandi Evr- ópumeistarar svo ekki er ráöist á garöinn þar sem hann er lægstur. Þaö er stefna nefndarinnar aö dreifa leikjum liösins sem mest og er nú unniö aö því aö leikurinn gegn Skotunum verði á Selfossi. Viku síðar veröa leiknir tveir leikir í Færeyjum gegn heima- mönnum. í september veröa síöan leiknir þrír leikir í Evrópukeppninni gegn Englandi 7. september hér heima, 17. sept. gegn Skotlandi og 19. sept. gegn Englandi og verða báö- ir leikirnir ytra. 1984 verður Noröurlandamót drengjalandsliða haldið hér á landi og er hafinn undirbúningur aö því móti. Er veriö aö kanna möguleika á aö halda mótiö á Noröurlandi. Drengjalandsliösnefnd skipa nú Helgi Þorvaldsson formaöur, Sveinn Sveinsson og Steinn Hall- dórsson. • Hió heimsþekkta fyrirtæki Adidas, sem framleiðir íþróttaskó og -fatnaó o.fl., hefur um langt árabil heiörað þá leíkmenn sem skaraö hafa framúr í íþróttum. Nú ætlar Adidas-umboöið hér á landi aö veita markahæsta leikmanni í 1. deild gullskó í lok keppnistímabilsins. Á myndinni hér aö ofan sjáum viö tvo heimsfræga knattspyrnusnillinga, þá Rummenigge (t.v.) og Rossi, veita vióurkenningum frá Adidas mót- töku. Rummenigge er meö silfurskó og Rossi gullskó. Þessar viöurkenningar fengu þeir frá Adidas eftir HM-keppnina í knattspyrnu sem fram fór á Spáni. Mynd þessi er tekin á hinum fræga skemmtistað Rauöu myllunni í París en þar voru verðlaunin afhent meö mikilli viöhöfn. Það eru tvær þokkafullar dansmeyjar á skemmtistaönum sem eru meö á myndinni. Markahæsti leikmaöurinn í 1. deild fær gullskó frá Adidas-umboðinu STJÓRN Knattspyrnusambands íslands hefur ákveöiö aö íslenska landsliöiö leiki í Adidas-búning- um í öllum landsleikjum ársins. Er þar um aö ræöa drengjaliö, unglingaliö, kvennaliö, landsliö undir 21 árs sem og A-landsliöiö. Samtals er gert ráö fyrir 21 lands- leik á árinu. Allt frá árinu 1977 hefur KSi not- aö Adidas-búninga fyrir íslenska landsliöiö og átt ánægjulegt sam- starf viö Adidas-umboðiö á is- landi. Nú hefur Adidas í samráöi viö stjórn KSÍ ákveöið aö afhenda markahæsta knattspyrnumannin- um í I. deild í ár gullskó Adidas í líkingu viö þaö sem Adidas hefur gert árlega til handa markahæsta leikmanni Evrópu. Skórinn mun veröa afhentur meö viðhöfn í mótslok. Jafnframt hefur verið ákveöiö aö KSI og Adidas gangist fyrir sér- stökum blaöamannafundi aö lokn- um fjórum umferðum deildar- keppninnar, þar sem blaða- mönnum, forráöamönnum félaga, dómara og leikmanna, gefst kost- ur á aö ræöa stööu mótsins, gæöi knattspyrnunnar, dómgæslu, frammistööu og annaö þaö sem lýtur aö framkvæmd og keppni. Fjórir A-landsleikir á heimavelli í sumar LANDSLIOSNEFND KSÍ er þann- formaöur, Árni Þ. Þorgrímsson og ig skipuö: Helgi Daníelsson, Gunnar Sigurösson. Þjálfari Ágætis byr jun hjá Oddnýju ODDNÝ Árnadóttir spretthlaupari úr ÍR náöi ágætum árangri í 200 metra hlaupi á