Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 35 taki þegar menn reyna að má rúnir tímans af andliti leikar- ans. Ég sagði áðan að „High Risk“ flokkaðist sem B-mynd. Vissu- lega á þetta ekki við um leikar- ana sem margir hverjir eru í A- flokki en efnisþráðurinn er þess- legur að hún fær hiklaust B-stimpilinn. Hér er sum sé á ferð dæmigerð hasarmynd sem endar með sigri Kananna en ósigri Kólumbíustrákanna. Hitt er svo aftur annað mál að þessi mynd er bæði spennandi og ívaf- in léttum húmor sem er meira en hægt er að segja um margar A-myndir. En slík kvikmynda- verk eru víst ekki metin ein- göngu eftir skemmtigildi. Ég get að lokum þessa spjalls um kvikmyndina „High Risk“ ekki stillt mig um að minnast enn einu sinni á prógrammið. Mér finnst dálítið einkennilegt að listinn yfir hlutverkaskipanina er ekki hafður á móðurmálinu. Þannig er einni kvenpersónunni lýst sem „... Voluptuous Lady“ og einum karlleikaranum sem „... Skinny Man in Whore- house“. Þá er ein stúlkan ein- faldlega kölluð „... Nude Girl“. Þessi klæðlitla stúlka — sem ég kom að vísu aldrei auga á — nefnist því óborganlega nafni Ana de Sade. Já, það er margt skrýtið að sjá í prógrömmum kvikmyndahúsanna þessa dag- ana. nákvæmlega eins og er ég kom út af þeirri mynd og þá ég kvaddi Rocky þríeykið. Hetjan var í öll skiptin ímynd hins góða en ekki táknmynd þess sem raunverulega bjó að baki — andlausrar ofbeld- ishneigðar frá heiðnum tíma. Ég held að það sé aðeins ein lausn frá slíkri ofbeldisdýrkun. Sú, að hverfa frá útþynntu hagfræði- kenningum að hinu raunverulega ljósi sem hefir vísað fjaðurstaf helgra manna veg blaðsíðu af blað- síðu frá bók til bókar. Hvernig væri að fulltrúar allrá trúflokka settust á rökstóla og renndu trú- arritum í gegnum rafheila sem geta fundið kjarna boðskaparins með þvi að para saman þá ritning- arstaði sem eru samhljóða efnis- lega? Þegar kjarni trúarvísind- anna hefir þannig verið greindur frá hisminu má fara að byggja menningu okkar upp frá grunni. Þegar svo er komið í þróun menn- ingarinnar skipa ekki austrænir eða vestrænir bardagamenn heið- urssess, heldur þeir menn sem kunna að vísa veginn með mildi og lítillæti. Þá fyrst verður oki efnis- hyggjunnar létt af herðum okkar. Þá fyrst molnar gullkálfurinn. áheyrileg án þess nokkurn tím- ann að komast í hálfkvisti við bestu lög þessarar hljómsveitar. Lagið Lunaire er rólegt, torvelt yfirferðar og nær engan veginn til mín. Þótt tvö umræddra laga séu í rauninni ágæt get ég ekki með góðu móti séð hvað lá á að gefa þetta út og er innst inni þeirrar skoðunar að hljómsveitin sé mér sammála í þeim efnum. Kannski er þetta bara efni, sem þurfti að „komast frá“ eins og svo oft er tekið til orða. Ég held fast við þá skoðun mína, að þegar Þeyr var upp á sitt besta hafi hún staðið fremst í flokki íslenskra rokksveita. Ég er líka þeirrar skoðunar, að hvorki Fourth Reich né þessi þriggja laga plata komist með tærnar, þar sem Mjötviður mær hafði hælana. Meistarastykki Þeysara tel ég þó vera plötuna Iður til fóta. Svo virðist, sem Þeysarar séu smám saman að ná sér eftir hálfs annars árs útúrdúr frá guði og mönnum og þá ekki síst sjálfum sér. Þessi þriggja laga plata er í raun ekki annað en minning um hluta skeiðs, sem ég vona að hljómsveitin skilji sem allra fyrst við sig fyrir fullt og allt. Enn eimir því miður örlítið eftir af því. Samansafn af gullkornum Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson The Doors Greatest Hits Elektra/ Steinar hf. Þegar andlit hljómsveitarinn- ar Doors, Jim Morrison, lést árið 1971 (menn eru ekki á eitt sáttir hvort hann sé dáinn), hafði hljómsveitin gefið út sjö plötur og var orðin stórt nafn innan poppsins. Áhrifin sem Jim hafði á samtíð sína voru gífurleg og enn þann dag í dag hefur hann og tónlistin sem Doors spilaði áhrif. Engan skal furða að svo sé. Tónlistin hefur elst vel og það sem Jim hafði að segja fyrir rúmum áratug hefur ekkert misst gildi sitt. Plötur Doors ættu flestir að þekkja og helst allir að eiga. Allar eru þær stór- góðar og hefur verið mikið gert af því að gefa lög þeirra út aftur og aftur. Ein af þessum plötum kom út árið 1980 og varð strax gífurlega vinsæl. „Greatest Hits“ heitir hún, og eftir því sem best verður vitað, þá mun hún ekki hafa verið fáanleg hérlendis fyrr en nú, þar sem Steinar hf. hefur látið pressa hana. Þrátt fyrir nafnið „Greatest Hits“ er hér um nokkuð merki- lega plötu að ræða. Að sjálf- sögðu eru á henni gömlu, góðu lögin en áður en þessi