Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 37 Minning: Hannes Hreinsson Vestmannaeyjum Fæddur 2. október 1892. Dáinn 28. maí 1983. Hannes Hreinsson, fyrrverandi fiskmatsmaður frá Hæli í Vest- mannaeyjum, lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum að kvöldi dags 28. maí sl. Hannes var fæddur 2. október 1892 að Selshjáleigu í Austur- Landeyjum, sonur hjónanna Hreins Skúlasonar frá Hólmum, er fæddur var 18. febrúar 1861 og konu hans Þórunnar Guðmunds- dóttur Diðrikssonar frá Hólmi, fæddrar 2. júní 1864. Þau hjónin fluttust um aldamótin að Bryggj- um, en eftir 4 ára búskap þar lést Hreinn úr lungnabólgu aðeins 42ja ára að aldri, en Þórunn bjó að Bryggjum með börnum sínum til fardaga 1905. Hætti þá búskap og fór vinnukona til Guðlaugs Nikul- ássonar í Hallgeirsey, en um haustið það ár dó frænka Þórunn- ar, Jóhanna í Hallgeirseyjahjá- leigu, kona Þorsteins Gíslasonar bónda þar, og fór Þórunn þá sem ráðskona til Þorsteins, en þau giftist síðan 1907. Börn Hreins og Þórunnar, auk Hannesar, voru Guðbjörg Sigríð- ur, sem bjó að Litla Hrauni í Vest- mannaeyjum og Ásta Sigríður, er lést 2ja ára. Börn Þorsteins og Þórunnar voru Jóhann Kristinn, fyrrv. efna- fræðingur í málningarverksmiðj- unni Hörpu og Elías Ársæll sem lést 1 árs. í Hallgeirsey sem var tvíbýlis- jörð á þessum tíma, bjuggu eins og fyrr greinir Guðlaugur Nikulásson og Margrét Hróbjartsdóttir í vest- urbænum. Yngsta dóttir þeirra, Vilborg, og Hannes felldu hugi saman og áttust og fluttust út til Vestmannaeyja 1920, þar sem Hannes og fósturfaðir hans, Þor- steinn reistu húsið Hæli við Brekastíg ásamt Sigurði Sigurðs- syni, járnsmiði. Þar bjuggu þeir fóstrar fjölskyldum sínum gott og öruggt skjól. Þorsteinn var lengst af starfs- maður ísfélagsins, en Hannes stundaði sjómennsku framan af, var lengi verkstjóri við útgerð Kjartans Guðmundssonar, ljós- myndara, en varð, eða um 1940, viktarmaður og fiskmatsmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Börn þeirra Hannesar og Vil- borgar eru: Magnea Guðlaug, var gift Guðmundi Ágústssyni, fram- kvæmdastjóra. Þeirra börn eru Ágúst, kvikmyndagerðarmaður og Edda Vilborg, leikkona, en með seinni manni sínum, Einari B. Waage, tónlistarmanni, er nú er látinn, átti Magnea tvær dætur, Elísabetu og Kristínu, gifta Reyni Þór Finnbogasyni, en þau eru öll þrjú við tónlistarnám í Hollandi. Jóna Bergþóra, gift Árna Guð- mundssyni, vélstjóra. Þeirra börn eru Steinar Vilberg, magister, kvæntur Guðrúnu Norðfjörð, kennara, Þyrí Kap, kennari, gift Trausta Leóssyni, byggingatækni- fræðingi og Jón Atli, læknanemi, kvæntur Salvöru Jónsdóttur, nema. Ásta Sigríður, gift Guð- mundi Matthíassyni, fram- kvæmdastjóra. Þeirra börn eru Hanna Kristín, hárgreiðslu- meistari, gift Sveini Jónssyni, verslunarstjóra, Ragnar Atli, viðskiptafræðingur, kvæntur Guð- rúnu Jónasdóttur, kennara, Matthías Hannes, viðskiptafræði- nemi, kvæntur Grétu Kjartans- dóttur, bankastarfsmanni og Mar- grét Rún, laganemi. Hannes missti Vilborgu í októ- bermánuði 1932 frá hinum þremur ungu dætrum. Þetta var á versta tíma, kreppuárunum, en ekki hvarflaði að honum að leysa upp heimilið að svo komnu máli, held- ur hélt hann fjölskyldunni saman, þó það hafi eflaust oft á tíðum verið erfitt. Mikil gæfa var það, því Jóhanna Sveinsdóttir frá Mið- koti í Fljótshlíð réðst á heimilið árið 1934 og varð síðan eiginkona Hannesar. Hún reyndist hinum ungu dætrum hans afar