Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNf 1983 Úr tónlistarlifinu_______________________ MARGRÉT HEINREKSDÓTTIR Tónaflóð í Evrópu í sumar • Heldur betur hefur harðnað í ári hjá okkur íslendingum. Er sýnt, að þorri landsmanna verður að draga saman seglin og fyrir- sjáanlegt að draga muni úr sumarleyfisferðum til annarra landa í ár. Aðsókn er þegar sögð minni að sólarlandaferðum, en einhversstaðar sá ég þess getið, að áhugi á ferðum um lönd Mið- Evrópu hefði heldur glðæzt meðal þeirra, sem á annað borð láta eftir sér utanferð. Þá, sem á slíkar ferð- ir hyggja, mætti kannski minna á, að víða í Evrópu er mikið um að vera í músíklífinu, tónlistarhátíðir hver annarri glæsilegri, þar sem frábærir listamenn hvaðanæva koma saman og láta til sín heyra. Er oft ákaflega skemmtilegt and- rúmsloft á slíkum hátíðum eins og við raunar þekkjum héðan úr heimahögum. • Árum saman átti undirrituð sér þann draum að leggjast í sumar- flakk um Evrópu og þræða tónlist- arhátíðirnar hverja af annarri. Líklegasl verður þessi draumur aldrei að veruleika — þó er aldrei að vita hvað framundan er, og kannski er einmitt einhver í þeim sporum í dag að eiga þessa kost eða einhverjir verða á slóðum stórhátíða og gætu kannski gert lykkju á leið sína til að sjá og heyra eitthvað af því sem á boð- stólum er. • Margt er um að velja í sumar, því auk venjulegra hátíðarhalda er verið að minnast afmæla eða dánardægra nokkurra tónskálda. í ár eur til dæmis 100 ár liðin frá andláti Richards Wagners og fæð- ingu Anton Weberns; 250 ár eru frá andláti Francois Couperins og 400 ár frá fæðingu Girolamos Frescobaldis hins ítalska, svo ekki sé gleymt því, að 150 ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar Brahms, enda sagt, að sálumessa hans (Ein Deutsches Requiem) muni hljóma samfellt í allt sumar frá Bergen til Strassbourg. Bretland — írland • En hvert væri bezt að halda, ef til stæði að leggja af stað einhvern næstu daga? „Sá á kvölina sem á völina", stendur þar, — kannski væri auðveldast að byrja í Bret- landi, bregða sér til dæmis fyrst til Bath. Tónlistarhátíðin þar hófst í lok maí og stendur fram til 12. júlí. Þar verða margir góðir gestir, svo sem Amadeus-kvartettinn, sem á síðasta ári átti 35 ára af- mæli. Þeim, sem seinna verða á ferðinni má benda á, að söngkon- an Janet Baker, píanóleikarinn Alfred Brendel og fiðluleikarinn Yehudi Menuhin verða á Chelt- enham-hátíðinni 2.—17. júlí og dagana 10.—23. júlí er Lundúna- hátíðin, þar sem haldnir verða um tvö hundruð tónleikar á fimmtíu stöðum í stórborginni, fjöldi heimsfrægra tónlistarmanna og sömuleiðis ungra stjörnuefna, minna þekktra en margra kannski ekki síður forvitnilegra. • Glyndebourne óperan starfa líka yfir sumarið (26. maí—10. ágúst) og verða þar fluttar í sumar óper- ur eftir Mozart, Rossini, Strauss og Prokofiev. Síðla sumars er svo Edinborg- arhátíðin sem margir íslendingar hafa lagt leið sína á um árin. Hún verður 21. ágúst—10. september og í ár er lögð sérstök áherzla á aldamótahöfundana Bruckner, Mahler, Schönberg, Alban