Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983
ást er ...
S7
... að benda honum á að
hann sé aðfitna.
TM Rm U.S. Pat Ott -aH rlgMs rtswved.
•1983 Lo» Angtl« Tlmts Syndicáta ■‘-“r
Með
morgunkaffinu
Hann er nartandi í ostinn allan
daginn og verdur að hafa hann á
hjólum!
Hvers vegna er aldrei
minnst á hávaða frá umferð?
Baldur Snædal skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að spyrja umferð-
aryfirvöld borgarinnar að því,
hvort búið sé að lögleiða kapp-
akstursbraut á efri hluta Lauga-
vegar, frá Hlemmi að Nóatúni? Ef
svo er ekki: hví eru þá ekki sett
upp skilti á Hlemmi og við Nóa-
tún, þar sem auglýst er hraða-
takmörkun, svo sem 50 km á klst.?
Ég er sjálfur bílstjóri og tel mig
hafa dagott hraðaskyn. Ég full-
yrði, að meirihluti bílstjóra ekur
þessa leið á 60—80 km hraða og
þar yfir. Frá Hlemmi og inn að
Mjólkurstöð er að heita má sam-
felld íbúðarhúsaröð og umferð
gangandi fólks mikil yfir götuna.
Merkt gangbraut er aðeins við
Mjólkurstöðina, og þó segja megi,
að meirihluti bílstjóra virði rétt
þeirra sem hana nota, þá er samt
alltof mikið um þjösna sem ekki
gera það. Umferðarþunginn og
hraðinn er það mikill, að það má
heita bein lífshætta að fara yfir
götuna á þessari leið, jafnvel þótt
gangbrautin sé notuð. Lögreglan
sést aldrei þarna við hraðamæl-
ingar, og er þó síst minni nauðsyn
þeirra þar en á öðrum stöðum í
bænum.
Svo er annað. Hávaðinn af þess-
um hraðakstri er svo yfirþyrm-
andi, að illmögulegt er að hafa
glugga opna götumegin, og við
liggur að maður þurfi að taka
fyrir eyrun, þegar maður mætir
verstu druslunum. Það er alltaf
verið að tala um hljóðmengun og
menn eru sendir á vinnustaði til
að mæla hávaða og leita úrbóta á
honum. En hvers vegna er aldrei
minnst á hávaða frá umferðinni?
Vitað er að fjöldi bíla er með bii-
aða hljóðdeyfa, en ég veit ekki um
eitt einasta dæmi þess, að þeir
hafi verið stöðvaðir og fyrirskip-
aðar viðgerðir.
Sumir ökumenn virðast hafa
nautn af því að láta drynja sem
mest í bílum sínum, taka af stað
með bensínið í botni, svo að við
liggur að druslan prjóni og gang-
andi vegfarendur fái hjartaslag.
Þá er nú gaman, strákar!
Þá má líka spyrja: Er það lög-
legt að hafa bíla hljóðkútslausa,
bara með púströr? Er það satt, að
sumar bílaverslanir selji útblást-
urstæki og svokallaða bergmáls-
hljóðkúta sem margfalda hljóðið
frá vélunum? Er svonalagað lög-
legt? Ef svo er ekki: hví er þá ekk-
ert gert í málinu?"
Knattspyma í sjónvarpi:
Meira af leikjum með ís-
lensku atvinnumönnunum
H.H.H. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nú eigum við íslendingar fjöld-
ann allan af atvinnumönnum f
knattspyrnu og þeir hafa staðið
sig með miklum ágætum. Hafa
þeir átt hvern stórleikinn á fætur
öðrum og sumir skorað mikið af
mörkum.
En því miður hefur lítið sem
ekkert verið sýnt frá þessum leikj-
um í íþróttaþáttum Sjónvarpsins.
Og því leyfi ég mér að skora á
umsjónarmenn íþróttaþáttanna
að sleppa einhverju af ensku
knattspyrnunni en sýna frekar
eitthvað af erlendri knattspyrnu,
sem íslenskir leikmenn taka þátt
í.“
Vísa
vikunnar
Ferðalag Geirs og Framsóknar
fljótt varð spennu þrungið.
Áður en hitnaði vélin, var
varadekkið sprungið.
Hákur.
Stjórnarmyndunarviðræðuman
Alþýðuflokkur
hættur aðild
- Meta meira ráðherrastóla en I því að fulltrúar Alþýðuflokksins
málefni, segir Geir Hallgrímsson son kvað það vera ákvorðun for-
manns Alþýðuflokksins. í viðtali
ALÞÝÐUFLOKKURINN er hættur aðild að viðræðum þriggja flokka um vjð Kjartan Jöhannsson (á bls. 2)
myndun nýrrar ríkúwtjórnar. I gærkvoldi samþykkti þingflokkur Alþýðu- jf j,jns vp„ar rt~;- «. >>
n..LL«inw »<S «pti> KbA -L«!--*< *■-*- ‘r .. ..