Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 11 Aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna: Átelur vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar í sambandi við hækkunarmál rafveitna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi afrit af skeyti sem sent var iönaðarráðuneytinu frá aðalfundi Sambands íslenzkra rafveitna, sem haldinn er á ísa- firði: Ríkisstjórn sú, er lét af störf- um í síðasta mánuði, setti eins og kunnugt er, bráðabirgðalög þar sem afnuminn var réttur orkuveitna til að verðleggja þjónustu sína. í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir hins vegar: „Sveitarfélög ákveði sjálf gjaldskrár þjónustu fyrirtækja sinna." Þrátt fyrir þetta tók ríkis- stjórnin þá skyndiákvörðun nú fyrir nokkrum dögum að ákveða jafna 9,5% hækkun á orkuverði allra rafveitna til að mæta 19% verðhækkun Landsvirkjunar til þeirra. Fyrir flestar rafveitur er þessi hækkun alls ófullnægj- andi, enda iðnaðarráðuneytinu full kunnugt um að þarfir raf- veitnanna vegna þessarar heild- söluverðhækkunar eru mismun- andi og liggja á bilinu 9,5% til 15%. Höfóar til „fólksíöllum starfsgreinum! Aðalfundur SÍR átelur þessi vinnubrögð og beinir því til iðn- aðarráðuneytisins, að það beiti sér fyrir því að ríkisstjórnin leiðrétti þessi mistök hið bráð- asta enda rafveitur landsins engan veginn í stakk búnar til að þola beint tekjutap sem af fyrrgreindum ráðstöfunum leið- ir. Ályktun þessi var samþykkt á aðalfundi SÍR í dag, 9. júní 1983. Átta fiskiskip sigla með afla SEX íslensk fiskiskip hafa selt afla sinn í erlendum höfnum það sem af er þessari viku. Börkur NK seldi rúm 150 tonn í Grimsby á mánudag fyrir 3,3 milljónir, meðalverð var 21,78 krónur. Ingólfur GK seldi á mánu- dag í Cuxhaven rúm 90 tonn fyrir 1,2 milljónir, meðalverð var 13,53 kr. Engey RE seldi á þriðjudag tæp 172 tonn í Bremerhaven fyrir 3,7 milljónir, meðalverð var 21,83 krónur. Gullborg VE seldi í fyrra- dag 62 tonn í Grimsby fyrir 1,7 milljónir, meðalverð var 27,14 krónur. Pétur Ingi KE seldi í gær rúm 53 tonn í Grimsby fyrir 1,1 milljón, meðalverð var 21,28 krón- ur og í gær seldi Stafnnes KE í Grimsby en aflatölur og verð hafði ekki borist til skrifstofu LlÚ fyrir lokun þar í gær. I dag ætluðu Guð- finna Steinsdóttir AR að selja í Grimsby og Sif SH í Hull. Árnar í fardagaflani Syóra Langholti, 9. iúní. MAÍMÁNUÐUR var sérlega þurr- viðrasamur og fremur kaldur hér í uppsveitum Árnessýslu og svo að stóð gróðri verulega fyrir þrifum. í júníbyrjun tók að rekja og jafnframt hlýnaði í veðri og er nú komin ágæt- ur sauðgróður á tún. Meö hlýindum og vætunni óx mjög í ánum en snjór á hálendinu var sagður með meira móti. Laxveiði í Stóru-Laxá og Hvítá byrjar ekki fyrr en 20. júní en hæpið er að árnar verði komnar í jafnvægi þá. Sauðburður gekk yf- irleitt vel og bera ær allstaðar á húsi. Frjósemi var mikil og fer þar saman bætt meðferð fjárins og kynbætur. Mikil vinna er hjá sauðfjárbændum um sauðburðinn ekki síst á svo köldu vori sem þessu þegar gefa þarf lömbum inni fram í júní. Nokkra bændur veit ég um sem sofa í fjárhúsunum um sauðburðinn. Allstaðar eru til næg hey og var selt nokkurt magn af heyi héðan úr Hrunamanna- hreppi í vetur og vor. Jarðvinnsla gekk vel meðan þurrt var þó að nokkur jarðklaki sé ennþá og gátu bændur sáð í akra sína. Þó er dá- lítið eftir af jarðvinnslustörfum enn á þessu vori. Þurkurinn og kuldinn tafði einnig fyrir hjá garðyrkjubænd- um en ef tíð batnar enn og hlýnar ætti útigrænmeti að geta komið á markað á svipuðum tíma og vant er. Nokkrar byggingarframkvæmd- ir eru fyrirhugaðar í sveitinni í sumar einkum í þéttbýlinu á Flúð- um. Sig. Sigm. — UM HELGINA — OPIÐ: FRÁ KL. 1 - 5 LAUGARDAG OG SUNNUDAG # GOLF - JETTA - PASSAT AUDI 100 - VOLKSWAGEN sendibíll AmitsubishiA COLT - LANCER F - TREDIA - CORDIA - GALANT SAPPORO - l 300 sendibíll - l 300 minibus L 300 4 x 4 - PAJERO Auól PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.