Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 t BJARNI HALLDORSSON (frá Reykjardalskoti), Gilsbakka, Hrunamannahreppi, er lést aöfaranótt 9. júní á Sjúkrahúsi Suöurlands verður jarösettur frá Hrunakirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og fjölskyldur. Eiginmaöur minn. t JÓN KR. JÓNSSON, Ránargötu 24, lést að morgni 10. júní í Landspitalanum. Fyrir hönd vandamanna, Ingveldur Eiríksdóttir. t Móöir min, RAGNHEIDUR KR. ÁRNADÓTTIR HALL, lést í öldrunardeild Landspítalans 8. júní. Fyrir hönd ættingja, Jóna I. Hall Systir min, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Efstasundi 9, lést í Borgarspitalanum fimmtudaginn 9. júní. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðni Halldórsson. t Móðir okkar, JÓHANNA NIKULÁSDÓTTIR, Fossheiði 52, Selfossi, lést í Landspítalanum 9. júní. Ólafur Elíasson, Jóhanna Þórðardóttir, Þórdís Þórðardóttir, Eiginkona mín og móðir mín, AUÐUR BERTA SVEINSDÓTTIR, Baldursgaröi 9, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur, aðfaranótt 10. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Wíum Árnason, Sveinn Wíum Sigurðsson. t Hjartans þakkir til allra sem auösýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÓSKARS ÁRNASONAR frá Borgum, Norðfirðí, Merkurgötu 12, Hafnarfirði. Magdalena Sigurðardóttir, Þórir H. Óskarsson, Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Sigurgunnar Óskarsson, María Hansen, Guölaug Óskarsdóttir, Sæmundur Ingólfsson, Daníel Kr. Kristinsson, Dýrleif Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug viö fráfall eigin- manns míns, fööur okkar, afa og langafa, SIGURBJÖRNS HALLDÓRSSONAR, Kársnesbraut 127. Guölaug Sæmundsdóttir, Erla Sabovinskí, Valdímar Sabovinski, Rut Sigurbjörnsdóttir, Eiríkur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þorbergur A. Jónsson aðalbókari — Minning Fæddur 22. ágúst 1906. Dáinn 5. júní 1983. Þann 5. júní sl. andaðist í Landspítalanum í Reykjavík tengdafaðir minn, Þorbergur Ág- úst Jónsson, aðalbókari hjá Kaup- félaginu Fram í Neskaupstað. Þorbergur var Dýrfirðingur að ætt, sonur hjónanna Höllu Bjarnadóttur og Jóns Kr. Guð- mundssonar, en þau bjuggu að Arnarnúpi í Dýrafirði. Þar fædd- ist Þorbergur 22. ágúst 1906 næst- elstur 5 systkina. Börn Höllu og Jóns eru: Bjarni forstjóri hjá G.J.Fossberg, Steinunn húsfrú, Gísli trésmíðameistari og Sæ- mundur veggfóðrarameistari, öll búsett í Reykjavík. Þorbergur ólst upp við öll al- menn störf til 18 ára aldurs, en þá gerðist hann starfsmaður hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þingeyri og starfaði þar til ársins 1929. Þá hélt hann til Reykjavíkur og hóf nám við Samvinnuskólann og út- skrifaðist þaðan árið 1930. Að námi loknu fékkst hann við ýmis konar verkamannastörf í Reykja- vík, en árið 1932 hóf hann skrif- stofustörf hjá Velsmiðju Krist- jáns Gíslasonar og var þar til árs- ins 1938. Þá lá leið hans austur á Vopnafjörð og starfaði hann hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga. Á Vopnafirði kynntist hann Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá Skálum í Vopnafirði, og voru þau gefin saman 30. marz 1940. Guð- rún var áður gift Sigurbirni Gísla- syni frá Beinárgerði, en hann lézt af slysförum 25. febrúar 1937. Þau Sigurbjörn áttu einn son, Gísla, sem Þorbergur tók að sér og ól upp sem sinn eiginn son. Þorbergur og Guðrún eignuðust 6 börn, en þau eru: Dagmar gift Guðmundi Stef- ánssyni, Sigurbjörn kvæntur Ernu Petersen Kragh, Halldór kvæntur Valgerði Jónsdóttur, Hörður, Rannveig gift Sævari Jónssyni og Ágiist kvæntur Huldu Eiðsdóttur. 