Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Skuldbreyting íbúða- lána hefst í næstu viku SETTAR hafa verið nánari reglur um framkvæmd bráðabirgðalaganna (nr. 57/1983) sem ríkisstjórnin setti 27. maí síðastliðinn um frestun greiðslna vegna verðtryggðra íbúða- lána. Reglur þessar ná annars vegar til verðtryggðra íbúðalána úr Bygg- ingasjóði verkamanna og Bygg- ingasjóði ríkisins og hins vegar til verðtryggðra lána sem viðskipta- bankar og sparisjóðir hafa veitt til íbúðakaupa. Á næstunni er gert ráð fyrir að slíkar reglur verði settar um íbúðalán Lífeyrissjóðanna. í bráðabirgðalögunum var kveð- ið á um að ríkisstjórnin geti „að Þingflokkur Framsóknarflokksins: Páli endurkjörinn formaður með 9 atkv. PALL Pétursson var endurkjörinn formaður þingflokks Framsóknar- flokksins á þingflokksfundi í gær. í störf varaformanns og ritara voru Davíð fékk fyrsta laxinn VEIÐIN í Elliðaánum hófst í gær og veiddi I)avíð Oddsson borgar- stjóri fyrsta laxinn í fossinum laust fyrir klukkan 7.30 í gær- morgun. Var það glæst hrygna, 10 pund að þyngd og 79 cm. löng og varð maðkur hennar banabiti. Tveir aðrir laxar komu á land þennan fyrsta morgun, báðir 9 punda þungir og fékk Jón G. Tómasson borgarritari þá báða. Veiddust laxarnir í næstneðsta veiðistaðnum í án- um, sem heitir Við steininn. Voru laxarnir, sem voru hrygn- ur hvoru tveggja, augsjáanlega nýgengnir í ána og með lús með þráðum, en þræðir þessir falla af eftir um 24 tíma veru í fersku vatni. kjörnir Davíð Aðalsteinsson og Ingvar Gíslason, en stjórnin skiptir sjálf verkum á milli þeirra. Tíu þingmenn sátu fundinn en fjórir voru fjarverandi. Páll fékk níu atkvæði í formannskjörinu, Stefán Guðmundsson eitt. f kjöri meðstjórnenda hlaut Davíð Að- alsteinsson flest atkvæði eða níu, Ingvar Gíslason hlaut fimm. Næstur Ingvari kom Tómas Árnason með þrjú atkvæði, Stef- án Guðmundsson fékk tvö og Guðmundur Bjarnason eitt at- kvæði. Stjórn þingflokksins á síðasta löggjafarþingi skipuðu, auk Páls, þeir Jón Helgason sem var vara- formaður og Jóhann Einvarðsson ritari. 'O INNLENT fengnum tillögum húsnæðismála- stjórnar og Seðlabanka íslands ákveðið að fresta skuli greiðslu á allt að 25% af samanlagðri fjár- hæð afborgana, verðtryggingar- þátta og vaxta verðtryggðra lána Byggingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna og verð- tryggðra íbúðalána banka og ann- arra lánastofnana er gjaldfalla á tilteknu tímabili hér á eftir, ef lántaki óskar." f reglunum nýju segir að ákvæði bráðabirgðalaganna taki til lána er veitt voru einstaklingum úr Byggingarsjóði verkamanna frá 1. júlí 1980 og úr Byggingarsjóði ríkisins frá 1. júlí 1974. Lögin gilda um ofangreind lán sem gjaldfalla á tímabiiinu 1. maí 1983 til 30. apríl 1984, að því tilskyldu að um fulla greiðslu á gjalddaga sé að ræða. Fjárhæð sem frestað er bætist við höfuðstól lánsins og kemur til greiðslu að loknum lánstímanum. Varðandi íbúðalán banka og sparisjóða er samkvæmt reglunum heimilað að fresta greiðslu afborgana og verðbóta er falla í gjalddaga á 12 mánuðum á tímabilinu 28. maí 1983 til 27. maí 1984. Sú frestun skal framkvæmd þannig að þeim greiðslum sem eft- ir eru verður fjölgað þannig, að greiðslur á tímabilinu verði 75% af því sem annars hefði orðið. Greiðslur sem frestað verður sam- þykkir lántakandi að greiða á fyrsta ári eftir að áður umsömd- um lánstíma lýkur. Þess má geta að hafi lántakandi þegar greitt lán sem hann hefði átt rétt til að fresta samkvæmt ákvæðum regln- anna á hann kost á leiðréttingu. Gert er ráð fyrir að reglur þessar komi til framkvæmda í næstu viku. Sjá nánar á bls. 22. Frá aðalfundi Hafskips hf. í gær. í ræðustól er Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, fráfarandi stjórnarformaður, og við borðið sitja Ragnar Kjart- ansson, hinn nýi stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson, forstjóri, og Ólafur B. Ólafsson. Björgólfur Guð- mundsson verður forstjóri Hafskips Ragnar Kjartansson tekur við stjórnarfor- mennsku af Albert Guðmundssyni BREYTINGAR hafa orðið á æðstu stjóm Hafskips. