Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ1983 Sigríóur i fundi í ráóherranefnd Evrópuráðsins. Evrópuhöllinn í Strasbourg. Að tryggja vináttu- bönd Evrópuþjóða Með Sigríöi Á. Snævarr í Strasbourg Nú nýverið voru á ferð á íslandi fulltrúar Efnahagsbanda- lagsins og héldu þeir erindi á fróðlegri ráðstefnu. Vakti koma þeirra m.a. athygli á samstarfi Evrópuríkja og þeirri stað- reynd að ísland er ekki aöili að Efnahagsbandalaginu. ísland er hins vegar virkur þátttakandi í Evrópuráðinu og skal hér lítillega greint frá starfsemi Evrópuráðsins og aðiíd íslanr'- að því. Á þessu ári eru 40 ár liðin síðan Sir Winston Churchill, fv. forsæt- isráðherra Bretlands, gerði nauð- syn þess að stofna Evrópuráð að stríðinu loknu fyrst að umræðu- efni í útvarpsumræðu. Heims- styrjöldin síðari geisaði árið 1943 og Evrópa varð vígvöllur í annað sinn á öldinni. Hugmynd Church- ills var ekki ný. Stjórnmálamenn og heimspekingar höfðu áður imprað á sambandi Evrópuþjóð- anna, en ekki hafði orðið af því. Stofnun Sameinuðu þjóðanna var í undirbúningi. Stofnskrá þeirra var undirrituð í San Francisco ár- ið 1945. Churchill sá, að nauðsyn- legt var að koma á fót svipaðri stofnun í Evrópu, þar sem full- trúar þjóðanna gætu hist og skipst á skoðunum og þannig tryggt sam- band og vináttu Evrópuþjóðanna. í stríðslok var hafist handa við að framkvæma hugmynd Churchills. Um 700 manns frá 26 löndum sóttu ráðstefnu í Haag árið 1948 um stofnun Evrópuráðs, en sér- staklega þó Evrópuþings og mannréttindadómstóls. Árangur- inn varð sá, að 5. maí 1949 skrif- uðu 10 þjóðir, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, írland, Bretland, Frakk- land, Belgía, Holland, Luxemborg og Ítalía undir stofnskrá Evrópu- ráðsins og það tók til starfa í frönsku borginni Strassborg við ána Rín. fsland gerðist aðili að Evrópu- ráðinu árið 1950. Nú er 21 ríki að- ili, eða öll ríki Vestur-Evrópu nema Finnland og furstadæmið Mónakó. Starf Evrópuráðsins fer fram í ráðherranefnd, sem kemur saman tvisvar á ári, og ráðgjafa- þingi, sem kemur saman þrisvar á ári. Á þinginu eiga sæti 117 full- trúar þjóðþinga aðildarríkjanna. Þingið afgreiðir niðurstöður sínar sem tilmæli til ráðherranefndar- innar og hún tekur ákvarðanir í formi ályktana, tillagna og sam- ninga. Sameinuð nefnd tengir störf ráðherranefndarinnar og ráðgjafaþingsins. Aðalritari Evrópuráðsins tilkynnir aðildar- ríkjunum ályktanir ráðherra- nefndarinnar. Hann og 850 manna fast starfslið sjá um daglegan rekstur stofnunarinnar. Það má segja, að Evrópuráðið fjalli um flest milli himins og jarðar nema hermál. Stjórnmál, Sigríður Ásdís Snævarr á skrifstofu íslands í Evrópuráðinu. mannréttindamál, efnahags- og þjóðfélagsmál, menningar- og íþróttamál eru meðal málaflokka þess. Sérfræðinganefndir starfa innan hvers málaflokks og starfa íslenskir sérfræðingar í nefndum á öllum sviðum Evrópuráðsins. Komur íslendinga til Strassborg- ar eru því tíðar. Einn sólbjartan dag um mánaðamótin apríl-maí voru t.d. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. þingmaður, mættur á þingið, Páll Pálsson yfirdýralæknir og El- ín Flygenring Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri jafnréttisráðs, mætt á nefndarfundi sérfræðinga og Sigríður Ásdís Snævarr, sendi- ráðsritari í utanríkisráðuneytinu, mætt í stað ráðherra á fund ráð- herranefndarinnar og hitti blaða- maður hana að máli í Strassborg. Sigríður hefur starfað í utanrík- isþjónustunni síðan 1978. Hún var sendiráðsritari í sendiráði íslands í Moskvu, en hefur séð um málefni Evrópuráðsins i utanrfkisráðu- neytinu síðan í mars í fyrra. Starf hennar felst í að halda uppi lif- andi tengslum milli íslands og Evrópuráðsins, svara erindum sem er beint til utanríkisráðu- neytisins og gera grein fyrir hvað gerist í ráðinu. Hún