011 systkinin að Gísla og Sigur- birni frátöldum eru búsett í Nes- kaupstað. Og hópurinn hefur stækkað því barnabörn og barna- barnabörn eru orðin 29 talsins. Konu sína missti Þorbergur 9. október 1981. Sem barn veiktist Þorbergur af kíghósta, og beið hann þess aldrei bætur. Hann var einstaklega sam- vizkusamur, en varð þó stundum að liggja langtímum saman vegna veikinda og má geta nærri, að þá var oft þröngt í búi hjá barnm- argri fjölskyldunni. En þrátt fyrir erfiðleika var hann ætíð fullur af þrautseigju og lífskrafti. Hann átti auðvelt með að segja skemmtilega frá, eins og þau öll systkinin. Það var oft glatt á hjalla, þegar þau voru saman komin og rifjuðu upp gamlar minningar, og var þá oft hlegið dátt og mikið skrafað. Börn hændust mjög að Þor- bergi, ekki sizt barnabörnin. Þau fundu fljótt, að afi hafði stórt og hlýtt hjarta, og þau, sem bjuggu hér í Reykjavík nutu líka góðs af, því oft var farið til sumardvalar til afa og ömmu í Neskaupstað. Með þessum línum vil ég kveðja tengdaföður minn og þakka hon- um ljúfa viðkynningu. Blessuð sé minnning Þorbergs Á. Jónssonar. Þórhildur Sandholt. Ævar Geir Stein- - Minning og sagði: „Nú get ég hlaupið með hinum krökkunum." Björt vatns- litamynd máluð öll í gulum lit og kennarinn spyr: „Er þetta sólin?" og hann svarar: „Nei, sólarstrák- grimsson - Fæddur 24. september 1976. Dáinn 2. júní 1983. Á fögrum vordegi þegar veröld- in er að klæðast sumarskrúði berst harmafregn — einn sólar- geisli sem vermt hefur um skeið hefir kvatt og horfið á vit nýrra heimkynna. Eftir sitjum við og finnst napur gjóstur fara um okkur, en það er huggun í harmi að eiga ljúfar minningar um sól- arstrákinn, minningar sem verma um ókomin ár. Ævar Geir Steingrímsson var sannkallaður sólarstrákur. Hann tókst á við erfið veikindi og bar þeirra menjar unz yfir lauk. Samt hóf hann skólagöngu með jafn- öldrum sínum síðastliðið haust og vakti hann strax athygli okkar kennaranna fyrir létta lund og bjart bros. Hann var gæddur ein- stökum hæfiieikum til að takast á við alla erfiðleika með brosi á vör — Hann sigraði hverja þraut með sinni léttu lund. Minningarnar hrannast upp: Þegar hann kom brosandi til okkar í nýjum skóm t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og jarðarför, GÍSLA FINNSSONAR, fyrrverandi verslunarmanns, Hverfisgötu 125, sem lést 2. maí sl. Börnin. t Hjartans þakkir til allra sem auösyndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jarðarför elginmanns míns og fööur okkar, ÁRNA PÁLSSONAR, trésmíöameistara, Fornhaga 17, Þökkum sérstaklega starfsfólki á deild 11B Landspítalans fyrir góöa og hlýja umönnun. Hólmfríöur Guöjónsdóttir, Vilborg Árnadóttir, Guörún Árnadóttir, Edda Árnadóttir, Þórdís Ólafsdóttír. Og nú er sólarstrákurinn okkar horfinn okkur um sinn. Við erum í þakkarskuld fyrir að hafa fengið að kynnast honum og biðjum hans stóru sál velfarnaðar á leiðum æðri þroska í þeirri bjargföstu trú að: llondin som þij; hingaó leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar — Drottinn vakir daga og nætur vfir þér. S.Kr.l*. Við vottum foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum innilega hluttekningu. Guðrún S. Þórarinsdóttir. Bergljót Aradóttir. í dag er til moldar borinn litli sonarsonur okkar Ævar Geir Steingrímsson, sem sökum veik- inda er horfinn burt í bernsku lífs síns. Á slíkri stundu leitar hugur- inn óhjákvæmilega til liðins tíma, því þótt æviár hans yrðu ekki mörg var hann slíkur, að margar eru minningarnar. Þótt erfiður sjúkdómur hrjáði hann hélt hann ætíð sínum góðu eiginleikum, jákvæðu lunderni og ljúfri fram- komu, sífellt tilbúinn að gefa blíðu og fallegt bros. Með þeirri elju og einlægni, sem einkennir oft barns- hugann byggði hann framtíðar- drauma sína allt til dauðadags. Slíkt æðruleysi, sem hann svo ungur sýndi í erfiðleikum sínum ætti að vera hvatning öllum, þeim er honum kynntust, á erfiðum stundum lífsins. Við þökkum fal- legar minningar og stutta en ást- ríka samfylgd á lífsleiðinni. „I>ig kvedur afi’ og amma virt angri bærAan streng, nú blessa pabbi’ og mamma sinn blída, góAa dreng. I>ad fellur dögg til dala um djúpblátt næturlín l>ar sæíl til Ijóssins sala raeó sólskinsbrosin þín.“ (<iudm. (>uóm. — 1913) Hildur og Viktor. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn .'átni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.