Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNf 1983 Að hafa lúmskt gaman af Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Big Nós Band Tvöfalt siðgædi. Gallerí Austurstræti Sannast sagna gerði ég mér ekki miklar vonir um merki- lega plötu þegar ég fékk Tvö- falt siðgæði Big Nós Bandsins í hendurnar. Reyndar hafði ekk- ert til sveitarinnar heyrst frá því á Melarokki í fyrrasumar og endurminningin um þá uppákomu var býsna langlíf þótt sjálf frammistaða sveit- arinnar gæfi ekki tilefni til slíks. Tvöfalt siðgæði er hins vegar um margt skondin plata, þótt sumt hefði betur mátt fara. Ótvíræður styrkur hennar liggur í því hversu „hrá“ hún er og þá um leið óvenjuleg í flesta staði. „Sándið" er stund- um dálítið tómlegt, en blessun- arlega laust við alla ofhleðslu. Hljóðfæraleikur er yfirleitt með ágætum og skringilegur söngur Péturs Stefánssonar, höfuðpaursins, gefur yfir- bragðinu sérstakan blæ. Margar hjálparhendur koma við sögu við gerð þessarar plötu. Hljóðfæraleikur er í höndum valinkunnra mannaá borð við Sigurð Karlsson, Björgvin Gíslason og Tryggva Hubner. Pétur Hjaltested stýrir upptöku og ferst það vel úr hendi. Auk þessara syngur Aðalheiður (ég man ekki hvers dóttir) í tveimur lögum, misvel þó, og Ella Magg, sem lagði miðborgina að fótum sér með „one-off“-tónleikum á Borg- inni fyrir tveimur árum, legg- ur til áhrifaríkar stunur í einu lagi og aggressíva röddun í öðru. Ekki má gleyma Stefáni í Möðrudal, sem leggur til tón- stigann í einu laga plötunnar. Lögin á Tvöföldu siðgæði flokkast flest hver undir hreint og klárt rokk. Af og til örlar á reggae-töktum eins og í laginu Get ekki hætt. Það er annars nokkuð þreytandi lag, sem og lokalag plötunnar. Það hefði alveg mátt missa sig og reyndar lokalag fyrri hliðar- innar líka, ef lag skyldi kalla. En það eru bjartar hliðar á þessari plötu líka, mikil ósköp, og það miklu meira áberandi en hinar. Mörg laganna eru býsna glúrin en eiga vart möguleika í vinsældaþáttum útvarpsins sakir framsetn- ingarinnar, þau eru ekki nógu hefluð til að fá náð fyrir eyr- um hins almenna hlustanda. Sem dæmi um lipur lög má nefna Gribbu, Fullnægðu mér, Steindór og þrjú lög sem eru snyrtilega tengd saman í eitt; Rythmann blús, íslenskt lag og Stop. Sérstaklega er vert að veita nettum bassatrommu- áslætti athygli í íslensku lagi. Annars er dæmi um skemmti- lega notkun óvenjulegs hljóð- færis í rokktónlist að finna í laginu Mér er sama séu menn spenntir fyrir slíkum pæling- um. Þar kreistir einhver Addi J. hljóma úr sellói og gerir það laglega. Sumir textanna á Tvöföldu siðgæði eru nokkuð góðir og hafa eitthvað að segja. Stund- um vantar þó á rökrétt sam- hengi á milli einstaktra hluta textanna, en hver segir að slíkt sé endilega forsenda söng- texta? Tvöfalt siðgæði er á engan hátt tímamótaplata í íslenskri popptónlist. Hún er heldur ekki plata, sem selst í stórum upplögum. Hún fær væntan- lega heldur ekki ýkja mikla spilun í útvarpi. Ég hef samt lúmskt gaman af henni. Ahættan mikla Kvíkmyndír ÓlafurM. Jóhannesson ÁHÆTTAN mikla Nafn á frummáli: High Risk. Handrit: Stewart Kaffill. Stjórnun: Stewart Raffill. Yfirframleiðslustjórn: John Daly. Sýnd í Bíóhöllinni. „James Brolin er einn af lag- legustu og karlmannlegustu leik- urum sem við sjáum á hvíta tjaldinu í dag, og sómir hann sér vel í hlutverki sínu sem Stone í hinni spennandi og ævintýraríku mynd „High Risk“. Þannig hefst kynningarpistill prógramms Bíóhallarinnar er gerir stuttlega grein fyrir framangreindri kvikmynd, efnisþráði og aðal- leikara. Ég hefi oft gaman af að líta yfir þessa pistla frá Bíóhöll- inni og sakna þess satt að segja hve upplýsingamiðlun sumra bíóhúsanna er af skornum skammti. Af hverju ekki að gefa út vönduð litprentuð prógrömm — svipað og Háskólabíó gerði á sínum tíma — þar sem stuttlega er gerð grein fyrir væntanlegum bíómyndum. Við kvikmyndagagnrýnendur reynum oftast að miðla smá upplýsingum í umsögnum en eðli starfs okkar vegna er okkur nú frekar ætlað að fella dóma en upplýsa söguþráð eða lýsa í smá- atriðum tæknilegri útfærslu. Prógrammþyrstum bíóáhuga- mönnum til huggunnar get ég þó upplýst að upplýsingastreymi á þessu sviði á eftir að aukast hér í blaðinu. Blaðamennska