Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Fiskréttahlaðborð - Laugardags- og sunnudagskvöld bjóðum við 25 mismunandi fiskrétti á kalda hlaðborðinu. Auk þess framreiöum við úrval girnilegra sjávar- rétta meðal annars okkar víðfrægu fiskisúpu. - • Borðapantanir í síma 15932. Kaffivagninn^ Grandagarði 10. eJJnt/amMúU urinn dcjwr Dansað í Félagsheimilí Hreyfils í kvöld kl. 9—2. (Gengiö inn frá Grensásvegi.) Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Kristbjörg Löve. Aðgöngumiðar í síma 85520 eftir kl. 17. Sími 85000. vtrmtQAHút Hús gömlu dansanna. Gömlu dansamir í kvöld frá kl. 9. Hljómsveitin Drekar, söngkonan Mattý Jóhanns. Mætiö tímanlega — Aöeins rúllugjald. f m VMXKOUNN Nemendur úr Nýja Dansskólanum sýna dans kl. 23.00. 55 55, Höfum opnað glæsilegan skemmtistað í Kópavogi. Gott diskótek undir stjórn Ás- geirs R. Bragasonar, sem hefur m.a. ailt það nýjasta og besta í nýbylgjutónlist, og að sjálf- sögðu gleymum við ekki öllu hinu. Hljómsveitir verða á staðnum í sumar og sjá um lifandi tónlist. Miöaverð 50 kr. Aldurstakmark 18 ára. Sunnudagskvöld, einkasamkvæmi. Auðbrekku Kópavogi. Sími 46244. Njótið kvöldsins og útsýnisins á Skálafelli. Sigurhcrgur og Cjuömundur Haukur leika fyrirdansi. Icelandic Seafunk Corporation Ný og fersk hljómsveit sem skemmtir hjá okkur í kvöld. Ópnum kl. 9. Aögangseyrir kr. 80. Soares boðar harða stefnu Lúsibon, 9. júní. AP. MARIO SOARES, forsætisráðherra samsteypustjórnar sósíalista og sósí- aldemókrata í Portúgal, vann í dag embættiseið sinn og lýsti því yfír að fyrsta „miðjustjórn" landsins mundi hafa kjark til að grípa til óvinsælla aðhaldsráðstafana til þess að kljást við efnahagsvanda landsmanna. Portúgalar skulda öðrum ríkj- um 13,1 milljarð dala, greiðslu- halli var 3,2 milljarðar dala í fyrra og Soares sagði að baráttan fyrir efnahagsbata yrði „ekki auð- veld“. Hann sagði að stjórnin mundi ekki bregðast skyldu sinni. „Þessi ríkisstjórn mun stjórna. Hún mun taka hverja þá áhættu sem því fylgir. Hún mun hafa til að bera pólitískt hugrekki til að gera þær ráðstafanir, sem hún telur nauð- synlegar til úrbóta (í efnahags- málum), hversu harðar sem þessar ráðstafanir kunna að reynast." Hann sagði að á síðustu vikum hefðu Portúgalar samið um töku þriggja lána að upphæð einn milljarður dala til að standa undir skuldagreiðslum. Hann sagði að stjórnin mundi einbeita sér að því fyrst í stað að greiða niður skuldir ríkisins, efla atvinnufyrirtæki í ríkis- og einka- eign og gera landið betur í stakk búið til að ganga í Efnahags- bandalagið með aukinni hagræð- ingu í efnahagsmálum. Sendur nauðugur vestur fyrir tjald I.udwiesladt, Vestur l'ýsk.l.ndi, 9. júní. AP. YFIRVÖLD í Austur-Þýskalandi fíuttu fulltrúa friðarhreyfíngar þar í landi nauðugan úr landi í gær og sviptu hann ríkisborgararéttindum. Diskótek unglinganna D(l4 Opið 10:00—3.00 Aldurstakmark 16 ára. Aög. kr. 150.- Nýtt Nýtt Nýtt Viö höfum eignast rútubíl Látiö sækja og aka ykkur heim. Rútan verður við matstofu Austurbæjar, Laugaveg 116, R. kl. 11.30. S. 72177. Diskótek D Landamæraverðir í Bæjara- landi sögðust hafa fundið Roland Jahn frá austur-þýska bænum Jena um borð í lest, sem var á leið til Múnchen. Hann var keflaður, með bundnar hendur og fætur og fatnaður hans var rifinn og tætt- ur. Á síðastliðnum vikum hafa fjöl- margir Austur-Þjóðverjar sem til- heyra friðarhreyfingunni í Jena verið sendir vestur yfir járntjald- ið, en aldrei verið beittir ofbeldi og fluttir nauðugir eins og nú átti sér stað. Jahn kveðst hafa sótt um vega- bréfsáritun fyrir nokkru vegna „andlegra pyntinga", en hann seg- ist hafa dregið þá umsókn sína til baka eftir að hann var látinn laus úr fangelsi fyrir skömmu. Hann kveðst ekki hafa viljað yfirgefa Austur-Þýskaland, en verið flutt- ur nauðugur frá heimili sínu í gær, settur inn í lestarklefa og verið lokaður þar inni. Uröu fyrir óvæntri árás Stokkhólmi, 8. júní. AP. EITT SKIPA sænska flotans varð í dag fyrir vægast sagt mjög óvæntri árás á flotaæfingu skammt suður af Stokkhólmi. Verið var að skjóta af loft- varnarbyssum skipsins og vissu stjórnendur skipsins ekki fyrr til en kúlnahríð dundi á brúnni. Reyndust skotin hafa komið úr einni af byssum skipsins í stafni þess. Engin skýring hefur fengist á slysinu önnur en sú, að skyttan hafi verið svona utan við sig. Skot- in eru engin smásmíði, um kíló á þyngd. Engin slys urðu á mönnum, en talsverðar skemmdir urðu á brú skipsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.