Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNf 1983 15 ráðstefnunni í Madrid. Austurríki og Sviss eru ekki aðilar að tveimur fyrstnefndu stofnununum og Sviss er ekki í Sameinuðu þjóðunum. Hvorugt þeirra er í Efnahags- bandalaginu. Sigríður tók B.sc. econ.-próf frá London School of Economics en las alþjóðafræði til meistaraprófs í Fletcher School of Law and Dipl- omacy í Bandaríkjunum. Hún þekkir því vel kenningar um al- þjóðastofnanir og hefur haft gam- an af að kynnast þeim af eigin raun. Hún kvað það merki um stofnun á niðurleið, þegar hún færi að óttast um eigin áhrif og heimta einokun á vissum mála- flokkum og stundum vildi það brenna við í umræðum um menn- ingarmál í Evrópuráðinu. Hún sagði, að stofnunin hefði komið miklu til leiðar og samningur hennar um verndun mannréttinda og mannfrelsis væri eitt mikil- vægasta verkefnið sem hún hefði unnið, virðing fyrir mannréttind- um væri hornsteinninn að starfi ráðsins. Allt frá því að herforingja- stjórnin tók völdin í Tyrklandi, hefur hún verið gagnrýnd harð- lega í Evrópuráðinu. Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur og Svíþjóð hafa kært ríkisstjórnina fyrir brot á ýmsum mannréttinda- ákvæðum og hefur mannréttinda- nefndin málið til meðferðar. Þetta hefur varpað skugga á starf Evr- ópuráðsins og það verið gagnrýnt fyrir að grípa ekki til ráðstafana gegn ríki sem hefur skrifað undir mannréttindasáttmálann, en brot- ið hann margsinnis. Herforingja- stjórnin segist ekki hafa brotið samninginn, en ekki er séð fyrir endann á þessu máli og kemur til greina að Tyrkland verði rekið úr Evrópuráðinu. Herforingjastjórn- in í Grikklandi sagði ríkið úr Evr- ópuráðinu á sínum tíma, áður en kom til ráðstafana gegn því. í aðildarríkjum Evrópuráðsins búa samtals um 390 milljónir manna. Fulltrúar þeirra hittast í hinni svokölluðu „Evrópuhöll" í útjaðri Strassborgar og ræða vandamál aðildarríkjanna og heimsins alls. Þeir hafa komist að samkomulagi um ýmis mál, sam- ræmt lög og reglur innan Evrópu og reynt að standa vörð um mannréttindi einstaklinga heima fyrir og eriendis. Evrópuráðið er pólitísk stofnun þar sem starfið tekur langan tíma og árangurinn er ekki alltaf augljós. Tilgangur slíkra stofnana er stundum dreg- inn í efa, en eins og Churchill vissi og Sigríður benti á, þá er mikil- vægt fyrir þjóðirnar í Vestur- Evrópu, og ekki síst jaðarþjóðir eins og Island, að hittast og tryggja vináttuböndin. ab Flestir ísiendingar eru góðir ferðamenn og því einnig náttúru- verndarmenn (án gæsalappa) og vilja varðveita iandið og ganga vel um það. Sama má segja um flesta þá erlendu, sem sækja okkur heim. Við sjálfir setjum fordæmið og reglurnar. Það, sem þér viljið að aðrir geri yður, skuluð þér og þeim gera. Hin gullna regla gildir hér sem alls staðar annars staðar. Ferðamannaþjónusta hefur aldrei verið neins metin í röðum stjórnmálamanna á Islandi, og í stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórn- arinnar sá ég ekkert um ferða- þjónustu sem atvinnugrein, frem- ur en endranær. Við, sem viljum veg ferðamál- anna á íslandi sem mestan, verð- um að upphefja raust okkar meir en áður