Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Forseti Alþjóða Olympíunefmlarinnar heimsækir Island Norrænt Ólympíuþing fer fram hér á íslandi um helgina. Ólympíunefndir allra Norðurland- anna eru komnar til landsins og munu þinga hér fram á mánudag. Verða mörg mál varðandi næstu Ólympíuleika rædd. Forseti Alþjóða Ólympíunefnd- arinnar, Spánverjinn Juan Anton- io Samaranch, kom í gær til landsins og mun hann sitja nor- ræna þingið. Juan Antonio Samaranch er átt- undi forseti Alþjóöa Ólympíu- nefndarinnar. Hann er fæddur 17. júlí 1920 í Barcelona á Spáni. Hann er kominn af miðstéttarfólki, er kvæntur og á tvö börn. Sem iönrekandi og forseti „Diputación" heimahéraös síns var upphaf aö frama hans til æöstu metoröa innan Ólympíuhreyfingar- innar. Hann var formaöur Spænska skautasamPandsins og aöalfararstjóri á Ólympíuleikana í Cortína 1956, í Róm 1960 og í Tokyo 1964. Áriö 1953 var hann valinn t spænsku Ólympíunefndina og var hann forseti hennar 1967 til 1971. Hann var valinn í Alþjóöa Ólympíunefndina 1966 og varö aö- alfundarritari nefndarinnar 1968. Óþreytandi elja hans og þrek voru fljótlega virkjuö til margpreytilegra verkefna og áriö 1970 varö hann stjórnarmaöur í framkvæmda- nefnd Alþjóöa Ólympíunefndarinn- ar. Hann var kosinn varaformaöur Alþjóöa Ólympíunefndarinnar 1974 til 1978. Þegar Spánn og USSR tóku upp stjórnmálasamband aö nýju 1977 var Juan Antonio Samaranch til- nefndur sendiherra í Moskvu. Hann tók þá aftur sæti sitt, sem aöalfundarritari Alþjóöa Ólympíu- nefndarinnar. Þegar hann var valinn forseti Al- pjóða Ólympiunefndarinnar í fyrstu umferö 16. júlí 1980 tók hann þar meö viö af Lord Killanin, sem lét af störfum þegar Ólympíueldurinn slokknaöi þriöja ágúst 1980. Undir forsæti Samaranchs hefur Alþjóöa Ólympíunefndin lagt höf- uðáherslu á hina ýmsu stjórnunar- pætti á alþjóöavettvangi sem sam- einar Ólympíufjölskylduna í eina heild. Samaranch hefur í störfum sínum reynt aö binda þessa þætti þéttar saman m.a. meö aukinni þátttöku kvenna og ríkjum þriöja heimsins í Ólympíuhreyfingunni og auknu framlagi Ólympíusamhjálp- arinnar. Þessi stefnumarkandi mál hafa veriö ofarlega á baugi hjá Samaranch forseta og komiö fram víöa í máli hans sem talsmanns ólympíuhugsjónarinnar. Hann hef- ur einsett sér aö heimsækja öll 154 meðlimaríki ólympíuhreyfingarinn- ar til þess aö koma þeim á fram- færi og hefur þegar gist meira en helming þeirra. ÍR-ingarnir sem urðu islandsmeistarar í 4x800 metra boöhlaupi (f.v.) Gunnar Birgisson, Gunnar Páll Jóakimsson, Þorvaldur Þórsson og Hafsteinn Óskarsson. Ljósmynd Ágúst Ásgeirsson. íslandsmet í sjöþraut HELGA Halldórsdóttir KR setti nýtt íslandsmet í sjöþraut kvenna í fyrsta hluta meistaramóts is- lands í frjálsíþróttum í Laugardal í vikunni, hlaut samtals 5027 stig, en gamla metiö átti Helga sjálf og var það 4991 stig. Árangur Helgu í einstökum greinum var sá að hún hljóp 100 metra grind á 14,1 sekúndu, stökk 1,56 í hástökki, varpaði kúlu 8,74 metra, hljóp 200 metra á 25,2 sekúndum, stökk 5,46 í lang- stökki, kastaði spjóti 22,62 metra og hljóp loks 800 metra á 2:18,3 mínútum. Aöeins tvær konur til viöbótar luku þrautinni, Valdís Hallgríms- dóttir er hlaut 4323 stig og Linda B. Loftsdóttir FH meö 3890 stig. Bryndís Hólm ÍR veitti Helgu lengst af haröa keppni en geröi öll stökk sín þrjú í langstökki ógild, og klár- aói ekk, þrautina. Á mótinu náöist góöur árangur í 4x800 metra hlaupi og var um hörkukeppni aö ræöa milli ÍR-inga og FH-inga allt þar til á síóustu metrunum. ÍR-ingar uröu is- landsmeistarar, hlupu á 7:56,2 mínútum en sveit FH á 7:59,5. Árangur þeggja sveitanna er góö- ur og íslandsmetiö skammt undan, en mjög óhagstætt var aó hlaupa og geta báóar því betur. í ÍR-sveitinni voru Gunnar Birg- isson, Hafsteinn Óskarsson, Þor- valdur Þórsson og Gunnar Páll Jóakimsson, en i FH-sveitinni Sig- uröur Pétur Sigmundsson, Viggó Þ. Þórisson, Siguröur Haraldsson og Magnús Haraldsson. islandsmeistari í tugþraut varö Stefán