Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 48
Veist þú umeinhverja góða frétt? H ringdu þá í 10100 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 ^\skriftar- síminn er 830 33 Hæstiréttur: Dráttarbflar með aftaní- vögnum ekki vörubflar H/EffriRÉXTUR hefur fellt úr gildi lögbann það, sem lagt var við flutn- ingi sements frá Húsavík til Kröflu- virkjunar að kröfu Vörubílstjórafélags S-Uingeyjarsýslu, og gengur það gegn dómi sem felldur var í undirrétti, þar sem lögbannið var staðfest. Vörubílstjórafélagið fór fram á lögbannið á sínum tíma, vegna þess að það taldi sig hafa einkarétt á flutningum innan síns félagssvæðis, en tilboð kom í flutningana frá verktakafyrirtækinu Norðurverk hf. um flutning á sementinu og öðru sem flytja þurfti með dráttarbílum með aftanívögnum. Kröfu sína byggði Vörubílstjórafélagið á 5. gr. laga nr. 36/1970, þar sem segir að öllum sé óheimilt að stunda leigu- akstur á vörubifreiðum utan stöðv- ar eða frá stöð, sem eigi njóti viður- kenningar bæjarstjórnar. 1 dómi Hæstaréttar segir að þau tæki sem um ræðir, þ.e. dráttarbif- reiðir með aftanívögnum, séu ekki vörubifreiðir samkvæmt lögum nr 36/1970 og því beri að aflétta lög- banninu. Vörubílstjórafélagið greiði málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, samtals 10 þúsund krónur. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Þór Vilhjálmsson, Ár- mann Snævarr og Sigurgeir Jóns- son og settir hæstaréttardómarar Gaukur Jörundsson og Guðmundur Skaftason. Ármann Snævarr skil- aði sératkvæði. '■ fj|| / ’JKl m f * ■ \{ m • i / S 1 Karmelsystur í Hafnarfirði kvöddu klaustur sitt snemma í gærmorgun. Sjö þeirra setjast að í klaustri í Hollandi en sú áttunda í Bretlandi. Myndin var tekin er þær gengu niður tröppur klaustursins í síðasta skipti. Morgunbladið/Guðjón. Færri erlend skemmti- ferðaskip ERLEND skemmtiferðaskip verða heldur færri í sumar en á því síðasta, samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Ferðaskrifstofunum Atlant- ik og Samvinnuferðum-Landsýn. Að sögn Eysteins Helgasonar, framkvæmdastjóra Samvinnu- ferða-Landsýnar, koma tvö skip í tvígang hingað á vegum þeirra. Eysteinn sagði ennfremur að kom- um skipa hefði heldur fækkað hin seinni ár. Hjá Atlantik fengust þær upp- lýsingar, að 13 skipakomur yrðu á þeirra vegum hér í sumar, þar af færu 90% þeirra ennfremur norð- ur fyrir land til Akureyrar, en yf- irleitt er stoppið einn dagur á hvorum stað. Langstærstur hluti erlendra ferðamanna, sem koma hingað til lands með skemmti- ferðaskipum eru Þjóðverjar. Ný „svört“ skýrsla Hafrannsóknastofnunar: Hrygningarstofii fjórð- ungi minni en talið var Þá gekk einnig dómur í sams kon- ar máli, þar sem er mál Saltsölunn- ar hf. gegn Landsambandi vörubif- reiðastjóra. Gekk dómur á sama veg og í hinu fyrrnefnda máli og af sömu ástæðu. Hafrannsóknastofnun telur að ástand þorskstofnsins sé talsvert lak- ara en talið var á síðasta hausti og bendir mat stofnunarinnar á stærð stofnsins til þess að hann sé nú 8% minni en þá var talið eða 1300 þús- und tonn og hrygningarstofninn 25% minni eða um 420 þúsund tonn. Vegna þessa hefur Hafrannsókna- stofnun lagt það til að þorskaflinn á þessu ári verði ekki meiri en 300 þús- und tonn. Þetta kemur m.a. fram f Dæmd í sekt eða fangelsi fyrir hundahald: „Við förum í tugthús ef þess þarf með“ „VIÐ FÖRUM í tugthús, ef þess þarf með,“ sögðu Matthías Garð- arsson heilbrigðisfulltrúi og Regína Stefnisdóttir í samtali við Mbl. í vikunni féll yfir þeim dómur í Hæstarétti íslands fyrir að halda hund í Reykjavík, en það er óheim- ilt sem kunnugt er. Þau voru dæmd í fimm þúsund króna sekt eða gert að sæta fangelsi í átta daga verði sektin ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Þá var þeim gert að greiða saksóknarlaun, krónur sex þúsund og laun verjenda, einnig sex þúsund krónur. Um prófmál var að ræða. „Ástandið í dag er óþolandi. Ég mun halda mínum hundi á meðan hanp lifir. Það er hart að vera gerður að tugthúslim fyrir að láta