Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNf 1983 31 „Jaftimargir áhorfendur á einni leið og á heilum knattspyrnulandsleik“ einbeitt okkur betur að rallinu sem slíku," sagði Hafsteinn. Trufluðu allir þessir áhorfendur ykkur ekki við aksturinn? „Nei,“ svaraði Hafsteinn. „Þrátt fyrir allan fjöldann truflaði það okkur ekki, nema helst á nóttunni þegar kannski hundruð manna voru með myndavélar á lofti og flassblossar skiptu hundruðum." „Þetta var eins og á gamlárs- kvöld," sagði Birgir hlæjandi. „Manni leið eins og Flash Gord- on,“ bætti Hafsteinn við kíminn og þeir félagar skelltu síðan upp- úr. „Við erum heldur ekki vanir svona hér heima, ekki í svona miklum mæli.“ (Hérlendis eru kannski 3—4 hugaðir menn sem leggja út í það að fylgjast með raílkeppni á næturnar skjálfandi á beinunum í kuldanum, en næt- urröll eru einungis hérlendis á haustin.) „Það var rosalegt að sjá hve mikið er lagt upp úr upplýs- ingastarfseminni í röllum erlend- is. Þegar komið var í mark sérleið- anna í Mintex-rallinu gat maður séð hvaða tíma keppendur, sem á undan voru höfðu á leiðinni. Var það skrifað á tölfu í lok leiðanna. Á hálftíma — kiukkutíma fresti var okkur síðan tilkynnt hvar við vorum í röðinni. Maður gat því al- veg hagað akstrinum eftir því hvar við vorum staddir, og þurfti ekki að spenna sig upp að óþörfu við að ná einhverjum, sem við átt- um kannski ekki möguleika á að ná,“ sagði Hafsteinn. „Lítið samneyti milli toppökumannanna“ Ilvernig er mórallinn meðal kepp- enda í svona keppni, þar sem atvinnumenn skipa efstu sætin? „Það er ekki mikið samneyti milli ökumanna á toppnum," sagði Hafsteinn." „Menn bíða bara í bíl- unum sínum á milli leiða, það er ekki eins og hér heima þar sem allir eru að spjalla við alla. Þetta er bara þáttur af keppninni þarna úti og maður finnur hve mórallinn hér heima er léttur. Þetta er bara hluti af atvinnumennskunni, en aðstoðarökumennirnir í toppbar- áttunni spyrja hvorn annan hins vegar alltaf um tíma hvors annars milli leiða,“ sagði Birgir. Nú töluðuð þið um það eftir Mintex-rallið hversu líkamlega erfið „Blessaður láttu fólk ekki halda að þetta sé undirhúningur fyrir Skoska rallið,** sagði Hafsteinn Hauksson hlæjandi þegar hann og félagi hans, Birgir Viðar Halldórsson, voru myndaðir í aksturspili í Júnó-bar. Sló Hafsteinn Ljósm. Mbl. Gunnlau£ur R. reyndar met í spilinu stuttu áður. spjallað við Hafstein og Birgi um Skoska alþjóðarallið RALLY þekkti, Martin Holmes, um að þið hefðuð ekið mikið „sideways“, þ.e. ekið mikið á hliðarskriði í Mintex. „Ég ók mikið „sideways" í byrj- un, en það má segja að aðstæðurn- ar hafi ekki boðið upp á það. Undir lokin var ég farinn að aka bílnum öðruvísi vegna hálkunnar, en í Skoska rallinu tel ég notadrýgra að aka „sideways" og aksturstíll minn er þannig, að ég nota breidd vegarins eins vel og hugsast get- ur,„ sagði Hafsteinn. Ræður þú alveg við öll 240 hest- öflin í Escortinum? „Ég ræð náttúrulega ekki við þau við hvaða aðstæður sem er, en maður verður að finna hjá sjálfum sér hvað maður ræður við mikið af þeim. Við vissar aðstæður ræð ég kannski við öll hestöflin og nota allt sem bíllinn býður uppá. Við aðrar aðstæður beiti ég kannski bílnum ekki eins og hann bíður uppá. En ég þekki bílinn a.m.k. betur núna en fyrir Mintex-rall- ið,“ sagði Hafsteinn og skenkti sér kaffi í bolla hugsi. „Þetta rall ræóur úrslitum um hve mikla áherslu við leggjum á að keppa crlendis í framtíðinni," sögðu félagarnir Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson m.a. í sam- tali við Morgunblaöið um þátttöku þeirra á Ford Escort RS 2.000 í rall- keppni í Skotlandi, sem fram fer dagana 11.