Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 29 Viðtal á Víkurgötu Heimilisidnaðarfélagið 70 ára: Vaxandi áhugi og þátttaka — eftir Pétur Pétursson, þul í stuttum texta, er fylgdi mynd þeirri, er birtist af ungum smiðum á tröppum Barnaskólans í Reykja- vík, féll niður, af vangá minni, heiti á bók Kristjáns Albertsson- ar, er getið var í greininni. Skáld- saga Kristjáns kom út árið 1982 og heitir „Á meðan lífið yngist". Fáum dögum eftir að mynd Kristjáns og félaga hans birtist í Morgunblaðinu var greinarhöf- undur að fletta ritsafni því er geymir bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar. Þar er Kristján Albertssonar getið og spáð um framtíð hans. Skyggn eru skálda- augu, má segja. Stephan G. Steph- ansson segir í bréfi til Sigfúsar Blöndal bókavarðar, þá er hann rifjar upp heimsókn sína til ís- lands, er hann fór í boði Ung- mennafélaganna: „í bréfi mínu inu fyrra til þín, bað ég þig að bera kveðju mína pilti, sem ég vissi að var þarna í Höfn: Kristjáni Albertssyni. Reyndar má ég heita þessum unga manni ókunnugur, átti aðeins nokkurra augnablika viðtal við hann á „Víkur“-götu haustið 1917, rétt í því hann var að stíga á skip til Hafnar, en það settist einhvern veginn að mér, að í honum væri efni til listdómara, á sviði bók- mennta að minnsta kosti, og að hann væri þar á réttri en síður vinsælli leið, eins og þá stóð og stendur enn. Getur verið, að ég hafi gripið það út í loftið, viðkynn- ingin var svo stutt. Mér verður vanalega hvort tveggja í senn, að þykja vænt um og hálf-kenna I brjósti um unglinga, sem mér finnst þannig farið, slíka æfi sem þeir hljóta að eiga hjá okkur ís- lendingum, þó hlutfallslega séum við ekki öðrum þjóðum verri í því. Og kannske, eftir allt, eiga þeir fleiri farsældar-stundir en fjöld- inn, hver veit?“ Svo sem kunnugt er varð Kristj- án einn kunnasti listdómari á sviði bókmennta og mun hafa átt margar „farsældarstundir" í heimi lista. Sé skyggnst í hugarheim skálds- ins og bóndans kemur fram að um þessar sömu mundir dvelst hugur St.G.St. við íslensk málefni, virkj- un fossa og stóriðju, jafnframt al- þjóðamálum, afvopnun og fjár- hagsmálum. I bréfi til Jóns frá Sleðbrjót f janúarmánuði 1922 segir: „Ég trúi á rafmagn til heim- ilisnota, ekki á stóriðnað á íslandi — né reyndar neinsstaðar. Hann verður alls staðar ofmenning og þrælahald. Ég óska rafmagn á hvern sveitabæ, hverjum læk að gróðurmagna drög sín með því og held, að þá yrði gaman að lifa. Það var Gullbrá, sem var sök í Surtar- loga.“ I bréfi til Baldurs Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktsson- ar, segir Stephan G. í febrúarmán- uði 1922: „Almennar fréttir get ég engar til-tínt. Þær eru svo líkar um víða veröld. Mannfall og munaðarleysi, þar sem verst fer. Basl og barlóm- ur, þar sem allt lifir þó og lafir enn. Óáran og óánægja alls staðar, þar sem flestir renna blint, og sinn í hvern sjó, hversu við verði gert. En aldrei hefir almenningur hugsað út í heiminum slíkt sem nú. Það er eina morgunstjarnan. Sjálfur trúi ég á ekkert minna en gagngerða umsteypu í viðskiptum mannanna — byltingu, ef ekki fæst með betra móti. Verði ég til ráða kvaddur hlífist ég þó við henni. Bara afnema allan hernað og hans (ó)gögn, þvf meðan hann er til, ræður alþýðu-skynsemin éngu. — Strika yfir allar stríðs- skuldir, gamlar og nýjar. Alþýður heimsins geta aldrei unnið þær af sér, og af handafli þeirra eru þær teknar. — ógildi alla banka og peningabrask, sný þvf í þjóðeign. Það er iánstraustið á framleiðslu- von hverrar þjóðar, sem bankar og þessh. velta á. Einstaklingum gef- in sú allra-eign, til gróða. Margt annað myndi ég láta á eftir fylgja! Þér mun þykja ég eirrauðari en „í-rauður“, en ég verð að láta þig vita, hve heimskur ég er, og það þér til leiðinda." Enn í dag eru skoðanir skiptar um mál þau er Stephan G. Steph- ansson rökræddi í bréfum til vina sinna. Orð hans eiga erindi og halda gildi sínu. Pétur Pétursson, þulur. HeimilisiAnaðarfélag íslands var stofnaA 1913 og er því 70 ára á þessu ári. í tilefni afmælisins hyggst stjórn félagsins kynna starfsemi þess meA ýmsu móti í haust og fyrri part vetr- ar. FyrirhugaA er aA koma fyrir far- andsýningu meA íslenzkum heimilis- iAnaAi, sem sýnd verAur á nokkrum stöAum á landinu . Einnig er fyrir- huguA samkeppni um jólavarning og fleira er í athugun. Aðalfundur félagsins var 9. maí sl. á Rauðarárstíg 18 í Reykjavík. I skýrslu stjórnar kom fram að fé- lagatala hefur aukist á árinu og áhugi á heimilisiðnaði fer vax- andi. Helstu liðir í samstarfi HÍ eru: 1. Ársritið Hugur og hönd kom út í 17. sinn á árinu 1982. Upplagið er 6.500 eintök og birtar ýmis- konar uppskriftir og vandaðar greinar. 