Morgunblaðið - 11.06.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 11.06.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Dr. Gunnar Thoroddson, fyrrverandi forsætisrádherra og frú Vala Thoroddsen, voru heiöursgestir í fyrstu ferð Eddunnar og sjást þau hér heilsa yfirmönnum skipsins. „Hér fínna menn gömlu Gullfossstemmninguna“ 4. júní. Frá Arnóri Kagnariwyni, blaðamanni Mbl. um bord í Ms. Eddu. ÞAÐ VAR söguleg stund þegar ms. Edda lagði frá bryggju sl. sunnudag. Islendingar höfðu „eignast" langþráð farþegaskip en á þessu ári eru 10 ár síðan flaggskip Eimskipafélagsins Gullfoss var selt til Líbanon. Um borð í skipinu voru um 500 manns, þar af tæplega 120 manna áhöfn. Ekki verður annað sagt en brottforin hafi verið sviplítil og höfðu menn á orði að alla stemmningu vantaði, eins og táraflóð og vasaklútaveifingar en engir óviðkomandi fengu að koma niður á hafnarbakkann. Það voru fáir sem fóru beint í koju fyrsta kvöldið, en ferðin hófst á heldur ókristilegum tíma eða 12 á miðnætti. Nóg var að skoða um borð. Sumir þurftu að lýsa óánægju sinni, aðrir voru ánægðir. Það kom mörgum á óvart hve sumir klef- arnir voru litlir. Þar er ekki hægt að dveljast langtímum saman enda ekki til þess ætlast. Aftur á móti eru matasalir og setustofur mjög rúmgóðar. Á fyrsta degi bauð íslenski „skipstjórinn" Olafur Skúlason, blaðamönnum í skoðunarferð um skipið. ólafur ber reynar titilinn bryti og er eini íslenski yfirmaðurinn um borð. 1 þess- ari skoðunarferð fengum við að sjá þá aðstöðu sem boðin er endurgjaldslaust fyrir börn aft- ast í skipinu. Þar starfar ís- lensk fóstra, sem sér um börnin allt til miðnættis. Aðstaðan er ágæt og geta þeir yngstu fengið að halla sér ef svo ber undir. Þá var sundlaugin og saunabaðið skoðað. Sundlaugin er 35—40 fermetrar, nálægt 10 metrum á lengd, þannig að með góðum vilja má fá sér ærlegan sundsprett. Arnór Ragnarsson blaðamaður segir frá fyrstu ferð ms. Eddu Skipstjórinn, Vojiehowski Kazimiers, tók á móti hópnum uppi í brú. Þetta er 50 ára gam- all Pólverji frá Gdansk, afar geðugur maður. Hann lýsti fyrir hópnum því sem fyrir augu bar í brúnni. Sagði hann að skipið gengi 20 sjómílur en að þessu sinni var ganghraðinn 18,2 mílur. Útbúnaður skipsins er mjög góður. Tölvan hefir yfirtekið verkin að miklu leyti eins og annars staðar, og má t.d. nefna að hægt er að sjá uppi í brú ef óhófleg tóbaks- notkun fer fram í einhverju herbergjanna. Þá fær skipstjóri veðurskeyti frá gervihnetti á 4 tíma fresti. En hvernig er svo mannlífið um borð? Segja má að hópurinn sé hnotskurn íslensks þjóðfé- lags, ungir, miðaldra og gamlir, leikir og lærðir, feitir og mjóir og allt þar á milli. Stemmning- in er mjög góð og þótt ótrúlegt sé þá sést varla vín á nokkrum manni. Veðurguðirnir hafa ver- ið mjög hliðhollir og hefir verið rjómablíða alla leiðina. Lítils háttar hefur þó borið á sjóveiki hjá yngri kynslóðinni. Farþegar róma siglinguna með Eddu Bruno Naujoks (t.v.) og Herbert Breuer. Þeir uppgötvuðu er þeir röbbuðu við blaðamenn Mbl. að þeir eru nágrannar í Vestur-Þýzkalandi. Morgunblaðsmenn fóru á stúfana eftir komu Eddu til Reykjavíkur í fyrrakvöld og spjölluðu við nokkra útlendinga sem komu með skipinu til landsins. „Þetta var stórkostleg sigling," sagði Steve Hulse bóndi frá Nor- folk á Engiandi er við hittum hann og konu hans Joyce þar sem þau voru að reisa tjald sitt á tjaldstæðinu í Laugardal. „Við komum um borð í New- castle og erum yfir okkur hrifin af skipinu. Það var gott í sjóinn og sigíingin því þægileg. Fæðið var fyrsta flokks og einnig það sem til skemmtunar var. Þá voru starfsmenn og farþegar mjög vingjarnlegir og er það hvað eftir- minnilegast," sögðu þau hjónin. Joyce og Steve Hulse kváðust komin til Islands fjórða sinni og í þetta sinn gátu þau tekið nýja Range Roverinn með sér, en áður hafa þau leigt bíla hér og ekið um landið. „Við viljum helzt hvergi annars staðar verja sumarfríinu, hér er allt svo stórfenglegt, við elskum þetta land,“ sagði Steve. Þau hjón- in hafa á ferðum sínum farið víða um land en sögðust margt eiga eftir óskoðað og ýmsa staði lang- aði þau að koma á aftur. „Við verðum hér í tvær vikur að þessu sinni og förum aftur út með Eddu. Það verður ekki hægt að gera mjög mikið á þessum tíma, svo við eigum eflaust eftir að koma hingað oftar,“ sögðu þau hjónin. „Mér fannst siglingin of löng en að öðru leyti var hún ánægjuleg og skipið og allt um borð eins og bezt verður," sagði Jean Luc Charton, ungur franskur blaðamaður, hríðskjálfandi í nepjunni á tjaldstæðinu í Laugardal. Hann kom ásamt konu sinni Veronique með Eddu í fyrrakvöld og höfðu þau meðferðis húsbíl sinn og voru að laga sér kaffi er okkur bar að garði. „Já, hér er nokkuð kalt, þetta eru viðbrigði fyrir okkur, sem eig- um heima á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, rétt við Montpellier, en við tókum hlýjar flíkur með, svo vonandi verður þetta allt í lagi og íslandsreisan ánægjuleg," sagði Jean Luc og barði sér til hita. „Við komum um borð í New- castle, ókum upp í gegnum Frakk- land, fórum með ferju yfir Ermar- sund og ókum síðan um England. Ætlum sömu leið til baka eftir hálfan mánuð, en í millitíðinni er ætlunin að keyra um ísland, en þótt hálendið heilli komumst við sennilega lítið inn á það vegna snjóa og bleytu," sögðu þau Jean Luc og Veronique, sem kváðu þetta fyrstu heimsókn sína til ís- lands, en vonandi ekki þá síðustu. Niðri í Sundahöfn gáfum við okkur á tal við tvo Þjóðverja sem spígsporuðu þar um, en þeir reyndust vera að bíða þess að komast um borð í Eddu, komu með skipinu í fyrstu ferð þess hingað og voru nú að fara á brott. „Þetta er fyrsta flokks skip, ég hef siglt með þeim mörgum um dagana og þetta gefur öðrum skip- um í engu eftir hvað þjónustu, vistarverur, fæði og flest annað snertir," sagði roskinn maður, Herbert Breuer, ellilífeyrisþegi frá Ahrensburg við Hamborg, sem tottaði pípu sína ákaft eins og hann biði þess með óþreyju að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.