Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 21 Nýjung hjá Hafskip: Komið verður á fót námsstöðum fyrir ungt fólk RAGNAR Kjartansson, fráfarandi framkvæmdastjóri og núverandi stjórnarformaður Hafskips, sagði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gærdag, að unnið væri að undir- búningi þess að koma á fót námsstöðum fyrir ungt fólk á veg- um félagsins heima og erlendis. „Sífellt fleiri aðilum á vett- vangi íslenzks atvinnurekstrar er að verða ljóst aukið mikilvægi menntunar og hagnýtari og auk- inna tengsla á milli atvinnulífs og skólakerfis. Mun Hafskip koma á námskerfi sem sniðið verður nokkuð að erlendri fyrir- mynd samanber í Þýzkalandi, Bandaríkjunum og Danmörku," sagði Ragnar ennfremur. „Meginkjarni þessarar nýj- ungar hérlendis er að gefa ungu fólki kost á starfskynningu og þjálfun á mismunandi stigum fyrirtækjarekstrar heima og er- lendis. Munu störfin sérsniðin eftir þörfum einstakra þátttak- enda og tengjast námi þeirra í þeim tilvikum sem það á sér stað,“ sagði Ragnar. „Það er von Hafskips að um slíka starfsemi geti myndast víð- tækt samstarf innan atvinnu- lífsins og við þá aðra aðila, er hlut þurfa að eiga að máli,“ sagði Ragnar Kjartansson að síðustu. Næstu skref eru efling skipastóls félagsins Losunar- og lestunar- kostnaður hefur ver- ið lækkaður um 48% á síðustu þremur árum — sagði Björgólfur Guðmundsson, hinn nýi forstjóri Hafskips MIKIÐ starf hefur verið unnið á undanfornum þremur árum á veg- um Hafskips við endurskoðun á samningum og vinnubrögðum er- lendra hafnarverktaka, sem þjón- að hafa skipum félagsins. Ragnar Kjartansson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri og nýkjörinn stjórn- arformaður Hafskips, sagði á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var í gærdag, að verulegur árangur hefði náðst í þessari endurskoðun. Á LIÐNU starfstímabili voru landamæri Hafskips færð út í eig- inlegum skilningi, er hafin var yfir- taka eigin umboðsrekstrar erlend- is. Hafa þegar verið stofnuð fjögur dótturfyrirtæki, sem reka eigin skrifstofur félagsins í Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Vestur-Þýzkalandi. Þessar upplýs- ingar komu fram á aðalfundi Haf- skips í gærdag. Unnið er nú að undirbúningi stofnunar Hafskip-Benelux, sem mun hafa umsjón með rekstri skrifstofa félagsins í Hollandi og Belgíu. Stefnt er samtals að sjö eigin skrifstofum erlendis með milli 30—40 manna starfsliði, að meginhluta íslendingum. „Reynslan af þessum skrif- stofurekstri hefur verið góð og ljóst er að beinn fjárhagslegur sparnaður er umtalsverður. Þá er ekki síður mikilvægt markmið að auka íslenzka þekkingu er- lendis og gefa starfsfólki félags- ins kost á að víkka sjóndeild- arhring sinn m.a. með störfum á hinum ýmsu skrifstofum. Eigin skrifstofur félagsins eru því í og með framlag til nauðsynlegrar aukinnar íslenzkrar útrásar og þekkingaröflunar á erlendri grund, samhliða vörzlu íslenzkra hagsmuna þar,“ sagði Ragnar Kjartansson, fráfarandi fram- Starf þetta hefur verið unnið af starfsmönnum félagsins, auk erlendra sérfræðinga, sem félag- ið hefur ráðið tímabundið í sína þjónustu. „Beinn árangur af þessari endurskoðun er sá, að lestunar- og losunarkostnaður félagsins hefur lækkað um 48% á þessu tímabili. Nemur sparn- aður þessi tugum milljóna króna á ársgrundvelli," sagði Ragnar Kjartansson ennfremur. kvæmdastjóri og núverandi stjórnarformaður. ÚTTEKT á rekstri vöruafgreiðslu Hafskips í Reykjavík er að Ijúka og verður niðurstaða þess máls vamtanlega sú, að stofnað verði sérstakt dótturfyrirtæki til rekstr- ar á vöruafgreiðslu og annarri skyldri viðbótarstarfsemi, sem rennt getur styrkari stoðum undir slíkt fyrirtæki. Tillögur um stofn- un fyrirtækisins liggja nú þegar fyrir. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Björgólfs Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Haf- skips, á aðalfundi í gærdag. „Haldið mun áfram endurbót- um á hafnaraðstöðu og vöru- geymslusvæðum í Austurhöfn Reykjavíkur. Ef svo fer fram sem horfir í rekstri Hafskips, þegar til nokkurra ára er litið, „NÆSTU skref í rekstri félagsins eru næsta vís,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Hafskips, á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gærdag. „I fyrsta lagi liggur fyrir sala og endurnýjun á eldri skipunum, Langá og Laxá, sem ekki svara nútíma þörfum og hag- kvæmnismöguleikum í rekstri við lestun og losun." Með einum eða öðrum hætti verður að bæta við fjórða fjöl- hæfniskipinu, systurskipi