ferðast til Strassborgar á allt að tveggja mánaða fresti og segir að þannig sé kostnaði íslands haldið niðri, mun dýrara væri að hafa fasta- fulltrúa staðsettan í Strassborg eins og flestar þjóðir gera. Ráðherrafundir utanríkisráð- herra eru haldnir tvisvar á ári, og vegna mikilla anna utanríkisráð- herra við fundarsetur og opinber- ar heimsóknir víða um lönd, kem- ur fyrir að þeir senda diplómat- íska fulltrúa á fundi þeirra í sinn stað. Þennan dag sem blaðamann bar að garði í Strassborg, sat Sig- ríður Snævarr einmitt ráðherra- fund fyrir ólaf Jóhannesson utan- ríkisráðherra. Það vakti athygli þegar Sigríður settist í ráð- herrastólinn, yngsti fulltrúinn á ráðherrafundinum. „Hve lengi hafið þér verið í pólitík? spurði ráðherra íra, sem sæti á við hlið íslands og hélt hér kominn starfs- bróðir eða -systir. Hún áttaði sig ekki á spurningunni fyrst í stað, en var svo fljót að leiðrétta mis- skilninginn. Tillögur ráðgjafaþingsins eru ræddar á fundum ráðherranefnd- arinnar og formaður hennar og aðalritari Evrópuráðsins leggja fram skýrslur. Formenn EFTA og Efnahagsbandalags Evrópu leggja einnig fram skýrslur stofnana sinna. Sigríður sagði, að Evrópu- ráðið væri orðið að einskonar brú á milli þjóðanna í þessum við- skipta- og efnahagsbandalögum. Af aðildarríkjum Evrópuráðsins eru 11 í EFTA og 10 í Efnahags- bandalaginu. Hún kvað það mjög gagnlegt að heyra skýrslu um störf Efnahagsbandalagsins og ýmislegt fróðlegt um hið pólitíska samstarf á sviði utanríkismála sem mjög hefur aukist að undan- förnu. Samband Evrópuráðsins og Efnahagsbandalagsins hefur lengi verið til athugunar. Aðildarríki og tilgangur stofnananna eru að mörgu leyti hin sömu og hætt er við tvíverknaði. Sigríður sagði, að á mörgum þeim sviðum sem stofn- anirnar ættu sameiginleg, hefði Efnahgsbandalaginu á margan hátt tekist betur um framkvæmd. Þakkaði hún það fæð aðildarríkj- anna í upphafi og nálægð þeirra. Það er auðveldara að ná sam- komulagi þegar 6 og síðan 10 sitja saman við borð en þegar 21 eru samankomnir allt frá íslandi til Tyrklands. f stofnskrá Evrópuráðsins segir, að það sé stofnað í þeim tilgangi „að binda fastari böndum þau Evrópuríki, sem hafa svipaðar hugsjónir, í því skyni að varðveita og koma betur í framkvæmd þess- um hugsjónum og til þess að efla framfarir á sviði efnahags- og fé- lagsmála". Evrópuráðið hefur í reynd látið efnahagsmál að mestu afskiptalaus, en meira látið að sér kveða á sviði mannréttinda-, fé- lags- og menningarmála. Líkur eru á að Efnahagsbandalagið muni hafa meiri afskipti af menn- ingarmálum í framtíðinni og óttast margir að þannig verði enn gengið á mikilvægi og áhrifasvið Evrópuráðsins. Austurríkismenn og Svisslendingar óttast þetta sér- staklega. Evrópuráðið er mikil- vægari vettvangur fyrir þá en flestar aðrar þjóðir. Hlutleysi þeirra kemur í veg fyrir að þeir sæki jafn marga fundi og aðrir Evrópumenn og eigi sæti í jafn mörgum nefndum og ráðum. Sig- ríður sagði, að Evrópuráðið væri t.d. ekki jafn mikilvægt fyrir ís- lendinga og þessar þjóðir, þar sem við sækjum fundi í Norðurlanda- ráði, NATO, Sameinuðu þjóðun- um, OECD, GATT, EFTA og á Vinir eða óvinir — eftir Einar Þ. Guðjohnsen Önnur ritstjórnargrein Mbl. 7. júní sl. gerir erlenda ferðamenn að umræðuefni og ofbýður grein- arhöfundi viðbrögð „náttúru- verndarmanna", sem ég set hér viljandi í gæsalappir. Nokkur undanfarin ár hefur hópur „náttúruverndarmanna" verið hávær. Þeir hafa fundið ferðamönnum allt til foráttu, og þá einkum útlendingum. Allt, sem aflaga hefur farið til fjalla, er út- lendingum að kenna. Allur þessi hávaði hefur gengið svo langt, að þar virðist um hreint útlendinga- hatur að ræða. Þessi viðbrögð gegn útlending- um eru furðuleg þegar það er haft í huga, að öll fjárhagsleg afkoma þjóðarinnar er háð