gerist nú sérhæfðari og fylgir þar í fótspor annarra atvinnugreina. Er ekki nema gott eitt um það að segja. Breyttir tímar krefjast nýrra verkhátta. Menn grípa ekki lengur í bílaviðgerðir útí bílskúr heldur renna bílnum gegnum tölvu sem á augabragði sér í hvernig ástandi hið flókna gangvirki er. En nóg um það, myndin „High Risk“ sem svo skemmtilega er kynnt í prógrammi Bíóhallar- innar gæti flokkast sem B-mynd. í tölvuveröld samtímans þýðir þetta að hún telst ekki fréttnæm en gæti samt sem áður skilað framleiðendum dálaglegum skildingi. Þar er nefnilega ekki aðeins að finna hinn snoppufríða James Brolin. Hinni öldnu hetju Ernest Borgnine bregður fyrir andartak er hann selur dóp fé- lögunum fjórum sem James Brolin leiðir að aðsetri dópsal- ans mikla Serrano í Colombiu í þeim tilgangi að ræna þar fé. Sjálfur James Coburn leikur James Brolin sem lýst er svo fng- urlega í prógramminu. Serrane dópsala. Verð ég að segja að bleik er brugðið. Coburn hefur ætíð staðið fyrir hugskots- sjónum mínum sem einn allra hressilegasti leikari sem um get- ur á hvíta tjaldinu. í þessari mynd er hann líkastur uppgjafa hóru sem hefir verið púðruð í bak og fyrir í þeim tilgangi að vekja upp glataðan æskuþokka. Anthony Quinn er hins vegar að mestu ótilhafður í myndinni enda sómir hann sér prýðilega sem gigtveikt gamalmenni í hlutverki Mariano skæruliðafor- ingja. Það er ósköp eðlilegt að leikarar eldist og veljist í ný hlutverk eftir því sem tíminn líður. Hitt er sorglegra en tárum Gullkletturinn molnar Gullkletturinn molnar Nafn á frummáli: Rocky III. Handrit og stjórn: Sylvester Stallone. Músik: Bill Conti Kvikmyndastjórn: Bill (’onti. Bardagaatriði: Ron Stein og Howard Jensen. Sýningarstaður: Tónahíó. ÉG MAN VEL þegar ég gekk út að lokinni sýningu á Rocky I að mér fannst heimurinn baðaður í björtu ljósi. Slík áhrif hafði sigur hins góða yfir hinu illa á sálarlífið. Boxarinn Rocky Balboa (Sylvester Stallone) hafði nefnilega barist með kyndilinn á lofti upp á topp- inn. Sama tilfinning greip mig einnigað lokinni sýningu Rocky III — en sú mynd fyllir þessa dagana sýningartjald Tónabíós. Mér fannst eins og ég hefði tekið þátt I að bera kyndilinn með Rocky upp á tindinn i þriðja sinn. Mér fannst ég standa í hringnum yfir illmenninu Apollo Creed sem fulltrúi hins góða í veröldinni. Þetta fannst mér — þó að Rocky Balboa sé í raun ekkert annað en framleiðsluvara menningar sem nærist á ofbeldi. Það hvarflaði ekki að mér fyrr en að lokinni sýningu myndarinnar að hetjan sé raunar ófær um annað en barsmíðar, að þess á milli dvelur hún í bleiklitu plastmusteri eða bíður út um borg og bí í límúsfnum sem undirsátar stýra. Samt hefði ég ekki getað svarið fyrir að ég stykki ekki inn í hringinn og berð- ist gegn fátæka svertingjanum Ap- ollo Creed við hlið gullkálfsins Rocky Balboa. Svo segja menn að kvikmyndir skipti ekki máli í veröldinni. Eg tel að þær móti lífssýn nútímamanns- ins að meira og minna leyti. En þær gera meira, því þær móta einnig persónuleika unglingsins og setja honum markmið að keppa að. Auðvitað vonar maður að sú menn- ingarheild sem umlykur mann sé þeirrar gerðar að þar þrífist mannskepnan best. En hvað þá um þær menningarheildir sem næra menn á gerólíku menningarefni, annarskonar kvikmyndum. Ég man eftir að ég sá eitt sinn rússn- eska mynd sem fjallaði um sama efni og Rocky I—III. Mér leið Fulltrúi hins góða í veröldinni? SKÁLHOLTSSKÓLI Hringdu í síma 91-15015 og fáðu upplýsingar um skólann. :1BR iimiiiiiinn TáÆTl — 11 T »■ iJUj j , , ÉSfe&i Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. júní. ALMENNT KJARNANÁM I i LEIÐTOGABRAUT Haust/vorönn MYNDMENNTABRAUT Haust/voröon Langt frá sínu besta Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson. I»eyr The Walk/Positive Affirmal- ions/Lunaire Gramm Eftir þögn frá því snemma fyrir jól, er platan Fourth Reich kom út, hefur verið hljótt um Þeysara. Þeir rjúfa nú þögnina með þriggja laga smáskífu með ofangreindum lögum. Þótt hér sé um verulegt aft- urhvarf að ræða frá Fourth Reich, enda lögin tekin upp fyrir meira en ári, er þetta á allan hátt áheyrilegra efni en þar var að finna. Tvö fyrsttöldu lögin eru bæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.