Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 13 Iðnskólanum í Reykjavík færð ljósastillingartæki Jóhann Ólafsson & co, einn af aðil- um bílgreinasambandsins hefur gefið Iðnskólanum í Reykjavík ljósastillingartæki. Með tilkomu þessa tækis sem er frá Hella verk- smiðjunum í Þýskalandi, batnar aðstaða til kennslu stiilingar í ljósabúnaði ökutækja, segir í frétt frá Iðnskólanum. Myndin er frá afhendingunni. FRAM — VÍÐIR Laugardalsvollur í dag kl. 17. Frá björgunarnámskeiðinu. Kennaranámskeið í skyndihjálp BJÖRGUNARSKÓLI Landssam bands hjálparsveita skáta stóð fyrir kennaranámskeiði í skyndihjálp dagana 25. maí til 5. júní. Á nám- skeiðinu var kennd bókleg og verk- leg skyndihjálp auk kennslutækni. Námskeiðið fór fram að Úlf- ljótsvatni og sóttu það 10 manns. Námskeiðinu, sem er hið fimta sinnar tegundar, er ætlað að þjálfa kennara í almennri skyndi- hjálp og aukinni skyndihjálp, en hin síðarnefnda er einkum ætluð félögum í björgunar- og hjálpar- sveitum. Þyrla Landhelgisgæslunar, TF- RÁN, var notuð við kennsluna. Innlendur vettvangur: Leiðrétting Línubrengl urðu í Innlendum vett- vangi Mbl. í gær („Sextugrrild krónu- töluhækkun — en kaupmáttarrýrn- un“), þar sem rakin er niðurstaða Þjóðhagsstofnunar á áhrifum efna- hagsaðgerða á kaupmátt launa 1983. Réttur er kaflinn þannig: „Það er meginniðurstaða í úttekt Þjóðhagsstofnunar að kaupmáttur verði að meðaltali 14% lakari 1983 en 1982, eftir efnahagsaðgerðirnar, en hefði versnað að óbreyttu um 11%. Aðgerðirnar sjálfar kosta því 3% rýrnun miðað við árið í heild. Á síðari hluta ársins valda aðgerðirn- ar 4% kaupmáttarrýrnun umfram „óbreytt ástand". Hinsvegar ná þær verðbólgustigi niður úr 134% í 82%, miðað við árið í heild, og verðbólgustigi september til des- ember nk. niður í 27%. f þessum samanburði er ekki haft í huga, hver áhrif það hefði haft á kjara- stöðu fólks almennt, ef óðaverð- bólgan hefði, óáreitt, fengið að loka fyrirtækjum og hrifsa atvinnuna úr höndum mikils fjölda manna. Mildandi aðgerðir eru: 1) sér- stakur persónuafsláttur af tekju- skatti verður kr. 1.440; 2) sérstakar barnabætur verða greiddar, kr. 3.000 á árinu fyrir hvert barn inn- an 7 ára; 3) bætur lífeyristrygginga hækka eins og laun um 8% 1. júní og 4% 1. október en jafnframt kemur sérstök 5% hækkun á tekju- tryggingu; 4) mæðralaun með einu barni verða tvöfölduð en hækka um 30% með börnum umfram eitt; 5) veitt er 150 m.kr. umfram fjárlagá- fé til Jöfnunar á hitunarkostnaði íbúðarhúsnæðis". í fréttabréfi ASÍ segir svo um ráðgerðar skattalækkanir: „Hjá hjónum með 1 barn undir 7 ára aldri lækka skattar um kr. 5.800 síðari hluta ársins; eigi hjónin tvö börn undir 7 ára verður lækkunin kr. 8.800. Hjá hjónum sem ekki eiga svo ung börn verður lækkunin kr. 2.800.“ VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! plotpttiMiiMfr Já þú last það rétt. Við seljum útlitsgallaða skápa á stórlækkuðu verði í dag kl. 10-16. Komið að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi og tryggið ykkur vandaðan skáp í geymsluna, bílskúrinn, sumarbústaðinn eða svefnherbergið. bað er vissara að mæta í fyrra lagi . . . þetta verður ekki endurtekið í bráð. AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMItXJUVEGI 9 KÓPAVCX3I SÍMI 43577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.