útgáfa kom út, var farið með þau inn í stúdíó og þau endurhljóðblönduð af fyrrverandi „pródúser" Doors, Paul Rothchild. Markmiðið með þessu var að ná fram eins góðum hljómgæðum og hægt væri. Ekki verður betur heyrt en vel hafi tekist til, að minnsta kosti hefur meðferðin ekki verið til hins verra. Alls eru tíu lög á plötunni og má þar nefna „Hello, I love you“, „Light my fire“, „People are strange", „Riders on the storm“, „Roadhouse bluse", „Touch me“ og „L.A. wornan". Ékki eru þetta lög af verri endanum og þar sem þau eiga í hlut hlýtur platan að vera góð. í gegnum árin hafa Doors- plötur verið gífurlega vinsælar í samkvæmum þeirra sem fylgd- ust með þeim þegar þeir voru og hétu. Eflaust mætti fara að hvíla og endurnýja eitthvað af gömlu plötunum og fyrir þann sem er í slíkum hugleiðingum, þá ætti „Greatest Hits“ ekki að vera nein spurning. Einnig er til fjöldinn allur af yngra fólki sem uppgötvað hefur Jim Morrison og Doors. En það er líka til stór hópur af ungu fólki sem hlustar á nýbylgjuna og heldur sig vera að hlusta á það nýjasta. Sá sem þannig hugsar ætti að hugleiða orð bresks penna, sem sagði þeg- ar „Greatest Hits“ kom út: „Hlustið á nýbylgjuna í dag og Doors. Doors sanna að í nýbylgj- unni er ekkert nýtt.“ Allt í góðu lagi Greg Kihn Band Kihnspiracy Beserkley Því hefði ég aldrei trúað nema að óreyndu, að ég ætti eftir að fjalla um plötu með Greg Kihn Band. Ástæðan er sú að einhverjar leiðinleg- ustu plötur sem ég hef nokk- urn tíma sett á spilarann minn eru tvær síðustu plötur frá þeim bæ. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og því er hér til umfjöllunar nýjasta plata flokksins. Þeir sem sækja fast öld- urhús borgarinnar ættu að kannast við lagið „Jeopardy". Þetta ágæta lag er að finna á þessari plötu og hefur það notið mikilla vinsælda vest- an hafs. Lagið gefur nokkuð góða mynd af því sem er að finna á plötunni. Næstum öll eru þau vel danshæf og af lögunum má ráða að það sé stefna hljómsveitarinnar að flytja létt popp með dálitlu rokkívafi. Ef svo er, þá tekst þeim það fyllilega og meira að segja er þetta býsna gott á köflum. Engin alvarleg til- raun er gerð til að skapa neitt sem standa skal um ókomna framtíð. Allur hljóðfæraleikur er hinn ágætasti og ef eitthvað er þá mætti áslátturinn vera fjölbreyttari. En hann hent- ar vel, ef það á bara að dansa við lögin. Annars er þessi grunnur helst til einhæfur og lítt spennandi til frekari hlustunar. En hvað með það, platan er prýðisgóð svo langt sem það nær og sé einhver á þeim buxunum að fá sér létta tónlist fyrir síðkvöldið þá hentar „Spiracy“ vel. Hér er að minnsta kosti um mikla framför að ræða frá síðustu tveimur plötum og kannski er að rætast úr bandinu, hver veit? FM/AM Þreytt og þraut- leiðinlegt Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Kajagoogoo White Feathers EMI/ Fálkinn Það er best að segja það strax að ég varð jafnvel fyrir enn meiri vonbrigðum með þessa plötu Kajagoogoo, en á sínum tíma þegar ég fékk Boy George og félaga hans í Cul- ture Club í hendurnar. Á þeirri plötu var þó að finna a.m.k. eitt gott lag, en ég finn ekkert hér þrátt fyrir örvæntingar- fulla leit. Tónlist Kajagoogoo er eins mikið danspopp og hugsast getur. Ég veit reyndar ekki margt um þessa sveit og hef sannast sagna lítinn áhuga á að fræðast frekar um hana. Ljóst er þó að tónlistin er keyrð áfram af trommuheila og hvað hinir fimm meðlimir hljómsveitarinnar eru að fást við er ekki gott að gera sér grein fyrir, því lögin eru hvert öðru lík. Það er vafalítið með þessa plötu eins og Culture Club, og ég set þær tvær hiklaust í sama flokk, að ákveðinn kjarni nýtur þessarar tónlistar, eink- um dansfríkin sem finna hér upplagt diskóbít. Annað er ekki í þessari tónlist að finna. Kajagoogoo hefur náð feiki- legum vinsældum í heimalandi sínu, Bretlandi með lögum á borð við Too Shy og Ooh To Be Ah. Það er erfitt að heyra hvað það er sem slítur þau frá hin- um lögunum — i mínum eyrum er þetta allt saman eins. Við framleiðum 16 gerðir skrifborðsstóla Við leggjum áherslu á fjölbreytni í skrifborðs- stólum og vandaða vöru. 15 ára reynsla hefur kennt okkur margt og ennþá vinnum við aö því að bæta framleiðsluna og auka úrvaliö. Sjálfvirk hæðarstilling á öllum stólunumákrossi. RF1 og TR 3 með pumpu í baki. TV3áveltigrind. Líttu inn til okkar, við höfum ábyggilega eitthvað fyrir þig. STÁLIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5. KÓPAVOGI. SiMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.