Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Fríður hópur nýstúdenta frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Kvennaskólanum í Reykjavík slitið í 109. skipti: 24 nýstúdentar útskrifaðir — Fyrsti karlstúdentinn brautskráður KVENNASKÓLANUM í Reykja- vík var slitið í 109. sinn fóstudag- inn 20. maí sl. og voru 24 nýstúd- entar útskrifaóir af menntabraut. í þeirra hópi var fyrsti pilturinn sem lýkur stúdentsprófi við skólann, en þetta er í þriðja sinn sem Kvenna- skólinn útskrifar stúdenta. Flestar einingar á stúdentsprófi hlaut Ragna Gunnarsdóttir. I Kvennaskólanum er starfrækt uppeldissvið með tveimur tveggja ára brautum, fóstur- og þroska- þjálfabraut og félags- og íþrótta- braut, og menntabraut sem út- skrifar stúdenta. Á haustönn voru 268 nemendur í skólanum og um áramót útskrif- aði skólinn stúdenta í annað sinn, 33 að tölu. Á vorönn voru 190 nemendur á menntabraut, 32 á fóstur- og þroskaþjálfabraut og 21 á félags- og íþróttabraut, en 27 nemendur voru í óskiptum byrj- endabekk. Alls stunduðu því lið- lega 300 nemendur nám við skól- ann í vetur, þar af 164 nýir nem- endur. Bekkjardeildir voru 11 á hvorri önn. Nú í vor útskrifuðust 24 stúd- entar. í þeirra hópi var fyrsti pilt- urinn sem útskrifast með stúd- entspróf frá skólanum, Jón Árna- son. Verðlaun voru veitt úr Minn- ingarsjóði frú Guðrúnar J. Briem, úr Móðurmálssjóði, úr Minn- ingarsjóði Ragnheiðar Jónsdóttur og Minningarsjóði frú Þóru Melsteð. Franska og þýska sendi- ráðið veittu bókaverðlaun. Ragna Gunnarsdóttir fékk verðlaun fyrir flestar einingar á stúdentsprófi og þær Hólmfríður Erlingsdóttir og Elva Björk Jónatansdóttir fengu verðlaun fyrir góðan heild- arárangur. Skólastjórinn, Aðalsteinn Ei- ríksson, ávarpaði nýstúdentana og fyrrverandi skólastjóri, dr. Guðrún P. Helgadóttir, tók einnig til máls. Hún gerði móðurmálið að umtalsefni og hvatti til árvekni í þeim efnum. Hún færði skólan- um að gjöf tvö sendibréf Þóru Gunnarsdóttur frá Laufási og minntist um leið Jónasar Hall- grímssonar. Bréf Þóru eru fáséðir safngripir og er hér því um verð- mæta gjöf að ræða sem skólanum er mikill fengur að. Umhyggja dr. Guðrúnar fyrir skólanum og ræktarsemi heldur þannig áfram að vera skólanum styrkur þótt hún hafi látið af störfum. Einnig fluttu ávörp þær Ragna Gunnarsdóttir f.h. nýstúdenta og Sigríður Þ. Harðardóttir fyrir hönd 10 ára afmælisárgangs og færði hún bókasafni skólans pen- ingagjöf. Þá bárust skólanum kveðjur 55 og 60 ára afmælisár- ganga. Við skólaslitin sungu nemendur og einn úr þeirra hópi lék nokkur lög á píanó. Skólastjóri þakkaði gjafir og kveðjur og gat þess m.a. að nú léti af störfum við skólann Jón G. Þórarinsson tónmenntakennari eftir 25 ára starf. Afhenti hann Jóni þakklætisvott af hálfu skól- ans. Lauk svo 109. starfsári Kvenna- skólans í Reykjavík, segir í frétt frá skólanum. „Hef haft það mjög gott í Kvennó“ segir Ragna Gunnarsdóttir, er hlaut flest stig á stúdentsprófi í Kvennaskólanum „MÉR hefur liðið afar vel í skól- anum,“ sagði Ragna Gunnars- dóttir í samtali við Mbl., en hún hlaut flestar einingar við stúd- entspróf í Kvennaskólanum. Hún kvaðst hafa verið sex ár í skólan- um, þar af þrjú ár sem grunn- skólanemi. Hún hefur því lokið stúdentsprófi á skömmum tíma, auk þess sem hún er aðeins 18 ára í dag. Ragna sagði, að hún ynni í sumar hjá Vatnsveitu Reykjavík- ur og færi e.t.v. seinna í sumar til ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsens. í vetur mun Ragna hefja nám í jarðfræði við Háskóla íslands, en aðspurð kvaðst hún ætíð hafa haft mikinn áhuga á þeim fræð- um auk tónlistar, en hún leikur bæði á selló og píanó. „Dásamlegt og fór alltaf batnandi“, — segir Jón Árnason, fyrsti