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gærdag, var skýrt frá því, að sú stjórnkerfisbreyting hefði átt sér stað hjá félaginu, að framkvæmdastjórar þess yrðu ekki lengur tveir. Ragnar Kjartansson hefur nú látið af starfi framkvæmdastjóra, en mun annast sérstök verkefni fyrir félagið enn um sinn. Frá sama tíma tekur Björgólfur Guð- mundsson við forstjórastarfi fé- lagsins, en þeir Björgólfur og Ragnar hafa farið með sameigin- lega framkvæmdastjórn félagsins undanfarin 5 ár. Ný stjórn var kjörin á fundinum og á stjórnarfundi í kjölfar hans var Ragnar Kjartansson kjörinn stjórnarformaður í stað Alberts Guðmundssonar, fjármálaráð- herra, sem gegnt hefur því starfi undanfarin fjögur ár. Auk Alberts gengu úr stjórn félagsins þeir Haukur Hjaltason og Jón Hákon Magnússon, en inn í stjórn komu þeir Ragnar Kjartansson, Jón Helgi Guðmundsson og Jón Snorrason. Sjá ennfremur frásögn af aðal- fundinum á bls. 21 Þingflokkur Framsóknar: Samhljóða álit að þing komi ekki saman fyrr en í haust Forsætisrádherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um það sama ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins samþykkti einróma á fundi sínum í gær, að standa að baki ráðherrum sínum varðandi tillögu- flutning í ríkisstjórn þess efnis að Alþingi komi ekki saman fyrr en í haust. Samkvæmt heimildum Mbl. lýsti forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, því yfir á þing- flokksfundinum, að þrátt fyrir yfir- lýstan meirihlutavilja þingflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir þinghaldi í sumar, væri sér kunnugt um að allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins væru á sama máli og hann, þ.e. að þing ætti ekki að koma saman fyrr en í haust. Hann mun einnig hafa lýst því yfir að Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra, sem sagt hefur opinberlega að hann væri hlynntur sumarþingi, hefði skipt um skoðun, og því einhugur í ríkisstjórninni. Fyrirhugað er að ganga endan- lega frá ákvörðun um samkomu- dag Alþingis á fundi ríkisstjórnar- innar á þriðjudag, en samkvæmt heimildum Mbl. hefur málið ekki verið rætt í ríkisstjórn frá því þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gerði sína samþykkt sl. mánudag. Mbl. spurði Sverri Hermanns- son álits á yfirlýsingum Stein- gríms, og hvort hann myndi styðja tillögu Framsóknar. Hann svar- aði: „Já, úr því sem komið er þá mun ég gera það.“ Sverrir sagðist „Fundurinn sýndi ein- hug bandalagsríkja" — segir Geir Hallgrímsson um utanríkisráðherrafundinn „Þessi fundur sýndi að mikill ein- hugur er meðal bandalagsþjóð- anna,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið, en hann sat tveggja daga utanríkisráðherrafund Atl- antshafsbandalagsríkja, sem lauk í París í gær. Geir sagði að fjallað hefði ver- ið um stöðu alþjóðamála I gær, og ákvörðunin frá í desember 1979 um staðsetningu meðal- drægra eldflauga í Evrópu til mótvægis við SS-20 kjarnorku- flaugar Sovétmanna, hefði verið staðfest. „Hins vegar gerðu menn sér vonir um að samningar tækjust í Genf um fækkun kjarnorku- vopna áður en til þess kæmi að þessar flaugar Atlantshafs- bandalagsins yrðu settar upp, sem á að gerast fyrir lok þessa árs. Því var lýst yfir að menn væru reiðubúnir til áframhald- andi samningaumleitana. Þá var meðal annars rætt um stöðu mála í Póllandi, í Afghan- istan, og einnig fjallað um sam- skipti austurs og vesturs," sagði Geir Hallgrímsson. Geir llallgrímsson hafa skipt um skoðun þar sem tíminn væri runninn frá þeim. „Ég var á því fyrst eftir stjórnarmynd- unina að kalla ætti þing saman og sá enga ástæðu til annars en að mæta þar með þá málafylgju sem við höfum, en ég hafði ákveðna fyrirvara, svo sem varðandi laga- skylduna um fjárlög og góða sam- stöðu við stjórnarandstöðu. Nú hefur þetta verið þæft það lengi að ég er orðinn trúlítill á að þetta nái fram.“ Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins er erlendis og ekki náðist samband við hann. Friðrik Sophusson vara- formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður álits. Hann sagði m.a.: „Formaður þingflokksins hefur lýst áhuga sínum á að kalla þingið saman til að fjalla um bráða- birgðalögin og kjósa forseta og starfsnefndir þingsins. Um þessi viðhorf vissu ráðherrar flokksins. Nú kemur það í ljós að Framsókn- arflokkurinn hefur hafnað þessum tilmælum. Ég harma það að sjálfsögðu. Ákvörðun um þetta at- riði er auðvitað í höndum ríkis- stjórnarinnar og þó aðallega for- sætisráðherra, sem hefur vald til þess að kalla þingið saman. Ég tel því ekki ástæðu til að fjalla frekar um þetta mál fyrr en ríkisstjórnin hefur öll komið saman til að gera endanlega út um það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.