Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Netaverkstæði — Útgeröa- menn — skipstjórar Hef á lager nokkurt magn af trollneti, 2,5 mm og 3ja mm, 145 mm og 135 mm. Einfalt og tvöfalt. Mjög hagstætt verö. Allar nánari upplýsingar hjá Netageröin Sigurður hf. Holtsbúö 26, Garöabæ. Sími 91-41038. SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 MJOLKURDAGURINN Verður sunnudaginn 12. júní Undanfarin ár hafa ungmennafélögin á landinu gengist fyrir sérstökum göngudegi sem nefndur hefur verið Göngudagur fjölskyldunnar. Að þessu sinni verður Göngudagur fjölskyldunnar jafnframt Mjólkurdagurinn ’83. Ungmennafélögin hafa skipulagt gönguleiðir, hvert í sínu umdæmi, sem nánar verða auglýstar á hverjum stað með veggspjöldum. Mjólkurdagsnefnd sér þátttakendum fyrir hressingu á leiðinni og fá þeir allir barmmerki sem jafnframt er lukkumiði. LUKKUNÚMERIN ERU10 ALLS: 1. Vikudvöl fyrir tvo á íslensku sveitaheimili með viðurkennda ferðamannaþjónustu eða vikudvöl á Hótel Sögu að vetri til. 2-10. Ýmsar mjólkurafurðir. Úrslit verða birt í dagblöðum helgina 18-19. júní. Allir krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur! Göngum saman - gleðjumst saman - öll saman Ungmennafélag (slands UMFÍ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JONATHAN MIRSKY Richard M. Nixon og Sjú en-lai snæða saman meðan á heimsókn Bandaríkjaforseta til Kína í febrúar 1972 stóð, en Nixon hefur síðan þá verið í sérstöku uppáhaldi hjá Kínverjum. Bandaríkjamenn frið- mælast við Kínverja legs eðlis og ekki er hægt að kenna stjórnmálalegum erfið- leikum um þær. George Schiltz fór í opinbera heimsókn til Peking fyrr á þessu ári, með þá fyrirskipun upp á vasann, að „horfa beint í augun á Deng Xiaoping og segja honum að við viljum góð samskipti", að því er haft er eftir bandarískum embættismanni. Þrátt fyrir það herma fregnir að kínverski leið- toginn hafi tjáð Schultz að Bandaríkin myndu sanna vin- skap sinn við Kinverja í raun ef þeir létu þá sitja við sama borð varðandi sölu á tæknibúnaði og Sovétmenn. Þetta mun nú vera í uppsiglingu. „Kínverjar eiga að sitja við sama borð og aðrar vinaþjóðir, sem ekki eru bandaþjóðir, eins og Indland. Það er kominn tími til að Bandarikjamenn breyti viðhorfum sínum. Þeir þurfa ekki lengur að líta á Kínverja sem óvini,“ sagði Richard M. Nixon. Stjórnvöld í Peking vilja ekki veikja tengsl sín við Bandaríkin þrátt fyrir allar sínar yfirlýs- ingar. Eftir að Kínverjar riftu menningar- og íþróttatengslum við Bandaríkin vegna þess að kínversku tenniskonunni Hu Na var veitt pólitískt hæli í Banda- ríkjunum, lýsti Zhao Ziyang því yfir að máli þessu væri lokið. Fjöldi kínverskra sendinefnda sækir Bandaríkin heim í hverj- um mánuði og sameiginleg fyrir- tæki þessarra aðila eru sett á stofn, sérstaklega í olíu- og kola- iðnaði. Nýr sendiherra Kínverja í Washington, sem í utanríkis- ráðuneytinu, er nefndur „gamli bandamaðurinn", er nú tekinn við. Hann stendur nú í ströngu við að þeytast um borgina til að kynnast réttum mönnum á rétt- um stöðum og sannfæra þá um trygg samskipti Bandaríkjanna og Kína. Eða eins og Richard M. Nixon orðaði það er hann gagnrýndi