Berg, Anton Webern og Alexander von Semlinsky. Þar verða frábærir menn á ferð, svo sem píanóleikar- ('ouperin Wagner inn Claudio Arrau og fiðluleikar- inn Pinchas Zuckerman, — Bern- ard Haitink verður þar með Con- certgebouw-hljómsveitina, Ham- borgaróperan flytur óperur Zeml- inskys, byggðar á sögum eftir Oscar Wilde og skozka óperan Webern flytur Dauðann í Feneyjum eftir Benjamin Britten. Vilji menn bregða sér yfir til írlands má finna þar meðal gesta dagana 10,—18. júní góðvin okkar Vladim- ir Ashkenazy og mezzosópran- söngkonuna Fredericu von Stade. Frescobaldi Frakkland — Austur- ríki — Ítalía Frá London eru jafnan ódýrar ferðir yfir til Parísar og þar er óperan að komast í fullan sumar- gang. Þar verður meðal annars að sjá og heyra Otello og Falstaff Verdis, svo og þriðju óperuna, sjaldsýnda, sem heifir „Luisa Miller" og mun með fyrri verkum höfundar. í Strassbourg er tónlist- arhátíð 10.—25. júní, þar sem Barbara Hendricks og Hermann Prey syngja einsöng í sálumessu Brahms, Gundula Janowitz syng- ur Wesendonck-ljóð Wagners og kunningi okkar frá síðustu lista- hátíð, píanóleikarinn Ivo Pogorel- ich, leikur Chopin og Brahms. Ef við höldum áfram suður til Vínarborgar er þar mikið um að vera um þessar mundir. Aðalhá- tíðinni þar lýkur 12. júní (hófst 7. maí). Áð þessu sinni voru þar meðal verka á efnisskrá Strauss- óperurnar Capriccio og Elektra og Tannháuser Wagners. Síðar í sumar, 26. júlí—30. ágúst, er svo hátíðin í Salzburg, þar sem Herb- ert von Karajan byrjar með Rósa- riddara Strauss, en af öðrum óper- um má nefna Fídelío Beethovens, Töfraflautu og Cosi Fan tutte Moz- arts; Fílharmóníuhljómsveitir Berlnar, Vinarborgar og Israels, — og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika undir stjórn frábærustu hljómsveitarstjóra og mikið verð- ur um ljóðasöng; Jessye Norman, Christa Ludwig, Walter Berry, Placido Domingo, Pilar Loranger og svo mætti áfram telja. Brahms skipar sérstakt heiðurssæti í Salzburg í sumar, bæði verða flutt ljóð hans, sinfóníurnar, verk fyrir píanó og fiðlu og öll kammerverk hans verða leikin að þessu sinni í Salzburg. Og úr því að við erum komin alla leið til Vínar er bezt að halda áfram til Italíu, — þar gerðu gest- ir á sólarströndum Rimini og Lignano rétt í að bregða sér á hljómleika í Flórens, þar verður margt um að vera, þar á meðal Tannháuser Wagners undir stjórn Kleibers. Á Verona-hátíðinni 7. júlí til 31. ágúst verða óperurnar Tur- andot eftir Puccini og Aida Verdis fluttar í útileikhúsinu þar, um tvö þúsund ára gömlu, sem tekur um Deilt — eftir Sverri Stormsker Það er ekki fjöltítt að gagnrýni sé gagnrýnd á opinberum vett- vangi, þar sem menn hafa löngum litið svo á að slík skrif séu ekki svaraverð, hvað þá mennirnir sem á bak við þau standa. Því þeir sem geta ekki, kenna, og þeir sem geta ekki kennt, verða skólastjórar. Þetta hafa menn alltaf vitað. Þó ég líti einnig svo á, vil ég gera athugasemd við dóm Jóhanns Hjálmarssonar um ljóðabók mína „Kveðið í kútnum", sem birtist fyrir skömmu í Mbl. Á einum stað segir: „ ... 