sér þykja vænt um dýr sitt — að fólk skuli dæmt í fangelsi. Ég mun hins vegar ekki eignast ann- an hund eftir Loka að óbreyttu ástandi," sagði Regína f samtali við Mbl. Regína hefur átt hundinn Loka frá því 1975. í október 1981 slapp Loki út og hafnaði f klóm lögreglunnar. Honum var skilað, þar sem ekki mun heimilt að taka skepnur af eigndum sínum, en all- ar götur síðan hefur Regína átt í Regína Stefnisdóttir með Loka sinn, sem er af síberísku sleðahundakyni. útistöðum við yfirvöld vegna Loka síns. Kátur, hundur Matthíasar, var aldrei tekinn. „Þeir sögðust ekki hafa heimild til þess,“ sagði Matthías. „Ég var hins vegar margoft kallaður fyrir og síðar boðin dómssátt. En ég hafnaði — tel öll þessi mál ákaflega óljós. Matthías Garðarsson með Kát, sem er */« íslenzkur og Ví Collier. Við vitum, að fjölmargir í Reykja- vík eiga hund — bæði háir sem lágir. Frammámenn í Reykjavík hafa verið myndaðir í bak og fyrir með hunda sína, án þess að við þeim hafi verið hróflað. óviðun- andi er að örfáir séu teknir fyrir og sektaðir. Jafnt verður yfir alla að ganga,“ sagði Matthías. skýrslu sem Hafrannsóknastofnun hefur gert um ástand þorskstofnsins að lokinni vetrarvertíð 1983. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, vegna skýrslu Hafrannsóknastofnunar, að alvar- legast væri hve meðalþyngd þorsksins hefði minnkað mikið. „Menn vita ekki alveg ástæður þessa, en það er greinilegt að rösk- un hefur orðið í lífríki sjávarins m.a. vegna kulda," sagði Halldór. Hann bætti því við að hann hefði ákveðið að kalla hagsmunaaðila í sjávarútvegi saman til fundar á mánudag til að ræða stöðuna. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands fslenskra út- vegsmanna, tók í sama streng og Halldór og kvað það áhyggjuefni hve þorskurinn færi minnkandi frá því sem áður hefur verið. „Niður- staða skýrslunnar kemur annars ekki svo á óvart," sagði Kristján. „Það sem við blasir er að ef upp kann að koma mikill sumarafli hjá togurunum þá getur þurft að bregðast við því til að halda afla- magninu niðri. Alvarlegast í því efni er, að nú verður ekki unnt að fjölga skrapdögum vegna þess að það er ekki um aðra stofna að ræða sem unnt er að halda skipunum út á. Hin nýju rekstrarskilyrði skip- anna og hið háa olíuverð gera það óhagkvæmt að halda skipunum við karfaveiðar. Auk þess munu frysti- húsin hætta að frysta karfa á Rússlandsmarkað frá 1. júlí næst- komandi. Frekari veiðitakmarkan- ir munu því þýða stöðvun á skipun- um og það er alvarlegt bæði frá sjónarmiði útgerðarinnar, sjó- mannanna og fólksins sem við þetta vinnur. Ég held að mönnum ætti að vera það Ijóst nú fremur en áður, hve mikið óhappaverk stjórn- valda það hefur verið að stuðla að auknum flota í þeim mæli sem gert hefur verið og við eigum eftir að standa frammi fyrir miklum erfið- leikum á næstunni með hliðsjón af þessum upplýsingum um að af- rakstur þorskstofnsins fari minnk- andi,“ sagði Kristján Ragnarsson. í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar segir að meira hafi verið gengið á eldri árganga stofnsins (7 ára og eldri) en áður var talið. 1 skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar segir ennfremur að á undan- förnum árum hafi dregið miög úr vaxtarhraða þorsks við Island. Meðalafrakstur á 3ja ára nýliða er nú 1,61 kg en var 1,93 kg tímabilið 1977-1979. Setja saman síldar- tunnur í Siglufirði Ilafin var nú í vor í salarkynnum Síldarverksmiðja ríkisins í Siglufírði samsetning á síldartunnum, sem keyptar eru óstafsettar frá Finnlandi. Samkvæmt upplýsingum Geirs Zoega, tæknilegs framkvæmda- stjóra hjá sfldarverksmiðjunni á Siglufirði, er hugmyndin að sam- setning þessi fari einnig fram hjá SR á öðrum stöðum á landinu, þannig að ekki þurfi að flytja tunnnur mikið milli staða. Geir sagði að hægt væri að fram- leiða allt að 20 þúsund tunnur f verksmiðjum SR, en hann taldi óraunhæft að ætla að saltað yrði f mikið meira en fjögur þúsund tunn- ur f Siglufirði á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.