Selár, Skaftár og Rangár, þannig að sama skipagerð sé í öllum ferð- um á Norðursjávar- og Skand- inavíulínum félagsins. Standa líkur til, að þetta megi takast með hagkvæmum kaupleigu- samningi til nokkurra ára, þar sem skipið mundi sigla undir ís- lenzkum fána með íslenzkri áhöfn og vera eign félagsins við lok tímabilsins. Þá ber að stefna að eigin skip- um í Ameríku- og Austursjáv- arlínum, en þangað til á hverjum tíma að ná hagstæðustu leigu- kjörum á þeim föstu skipum, sem félagið er með í siglingum þar. Skipavalkostanefnd félags- ins mun fylgjast grannt með skipamarkaði og nýsmíði á hverjum tíma, þannig að félagið verði ávallt í stakk búið til réttr- má ljóst vera, að núverandi að- staða verður fljótt of lítil," sagði Björgólfur ennfremur. Björgólfur sagði að tveir kost- ir væru fyrir hendi. Fyrir það fyrsta yrði leitað eftir frekari útfærslu í Austurhöfninni, t.d. með uppfyllingu í kverkinni milli Faxagarðs og Ingólfsgarðs, þar sem m.a. varðskipin liggja í dag, auk þess að fá allt svæðið þar sem hús LÍÚ og aðstaða Hafrannsóknastofnunar er nú. Jafnframt því yrði þá að endurnýja og styrkja verulega skipaviðlegur. í tengslum við framtíðaraðstöðu í Austurhöfn þyrfti einnig að stækka vöru- afgreiðslu og ef til vill að koma upp heppilegu skrifstofuhúsnæði ar ákvörðunartöku í þeim efn- um, þegar aðstæður skapast. Þá verður stefnt að því að efla eigin verkstæðisrekstur og við- haldsþjónustu skipa og tækja, skerpa starfssvið tæknideildar félagsins. í markaðs- og flutningamálum verður áfram haldið við stofnun eigin þjónustuskrifstofa erlendis eins og áður. Þá verður fylgst náið með þeim þörfum, er skap- ast kunna í ríkari mæli við út- flutning tengdum íslenzkri stór- iðju, og almennt lögð áherzla á „Á AÐALFUNDI félagsins í byrj- un júní á síöasta ári var því lýst afdráttarlaust yfir, að endurskipu- lagning félagsins hefði tekizt. Segja má að þetta hafi áþreifan- lega staðfestst á því ári, sem síðan fyrir félagið. Gerðir hafa verið á vegum Hafskips uppdrættir að húsi í austur frá Tollhúsinu, þar sem gert er ráð fyrir vörugeymslu, skrifstofuhúsnæði, verzlunum og nokkrum hundruðum bílastæða, sem gætu verið til ráðstöfunar vinnandi fólki og gestum í mið- bænum. Ef um framtíðarlausn verður að ræða á þessum stað, þyrfti að komast á samvinna við borgar- yfirvöld í þessa veru um þau at- riði, sem drepið hefur verið á. Björgólfur sagði að hinn kost- urinn væri að félaginu yrði gef- inn kostur á aðstöðu í Sunda- höfn eins og reyndar langtíma- áætlanir gera ráð fyrir. frumkvæði og að minnsta kosti þátttöku í úttekt og endurskipu- lagningu dreifingu íslenzkra út- flutningsafurða. í rekstraráætlun ársins 1983 er get ráð fyrir samdrætti í flutningum félagsins í fyrsta skipti í mörg ár. Rekstraráætlun er gerð af mikilli varfærni og eins miklu raunsæi, miðað við ytri aðstæður, og mögulegt er, en þessi áætlun, sem staðist hefur til þessa, bendir þó til, að rekstr- arárangur Hafskips verði góður á árinu 1983. er að baki,“ sagði Albert Guð- mundsson, fráfarandi stjórnarfor- maður Hafskips og fjármálaráð- herra, í ræðu sinni á aðalfundi Hafskips í gærdag. „Þá varð á íslandi mesta geng- issprenging í sögu þessarar þjóð- ar, er íslenzka krónan lækkaði á árinu um að meðaltali 92% gagnvart helztu viðskiptagjald- miðlum, en um 103% gagnvart Bandaríkjadollara. Það þarf sterk bein til að þola slíkt sprengjuregn, ekki sízt hjá félagi sem er með um 75—80% lána í erlendri mynt og 80% út- gjalda þar sem Bandaríkjadollar mælir hvað þyngst,“ sagði Al- bert Guðmundsson. Þá sagði Albert að ef ekki hefði komið til hin mikla efling félagsins á undanförnum árum væri ljóst, að árið 1982 hefði endanlega getað ráðið úrslitum — félagið hefði ekki haft burði til að mæta andstreyminu. „Ár- angur skipulagsbreytingarinnar birtist okkur því nú skýrar en fyrr þótt í formi varnarsigurs sé.“ í máli Alberts kom ennfremur fram, að á sama tima og heildar- flutningar til landsins drógust saman um 10%, þá varð um 4% aukning hjá Hafskip, eins og skýrt var frá í Mbl. í gærdag. Þá varð um 4 milljóna króna hagn- aður af rekstri félagsins á síð- asta ári, þegar heildarvelta jókst um 88%. Hafskip: Stefnt er að sjö eigin skrifstofum erlendis Hafskip: Stofnað dótturfyrirtæki um rekstur vöruafgreiðslunnar — Núverandi aðstaða verður of lítil fljótlega Hefur staðfest áþreifanlega að hún hefur tekizt — sagdi Albert Guðmundsson, fráfarandi stjórnar- formaður, um endurskipulagningu Hafskips

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.