Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ1983 Morgunblaðið/ Guðjón Birgisson Þeir félagar, tónskáldiö og sendiráðsstarfsmaöurinn Delfín Colomé (til vinstri) og píanóleikarinn José Ribera. Ribera flutti nýtt verk eftir Colomé á tónleikunum á þriðjudagskvöldið, sem Colomé samdi sérstaklega fyrir hann. Nútímatónlist tjáir til- finningar heimsins í dag Morgunblaðið/ Kristján Einarsson Ribera einbeitir sér við píanóið skömmu áður en tónleikarnir hófust. Rætt við spænska píanóleikarann Jósé Ribera og samlanda hans, Delfín Colomé, tónskáld og sendiráðs- starfsmann SPÆNSKI píanóleikarinn José Ribera hélt tónleika í Norræna húsinu á þriðjudagskvöldið, þar sem hann lék verk eftir samlanda sína. Tónleikarnir voru haldnir fyrir milligöngu spænska sendi- ráðsins á íslandi, sem liður í því að stuðla að auknum menningarsam- skiptum íslands og Spánar. José Ribera hefur verið bú- settur í Svíþjóð sl. 20 ár, en hef- ur haldið tónleika víðs vegar um Evrópu. Sem ungur maður stundaði hann nám við Tónlist- arskólann í Barcelona og síðan í eitt ár við Royal College of Music í London. Eftir að hann fluttist til Svíþjóðar starfaði hann með sænsku útvarpshljómsveitinni og Hans Leygraf, en Ribera tók við prófessorsstöðu Leygraf árið 1970. Ribera er talinn túlka nú- tímatónlist af mikilli snilld og hafa mörg nútímatónskáld til- einkað honum verk sín — þar á meðal Delfín Colomé, sendi- ráðsstarfsmaður við spænska sendiráðið í Noregi, en sendi- herra Spánar á íslandi hefur að- setur í Noregi, sem kunnugt er. Colomé átti einmitt drjúgan þátt í því að þessum tónleikum var komið á og var m.a. flutt eftir hann nýtt verk, tileinkað Ribera, sem frumflutt var í Stokkhólmi fyrir hálfum mánuði. Blaðamað- ur Mbl. hitti þá félaga að máli skömmu fyrir tónleikana á þriðjudagskvöldið og átti við þá eftirfarandi spjall: Dauflegt menningar- líf á tímum Francos Fyrstu spurningunni er beint til Colomé: Þessir tónleikar eru liður í því að efla menningar- tengsl þjóðanna. Hafa þau verið bágborin? „Heldur daufleg, mundi ég segja. Sérstaklega á tímum Francos, en menningarlífið og samskipti við önnur lönd voru þunglamaleg meðan hann réði ríkjum. En eftir 1975 fórum við að leggja grunn að nýjum og betri samskiptum við umheim- inn. Við höfum góðan vilja, ríka menningu til að sýna, en því miður ekki mikla peninga. Ég kom til íslands í fyrra til að afla mér upplýsinga fyrir sendiráðið um þá möguleika sem fyrir hendi væru til nánara sam- starfs landanna á menningar- svæðinu. Ég varð strax var við mikinn áhuga íslendinga á Spáni og það kom mér á óvart hvað fólk hér á landi veit mikið um Spán. Kannski er skýringin sú hvað margir Islendingar hafa komið til Spánar í sumarleyfi. Þess meiri ástæða er til að leggja rækt við kynnin. Spánn hefur upp á margt að bjóða, ís- land er auðugt af menningu og aukin kynni ættu að vera báðum þjóðunum til góðs.“ Colomé minntist á dauflegt menningarlíf á tímum Francos. Það kom á daginn að megin- ástæðan til þess að Ribera flutt- ist úr heimalandi sínu var ein- mitt ríkjandi stefna í menning- armálum: „Ég gat ekki sætt mig við að búa við stjórn Francos. Stefna hans í stjórnmálum var hræði- leg, og hún setti sitt mark á menningarlífið. Ég fluttist til Svíþjóðar fyrst og fremst vegna þess að ég hafði mikinn áhuga á að njóta leiðsagnar Hans Ley- graf, en hann hefur hjálpað mér manna mest til að verða góður píanisti. Ég ílentist síðan þar, kvæntist og eignaðist börn.“ Spila alls konar tón- list — sé hún góð En nú víkur sögunni að tón- listinni. Ribera er frægur fyrir túlkun sína á nútíniatónlist. Spilar hann ekki annað? „Jú, maður lifandi. Ég spila alls konar tónlist, ef mér á ann- að borð líkar hún. Það er allt of mikið um það að flytjendur sér- hæfi sig í eirihverri ákveðinni tegund tónlistar. Og persónulega leiðist mér að gera sama hlutinn upp aftur og aftur. Þess vegna skipti ég oft um prógram og þess vegna kenni ég einnig. En því er ekki að neita að ég spila töluvert af nútímatónlist. Eg tel það vera siðferðilega skyldu flytjenda að gera sem mest af því að leika verk sam- tímatónskálda. Það er svo mikið af ungum og hæfileikaríkum tónskáldum til í dag að það er ótækt annað en fólk fái að heyra hvað því býr í brjósti." Þú talar um verk samtímatón- skálda. Eru öll verk sem samin eru í dag sjálfkrafa nútímatón- list? „Nei, samtímatónlist merkir ekki það sama og nútímatónlist. Ef ég ætti að skilgreina nútíma- tónlist mundi ég segja að það væri tónlist sem tjáir tilfinn- ingar heimsins í dag. Heimurinn er ekki „ideal" — tónlistin ekki heldur! Lengra vil ég ekki ganga, enda tel ég allt of mikið gert af því nú til dags að skilgreina og flokka." Sálgreiningartónlist Colomé, þú semur eingöngu svokallaða nútímatónlist. Ertu að tjá tilfinningar heimsins? „Éigum við ekki að segja að ég sé að tjá mínar eigin tilfinn- ingar. Og þá kannski tilfinn- ingar samtímans — að svo miklu leyti sem mínar tilfinningar eru góður samnefnari fyrir þær! Verkið sem Ribera flytur eftir mig á tónleikunum heitir „Taugaveikluð tónlist". í verkinu koma fram átök mín við tón- smíðina, von, örvænting og taugaveiklun. Þetta er eins kon- ar sálgreining á sjálfum mér!