Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 33 Dansinn dunar. Þorlákshöfn: Ogleymanlegur listaflutningur á sjómannadag Þorlákshörn 8. júní. ÞANN 5. júní kl. 17.00 sótti hópur af landsins besta listafólki Þor- lákskirkju heim. Listafólkið söng sig og spilaði inn í hjörtu allra þeirra sem á hlýddu. Kirkjan var vel sótt þennan dag og undirtektir með afbrigðum góð- ar, enda söngskráin fjöibreytt og fögur, verk innlendra og erlendra höfunda í glæsilegum flutningi. Listafólkið sem hér var á ferð voru söngkonan Ágústa Ágústs- dóttir, séra Gunnar Björnsson sellóleikari, Sigríður Gröndal söngkona, Sigurður Ingvi Snorra- son sem lék á klarinett, Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona, Páll Jóhannsson söngvari, og Jónas Ingimundarson píanóleikari, sem stanslaust lék undir og með öllum. Það var frábært úthald og ekki í fyrsta sinni sem að Jónas leggur sig allan fram fyrir okkur hér í Þorlákshöfn. Hann hefur oft fært okkur fágaðar perlur úr hópi vina sinna. Þessi frábæri listahópur gaf svo kirkjunni allan ágóðann af hátíð- inni. Við erum hrærð og þakklát. Eins og kunnugt er þá er Þorláks- kirkja á lokabyggingarstigi, en þó sífellt í notkun svo sár þörf er fyrir því að ljúka henni sem allra fyrst. Ágæta listafólk, hafið hjartans þökk fyrir komuna til Þorláks- hafnar, rausn ykkar og vinarhug kirkjunni til handa. — Ragnheiður Olafsdóttir. Skemmtanalífið er stundað af miklum krafti. í aðalsalnum spilar hljómsveit hússins, ef svo má að orði komast. Það er 5 manna pólskt band ásamt söngkonu. Þá eru um borð Bjöggi og Maggi, eða Björgvin Halldórsson og Magnús Kjart- ansson, og troða þeir uppi ásamt heilli orkestru sem reyndar er á segulbandi. Þá er einn af okkar reyndustu plötu- snúðum, Gísli Sveinn Loftsson, einnig með í ferðinni og stjórn- ar músíkinni á öllum dekkjum. Áhöfn skipsins er pólsk/ís- lensk. Munu vera tæplega 40 manns íslendingar af 120. ís- lendingarnir eru eingöngu í beinum þjónustustörfum, þar sem tjáskipti fara fram, en Pólverjarnir sjá annars vegar um tæknilegu hliðina og hins vegar um þrif og þess háttar. Samstarf þessa fólk er mjög gott og endurspeglast það í þjónustunni sem er ágæt og vinaleg. Pólverjarnir eru um borð í 4—5 vikur og fer t.d. skipstjórinn heim 26. júní nk. Aftur á móti eru íslendingarnir flestir skólafólk og vinnutíminn 11 klst. á dag. Fríhöfn er um borð í skipinu. Vöruúrvalið er frábreytt en góðar vörur í boði. Þar fæst vín, tóbak og sælgæti, en sá böggull fylgir skammrifi að ekki má fara með vín og tóbak út í skip- ið nema rétt fyrir heimkomu. Þá fæst ilmvatn í lítilli búð við hliðina á fríhöfninni og aftur í skipinu hefir íslenskur mark- aður hreiðrað um sig með ull- arvörur og minjagripi. Má bú- ast við að stærstu kaupendurn- ir verði úr pólsku áhöfninni ef að líkum lætur. Farskip hf. og aðstandendur þessa hafa gert góða hluti með leigu á þessu skipi. Hvort rekst- ur þess verður í mínus eða plús á eftir að koma í ljós, alla vega er tilraunin heiðarleg. Hér finnur fólk gömlu Gullfoss- stemmninguna, en af gamla Gullfossi er það að segja að hann liggur nú á hafsbotni. Hann brann og sökk 19. des- ember 1976 í Rauðahafi. Sigur í Evrópu Síðasta bindi stríðssögu AB BOKAKLÚBBIIR Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér 15. og síð- asta bindi Heimsstvrjaldarsögu sinn- ar. Nefnist þaft Sigur í Evrópu og fjall- ar eins og nafnið bendir til um síðustu stríðsátökin í Evrópu sem oft voru ótrúlega harðvítug og grimm, dauða- teygjur þýska hersins, dauða Hitlers og Göbbels og uppgjöf Þjóðverja. Höfundur bókarinnar er Gerald Simons, einn af ritstjórum Time- life-bóka og ráðunautar hans, tveir sagnfræðingar, sem báðir hafa kom- ið við sögu áður við samningu þess- arar ritraðar um heimsstyrjöldina. Þýðandi Sigurs í Evrópu er Björn Jónsson. Þessi ritröð Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins um síðari heimsstyrj- öld er nú alls orðin 15 bindi, og kom fyrsta bindið, Aðdragandi styrjaldar, út hér árið 1979. Ritstjóri alls verks- ins hefur verið Örnólfur Thorlaeius, rektor. Frumútgáfa ritsafnsins var gefin út í Bandaríkjunum á vegum Time- Life-útgáfunnar. Gerð bókanna fór fram eftir þrautreyndri formúlu Time-Life-útgáfunnar: Sérfróður höfundur samdi samfelldan texta í samráði við ýmsa aðra sérfræðinga í efninu, og starfsfólk útgáfunnar víðs vegar um heim dró svo að myndir, vann kort og skýringar- teikningar og samdi myndatexta og stuttar frásagnir tengdar myndun- um. íslenska útgáfan var gefin út í samprentun með fjölda Evrópu- þjóða — textinn þýddur, settur og brotinn í síður hér á landi, en bæk- urnar að örðu leyti unnar suður á Spáni. Hér á landi hafa auk Örnólfs Thorlaciusar og starfsliðs Almenna bókafélagsins starfað að útgáfu þessa mikla sagnfræðiverks sem þýðendur þessir menn: Björn Bjarnason, Björn Jónsson, Jóhann S. Hannesson, Jón 0. Edwald, Jón Guðnason, Jónína Margrét Guðna- dóttir og Sigurður Jóhannsson. Sigur í Evrópu er í sömu stærð og önnur bindi þessa ritsafns og með miklum fjölda mynda af stríðs- rekstrinum og lífi almennings í hin- um stríðshrjáðu löndum. Steve Hulse og Joyce frá Norfolk í Englandi við tjald sitt í Laugardalnum. Jean Luc Charton og Veronique við húsvagn sinn. Morgunblaðið/ KEE komast um borð og sigla með Eddu til Bremerhaven. Herbert Breuer kvaðst hafa átt ánægjulega viku á íslandi, hafði m. a. ferðast um Norðurland og undraðist veðursældina þar, en þar fór hann um í þann mund sem vetur kvaddi Norðlendinga. „Það var hlýtt og gott að vera á Akur- eyri," sagði Herbert. „Þetta var eiginlega alltof stutt- ur stanz og ég þarf eiginlega að koma aftur og vera hér svolítið lengur og hef áhuga á að læra ör- litla íslenzku," sagði Bruno Nauj- oks rafvirki frá Hamborg, sem kvaðst hafa átt ánægjulega ferð með Eddu frá Þýzkalandi. „Á þessari viku fór ég til Akur- eyrar, Mývatns, til Austurlands, Vestmannaeyja og svo skaust ég yfir til Kulusuk á Grænlandi," sagði Bruno. „Þetta er fyrsta flokks skip og ég kýs helzt að ferðast með skip- um, það er líklega heilnæmt sjáv- arloftið sem þar á í hlut. Ef ég kem hingað aftur þá verður það með skipum," sagði Bruno Nauj- oks. Þar með kvöddum við þá félaga, en meðan við spjölluðum við þá og spurðum hvaðan þeir væru, kom í ljós að þeir voru nágrannar og áttu margt sameiginlegt. Hittust þeir fyrst þarna við hliðið í Sunda- höfn og kváðust ætla skrafa sam- an á heimleiðinni, enda fengist til þess gott tóm á siglingunni með Eddu til Bremerhaven.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.