góð fóstra og kom þeim í móður stað. Jóhanna og Hannes eignuðust eina dóttur, Hrönn Vilborgu, gifta Þórði Magnússyni, verktaka í Vestmannaeyjum. Þeirra börn eru Jóhanna Margrét, bankastarfs- maður, gift Oskari Valtýssyni, plötusmiði, Ósk, tannlæknanemi, gift Kristni Leifssyni, vélstjóra og Guðbjörg og Elín, báðar í föður- húsum. Hannes missti Jóhönnu árið 1949, en kvæntist Vilhelmínu Jónsdóttur, ættaðri frá Akranesi, árið 1952 og fluttust þau þá til Reykjavíkur, en Vilhelmína lést eftir stutta sambúð. Sambýliskona Hannesar síðustu ár hans í Reykjavík var Baldvina Jónsdóttir frá Dalvík. Hannes var hagur vel og greind- ur og snyrtimennska var mjög rík- ur þáttur í skapgerð hans. Hann tilheyrði aldamótakynslóðinni er lifði það að sjá meiri breytingar á högum fólks en nokkur önnur kynslóð á íslandi. Það má segja að þá hafi verið stigið í einu skrefi úr miðöldum inn í tölvuöld. Eins og títt var um unga menn af þeirri kynslóð var ekki um nám umfram það allra nauðsynlegasta að ræða. Lífsbaráttan var slík að ekki kom annað til greina en að hefja störf strax á unga aldri til að hafa ofan í sig og sína. Það varð því hlutskipti Hannesar eins og ótal annarra hæfileikamanna á þeim árum, að hæfileikarnir nýtt- ust ekki eins og hefðu þeir notið þeirra tækifæra sem nú standa til boða. Hannes átti þó ýmis áhugamál. Hann var mannblendinn og ljóð- elskur mjög auk þess sem hann var söngmaður góður og tók snemma virkan þátt í kórstarfi í Eyjum og söng í karlakórum og blönduðum kór, Vestmannakórn- um, svo og Kirkjukór Vestmanna- eyja. og sagði hann sjálfur að hon- um fyndist ekki sunnudagur, nema hann mætti til messusöngs. Ljúfar minningar þessa söng- starfs yljuðu Hannesi þegar árin liðu og jafnan raulaði hann bassa við sálma þegar hann hlustaði á messu í útvarpinu. Hannes var vel ern lengi fram eftir aldri og lengst af heilsugóð- ur, en á gamlársdag 1976 varð hann fyrir því mikla áfalli að fá heilablóðfall, sem leiddi til þess að hann missti málið og hæfileika til að tjá sig. Þetta áfall hefur trú- lega verið Hannesi þungbærara en mörgum öðrum, vegna þess hversu félagslyndur hann var og hafði mikla ánægju af því að blanda geði við samferðafólk sitt. Erfitt reyndist að finna Hann- esi samastað fyrir aldraða og sjúka hér í Reykjavík þegar svona var komið, en hann fékk þá inni á Elliheimilinu Hraunbúðum sumarið 1979 og þar var hann í góðu yfirlæti og umhyggju starfs- fólksins og dóttur sinnar, Hrann- ar, þar til hann var lagður inn á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum fyrir um það bil ári síðan. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Sannarlega finnst ættingjum og venslafólki Hannesar skarð fyrir skildi og tilveran snauðari við fráfall hans, en þar vegur á móti vissan um að dauðinn er líkn þeim sem bíða hans og þess vegna verð- ur söknuðurinn léttbærari. Guð blessi minningu Hannesar Hreinssonar. Guðmundur Matthíasson. Kjartan Sigurbjörn Bjarnason — Minning Margt er þaó, og margt er þaó sem minningarnar vekur, og þær eru þaó eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíó Stefánsson) Þegar ylur vorsins er í óða önn að vinna bug á kulda vetrarins, og bændur fara að huga að störfum sumarsins, dimmir skyndilega í hugum okkar, er einn bóndinn í Fljótsdalnum er burt kallaður. Kjartan frændi er látinn. Aldrei framar mun hann standa á hlað- inu heima á Þuríðarstöðum og bjóða okkur systkinin velkomin með kæti sinni