Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Reglur til að létta greiðslubyrði íbúðalána er mai er I bráðabirgðalögum þeim viðskiptaráöherra setti 27. síðastliðinn (nr. 57/1983) kveðið á um frestun greiðslna vegna verðtryggðra íbúðalána í því skyni að létta greiðslubyrði húsbyggjenda. í kjölfar setn- ingar bráðabirgðalaganna ritaði viðskiptaráðherra Seðlabanka íslands og félagsmálaráðherra bréf þar sem leitað var tillagna þessara aðila um framkvæmd laganna. Félagsmálaráðherra hóf viðræður við Húsnæðismála- stjórn og í framhaldi þeirra við- ræðna gerði Húsnæðismála- stjórn eftirfarandi tillögur sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag: „1. Þessi lög ná til verðtryggðra lána, sem veitt hafa verið ein- staklingum úr Byggingarsjóði verkamanna frá 1. júlí 1980 og úr Byggingarsjóði ríkisins frá 1. júlí 1974. 2. Lögin skulu gilda um ofan- greind lán, sem gjaldfalla á tíma- bilinu 1. maí 1983 til 30. apríl 1984, að því tilskildu að um fulla greiðslu á gjalddaga sé að ræða (þ.e. vextir, afborgun og verðbæt- ur). 3. Þeirri fjárhæð, sem frestað er, verður bætt við höfuðstól láns- ins og kemur til greiðslu að lokn- um lánstímanum. Hún ber þá grunnvísitölu, sem í gildi var á þeim gjalddaga, sem til þessa var stofnað. 4. Sé um vanskil að ræða reikn- ast fullir dráttarvextir af því sem gjaldféll að frádreginni þeirri fjárhæð sem frestað er. 5. Ef óskað er eftir fresti skal beiðni um hana vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði, sem Húsnæð- isstofnun ríkisins leggur til. Beiðnin skal send innan þriggja mánaða frá gjalddaga." Varðandi þá hlið málsins sem snertir viðskiptabankana og sparisjóðina var skipuð sérstakur vinnuhópur tilnefndur af stjórn- um Sambands íslenskra viðskipta- banka og Sambandi íslenskra sparisjóða. Tillögur þessa hóps voru samþykktar af stjórnum sambandanna og voru síðan til umfjöllunar hjá viðskiptaráð- herra og Seðlabanka íslands og fengu loks endanlegt samþykki ríkisstjórnarinnar í fyrradag. Til- lögurnar eru þessar: „1. Heimilt verður að fresta greiðslu afborgana og verðbóta er falla í gjalddaga á 12 mánuðum á tímabilinu 28. maí 1983 til 27. maí 1984. 2. Frestunin nái ekki til íbúða- lána, sem veitt voru vegna skuldbreytingar á lausaskuldum húsbyggjenda/íbúðarkaupenda í föst lán árið 1981. 3. Lánum sem tekin hafa verið eftir 27. maí 1983 verður ekki frestað. 4. Frestun greiðslna samkvæmt framansögðu skal framkvæmd á þann hátt, að þeim greiðslum sem eftir eru verði fjölgað þannig, að greiðslur á tímabilinu verði 75% af því sem annars hefði orðið. 5. Þau 25%, sem frestað er, eru bundin lánskjaravísitölu og samn- ingsvöxtum á frestunartíma- bilinu. 6. Verði vanskil eftir 27. maí 1983, reiknast fullir dráttarvextir frá gjalddaga af 75% þeirrar greiðslu, er upphaflega átti að greiða. 7. Þær greiðslur, sem frestað verður samkvæmt framansögðu, samþykkir lántaki að greiða á fyrsta ári eftir að áður umsömd- um lánstíma lýkur. Að öðru leyti gilda sömu lánskjör um frestaða fjárhæð og gilda um upphaflegt lán. 8. Bankar og sparisjóðir munu auglýsa í dagblöðum og útvarpi, að lántakar geti fengið þann frest er hér um ræðir, og einnig vekja athygli á auglýsingunni með fréttatilkynningu. 9. Ef lántaki óskar eftir fresti, þá skal hann senda inn skriflega beiðni á þar til gerðu eyðublaði, sem bankar og sparisjóðir leggja til. Umsóknarfrestur skal vera til 1. ágúst nk. 10. Gjald fyrir þessa breytingu skal reikna samkvæmt lið 2.6 í gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir." (Nú kr. 176). Reglur þessar voru kynntar á fundi með fréttamönnum í gær. Þar kom fram að viðskiptaráð- herra hefur farið þess á leit við fjármálaráðuneytið að það beiti áhrifum sínum við lífeyrissjóðina, þannig að þeir veiti hliðstæða fyrirgreiðslu um frestun á greiðsl- um verðtryggðra íbúðalána. Á fundinum kom einnig fram að viðskiptaráðherra og félagsmála- ráðherra munu í næstu viku eiga viðræður við fulltrúa viðskipta- banka og sparisjóða vegna þess ákvæðis í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar, að heildarsamn- ingar verði gerðir við þá, sem stofnað hafa til skuldar vegna byggingar eða kaupa á eigin hús- næði í fyrsta sinn undanfarin 2—3 ár. Er þess vænst að slíkir samn- ingar geti tekist innan skamms. Ljósm. KÖE. Frá blaðamannafundinum í gær, þar sem hinar nýju reglur um frestun greiðslna vegna verðtryggðra íbúðalána voru kynntar. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, Jón Júlíusson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, Alex- ander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, viöskipta- ráöherra, Jónas H. Haralz, formaöur Sambands íslenskra viðskiptabanka, og Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Jónas Blöndal á ráðstefnu um gæði sjávarafurða: Ársafli 45 togara af þorski fer í 2. og 3. flokk „Við verðum að huga að því hvort hægt sé að gera hlutina betur eða á hagkvæmari hátt. Við verðum að draga úr tilkostnaði eða auka tekjur eða helst hvort tveggja. Við verðum að sætta okkur við þá hugsun að meira sé ekki endilega betra,“ sagði Jónas Blöndal skrifstofustjóri Fiski- félags íslands á ráðstefnu Fiskiðnar um gæðamál sjávarafurða. Hann sagði þetta eftir að hafa lýst þeirri þröngu stöðu sem sjávarútvegurinn væri í m.a. vegna þess „vítahrings aukinnar sóknar og minnkandi afla“ sem atvinnugreinin stefndi í. Jónas fjallaði síðan um hvernig hægt væri að standa að málum til að auka tekjurnar í sjávarútvegin- um og nefndi nauðsyn þess að framleiðsluvörurnar fullnægðu kröfum kaupenda og betri stýringu framleiðslunnar eftir vinnslu- ráðstefnu Fiskiðnar um gæðamál sjávarafurða. Halldór Ásgrímsson Endurskoða lögin um Húsnæðismálastofnun Félagsmálaráðherra hefur skip- að nefnd til að vinna að endurskoð- un laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins nr. 51/1980. í nefndinni eiga sæti: Jóhann Einvarðsson, formaður, Gunnar S. Björnsson, Halldór Blöndal, Páll R. Magnús- son og Þórður Ólafsson. Ritari nefndarinnar er Hilmar Þórisson. í skipunarbréfi nefndarinnar segir m.a.: _1 sambandi við endurskoðun laganna skal nefndin fella inn í frumvarp sitt frumvarp það til laga um breytingu á lögum nr. 51/1980, sem lagt var fram á Al- þingi hinn 6.desember 1982, en hlaut ekki afgreiðslu á síðasta þingi. Nefndin skal athuga sérstak- lega á hvern hátt er mögulegt að auka fjármagn til byggingasjóð- anna m.a. með tilliti til þeirrar ákvörðunar núverandi ríkis- stjórnar, að koma á næsta ári lánshlutfallinu á staðalíbúð upp í 50% af byggingarkostnaði fyrir þá sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta skipti og er þá haft í huga, að lánshlutfallið fari síðan hækkandi á næstu árum þar til marki verður náð. Jafnframt athugi nefndin möguleika á iengingu lánstíma almennra húsnæðislána." Aðalfundi SÍS lauk i gær: Fjármagnsmyndun fer minnkandi og vaxandi rekstrarerfiðleikar AÐALFUNDI Sambands íslenskra samvinnufélaga lauk í gær, en á fundinu .i var sérstaklega fjallað um málefnið „fjárhagsmál samvinnu- hreyfingarinnar“. 1 þeirri umfjöllun kom m.a. fram að útlitið væri dökkt framundan og bæri nauðsyn til að sýna fyllstu gætni, einkum í sam- bandi við hverskonar fjárfestingar í nánustu framtíð, að því er segir í fréttatilkynningu frá SÍS. Á fundinum var samþykkt sér- stök ályktun um fjárhagsmál samvinnuhreyfingarinnar, þar sem m.a. segir í inngangsorðum að þjóðin standi nú frammi fyrir miklum efnahagsvanda. Þjóðar- tekjur dragist saman, erlend skuldasöfnun sé komin á hættu- legt stig og verðbólguvandinn meiri en áður. Því leggi SÍS áherslu á að atvinnurekstur hreyfingarinnar hafi ekki frekar en önnur atvinnustarfsemi farið varhluta af þessari öfugþróun. Fjármagnsmyndun hafi farið hraðminnkandi