Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JtJNl 1983 3 Þáttaskil f sögu Reykjavíkur: Lóðaframboð er meira en eftirspurn — sótt um 910 af 978 sérbýlislóðum „í FYRSTA SINN hefur það gerst, að meira framboð er á lóðum í Reykjavík en eftirspurn," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Með því að standa þannig að málum er meirihluti sjálfstæðismanna að efna eitt af mikilsverðustu fyrirheitunum sem við gáf- um fyrir kosningarnar á síðasta vori.“ Umsóknarfrestur um 978 sérbýlislóðir í Reykjavík, flest- ar við Grafarvoginn, rann út fyrir viku, en undir heitið sér- býli faila bæði einbýlishús og raðhús. Alls bárust 910 um- sóknir um þessar lóðir frá ein- staklingum og byggingameist- urum. „Við erum ánægðir með það hve umsóknir voru margar," sagði Davíð Oddsson. „Fyrir misskilning hefur því verið haldið á loft í blöðum, meðal annars í forystugrein Tímans, að aðeins 600 hafi sótt um sér- býlislóðirnar. Þetta er ekki rétt, því að umsóknirnar voru 910, þar sem samhliða 600 ein- staklingum sóttu bygginga- meistarar og samtök um sér- býlislóðir. Það er ekkert mark- mið í sjálfu sér að allar lóðir gangi út, aðalatriðið er, að þeir sem sækja um lóð fái úrlausn. í fyrsta skipti hefur sem sé tek- ist að anna eftirspurninni." — Hvaða breytingu sérð þú helsta við þessi þáttaskil? „Viðhorf í þyggingamálum munu gjörbreytast og er ekki að efa, að endalok skömmtun- arstefnunnar munu leiða til lægri byggingakostnaðar og meira atvinnuöryggis hjá iðn- aðarmönnum. En megi ég líta í eigin barrn," sagði borgarstjóri, „þá skilst mér að drjúgur tími forvera minna hafi farið í að ræða við lóðaumsækjendur og hlusta á röksemdir þeirra fyrir nauðsyn þess að umsókn þeirra yrði tekin til greina. Með því að fullnægja eftirspurn hverfur ímynduð eða raunveruleg þörf manna fyrir fyrirgreiðsluferð til borgarstjórans. Upphaf punktakerfisins sem vinstri meirihlutinn innleiddi eftir 1978 má rekja til þess að í þríeinni stjórn vinstrimanna var ógjörlegt að leysa vanda sem sprettur af lóðaskorti nema með því að búa til eitt- hvert kerfi sem friðaði alla samstarfsaðilana. Punktakerf- ið skapaði falska eftirspurn eft- ir lóðum, þar sem menn gátu orðið sér úti um punkta með því einu að sækja um lóð, þótt þeir ætluðu sér ekki að nýta hana. Þá finnst- mér athyglisvert, sem gjörkunnugir menn segja, að meðal umsækjendanna að þessu sinni séu ekki þeir sem starfsmenn borgarinnar kann- ast við og stundað hafa brask með lóðir. En lóðaskortur hefur hættuna á braski í för með sér, vonandi verður henni útrýmt núna. Punktakerfið kallaði á 4 til 5 umsækjendur um hverja lóð og eftir úthlutun gátu menn jafnvel selt hnossið á verði sem svaraði til tvölfalds gatnagerð- argjalds og þannig hirt fé sem var jafn mikið og tekjur borg- arsjóðs af lóðinni á hreinu í eigin vasa. En kvöl þess sem á völina, það er borgaryfirvalda, hverfur ekki með öllu við þessi um- skipti, því að um sumar lóðir sækja margir. I Ártúnsholti þar sem undirbúningsfram- kvæmdir eru vel á veg komnar eru nú 9 lóðir til ráðstöfunar en umsækjendur 83." — Því hefur verið haldið fram, að tekjuáætlun borgar- sjóðs raskist mikið við það, að ekki var sótt um allar lóðirnar 978? „Einhver röskun verður mið- að við tekjuáætlun," sagði borgarstjóri, „bæði vegna þess að allar lóðirnar gengu ekki út og einnig vegna eðlilegra af- falla meðal umsækjenda. Tekj- ur af gatnagerðargjöldum verða því líklega minni en við ráðgerðum. En ég á ekki von á því að það skapi neinn sérstak- an vanda miðað við heildar- fjárhagsstöðu borgarinnar. Fyllsta aðhalds er gætt og við það miðað að sveigja megi framkvæmdir til í samræmi við tekjuöflunina." — Nú