og léttleika. Sökn- uðurinn er sár, en í hugann koma fram ótal góðar minningar frá þeim mörgu sumrum er við dvöld- um í sveitinni hjá Kjartani og Dúddu, og lærðum að þekkja margt sem okkur borgarbörnun- um hefði annars verið hulið, og seinna er við hættum að fara þangað til sumardvalar en komum í styttri heimsóknir að sumri eða vetri, var alltaf tekið á móti okkur af sömu rausn og hlýleika. Alltaf var Kjartan tilbúinn að gefa okkur af tíma sínum, hvort sem það var til að spjalla, fara með okkur um dalinn sinn eða upp til fjalla, en þar var hann sem heima hjá sér, enda farið ófáar ferðirnar, bæði sér og öðrum til gamans eða til að vinna einhver þau störf sem búskap fylgja. Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Ágústa Jónasdóttir og eru börn þeirra Jónas og Guðný Margrét og eru þau bæði uppkomin. Þeirra er söknuðurinn mestur, en kunn- ingjahópur Kjartans var stór og er því víða skarð fyrir skildi, er hann leggur upp í ferðina miklu sem við öll förum fyrr eða síðar. Við systkinin og fjölskyldur okkar kveðjum nú góðan frænda og vin. Blessuð sé minning hans. Hrafnhildur Árnadóttir, Bjarni Árnason. Ráðstefna um mengunarvarnir (ienf, 8. júní. AP. GLOGGLEGA kom I Ijós við setn- ingu þriggja daga alþjóðlegrar ráð- stefnu um mengunarvarnir á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær- kvöldi, að mikill og almennur áhugi ríkir á meðal þátttökuþjóðanna um að efla mengunarvarnir. Skiptir þar litlu þótt kosta þurfi til þess miklum fjármunum. „Verndun umhverfisins gegn mengun, og þá sérstaklega loft- mengun, er brýnasta viðfangsefni þjóða heimsins á eftir eflingu frið- arins,“ sagði umhverfismálaráð- herra V-Þýskalands, Karl-Dieter Spranger, við setningu ráðstefn- unnar. Á meðal þeirra atriða, sem rædd verða á þessari ráðstefnu, eru sameiginlegar aðgerðir þátt- tökuþjóðanna 24 til að koma í veg fyrir eyðileggingu af völdum súrr- ar rigningar, sem þegar hefur valdið ómældu tjóni á gróðurlendi í Mið-Evrópu og allt norður til Noregs og Svíþjóðar. í V-Þýskalandi einu sagði Spranger, að súr rigning hefði valdið tjóni á um 8% alls skóg- lendis. Sagði hann tjón landbún- aðarins í landinu af völdum þessa vera ómetanlegt. Ráðstefnan í Genf er eins konar framhald á samningi um loft- mengun, sem undirritaður var af öllum þátttökuþjóðunum 1979. V-Þjóðverjar hafa lagt til á ráð- stefnunni, að þær þjóðir innan Efnahagsbandalagsins, sem skrif- uðu undir samninginn á sínum tíma, fylgi fordæmi V-Þjóðverja sem hyggjast draga úr brenni- steinsmengun um þriðjung á næsta áratug með strangari regl- um um verksmiðjuúrgang. Minning: Asgeir Gíslason skipstjóri Ásgeir Gíslason, skipstjóri í Kópavogi, sem jarðsettur var mánudaginn 6. þ.m., var fæddur á Akranesi 10. desember 1926 en fluttist með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar fjórum árum síðar. Ásgeir var næstyngstur fimm barna þeirra Gísla Ásgeirssonar fyrrum sjómanns frá Bíldudal og Kristínar Á. Kristjánsdóttur. Milli tvítugs og þrítugs sætti Gísli þeim dapurlegu örlögum að fara á Vífilsstaðahæli vegna berklaveiki og náði aldrei starfs- orku upp frá því. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund að lifsbarátt- an hefur ekki verið auðveld þeim sem á þessum árum þurftu að koma upp barnahóp við slíkar að- stæður enda fóru börnin snemma að vinna til að létta undir með heimilinu. Geiri mun hafa verið á fimmtánda ári er hann fór fyrst til sjós. Eftir það var sjórinn hans starfsvettvangur alla tíð. Fyrst var hann háseti á bátum en síðan á togurum. Hann braust í því að fara í sjómannaskólann og lauk þaðan prófi árið 1948. Eftir það var hann stýrimaður á ýmsum togurum og skipstjóri eftir 1957. Lengst af var hann með Röðul frá Hafnarfirði, hann var skipstjóri á Hauk frá Reykjavík í 8 ár og nú síðast á Rán úr Hafnarfirði. Undir stjórn Ásgeirs voru þetta mikil aflaskip og þekkt fyrir vandaða vöru enda átti Ásgeir mörg sölu- met erlendis. Allir sem til þekkja vita að til þess að vera árum sam- an í hópi fremstu aflaskipstjóra þarf í senn brennandi áhuga á starfinu og óvenjulegan dugnað. Þessa eiginleika hafði Ásgeir til að bera í óvenju ríkum mæli. Ásgeir kvæntist árið 1948 Hildi Fríinann, dóttur Einars Frímann kennara í Norðfirði og Brynhildur konu hans. Þau Hildur settust að í Hafnarfirði og bjuggu þar um all- mörg ár uns þau fluttu í Kópavog og reistu sér þar myndarlegt heimili. Börn þeirra Hildar urðu 6. Þau urðu fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa tvö elstu börnin, Jón og Brynju, með nokkurra ára millibili. Þau fjögur sem eftir lifa eru: Gísli, skipstjóri í Garði, Sig- ríður, húsmóðir, Ásgeir, sjómaður, og Kristín, starfsstúlka á Kópa- vogshæli. Mínar bernskuminningar um Geira frænda eru tengdar eftir- væntingu. Hvenær kæmi hann? Hvernig hefur fiskast? Að ekki sé nú talað um siglingartúra. Það var nú ekki ónýtt að eiga frænda sem kom frá dularfullum útlöndum færandi margskyns dásemdir. Frá þessum árum eru mér minnistæð- ast hve einstaklega barngóður Geiri var. Ég man að hann kom í heimsókn til mín þar sem ég var í sveit. Við smíðuðum báta og sigld- um þeim á áveituskurðum við mikinn fögnuð. Þá fannst mér ekkert eðlilegra en að tvítugur maður tækist á hendur ferðalag til þess að leika sér við mig sem þá var 6 ára gamall. Síðar varð mér smám saman ljóst að það voru ekki eiginleikar mínir sem voru orsök þess ferðalags heldur hlýleiki frænda míns. Á þessum árum var ég eitt sinn heiðursgest- ur um borð í togara sem sigldi frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Þótt siglingin væri ekki löng hefur ævintýraljóminn sem yfir þessu ferðalagi var ekki fölskvast síðan. Þegar árin liðu hættum við smám saman að sjást nema ef.svo hittist á að Geiri væri í landi þeg- ar upp komu meiri háttar fjöl- skylduboð. Þegar spurt var hvað væri títt af Geira var alltaf sama svarið. Hann væri úti í sjó. Þannig liðu ár og áratugir og kunnings- skapurinn trosnaði og það leiðir hugann að því hvað mikið við sem heima sitjum í náðum eigum þeim að þakka sem verja ævi sinni i áratuga útlegð frá vinum og ætt- ingjum til að tryggja okkur þau lífsgæði sem við njótum. Árið 1982 fékk svo starfsferill Geira brattan endi en hann hné niður af heila- blóðfalli um borð í skipi sínu. Hann kom í land en starfsorkan var horfin og varð ekki endur- heimt. Fyrir mann sem hafði var- ið allri starfsævi sinni úti á sjó voru það dapurleg örlög að vera skyndilega strandaður á þurrlend- inu og þótt hann í upphafi væri bjartsýnn á að komast á flot aftur fjaraði vonin um að endurheimta orku smám saman út. Mér koma því nú að leiðarlokum í hug orð Stefáns G. um grenitréð: „varmalaust í vi-trarjonÁ vonarra lur loynast. Koi>nar aldrei, hrotnar í bylnum stóra seinast." Eftirlifandi eiginkonu, börnum hans, barnabörnum og systkinum votta ég einlæga samúð mína. Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.