Þór Stefánsson ÍR, hlaut 6079 stig. Stefán var sá eini sem lauk keppni, hver keppandinn af öörum heltist úr lestinni eftir því sem á leió þrautina. Þá varö Súsanna Helgadóttir, kornung og efnileg hlaupakona úr FH, islandsmeistari í 3000 metra hlaupi, hljóp á 10:46,5 mínútum, önnur varð Hildur Björnsdóttir Ármanni á 10:48,5 og þriöja Guö- rún Eysteinsdóttir FH á 11:22,1 mín. Keppt var í nokkrum aukagrein- um á mótinu og má þar nefna góö- ar framfarir Helga Þórs Helgason- ar USAH í kúluvarpi, en hann varp- aöi 16,22 metra og er þaö tíunda bezta afrek íslendings frá upphafi. Þá var hörö og skemmtileg keppni í 100 metra hlaupi karla. Egill Eiðsson UÍA sigraöi á 10,7 sekúndum, annar varö Jóhann Jó- hannsson ÍR á 10,8 og Hjörtur Gíslason KR hlaut sama tíma. Ör- lítill meövindur var í hlaupinu, eöa 2,3 sekúndumetrar. — ágás. • Frá keppni í 10 kílómetra hlaupi á meistaramóti íslands. Fremstur fer Sigurður Pétur Sigmundsson FH, þá Gunnar Páll Jóakimsson ÍR, Stefán Friðgeirsson ÍR og Garðar Sigurðsson ÍR, 17 ára piltur sem er mikið langhlauparaefni. Ljósmynd Hafsteinn öskarsson. Góður tími hjá Sigurði Pétri í 10 km SIGURÐUR Pétur Sigmundsson langhlaupari úr FH varð ís- landemeistari í 10 km hlaupi á góðum tíma á Laugardalsvellin- um í vikunni. Hljóp hann á 31:38,6 mínútum, sem er hans næstbezti árangur, og að öllum líkindum meistaramótsmet. Árangur Sigurðar bendir til þess að hann sé í ágætri æfingu og eflaust mun hann bæta þenn- an tíma talsvert í keppnum sumarsins. Hans bazti árangur er 31:25,8 frá í fyrra, sem er þriðji bezti árangur Islendings frá upp- hafi, en íslandsmet Sigfúsar Jónssonar ÍR er 30:10 mín. Tveir næstu menn í hlaupinu, ÍR-ingarnir Steinar Friögeirsson og Garðar Sigurösson, náöu báöir sínum bezta árangri, og Garöar var skammt frá drengjametinu, en hann er á fyrra ári í þeim flokki og gæti því eflaust krækt i metiö. Ur- slitin uröu annars sem hér segir: 1. Siguröur Pétur Sigmundsson FH 31:38,6 2. Steinar Friögeirsson ÍR 33:53,8 3. Garöar Sigurósson ÍR 34:15,0 4. Stefán Friögeirsson IR 37:40,6 5. Ingvar Garöarsson HSK 37:47,6 6. Gunnar Páll Jóakimsson ÍR 38:46,6 Gunnar Páll hljóp meó Sigurði Pótri og leiddi hlaupiö fyrstu fjóra kílómetrana. — ágás. íþróttafólk fær styrki frá Olympíunefndinni Ólympíunefnd íslands hefur I æfinga og þátttöku í íþróttamót- styrkt eftirtalda íþróttamenn til | um erlendis. Ol-leikarnir: Allur kostnaður greiddur fyrir níu keppendur Reiknað er meö því aö Alþjóða- ólympíunefndin fái 256 milljónir Ferð á leik ÍA og KR Á sunnudaginn mun Akraborg- in veita helmingsafslátt á far- gjöldum í sambandi við leik Ak- urnesinga og KR og mun því kosta 220 kr. að fara báðar leiðir með Akraborginni og miði á leik- inn. Farið verður frá Reykjavík kl. 13 og til baka strax að leik lokn- um. I ráöi er aö hafa þennan hátt- inn á þegar Akurnesingar eiga heimaleik. dollara í tekjur af ólympíuleikun- um á næsta ári. Tekjur þessar koma meðal annars inn af aug- lýsingum og útsendingarrétti sem seldur er sjónvarpi. Þaö er athyglisvert aö nú í fyrsta sinn greiöir Alþjóöaólympiunefnd- in kostnað þátttakenda. Mun ís- land njóta góös af því og greiöir nefndin kostnaöinn fyrir níu kepp- endur, allar feröir svo og uppihald. Léttir þetta mjög á Ólympíunefnd Islands, því kostnaöur viö leikana er mjög mikill enda langt aö fara og feröir og Uþpihald er afar dýrt. — Þr. Óskar Jakobsson kr. 40.000,- Einar Vilhjálmsson kr. 40.000,- Þórdís Gísladóttir kr. 30.000,- Vésteinn Hafsteinss. kr. 30.000,- Þráinn Hafsteinsson kr. 30.000,- Oddur Sigurðsson kr. 30.000,- Þá hefur nefndin styrkt þau Þórdísi Gísladóttur, Vóstein Haf- steinsson og Þráin Hafsteinsson til þess aö taka þátt í tilraunaleikun- um í Los Angeles í þessum mán- uöi. Bjarni Friöriksson júdómeistari hefur veriö styrktur meö kr. 50.000,-. Skíöasamóand íslands hefur veriö styrkt með kr. 100.000,-, en þeir hafa ekki enn bent á líklega þátttakendur í Ólympíuleikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.