karlstúdent Kvennaskólans í Reykjavík ÞETTA var dásamlegt og fór þó alltaf batnandi," sagði Jón Árnason nýstúdent, er Mbl. hafði samband vió hann og innti hann eftir verunni í Kvennaskólanum, en Jón er fyrsti karlstúdent skólans. Kvaðst hann hafa verið fyrstu tvö árin á fþrótta- braut, en síðan hafið nám á mennta- braut. Iþróttirnar eru hans yndi og æfir Jón blak með Þrótti jafnframt því sem hann leikur með landslið- inu og hefur undanfarin tvö ár farið með því til þátttöku í Evrópukeppni landsliða í blaki. Jón er fæddur og uppalinn á Kópaskeri og vinnur í sumar við afgreiðslu áburðar og timburs hjá Pakkhúsinu, en það er deild innan Kaupfélagsins á Kópaskeri. En í haust hyggst pilturinn koma aft- ur til Reykjavíkur og dveljast vet- urlangt. Hann sagðist vera enn óráðinn hvað varðar framhalds- nám og taldi ekki ólíklegt að hann gerði hlé á námi um tíma. Norræna húsið: Islands- kynningar fyrir ferdamenn Á VEGUM Norræna hússins verða haldnar í sumar 10 íslandskynn- ingar fyrir ferðafólk og verður sú fyrsta þann 11. júní kl. 17. Umsjón með kynningunum hef- ur Unnur Guðjónsdóttir ballett- meistari, en hún er búsett í Sví- þjóð. Á kynningunum, sem eru á sænsku, verða auk frásagna not- aðar skyggnur og einnig syngur Unnur íslenskar rímur. Við ís- landskynningar klæðist Unnur ís- lenskum skautbúningi. Einnig verður hún með Svíþjóðarkynn- ingar í júlí. W Unnur Guðjónsdóttir Sýning í Gallerí Vesturgötu 17 í sýningarsalnum íslensk list, Gallerí Vesturgötu 17, hefur verið opnuð sýning 15 málara sem allir eru félagar í Listmálarafélaginu. Á sýningunni eru 60 verk, flest olíuverk en einnig nokkrar vatns- litamyndir og grafíkmyndir. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9.00-18.00. Kirkjudagur á Kálfatjörn NÆSTKOMANDI sunnudag, 12. júní, verður árlegur kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju og verður þess minnst að kirkjan á 90 ára vígslu- afmæli, en hún var vígð 1893. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, predikar við guðsþjón- ustu sem hefst kl. 14.00. Formaður sóknarnefndar, Jón Bjarnason, flytur ávarp og kirkjukórinn syng- ur undir stjórn Jóns Guðnasonar organista. Að lokinni guðsþjón- ustu verður kvenfélagið Fjólan með kaffiveitingar í Glaðheimum í Vogum. Endurnýjun kirkjunnar hefur farið fram undanfarið og er því verki senn að ljúka og er nú hafin söfnun fjár til kaupa á pípuorgeli. Islenskir fiskréttir í FRAMHALDI af frétt á baksíðu Mbl. á föstudag um innflutning á dönskum fiski, frystum í neyt- endapakkningum, skal það tekið fram að verslunin Sæver í Reykja- vík hefur á boðstólum um 10 teg- undir af frystum fiski, gratineruð- um og marineruðum, sem verslun- in framleiðir og hefur gert í tæp tvö ár. Nokkur íslensk fyrirtæki fram- leiða einnig ferskan fisk í álbox- um, sem er tilbúinn i ofninn. „The Gregg Smith Singers“ með tvenna tón- leika hér á landi HÉR á landi er nú staddur bandarískur kór, „The Gregg Smith Singers“, sem undanfarið hefur ferðast um Norðurlönd á vegum Scandinavia Today. I kórnum, sem er atvinnu- mannakór, eru sextán meðlim- ir og verða haldnir hér tvennir tónleikar, þeir fyrri kl. 17.00 í dag og klukkan 20.30 á þriðju- dag. Kór Langholtskirkju tók á móti „The Gregg Smith Sing- ers“ og sér um tónleikana, sem verða í Langholtskirkju. Innan kórsins er starfandi karlakvartett sem verður áfram hér á landi eftir tónleik- ana og heldur tónleikana í Reykjavík, á Akureyri og jafn- vel víðar um land. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Afgreíöslan í Vaihöll. Háaleitisbraut 1, er opimfrá kl. 9—19.00. , Sími 82900. Sækjum greiðslu heim, ef óskað er. Vinsamlega gerið skil, sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.