Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 fólk í fréttum Ástralskt sveitalíf Þessi stúlka er áströlsk, 21 árs gömul, heitir Sylvia og er frá Sydney. Hn er sem sagt borgarbarn en lætur sig ekki muna um aö taka til hendinni viö heyskapinn þegar mikiö liggur viö. Ástralski bóndinn þarf raunar ekki aö spá í kvöld- roðann til aö vita hvernig veör- iö verður aö morgni og jafnvíst aö hann hafi haft hugann viö eitthvaö annað þegar hann var aö binda baggana meö henni Sylviu. Óvanalegt uppeldi Þær sjást ekki oft saman mæögurnar, þær Shirley MacLaine og fóst- urdóttir hennar Sachito, en þrátt fyrir þaö er mjög kært meö þeim. Sachito er raunar japönsk aö þjóðerni og þýöir nafniö hennar „hamingju- samt barn“. Þessi mynd var tekin af þeim þegar Shirley var viöstödd frumsýningu á leikriti í Beverley Hills en þar fór Sachito meö stórt hlutverk og þótti standa sig vel. Shirley ól dóttur sína upp á fremur óvanalegan hátt og er þaö rakið til þess, aö sjálf var hún ofvernduð sem barn og mátti aldrei fara úr augsýn foreldra sinna. Hún hefur fariö alveg öfugt aö meö Sachito. „Leiktu þér bara þar sem umferðin er hættulegust, væna min,“ á hún aö hafa sagt viö Sachito þegar hún var lítil. + Kvikmyndaleikstjórinn Rom- an Polanski, sem flúöi frá Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum til að lenda ekki í fangelsi fyrir nauögun, situr nú í Sviss og skrifar þar endurminningar sínar. Aö sjálfsögöu fjallar hann mikiö um nauðgunarmáliö og segist hann vona, aö útskýr- ingar sínar á því veröi til þess, aö þaö veröi látiö niöur falla og hann geti aftur snúiö til Banda- ríkjanna. COSPER <£»pib r» "'ln h "nh n O r, *> f o no n O nno ** O n o r. A r> A O A ----Ertu viss um að þetta sé leiðin til Akraness? 22. JÚNl Ætlarðu í sumarfrí? Ef svo er þá er 3ja vikna ferðin til Benidorm 22. júní ódýrasti kosturinn. - Hreint ótrúlega lágt verð. Mjög góð gisting - Sértilboð á Don Miguel II 50XBARNA AFSlATTUR Meöalverð fyrir hjón meö 2 börn kr. 13.875 per. mann. TAKMARKAÐ FRAMBOÐ KYNNIÐ YKKUR GREIDSLUKJÖRIN u FERÐA ISIMIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 50 etta er orðinn langur draumur. Hroðaleg martröð. Höfuðið á Yuri Andropov er komið á dauðan bol Stalíns undir lok martraðarinnar. Það svipast um, skelfingu lostið. Hann vill ekki að höfuð hans sé fast á digrum svíra Stalíns. Það gæti vakið grunsemdir. Óþarfa tortryggni. Hnýsni. Þetta er svo sannarlega enginn fugls- háls, eins og ósip Mandelstam segir í Ijóði sínu, frægu. Honum líður illa. Þeir eru að koma með Brézhnev dauðan og setja kistu hans á milli Lenins, Kíroffs og Stalíns. Kamenev og Zínoviev ganga á eftir kistunni, en Yagoda kemur í humátt á eftir. Hann er glaðklakkalegur, eins og hann hafi fengið sakaruppgjöf. Þá kemur Yuri Andropov og stillir sér upp við hliðina á Yezhov og Bería. Hann gnæfir yfir þá. Síðan Molotov og Rippentrop. Og Stalín í humátt á eftir þeim með djöfullegu glotti, svo að skeggið lyftist, eins og á frægri mynd, sem tekin var 24. ágúst 1939. Bería og Andropov eru píreygir undir þykkum gleraug- unum. Andropov horfist í augu við sjálfan sig í andliti Stalíns. Þá breytasl gul augun í tvo ginvíða úlfa. sem stökkva á hann. Hann vaknar með andfælum. Og þegar hann vaknar, er hann að strjúka yfirskeggið. En það er ekkert skegg. Nýkominn úr óvæntu ferðalagi til Eyjaklasans þurrkar Andropov af sér svitann. Kallar á öryggisvörð. Öryggis- vörðurinn kemur inn, andlit Trotskys. Andropov hrekkur við. Spyr hvað klukkan sé. En vörðurinn tekur upp ævi- sögu Stalíns, les: Hefnd sögunnar er grimmilegri en hcfnd nokkurs einræðisherra. Síðustu orð Trotskys, áður en blóð hans drýpur á handritið að bókinni um Stalín. Andropov hugsar um Yagoda í fangaklefanum. Hugsar um Trotsky og blóð hans á exinni. Hugsar um bók hans um Stalín, sem er ævisaga Trotskys sjálfs í aðra röndina. Andropov veit það, því að hann hefur lesið hana. Og hann veit einnig, að hún er ekki skrifuð með kálfsblóði. Hann hugsar um Gorkí. Hugsar um gamla móður Túkha- chevskys, hetjunnar sem plummaði niður sovézku sjólið- ana í uppreisninni í Kronstadt. Hugsar um bræður hans tvo, sem var fórnað fyrir markmið óvenjulegs manns, ofurmennis. Hugsar um Búkharin. Hugsar um unga konu hans og syni. Hugsar um Nadya. Hugsar um aðra skugga þessarar sólar, sem aldrei skein. Og aldrei gengur til viðar. Vörðurinn með andlit Trotskys leysist upp og hvcrfur inn í martröðina eins og öll þessi ógnlega saga. Þá vaknar Yuri Andropov. Loksins! Setur á sig gleraugun. Horfir á þumalfingur hægri handar. Hættir að hugsa. Öryggis- vörður í þjónsgervi afhendir honum Prövdu. Hann les blaðið. Les sannleikann. En varirnar hreyfast í moldinni. Það veit Andropov. Það vita þeir hinir, óhultir í vernduðu umhverfi, þar sem veruleikinn er í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Og ekkert gerist. En nýtt höfuð verður sett á digran svíra einvaldans. S Ö G U L O K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.