útlendingum. Þeir eru kaupendur afurða okkar og þjónustu, þar með talið ferða- mannaþjónustu. Við getum engan veginn umlukið okkur Kínamúr, járntjaldi eða bambustjaldi og lif- að ein og óháð af landsins gæðum. Þetta vita þessir „náttúruvernd- armenn“, sem sjálfir fara það, sem þeir vilja, þegar þeir vilja. „Feröamannaþjónusta er þegar orðin mikil- vægur þáttur í afkomu landsmanna, en hún gæti orðið miklu stærri þáttur, ef rétt væri á málum haldið. — ... h á v a ð i „náttúru- verndarmanna“ hefur haft áhrif á stjórnvöld, og því hafa þessar fjandsamlegu reglur verið settar til höfuðs erlendum ferðamönn- um.“ Ferðamannaþjónusta er þegar orðin mikilvægur þáttur í afkomu landsmanna, en hún gæti orðið miklu stærri þáttur, ef rétt er á málum haldið. Allar þjóðir heims leggja á það höfðuáherzl.u að laða til sín ferðamenn, helzt þá, sem vilja búa vel og geta greitt fyrir sig. Straumar ferðamanna landa á milli hefur stóraukizt undanfarin ár, en hér er kyrrstaða. Hvers vegna? Kannski er orsökin að einhverju leyti hávaðinn í þessum „náttúru- verndarmönnum", sem sumir hverjir gegna embættum og hafa titla, svo að á þá er hlustað. Þeir tala um viðkvæma náttúru, sem þoli enga ágengni, svo að fara þurfi varlega og jafnvel loka svæðum og banna umferð. Engar vísindalegar rannsóknir eru til um áhrif ferðamanna á náttúruna, að- eins skoðanir fólks með sál, sem menguð er af útlendingahatri. Þessi sálarmengun er lítt skiljan- leg, en einhvern veginn finnst mér hún vera angi af enn stærri sálar- mengun, vinstrimengun. Einu vísindalegu rannsóknirnar á gróðri landsins og ágangi eru rannsóknir Ingva Þorsteinssonar á beitarþoli landsins. Framangreindur hávaði „nátt- úruverndarmanna" hefur haft áhrif á stjórnvöld, og því hafa þessar fjandsamlegu reglur verið settar til höfuðs erlendum ferða- mönnum. í reglugerð nr. 175 frá 25. marz 1983 er ferðamálaráði falið víðtækt og kostnaðarsamt eftirlit, jafnvei að samþykkja leið- Einar Þ. Guðjohnsen sögumenn erlendra hópa eða hafna þeim. Samkvæmt reglu- gerðinni geta erlendir ferðahópar ráðið sér íslenzka leiðsögumenn beint til þess að öðlast náð fyrir augum stjórnvalda. Hér er gengið framhjá íslenzkum ferðaskrifstof- um, sem greitt hafa stórfé í ríkis- sjóð og sett háar en lítt skiljanleg- ar tryggingar. Leiðsögumenn geta gerzt skipuleggjendur ferða út- lendinga án milligöngu ferðaskrif- stofa, sem til slíkra hluta hafa nánast einkarétt lögum sam- kvæmt. Gauragangurinn er afleiðing af hávaðanum í „náttúruverndar- mönnum" og þessari óheppilegu reglugerð. Hingað vilja koma erlendir rall- menn og aka síðsumars um nokkra hálendisvegi eða slóðir. Það vill til, að ég fékk að sjá regl- urnar um þetta rall og talaði við franska höfuðpaurinn. í ljós kom, að reglurnar eru mjög strangar, aldrei má aka utan vega eða slóða og eindregið er óskað eftir eftirliti Náttúrverndarráðs, því að kostnað- arlausu. En Náttúruverndarráð sagði nei (formaðurinn) að óathug- uðu máli, því að það var fyrirfram ákveðið án rannsókna, að landið þyldi ekkert. Og þá upphófst háv- aðinn. Landverðir sögðu nei, leið- sögumenn sögðu nei, ráðuneytin sögðu nei og Ferðafélagið sagði nei. Þetta var eins og hjá litlu gulu hænunni, að enginn vildi sá fræ- inu. Og hver hefði, eða kannski enn- þá, verður uppskeran af fræinu? Miklar gjaldeyristekjur og miklar auglýsingar erlendis um land og þjóð, ekki aðeins bílarall, sem í mínum augum er nánast aukaat- riði. Þessar auglýsingar gætu leitt til annarra og meiri tekna af ferðamönnum í framtíðinni, og kannski leita ýmsir eftir íslenzk- um afurðum á markaðinum, því að ísland er jú fallegt land og þar kú búa menningarfólk. Allt er undir okkar stjórn og eftirliti. Aðeins einfeldningar hafna slíku boði, eða menn með mengaða sál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.