“ Það segir í efnisskránni, Col- omé, að verk þín séu ofsafengin, en jafnframt full af kaldhæðni og kímni. Er þetta rétt? „Já, ég er ekki frá því.“ Það er hægt að skilja að tón- verk sé ofsafengið, en hvernig getur það verið kaldhæðið og fyndið? „Það er enginn vandi! Tónverk ber alltaf keim af skaphöfn skapara síns. Ég er sagður ofsa- fenginn, hæðinn og gamansam- ur. Tónverk mín hljóta því að vera það.“ Er þá til í dæminu að menn skelli upp úr á miðjum tónleik- um? „Því ekki! Ég skal nefna þér dæmi. í verkinu „Taugaveikluð tónlist" er píanistinn á einum stað svo ofhlaðinn af tækni- legum erfiðleikum verksins að hann hreinlega springur á öllu saman og honum fallast hendur í bókstaflegum skilningi. Hann hlammar olnbogunum á nótna- borðið. Það mega vera húmor- snauðir áheyrendur sem brosa ekki á þessum stað.“ Og við þetta bætir Ribera: „Tónlist hefur möguleika á að tjá allar tilfinningar mannsins, gaman og alvöru og allt þar á milli. Og fólk ætti alls ekki að vera hrætt við að láta tilfinn- ingar sínar í ljós á tónleikum, hverjar sem þær kunna að vera. Það er fjöldi tónskálda sem leik- ur á gamansama strengi, til dæmis Stravinsky og Rossini. Og Mozart átti það til að bregða á leik; stundum gat hann verið mjög alvarlegur, svo alvarlegur að það liggur við að áheyrandinn brenni undan því. En síðan allt í einu breytir hann umræðunni og gerir eitthvað fyndið. Enda sagði Beethoven um Mozart að víst væri hann gott tónskáld, en allt of léttur." Tækni og nú- tímatónlist Ribera, er þetta tæknilega erf- itt verk sem Colomé kallar „Taugaveiklaða tónlist"? Hann segir að píanistinn sé ofhlaðinn á köflum. „Þetta er svo erfitt tæknilega að mér er lífsins ómögulegt að spila það sjálfum," skýtur Col- omé inn í. „Þess vegna tileinkaði ég það Ribera." Ribera tekur í sama streng, segir verkið bæði tæknilega erf- itt og mjög óvenjulegt. Er það kannski regla að erfið- ara sé að spila nútímatónlist en klassíska? „Það er erfitt að spila alla tónlist," svarar Ribera, „það er að segja vel.“ En það er einn mikilvægur munur á því að spila verk eftir núlifandi höfund og til dæmis höfund eins og Beethov- en. Ef maður spilar Beethoven illa mun hann ekki þjást yfir því. Áheyrendur vita að það er pían- istinn sem hefur brugðist en ekki Beethoven. Það er annað þegar leikið er verk eftir nú- tímahöfund. Ef það hljómar ekki sem best liggur alls ekki alltaf ljóst fyrir hverjum það er að kenna! En auðvitað er um ólíka tækni að ræða, hvorki erfiðari eða léttari, heldur öðruvísi." Þú minnist á tækni. Hvaða eiginleikum þarf góður píanisti að vera búinn fyrir utan það að hafa stöðuga fingur og gott tæknilegt vald á hljóðfærinu? „Hann þarf að hafa góðan smekk, mikla þekkingu á stíl- brigðum, fjörugt ímyndunarafl. Hann verður að geta spilað bæði hátt og lágt með góðum hljómi. Og síðast en ekki síst verður hann að hafa gott líkamlegt út- hald.“ Gott líkamlegt úthald? „Já, það er hörkupúl að spila á píanó. Og svo fylgja starfinu mikil ferðalög, þeytingur frá einu landinu til annars, sem get- ur verið ansi þreytandi." Spánverjar háværir Þú hefur spilað víða. Er ein- hver munur á áheyrendum frá einu landi til annars? Svíum og Spánverjum til dæmis? „í sjálfu sér ekki. Nema hvað á Spáni eru menn háværari. Þeir láta meira í sér heyra, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Svíar láta tilfinningar sínar ekki eins sterklega í ljós. Þetta er spurn- ing um skapgerð. En yfirleitt finnst mér mjög gott að spila fyrir fólk í Austur-Evrópu, Pól- landi og Rússlandi. Þar eru góðir áheyrendur, fólk sem er vant því að fara á tónleika og þekkir tón- list vel. Þeir hafa vel skipulagt menntakerfi fyrir austan að þessu leyti." Nú eru þetta þínir fyrstu tón- leikar á íslandi. Við hverju býstu? „Ég veit það ekki, satt að segja. ísland er mér frekar ókunnugt. Ég veit að vísu að hér er blómlegt tónlistarlíf og hef heyrt getið um nokkra íslenska tónlistarmenn. Ég veit að þið eigið góða hljómsveit og fjöldan allan af kórum. Meira veit ég ekki. En ég hlakka til tónleik- anna í kvöld, þótt ég sé skítnerv- us eins og venjulega. Það venst aldrei af mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.