og rekstrarerfið- leikar farið vaxandi að sama skapi. Á fundinum var kosið í stjórn Sambandsins, en fyrir fundinn höfðu endað kjörtíma sinn þeir Gunnar Sveinsson, Keflavík, Ing- ólfur Ólafsson, Reykjavík, og Þór- arinn Sigurjónsson, Laugardæl- um, Árnessýslu, en þessir menn voru allir endurkjörnir til 3ja ára. Aðrir í stjórn eru: Valur Arn- þórsson Akureyri, formaður, Finnur Kristjánsson, Húsavík, varaformaður, ólafur Sverrisson, Borgarnesi, ritari, Hörður Zoph- aníasson, Hafnarfirði, Jónas R. Jónsson Melum í Hrútafirði, og Óskar Helgason, Höfn í Horna- firði. sjávarútvegsráðherra er í ræðustóli. greinum. „Frumforsenda þess, að yfirleitt sé hægt að framleiða gæðavörur er að gæði hráefnisins, þegar það er tekið til vinnslu, séu fullnægjandi ... gera ætti þær kröfur, að hráefnið takmarki ekki möguleika til að vinna úr því hverja þá afurð sem henta þykir. Menn hafa verið tilneyddir að ráðstafa hráefni á annan hátt en þeir hefðu helst kosið," sagði Jónas. Hann ræddi síðan um fersk- fiskmatið. Benti hann m.a. á að hlutdeild 1. flokks þorsks hefði minnkað úr 92,8% árið 1980 í 79,5% árið 1982 og hlutfall 2. og 3. flokks þorsks hefði aukist að sama skapi. Sá þorskur sem metinn var á sl. ári í 3. flokk jafngilti ársafla 16 togara og það sem metið var í 2. og 3. flokk til samans jafngilti ársafla 45 togara. Sagði hann að skýring þessa væri annaðhvort að gæðum land- aðs þorsks hafi í raun og veru hrakað á þessu tímabili eða að matið sé orðið strangara, en senni- legast komi hvorttveggja til. Hann nefndi nokkur atriði sem kynnu að valda þessu en bætti því við að það væri ljóst að hægt sé að skila óað- finnanlegu hráefni á land. Sagði Jónas að varlega áætlað mætti vænta þess, út frá gefnum forsend- um, að 203 milljónir króna vanti á að mesta hugsanlega verðmæti ná- ist fyrir þorskaflann og svipaðar upphæðir hvað aðrar fisktegundir varðar. í þessu sambandi nefndi hann að á síðasta ári hefði aðeins 1 togari af 102 náð því að vera með allan þorskaflann í fyrsta flokki, en 95 bátar af þeirn 695 sem lönduðu þorski á síðasta ári. En þegar betur væri að gáð sagði Jónas að í heild- ina væri þorskafli bátanna mis- jafnari að gæðum en togarafiskur- inn. Jónas Blöndal lauk erindi sínu þannig: „Þegar þær fjárhæðir, sem til er að vinna með bættum gæðum og nýtingu fiskafla okkar, eru skoð- aðar verður manni ljósari nauðsyn þess að láta einskis ófreistað til að gera betur. Þetta á ekki síst við í Morirunblaðið/KÖE. því ástandi, sem nú ríkir og horfur eru á að riki á næstu árum. Okkur munar um hverja krónu. Við verð- um að skoða veiðiaðferðir og veið- arfæraval. Við verðum að skoða að- ferðir við stjórnun fiskveiða og leita aðferða sem hvetja til öflunar gæðahráefnis. Við verðum að endurskoða verðlagningu með til- liti til þess að það hvetji frekar en nú er til bættra gæða. Við verðum að athuga möguleika á því að hafa meiri áhrif á ráðstöfun hráefnis en nú er. Við verðum að finna leiðir til að koma í veg fyrir tímabundið offramboð hráefnis. Við verðum að huga að því hvort vinnufyrirkomu- lag iðnríkja hentar við þær aðstæð- ur sem ríkjandi eru í sjávarútvegi. Við verðum að sníða af öll þau horn, sem við rekumst á við að gera okkur sem mestan mat úr því takmarkaða hráefni, sem til boða stendur." 30 útlend skip að veiðum við landið RÚMLEGA 30 bátar og togskip eru aö veiöum hér viö land, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar, og eru þau öll meö veiðileyfi. Skipin eru að veiðum utan 12 mílna markanna á svæði frá Stokksnesi að Reykjanesi, flest með handfæri og línu, en að auki eru nokkur belgísk og færeysk togskip. Afli útlendu skipanna hefur verið sæmilegur, en þau hafa flest verið í keilu og löngu. Rússneski flotinn sem var í karfa suður af Reykjanesi er far- inn þaðan, samkvæmt upplýsing- um Gæzlunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.