2. Heimilisiðnaðarskólinn er rek- inn að Laufásvegi 2 með styttri og lengri námskeiðum í ýmsum handmenntagreinum. Sóttu á sl. skólaári um 500 nemendur skólann á 60 námskeiðum. 3. Þá rekur félagið verzlunina ís- lenzkur heimilisiðnaður í Hafn- arstræti 3 og hefur á boðstólum fjölbreytt úrval af ullarvörum, heimilis- og listiðnaði og eykst framboðið með hverju ári. Auk þess er þar að fá útsaumsefni og ýmiskonar efni og áhöld til heimilisiðnaðar. 4. Félagið tekur þátt í samstarfi norrænu heimilisiðnaðarsam- takanna. Norrænt heimiliþing verður í sumar, en þau eru þriðja hvert ár. Stjórn félagsins skipa nú: Jak- obína Guðmundsdóttir, formaður, Ragna Þórhallsdóttir, varafor- maður, Soffía Jónsdóttir, gjald- keri, Guðbjörg Hannesdóttir, rit- ari, og meðstjórnendur Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristín Jónasdótt- ir og Stefán Örn Stefánsson, en í varastjórn Ester Helgadóttir, Borghildur Jósúadóttir og Bryndís Þorsteinsdóttir. 9} 19 á helgartílboói Selium um helgina nnikið magnafgarðrösumogfiolœr; um plöntum með 20 /o atsiæm. Yfir 40tegundir af garðrósum og yfir 50 tegundir affjölærum plöntum. Falleg blóm gleðja alla. Gróðurhústnu viö Sigtún, símar: 36770-86340 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Tökum aö okkur alls konar viögeröir og nýbyggingar Skiptum um glugga, hurðir, setj- um upp sóibekki, viögeröir á skólp og hitalögn, alhliöa viö- geröir á bööum og flísalögnum, vanir menn. Uppl. í sima 72273 og 46050. Málningarvinna — sprunguviögeröir Tökum aö okkur alla máln- ingarvinnu, úti og inni. Einnig sprunguviögeröir. Gerum föst tilboö ef óskaö er. Aðeins fag- menn vinna verkin. Uppl. í sima 84924 eftir kl. 19.00. Takiö eftirl Honeybee Pollen S. blómafrævl- ar, hin fullkomna fæöa. Sölu- staöur Eikjuvogur 26, sími 34206. Kem á vinnustaöi ef óskaö er. Siguröur Ólafsson. Krossinn Arsfundur safnaöarins veröur í dag, laugardag kl. 16.00 aö Alf- hólsvegi 32, Kópavogi. Almenn samkoma veröur i kvöld kl. 20.30. ÚTIVISTARFERÐIR Útivistarferöir Sunnud. 12. júní. Útiviatardagur fjölskyldunnar: a. Kl. 8.00 Oórsmörk. Verö 400 kr. og frítt f. börn. b. Kl. 10.30 Þríhnúkar — Gjáa- rélt — Pylsuveisla. Þrihnuka- gigurinn skoöaöur (120 m). Verö 200 kr. c. Kl. 13 Búrtellsgjá — Gjáarátt — Pylsuveisla. Lótt ganga f. alla fjölskylduna. Krakkar taklö pabba og mömmu meö. Þaö veröur sungiö og fariö i leiki. Verö 150 kr. (pylsugjald innifal- iö). Fritt f. börn m. fullorönum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Sjá- umst. Simsvari 14606. Helgin 16.—19. júnf. a. Skaftafell — Oræfi: Tjaldgist- ing. Gönguferöir. Fararstj. Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. b. Óræfajökull — Skaftafell: Fararstj Reynir Sigurösson. ör- fá sæti laus. c. Þórsmörk: Gist í Utivistarskal- anum. Gönguferöir. Sumarleyfisferö: Jónsmessa viö Djúp. Fuglaparadisin Æöey o.fl. 23.-26. júní. Uppl. og fars. á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. handmenntaskölinn 91 - 2 76 44 , f«« KTWWIWGAIIWIT SKðlMIS SEkT HUM | FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir sunnudag- inn 12. júní: 1. Kl. 09.00. Hafnarljall (844 m) — Hróartindur. Fararstjóri: Hjalti Kristgeirsson. 2. Kl. 09.00 Skarösheiðarveg- ur Gengiö frá Skorradal yfir i Svinadal gamla þjóölelö. Far- arstjóri: Eirikur Þormóösson. Verö kr. 400. 3. Kl. 13.00. Undirhlíðar í Reykjanesfólkvangi. Farar- stjóri: Baldur Sveinsson Verö kr. 150. Fariö frá Umferöarmiöstööinni, austanmegin Farmiöar viö bíl. Fritt fyrir börn i tylgd fulloröinna. Miövikudaginn 15. júní ki. 20.00 er siðasta skógræktarferöin í Heiömörk nú i sumar. Fritt fyrir þátttakendur. Ferðafélag Islands. $§.. Hjalpræðis- V, Kirkjustræti 2 ^í£*4f 8?^ 2/ I kvöld kl. 23.00 miðnætursam- koma. Unglingar frá Akureyri taka þátt. Sunnudagur 12. júni. Vinnudagur í Valabóli Upplysingar á skrifstofunni, Laufásveg 41, simi 24950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.