innanfélagsmóti ÍR á fimmtudag, hljóp á 24,7 sek- úndum. Oddný hefur ekki byrjaö Allar eldri skuldir greiddar: Vel brugðist við vandanum EINS OG fram kom á ársþingi KSÍ t desember sl., og reikn- ingar sambandsins báru meö sér, var hallí á rekstri KSÍ á síö- asta ári og skuldir verulegar. Stjórn KSÍ hefur brugöist viö þessum vanda meö eftirgreind- um hætti: — efnt til happdrættis — gert auglýsingasamning við Eimskip samiö viö Ríkisútvarpiö um útsendingar í sjónvarpi og lýsingar í hljóðvarpi endurnýjaö samning sinn viö Flugleiöir gefiö út tímarit um knatt- spyrnu samiö viö erlenda aöila um auglýsingaspjöld á landsleikj- um endurskipulagt skrifstofuhald sitt — gripiö til margvíslegra ann- arra ráöstafana sem lúta aö sparnaöi í rekstri og auknum tekjum. Árangur er nú þegar sá, aö all- ar eldri skuldir hafa verið greidd- ar og stjórn KSí getur gert sér vonir um betri fjárhagsstööu, ef aösókn veröur sæmileg aö landsleikjum sumarsins. jafn vel aö vori, og er enn á þungu álagi í æfingum sínum og toppárangurs ekki aö vænta fyrr en eftir hálfan annan mánuö. Bryndís Hólm |R varö í ööru sæti á 25,6 sekúndum, en hún átti bezt áöur 26,2 sek. Þriöja varð Valdís Hallgrímsdóttfr á 26,1 sekúndu. Óljóst er enn hvaöa félag Valdís keppir fyrir á árinu, þar sem frjáls- íþróttadómstóll hefur enn ekki úr- skuröaö í kærumáli, er hafa mun áhrif á hvort félagaskipti hennar í KR úr UMSE verða tekin til greina eöa ekki. í karlaflokki sigraöi Jóhann Jó- hannsson ÍR á 22,3 sekúndum, sem einnig lofar góöu hjá honum. Annar varö Erling Jóhannsson UMSB á 23,1, þriöji Örn Gunn- arsson USVH á 24,0 sek., fjóröi Siguröur Magnússon ÍR á 24,1 sek., og fimmti Óskar Thorarensen ÍR á 24,3 sek. — ágás. landsliösins er Jóhannes Atlason og annast hann þjálfun A-lands- liös og U-21 árs landsliös. Þegar hafa veriö ákveönir 5 A- landsleikir í ár. Fyrsti leikurinn verður gegn Spáni sunnudaginn 29. maí, en síöan veröur leikið gegn Möltu sunnudaginn 5. júní. Báöir þessir leikir fara fram í Reykjavík og eru í undankeppni EM. Þá fer fram vináttuleikur gegn Svíþjóö á Laugardalsvelli 17. ágúst en Svíar hafa ekki leikiö hér á landi síöan í júlí 1977, en þeim leik tap- aöi ísland 0—1. Þá veröur leikiö gegn Hollend- ingum í Hollandi 7. sept. og gegn írum á Laugardalsvelli 21. sept. Þessir leikir eru í undankeppni EM. Landsliöiö skipaö leikmönnum undir 21 árs mun leika tvo leiki i ár, sem báðir eru í undankeppni EM. Fyrri leikurinn gegn Spáni fer fram í Kópavogi 28. maí nk. en leikurinn gegn Hollandi fer fram í Hollandi 6. sept. U-21 árs-liöiö hefur leikiö tvo æfingaleiki í vor, gegn ÍA og Fram, en séö er aö ekki veröur um fleiri æfingaleiki aö ræöa. Fyrirhugaöir eru landsleikir gegn Færeyingum, en þaö mál er ekki komiö á hreint ennþá. Ef af þeim leikjum veröur, veröa þeir hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.