1 í k - 1 e g a hefur Sverrir Stormsker ekki hirt um það frekar en margir aðrir ungir menn ijóðasmiðir að láta gagnrýninn mann lesa fyrir handritið. I staðinn er því fleygt í Fjölva sem gefur það út í snatri." við dómara 1 fyrsta lagi ætti Jóhanni að vera orðið ljóst af eigin reynslu, ef hann hefur eitthvað á milli eyrn- anna, að útgefendur gefa ekki út allar bækur sem að þeim er rétt eða í þá fleygt, og að hjá hverju utgáfufyrirtæki sem eitthvað kveður að er einn eða fleiri bók- menntaráðunautur. Svo skal Jó- hann fræddur á því að handrit þessarar bókar yfirfór meiri fjöldi sérfróðra og dómbærra manna en gengur og gerist yfirleitt, að ég held. Meðal þeirra annálaðri eru: Jón úr Vör, skáld, Eiríkur Hreinn Finnbogason, bókmenntafræðing- ur, Kristján Karlsson, bók- menntafræðingur, Guðni Kol- beinsson, cand.mag., jöfurinn Halldór Laxness, og svo náttúru- lega Þorsteinn Thorarensen, rit- höfundur og hans menn í Fjölva, sem gefa bókina út. Jóhanni finnst kannski enginn þessara manna dómbær eða „gagnrýninn". Sverrir Stormsker. En Jóhann heldur áfram. Eitt Ijóðanna í bókinni kallast „Stæl- ing“. Þar sný ég út úr einu þekkt- asta kvæði Davíðs Stefánssonar. Af þessu dregur Jóhann óvenju skarplega ályktun: „Sverrir Stormsker minnir um margt á eldri skáld, hefur eflaust lesið.. Davíð Stefánsson." Jóhanni finnst „ ... a ð ekki hafi legið á að gefa út ljóð Sverris Stormskers". Hann boðar mér þann fögnuð, ,að ef maður flýtir sér hægt í ljóða- gerðinni, þá sé von um árangur. Það er gaman að Jóhann skuli vera kominn á þessa skoðun. Greinilega eru ekki allir sam- mála gagnrýni Jóhanns ef dæma má af eftirfarandi ritdómum. Kristján frá Djúpalæk segir í Degi á Akureyri: „Bókin „Kveðið í kútn- um“ þykir mér óvenjuskemmtileg af byrjendaverki að vera. I nútíma ljóðmáli er alvaran yfirþyrmandi. Sverrir er mjög vel heima í ís- lenskum bókmenntum, hefur gott vald á máli og stuðlum og rími og næga hugkvæmni. Orðaleikir hans eru margir snjallir, jafnvel spakir, t.d.: „Vonin eftir varanlegri gleði/ er varanleg en það er gleðin ekki.“ Andrés Kristjánsson segir í DV.: „ ... þ e s s i ungi maður stendur fyrir sínu og fer vel af stað í upp- hafi annars tugar þessarar ljóða- aldar Fjölva. Sverrir er ísmeygi- legur í þeirri list að koma úr óvæntri átt að hversdagslegum hlutum og spurningum svo að mann rekur sem snöggvast í stans. Orðaleikur hans er líka oft og ein- att bráðsnjall. Það má mikið vera ef þessi ungi maður á ekki eftir að kveða sig úr kútnum og vel það, og raunar finnst mér hann hafa gert það í þessari fyrstu atrennu, svo fimur er hann í beitingu vopna sinna, orðanna, en það er fyrsta þroskaþrep ungs skálds að kunna með þau að fara.“ En hvað um það. Ekki er ég frá því nema Jóhann ætti að fá sér gagnrýninn mann til að lesa yfir gagnrýni sína. Og hér skal tilfært ljóð í lokin með kveðju. Skollaleikur Flest hér virAtat feta sama stig, fæstir vilja art náunganum hyjjgja. Jörðin sný.st í krinjjum sjálfa sig, sömuleiöis þeir sem hana bytfjjja. Sverrir Stormsker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.