demókrata fyrir að vera of lina í garð kommúnismans: „Mesta velmegunarþjóð heims og fjöl- mennasta þjóð heims þurfa að vinna saman." (Heimild Obnerver). Stjórnvöld í Bandaríkjunum vinna nú að því af öllum mætti að bæta samskiptin við Kínverja. Samkvæmt upplýsingum embættismanna í Washington, sem beina sjónum sínum að Kína, hafa samskipti ríkjanna aldrei verið jafn slæm frá því áður en Nixon fór til Peking 1972. Asíðustu mánuðum hafa Kínverjar rift öllum menn- ingar- og íþróttatengslum við Bandaríkin og sakað Banda- ríkjamenn um hroka og synd- samlegt athæfi. Þetta spennuástand hefur komið sér sérstaklega illa fyrir repúblikana. í mörg ár eftir sig- ur Mao 1949 sökuðu þeir, sem eru hvað lengst til hægri í flokknum, demókrata um að hafa „tapað Kína“. Ronald Reag- an Bandaríkjaforseti er staðráð- inn í því að missa ekki Kína í annað sinn, þrátt fyrir tryggð sína við þjóðernissinna á Tai- wan. Taiwan er það sem mestri gremju veldur í samskiptum ríkjanna tveggja. „Taiwan er án efa erfiðasta málið varðandi samskipti Kína og Bandaríkj- anna,“ segir Thomas ONeill, talsmaður Hvíta hússins. Eftir heimsókn til Kína nýlega sagðu ONeill:„Ég gerði mér enga grein fyrir því að þeir litu svona al- varlegum augum á Taiwan.“ Það sem hefur valdið Kínverj- um gremju eru ítrekaðar yfirlýs- ingar Ronalds Reagans um „stjórnvöld í Taiwan". Stjórn- völd í Kína líta á yfirlýsingar sem þessa sem brot á fyrri yfir- lýsingum Bandaríkjamanna um að það sé aðeins eitt Kína. Vopnasölur Bandaríkjamanna til Taiwan á þessu ári hafa ekki síður orðið til að valda Kínverj- um gremju og reiði í garð stjórn- ar Reagans. „Við munum hætta þessari vopnasölu á næsta ári,“ segir Clement Zablocki, repú- blikani og formaður utanrikis- málanefndar þingsins. Enginn neitar því nema hægrisinnaðir öfgamenn í Tai- wan, að fyrr eða síðar verður Taiwan að nýju sameinað meg- inlandinu. Repúblikaninn Zabl- ocki segir tilboð stjórnvalda i Peking um hálfgildings-sjálf- stæði óraunhæft. Nixon fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem Kínverjar líta á sem gamlan vin, hvatti í Konald Keagan, núverandi Banda- ríkjaforseti, lælur sér annt um bætt samskipti Kínverja og Banda- ríkjamanna. ræðu í Washington fyrr í vik- unni til þess að stjórnvöld í Pek- ing og embættismenn f Tapei leystu mál sín á friðsamlegan hátt. Daginn áður en Nixon hélt ræðu sína, sagði embættismaður bandarískra stjórnvalda, að þau myndu „alls ekki mótmæla” því að Taiwan sameinaðist megin- landinu að nýju, og bætti því við að „í Taiwan væri fjöldi fólks sem horfði raunsæjum augum til framtíðarinnar." Skýrasta dæmið um samn- ingsvilja Bandaríkjanna kom síðan í síðastliðinni viku, þegar bandaríski verslunarmálaráð- herrann lofaði Kínverjum þvi að Bandaríkjamenn myndu losa um hömlur sem verið hafa á útflutn- ingi á tækniþekkingu. Fram til þessa hafa áhyggjur innan kerfisins vegna hugsan- legrar hernaðaríhlutunar hægt á útflutningi tölvubúnaðar til Kina þrátt fyrir tryggingar emb- ættismanna í Hvita húsinu. Þetta er, viðkvæmt mál fyrir bandarísk stjórnvöld. Þessar tafir eru einungis framkvæmda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.