Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 31 Skákþing íslands: Verðlaun afhent Á laugardaginn voru afhent verðlaun til sigurvegara á Skák- þingi íslands 1983 og sigurvegar- ara i deildakeppni Skáksambands íslands 1983. Sigurvegari í landsliðsflokki var Svíinn Dan Hansson, sem hlaut 9 vinninga. Hann hlaut ekki íslandsmeistaratignina þar sem hann er sænskur ríkisborg- ari, en hann hlaut að launum gullúr af Seiko-gerð frá Þýsk- íslenska verslunarfélaginu, en framkvæmdastjóri félagsins, Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksam- bandsins, afhenti þau verðlaun. í öðru stæti varð Hilmar Karlsson, sem hlaut Islands- meistaratitilinn árið 1983. Full- trúi Ferðaskrifstofunnar Útsýn afhenti Hilmari sigurlaunin, 3ja vikna sólarlandaferð með Útsýn. Hilmar þurfti að heyja sérstaka úrslitakeppni við þá Elvar Guð- mundsson og Ágúst Karlsson, en þeir hlutu allir 7 og hálfan vinn- ing í aðalkeppninni. Sigurvegari í áskorendaflokki var Pálmi Pétursson frá Akur- eyri, í öðru sæti Björgvin Jóns- son frá Keflavík, en í 3. sæti varð Lárus Jóhannesson frá Taflfé- lagi Reykjavíkur, sem varð jafn Björgvini að vinningum en lægri að stigum. f opna flokknum sigraði Har- aldur Baldursson en Davíð ólafsson varð í öðru sæti. Sveit Taflfélags Reykjavíkur, norður-vesturbær, sem varð efst 11. deild deildakeppni Skáksambandsins. Morgunbladid/ KEE. Hilmar Karlsson tekur við bikarnum, sem fylgir sæmdarheitinu Skák- meistari íslands 1983, úr hendi Gunnars Gunnarssonar, forseta Skák- sambands íslands. Ennfremur var afhentur bikar til íslandsmeistara kvenna, en sigurvegari 1983 varð Guðíaug Þorsteinsdóttir eftir úrslita- keppni sem háð var milli hennar og Áslaugar Kristinsdóttur og Ólafar Þráinsdóttur. Hraðskákmeistari íslands 1983 varð Jóhann Hjartarson. Þá voru afhentir bikarar til sigurvegara í 1., 2. og 3ju deild í deildakeppni Sf. Sigurvegari í 1. deild varð sveit Taflfélags Reykjavíkur N- V., en þar teflir á 1. borði Mar- geir Pétursson. Sigurvegari í 2. deild varð sveit frá Skákfélagi Keflavíkur, sem teflir nú í 1. deild næsta ár. Björgvin Jónsson teflir á 1. borði. Sparisjóður Keflavíkur gaf farandbikar til keppni í 2. deild. Að lokum voru afhent sigur- laun til sigurvegara í 3. deild, en það var að þessu sinni sveit frá Taflfélagi Seltjarnarness. Þeir hlutu til varðveislu farandbikar sem Útvegsbankinn í Hafnar- firði gaf til keppninnar. Jafnframt hlutu keppendur í sigursveitunum allir sérstaka minnispeninga. Forseti Skáksambands fs- lands, Gunnar Gunnarsson, af- henti verðlaun fyrir hönd Sí. Að- alfundur Skáksambands fslands verður haldinn í Hreyfilshúsinu laugardaginn 28. maí nk. I Ljósmynd G. Berg Kristinn G. Jóhannsson listmálari við nokkur þeirra verka sem hann mun senda til Noregs. Kristinn G. sýnir í Noregi Akureyri, 17. maí. KRISTNI G. Jóhannssyni, listmál- ara á Akureyri, hefur verið boðið að sýna verk sín í Noregi. Tilefnið er opnun menningarmiðstöðvar í Ham- ar í Noregi, sem er vinabær Dal- víkurbæjar. Bæjarstjórn Dalvíkur fékk boð um að senda verk eftir einn lista- mann frá Dalvík eða nágrenni, af þessu tilefni, og bauð hún Kristni að vera fulltrúi sinn. Þarna verða sýnd verk eftir fulltrúa frá öllum Norðurlöndunum, en aðrir vina- bæir Hamars eru Viborg í Dan- mörku, Lundur í Svíþjóð og Borgá í Finnlandi. Sýningin verður opnuð 11. júní og mun standa um það bil viku. Eingöngu verða sýnd þarna graf- íkverk, teikningar og vatnslita- myndir. Kristinn mun sýna 15 grafíkmyndir og teikningar. Kristinn G. Jóhannsson hefur haldið á annan tug einkasýninga og auk þess tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. G. Berg í vöggu hótelmenningarinnar er líka hægt að fínna framúrskarandi góðtjaldstæði Parfs er borg sem margir setja i fyrsta sæti á óskalistanum - og ekki aö ástæðulausu. Listir, tíska, skemmtanalif, borgarbragur; París er borgin. Allt frá því á miðöldum hefur frönsk tunga, ftanskir siðir og frönsk menning heillað aöra Evrópubúa og eru Islendingar þar engin undantekning. Pú finnur þetta ólýsanlega franska andrúmsloft umlykia þig strax og þú kemur til Parisar. Franskan hljómar allt í kringum þig, fólkiö er glatt og líflegt, franskir bílar þjóta um strætin, Signa heldur áfram að renna og Eiffelturninn teygir sig til himins. Pú röltir milli gangstéttakaffihúsanna, fylgist með eldgleypi á torginu við Pompidousafnið, telur tröppurnar í turnstiganum i Notre Dame (og færð fiðring í bakið á niðurleið- inni) siglir undir brýrnar á Signu, skoðar Louvre, Pompidousafnið og Versali, klifur Sigurbogann, gengur niður Champs Elysée. Og ferð með lyftunni upp i topp á Eiffel- turninum. Pú gerir allt sem þér dettur í hug þegar þú ert í París og Paris virkar svo sannarlega örvandi á hugann FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi PARI5 Fluglelðlr bjóða nú skemmtllegar Frakklandsferðlr fyrir ungt og hresst fólk á öllum aldri Flugferðir og bílalelgubíll í tvær vlkur frá 11.513.00 krónum. - Fálð nánarl upplýslngar um tjaldstæðln. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.