verðnr tekin upp ný- breytni varðandi innborgun gatnagerðargjalda, er það ekki rétt? „Af sérbýlislóðunum 910 verða 485 byggingahæfar á þessu ári. Um innborgun gatna- gerðargjalda hafa verið settar einfaldar reglur. Kjarni þeirra er sá að menn greiða gjöldin fyrirfram ætli þeir ekki að hefja framkvæmdir fyrr en til dæmis 1984 eða 1985 en geta fengið þau endurgreidd með hæstu lögleyfðu vöxtum, ef þeir hætta við að ráðast í húsbygg- inguna." — Því hefur verið hreyft' bæði í Tímanum og Þjóðviljan- um, að það sé vitlaus stefna hjá meirihluta sjálfstæðismanna að úthluta þessum mikla fjölda sérbýlislóða, nær hafi verið að úthluta fjölbýlislóðum. „Flest sem í þessum blöðum stendur um þau verk okkar sjálfstæðismanna sem sýna best hve duglítill vinstri meiri- hlutinn var er ranghermt með einhverjum hætti. Eftirspurnin eftir sérbýlislóðunum sýnir áhugann á þeim og jafnframt að Grafarvogssvæðið er eftir- sótt byggingarland. Þar verður unnið áfram samkvæmt þeim skipulagshugmyndum sem fram hafa verið settar. En í ár verður einnig útlutað lóðum fyrir um 500 íbúðir í fjölbýlis- húsum bæði í Selási og nýja miðbænum. í umræðum um fjölbýlið og Reykjavík má ekki gleymast að í engu sveitarfé- lagi býr hærra hlutfall íbúa í fjölbýli en í Reykjavík og allir hafa hingað til að minnsta kosti verið sammála um að lækka beri þetta hlutfall." Bj.Bj. Fundahöld á vegum Norðurlandaráðs í Reykjavík í næstu viku: Aðild Grænlend- inga, Færeyinga og Álandseyinga staðfest BREYTINGAR á samstarfssamningi Norðurlandaráðs, Helsingforssamn- ingnum, varðandi aðild Grænlend- inga og bætta stöðu Færeyinga og Alandseyinga verða undirritaðar í Reykjavík í næstu viku, að sögn Frið- jóns Þórðarsonar ritara íslandsdeild- ar Norðurlandaráðs. I tilefni af undirrituninni verða einnig haldnir nokkrir fundir í Reykjavík á vegum Norðurlanda- ráðs. Þriðjudaginn 14. júnf kemur efnahagsmálanefnd ráðsins saman til fundar í Alþingishúsinu. Daginn eftir fundar forsætisnefnd og á fimmtudag verður sameiginlegur fundur forsætisnefndar og sam- starfsráðherranefndar, en á þeim fundi verður gengið frá breyting- unum á samstarfssamningum. Að sögn Friðjóns verður einnig gengið frá breytingum á sam- göngumálasamningi Norðurlanda til samræmis við samstarfssamn- inginn. Sú breyting verður undir- rituð í Reykjavík eða Kaupmanna- höfn. Friðjón sagði í gær, að hann hefði ekki nákvæma tölu á þeim sem kæmu til landsins i tilefni fundahaldanna en efnahagsmála- nefndarfundinn sætu um 25 manns að meðtöldum íslendingum og starfsmönnum. í samstarfsráðherranefnd situr Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra af hálfu fslands. Laxveiði hafin í Laxá í Aðaldal llúsavík, 10. júní. LAXVEIÐI í Laxá í Aðaldal hófst í morgun og eru fyrst leyfðar þrjár stangir á neðsta veiðisvæðinu. Fyrir hádegi veiddust aðeins tveir laxar. Benedikt Jónsson fékk einn átta punda og Árni Jónsson einn sex punda. Á þriðju stöngina festi sig lax sem ekki náðist á land. Óvenju mikið vatn er í ánni. Fréttaritari. SAAB 99 GL 2d. árg. '82 SAAB 900 TURB0 5d. árg. '80 Ekinn 21.000 liósblár. Ekinn 42.000 dökkgrár. Opiðídagtilkl4 SAAB-eigendurathugið, tökum þann gamla upp í nýjan - eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. Ingólfur ráðinn í íþrótta- fréttirnar hjá sjónvarpinu ÚTVARPSRÁJ) samþykkti einróma á fundi sínum í gær að mæla með ráðn- ingu Ingólfs Hannessonar í stöðu íþróttafréttamanns við sjónvarpið. nÉg mun fara að þessari sam- þykkt ráðsins og ráða Ingólf í stöð- una,“ sagði Andrés Björnsson út- varpsstjóri í samtali við Morgun- blaðið í gær. TÖGGURHR SAAB UMBOEHÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.