og kveða áðurnefnda sál- armengun í kútinn. Þetta mál varðar þjóðina alla, þjóðin verður að lifa af landsins gæðum, sem eru mikil. Það má ekki veiða of mikla síld, þorsk eða loðnu, það má ekki framleiða of mikið kjöt, það má ekki laða hingað erlenda stóriðju, það má ekki fá hingaö of marga erlenda ferðamenn. Hvað má gera, og á hverju eigum við að lifa? Kinar /'. Gudjohnsen rann að íerðamilum hér innanlands í fjölda ára, rar m.a. tramkræmda- stjóri Ferðafélagsins og síðar Úti- ristar. Dídó verslar með Jaeger Dídó, tískuvöruverslun fyrir konur, hefur um árabil haft á boðstólum vörur og fatnað frá ýmsum löndum. Dídó er til húsa að Hverfisgötu 39 í Reykjavík og sögðu eigendur verslunarinnar að m.a. versiaði Dídó mikið með vörur frá merkinu Jaeger og hefði gert sl. 10 ár. Mest er það fatnaður unninn úr ull og er fluttur inn frá Englandi. Kváðu eigendurn- ir fatnað þennan mjög vandaðan, sem og reyndar allar vörur frá þessu merki. Vinsamleg ábending til fjölmiðlanna Má ég gera örstutta athugsemd við árvissar fréttir frá æskuslóð- um mínum. Þegar færð á fjallavegum lands vors ber á góma, er ósjaldan á það minnst, að „Vopnafjarðarheiði" sé fær (eða ófær) eða muni bráðum verða fær o.s.frv. Hér mun átt við fjallveginn á milli Vopnafjarðar og Möðrudals. Við þetta er það að athuga, að á þessum slóðum er ekki til neitt svæði, sem heitir Vopnafjarðar- heiði. Víst er Vopnafjörður umluktur heiðum á alla vegu, nema í þá átt, sem veit að sjó. Þessar heiðar heita, og er þá farið sólarsinnis umhverfis héraðið: Hellisheiði, Smjörvatnsheiði, Tunguheiði, Hauksstaðaheiði, Mælifellsheiði, Hágangaheiði, Hróaldsstaðaheiði og Sandvíkurheiði. Þetta eru að- eins nöfn stærstu svæðanna, en öllum hinum minni svæðum sleppt, svo sem Fossheiði, Stak- fellsstykki o.fl. En ekkert þeirra heitir Vopnafjarðarheiði. Um Sandvíkurheiði liggur veg- urinn á milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, og um Hellisheiði liggur vegur á milli Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar. Vegurinn frá Möðrudal til Vopnafjarðar liggur mjög lengi eftir Hauksstaðaheiði, þangað til hann beygir austur í Fossheiðina, þegar nær dregur Vopnafirði. Þess vegna, góðir menn á blöð- um, útvarpi og sjónvarpi: Hættið fyrir alla muni að búa til örnefni á þessu landsvæði, notið heldur þau sem fyrir eru. Þar er nóg af nöfn- um, allt frá því að vegurinn beygir til austurs, áleiðis til Vopnafjarð- ar, sunnan við Skarðsána, og ligg- ur fyrst yfir Jökulkinn, siðan niður Langadal, (þá er komið í Hauksstaðaheiði), svo út Biskups- áfanga, og þannig áfram, allt niður í Vopnafjörð. Ég skrifa ekki þessar línur til þess að ráðast á neinn. Ég veit af reynslu, að flestir fréttamenn reyna að gera sitt besta, og þess vegna leyfi ég mér að vona, að þeir taki þessari ábendingu minni vel. Valgeir Sigurðsson. Þú svalar lestrarþorf dagsins ájsíóum Moggans! Kynmim CRESSIDA CAMRY TERCEL 4X4 á Hvolsvelli, kl. 10.30 — 12.00 vió Félagsh. Hvol Hellu, kl. 13.00—14.30 Selfossi kl. 15.00 — 16.30 við Fossnesti og Hveragerði kl. 17.00 —18.30 viðEden 'ja^oS0'® TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.