Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 19 Skattskrá Reykja- nesumdæmis 1982; Álögð gjöld námu tæpum þúsund millj. ÁLÖGÐ gjöld í umdæmi skattstjór- ans á Reykjanesi námu samtals 9fi5.620.128 milljónum króna fram- talsárið 1982 fyrir tekjuárið 1981, samkvæmt skattskránni þar sem nú hefur verið lögð fram í endanlegu formi eftir að búið er að dæma I kærumálum. Er það 64.85% hækkun frá árinu áður. Af þessari upphæð greiddu einstaklingar 820.210.274 milljónir og þar af börn undir 16 ára aldri 1.999.173 milljón. Lögaðilar greiddu 145.409.854 milljónir. f pró- sentum talið hækkaði álagningin á einstaklinga um 65.26%, en á lögað- ila 62.57%. Fjöldi framteljenda var 38.845, þar af 37.256 einstaklingar og 1.589 lögaðilar. Börn undir 16 ára aldri voru 2.018. Hæstu skattgreiðendur meðal einstaklinga voru: 1. Ólafur Björgúlfsson, Tjarnar- stíg 10, Seltjarnarnesi, samtals krónur 1.292.487 milljónir. 2. Benedikt Sigurðsson, Heiðar- horni 10, Keflavík 918.864 þúsund. 3. Hörður A. Guðmundsson, Hringbraut 46, Hafnarfirði, 741.794 þúsund. 4. Ragnar M. Traustason, Efsta- hjalla 15, Kópavogi 720.711 þús- und. 5. Hreggviður Hermannsson, Smáratúni 19, Keflavík 708.890 þúsund. Hæstu félögin voru: 1. íslenskir aðalverktakar, Kefla- víkurflugvelli, samtals 10.174.538 milljónir. 2. Byggingavöruverslun Kópavogs 3.684.310 milljónir. 3. Varnarliðið Keflavíkurfiugvelli, 3.669.713 milljónir. 4. íslenska álfélagið hf Straums- vík, 3.142.941 milljónir. 5. Álafoss hf. Mosfellshreppi, 2.939.722 milljónir. I Sifl* oKV 3' gpúm' ta 67 sr'tð n AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF Ef þú málar með STEINAKRÝLI fvá Málningu hf þarftu ekki að bíða eftir málningaweðn! Frábærar niðurstöður islenskra sérfræðinga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir viðtækum prófunum á STEINAKRÝLI í rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvi einstaklega hæf fyrir íslenskar aðstæður. Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðleikum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rigningarskúr er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentlnuþynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir íslenskar aðstæður STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málað f frosti. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel f 10 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála f svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST! STEINAKRÝL - málningin sem andar málning Notaðir í sérf lokki 1. Mitsubishi 4X4 Pic-up ’81 ekinn aöeins 24.000 km. Mjög góöur bíll. 2. Talbot Horizon ’81. Ein- stakleg vel hirtur og fallegur bíll. Einn eigandi. AUN4ÐK 4BYRGÐ CHRYSLER SK®DA 3. Fiat Polonez ’82. Ekinn 13.000 km. Nýlegur og lítiö ek- inn bíll á góöu verði. 4. Skoda 120 ’82. Nýyfirfarinn og í toppstandi — ódýr bíll meö 6 mán. ábyrgö. omccr Opið í dag 1—5 LÉJ 5. Plymouth Volaré Station 79. Blásanseraöur m/viö- arklæddum hliðum. Algjör toppbíll. JÖFUR HF. fcj Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.