—14. júní nk. Þá fer fram svonefnt Arnold Clark Scottish International Rally, sem er liður í Bretlandseyjakeppninni í rallakstri svo og Evrópukeppninni. Þeir Hafsteinn og Birgir hafa þegar tekið þátt í einni alþjóðlegri keppni á Bretlandseyjum. óku þeir Ford Escort RS 2.000 í Mintex-rallinu í mars og luku keppni í 25. sæti við erfiðar að- stæður, en 79 bílar hófu keppni þar. í Skoska rallinu verða 74 keppendur frá 11 þjóðlöndum. Þeir þurfa að leggja að baki 1.650 km, þar af 435 km á 50 sérleiðum áður en í endamark kemur. Margir bestu rallökumenn heims munu verða meðal keppenda, þeirra á meðal Stig Blomqvist og Björn Cederberg á Audi Quattro, sem sigruðu örugglega í Mintex-rall- inu. Fjórhjóladrifinn Quattro þeirra mun örugglega henta að- stæðum í skoska rallinu vel, leið- irnar eru margar hverjar fremur grófar og aðrar sem oft verða hál- ar í rigningaveðrum hálendisins í Skotlandi. Oft hefur aðstæðum í rallinu verið líkt við það sem ís- lendingar eiga að venjast hér heima. Kemur það vonandi þeim Hafsteini og Birgi til góða, en við skulum snúa okkur að þeim félög- um, sem eru að borða heitar góm- sætar samlokur á heimili Birgis ásamt blaðamanni, sem kona hans, Steinunn Sæmundsdóttir fyrrum skíðadrottning, bar fram. Viðtalið fer fram stuttu eftir mið- nætti á hvítasunnu en vegna anna hjá þeim félögum var þetta eini hugsanlegi tíminn til viðtals! „Tugir þúsunda af áhorfendum“ Áður en við snúum okkur að Skoska rallinu langar mig að spyrja hvernig tilfinning það er að keppa á erlendum vettvangi í fyrsta skipti, eins og þið gerðuð í Mintex-rallinu. „Það er vissulega allt önnur til- finning að aka í rallkeppni í Eng- landi en hér heima. Áhuginn á ralli er vægast sagt gígantískur," sagði Hafsteinn. „Á einni sérleið eru kannski samankomnir jafn- margir áhorfendur og á heilum knattspymulandsleik hér heima! Okkur fannst við vera þátttakend- ur í einhverju meira og mikilvæg- ara en í keppni heima.“ Birgir bætti um betur. „Áhorfendur leggja líka mikið á sig til að fylgj- ast með. Þeir labba allt að 4—6 km inn á leiðirnar til að finna góðan stað til að fylgjast með. Þetta gera þeir alla keppnina og sjá fjölmargar leiðir." Það má bæta því hér við að í þekktu ralli í Englandi í fyrra mættu yfir 70.000 manns á eina sérleiðina, sem var á kappaksturs- braut. Sýnir þetta best áhugann á þessari íþrótt í Englandi. „Það var töluverð spenna í okkur í byrjun, en eftir fyrstu leiðirnar var þetta orðið gott,“ sagði Birgir. „Við vor- um úti í átján daga fyrir og í kringum Intex-rallið og má segja að keppnisdagarnir tveir hafi ver- ið rólegastir! Við lærðum það mik- ið að nú þurfum við ekki að eyða nema viku út í Skotlandi í kring- um Skoska rallið. Við getum því keppnin var. Eruð þið betur undir Skoska rallið búnir? „Við erum engir kyrrsetumenn ... erum í rauninni betur undir þetta rall búnir andlega og líkam- lega. Það var miklu meiri pressa á okkur fyrir Mintex-rallið og við förum með allt öðru hugarfari núna og jafnframt afslappaðri,“ sagði Birgir. „Bíllinn er klár og allt í standi og við getum einbeitt okkur betur að akstrinum,“ bætti Hafsteinn inní, en þeir félagar kváðust stunda léttar æfingar fyrir keppnina. Getið þið skoðað eitthvað af leið- unum fyrir keppni? „Það verður eitthvað takmark- að, helst að við lítum á leiðina út- úr Glasgow, þar sem rallið hefst og á fyrstu leiðirnar," sagði Birgir og Hafsteinn kvað sérleiðirnar all- ar inn á einkalöndum, þannig að ekki væri hægt að skoða þær. „Við vitum að vegirnir úti eru leir- kenndari en hér heima. Okkur hef- ur verið sagt að sumar leiðirnar verði blautar og munu þær því grafast mjög fljótt." Nú talaði enski blaðamaöurinn „Hámarkshraöinn 200 km á klukkustund“ Birgir kvað þá, sem dæmi, ekki hafa sett bílinn í fimmta gír nema 4—5 sinnum í Mintex-rallinu, en hægt hefði verið að aka bílnum á urrandi siglingu í botni á sumum köflum, eins og Birgir orðaði það, en þeir sáu ekki nægilega vel í þungri þokunni, sem var mest allt rallið. Hámarkshraði bíls þeirra í Skoska rallinu verður um 200 km/klst. og veitir ekki af þ\ í, n.eð- alhraðinn er um 129 km/klst., þó rallið sé gróft á köflum! Hve hátt setjið þið markið í Skoska rallinu? „Ef óheppni eltir okkur ekki í rallinu eins og í Mintex þá gerum við okkur vonir um að verða ekki neðar en í fimmtánda sæti, en að vísu erum við að fara í sterkari keppni en síðast," svaraði Haf- steinn og Birgir tók við. „Við setj- um okkur að ná meiri hraða en síðast og teljum okkur alveg hafa möguleika á því. Við ætlum að reyna að ná góðum timum inn á milli, en reyna að aka þétt og ör- ugglega út keppnina. Við komum til með að leggja mun meira á okkur og bílinn í þessu ralli en nokkurn tíma áður, margfalt meira!“ Hafsteinn komst nú að og sagði: “Það sem við náðum ekki í Mintex var að ná toppakstri, nema á örfáum leiðum, en þá bárum við okkar tíma saman við tíma for- ystu bílanna. í Skoska rallinu von- ast ég til að við finnum okkur vel, og ég komist í stuð, þó það verði ekki alla keppnina. Þá sjáum við hvar við stöndum í samanburði við hina ökumennina. Við fengum í rauninni aldrei almennilegt tækifæri til þess síðast, allar að- stæður og bilun bílsins gerði okkur svo erfitt fyrir. Þrátt fyrir erfiðleikana náðum við sex sinn- um topp fimmtán tímum og tíu sinnum náðum við betri tíma en Finninn Harri Uotila, sem varð í sjötta sæti. Við bárum okkur sam- an við hann, því hann var nálægt okkur í rásröðinni." Talandi um rásröð þá verðið þið númer tólf í rásröð í Skoska rallinu. Fyrir framan verður John Haugland á Skoda 120 L£, en fyrir aftan full- veðja Audi Quattro 80, Andrew Cow- an. Er ekki óþægilegt að vita af Cow- an fyrir aftan? „Þetta verður til þess að maður stillir baksýnisspegilinn betur," svaraði Hafsteinn brosandi. „Markmiðið er að ná frammúr Skoda Hauglands áður en Qu- attroinn kemst framúr okkur,“ bætir Hafsteinn við og hlær. „Hann fer ekkert frammúr okkur nema á lengri leiðunum," segir Birgir ákveðinn á svip. Kemur það ekki til með að vekja athygli að þið eruð frá íslandi eins og gerðist í Mintex-rallinu? „Ætli við vekjum vekjum ekki meiri athygli í Skotlandi. Það eru meiri tengsl milli Skotlands og ís- lands, m.a. vegna velgengni Búbba, Jóhannesar Eðvaldssonar í knattspyrnunni þar,“ kvað Birgir, en Hafsteinn sagði að það hefði verið áberandi, að í Mintex-rallinu hefði áhorfendur margir hverjir greinilega verið búnir að lesa eitthvað um þá í fjölmiðlum. „Það gerir líka sitt að við höfum lágt rásnúmer," sagði Hafsteinn, „fyrstu tíu til tuttugu bílarnir vekja mesta eftirtekt. „Það er múr á milli atvinmi- og áhugaökumanna.“ Skiptir árangurinn í Skoska rall- inu miklu fyrir ykkur í sambandi við framtíðarplön tengd rallakstri? „Þetta rall ræður úrslitum um hvað mikla áherslu við leggjum á að keppa úti í framtíðinni," sagði Birgir. „Það að keppa á erlendum vettvangi er í rauninni mun auð- veldara en margur héldur. Það er mikið um að menn séu að gera sömu skyssurnar keppni eftir keppni hér heima og væri rr.örgum ráðlegt að skoða hvernig erlendir rallökumenn aka og haga öllurn sínum málum. En í sambanði við að ná framarlega í Skoska rallinu og öðrum álíka, þá er best að nota orð eins vinar okkar hjá Malcolm Wilson Motorsport. Hann segir: Það getur enginn unnið verk- smiðjurallbíl, ef hann er áhuga- maður. Það er nánast múr á milli atvinnuökumanna og áhuga- manna," sagði Hafsteinn að lok- um, en lokaorð Birgis voru þessi: „Það er með rall eins og aðrar íþróttir, reynslan vegur þungt á metunum og við erum rétt að byrja.“ — GR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.