Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 fH*vgtmÞIitfrUt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Ráðherra á réttri leið Fagna ber yfirlýsingum AI- berts Guðmundssonar, fjár- málaráðherra, þess efnis, að hann stefni að því að losa ríkið úr ýmiss konar starfsemi, sem það hefur nú með höndum, og betur væri komin í einkarekstri. Það er fráleitt að ríkið sé að vafstra í atvinnustarfsemi, yfir- leitt á kostnað skattborgara, þar sem fyrir er þjónusta og sam- keppni af hálfu einkaaðila, hlutafélaga og samvinnufélaga. Raunar eiga skattborgarar kröfu á því að opinberlega sé birt tæm- andi skrá yfir ríkisrekna at- vinnustarfsemi hvers konar, rekstrarlega útkomu og hvað hver slík stofnun kostar almenn- ing í meðgjöf eða tapi. Sem dæmi um ríkisrekið fyrir- tæki á starfsvettvangi þar sem þjónusta og samkeppni er næg fyrir má nefna Ferðaskrifstofu ríkisins. Ekki verður séð að það skerði á einn eða neinn hátt þjónustu við almenning, þó hún yrði lögð niður. Það er og fráleitt að leggja opinberum stofnunum, sem koma meira en lítið við sögu utanferða, þá kvöð á herðar, að skipta við ríkisrekna ferða- skrifstofu. Skattborgararnir, sem endanlega borga brúsann, gera þá skýlausu kröfu, að þeir sem bjóða bezt kjörin, hér sem annars staðar, hljóti viðskiptin. Einkareksturinn skilar síðan hluta veltunnar aftur í sköttum til ríkis og sveitarfélaga. í þessu sambandi verður ekki komizt hjá að minna á skýlaus Iagaákvæði (lög nr. 63/1970) um skipan opinberra framkvæmda, sem kveða á um þá meginreglu, að verk á vegum hins opinbera verði boðin út. Töluvert skortir á að þessa meginreglu hjá ýmsum opinberum stofnunum, s.s. Hafnamálastofnun, Flugmála- stjórn og Vegagerð ríkisins. Stór- aukin útboð á opinberum fram- kvæmdutn myndu ekki aðeins spara skattborgurum fjármuni. Samkeppni leiðir hvarvetna til tækninýjunga, framþróunar og grósku í atvinnulífi. Verktakar skila og hluta kostnaðar til baka í sköttum. Það er og mjög umdeilanlegt, hvort og hvenær á að hætta fjár- munum skattborgara í eignarað- ild ríkisins í áhætturekstri. Þeir aðilar höfðu tvímælalaust rétt fyrir sér, sem héldu því fram á sínum tíma, að við ættum ekki að eiga hluta í járnblendiverksmið- junni á Grundartanga, a.m.k. ekki fyrst í stað meðan hún væri að festa rætur og komast yfir byrjunarörðugleika, heldur taka okkar á þurru í orkuverði og sköttum. Verksmiðjan hefur tap- að stórfé sl. tvö ár, sem að mestu leyti liggur í verðlægð fram- leiðslunnar. Hún greiðir þó jafn lágt orkuverð og álverið og áburðarverksmiðjan — og óhjá- kvæmilegt er að hækka það veru- lega hjá þessum aðilum öllum. Grundartangaverksmiðjan kem- ur sterklega inn í það stefnumið hins nýja fjármálaráðherra að selja hlutafjáreign ríkisins í ein- stökum fyrirtækjum. Stefna okkar í stóriðnaðarmálum á að vera sú á líðandi stund, að fleyta rjómann ofan af á þessum vett- vangi, en láta erlenda fjár- magnshafa um áhættuna. — Norðmenn byggðu upp stóriðnað sinn með erlendu áhættufé, en hann komst hægt og sígandi í norskar hendur á löngu aðlög- unartímabili. Það er tvímælalaust rétt stefna hjá fjármálaráðherra að losa ríkið út úr atvinnurekstri þar sem næg þjónusta og sam- keppni eru til staðar. Ríkið á raunar alls ekki að standa í at- vinnustarfsemi sem einkaaðilar vilja og geta annast. Það er ekki síður lofsvert að fjármálaráð- herra boðar afnám sérstaks gjalds á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði. Það — og lækkun tekjuskatta 1983 — er byrjunin á því að standa við fyrirheit Sjálfstæðisflokksins um afnám skattauka, sem til urðu í tíð tveggja vinstri stjórna 1978-1983. Ríkisstjórnin hefur vissulega bundið almenningi þunga bagga með efnahagsráðstöfunum sín- um, sem eru réttvísandi. Og það er nokkuð á sig leggjandi til að ná niður verðbólgu, skapa stöð- ugleika í efnahagslífi, fyrir- byggja stöðvun undirstöðuat- vinnuvega og koma í veg fyrir annars viðblasandi atvinnuleysi. En heimilin í landinu eiga ekki að bera kaupverð efnahagsbat- ans ein. Þar þarf meira að koma til. Sú ól, sem almenningi er gert að þrengja, verður einnig að spanna ríkisbúskapinn. Það er stytzta og öruggasta leið ríkis- stjórnarinnar að trúnaði og stuð- ningi hins breiða fjölda í landinu að taka rösklega til höndum við aðhald, hagræðingu og sparnað á þeim vettvangi. Fjármála- ráðherra hefur þegar brett upp ermar í sínu ráðuneyti. Vonandi fær hann lifandi og samvirkan stuðning meðráðherra sinna. Þá mun ekki eftir liggja hlutur fólksins í landinu. Kosninííarnar í Bretlandi Sinn F þingsæ Lundúnum, 10. júní. Frá Magnúsi Sigurðssyni, * ÞAÐ hcfur vakið mikla athygli í bresku þingkosningunum, að Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveld- ishersins, vann þingsæti í Belfast á Norður-írlandi. Það var Gerry Adams, varaformaður Sinn Fein, sem var þar að verki og tókst honum að fella Gerry Fitt, sem verið hafði óháður þingmaður fyrir kjördæmið og beitt sér mjög fyrir friðsamlegri samvinnu kaþólskra og mótmælenda á Norður- írlandi og verið eindreginn andstæð- ingur þess ofbeldis er þar hefur ríkt. Roy Jenkins, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins. Banda að br ji London, 10. júní, Al'. BANDALAG frjálslyndra og jafnað- armanna vann fjórðung greiddra at- kvæða en aðeins slæðing þingsæta í kosningunum á fimmmtudag. Banda- laginu mistókst því að „breyta farvegi brezkra stjórnmála", en það var til- gangur framboðsins. Svo virðist sem mikilvægustu af- leiðingar framboðsins hafi verið auk- inn vegur Frjálslynda flokksins á kostnað Verkamannaflokksins, sem Úrslit víða I Washinnlon, l'arís, 10. júní. AP. RKAGAN Bandaríkjaforseti óskaði í forsætisráðherra Bretlands, til hamingj spurði því næst í glettni: „Ef til kæmi a framtíðinni, hvað myndirðu segja um ai Eftir að hafa flutt Thatcher hamingjuóskir sagðist Reagan hlakka til „áframhaldandi náins samstarfs Bandaríkjanna og Bretlands." Töluðust leiðtogarnir við símleiðis í u.þ.b. þrjár mínút- ur. Evrópuleiðtogar tóku yfirleitt vel fréttunum af sigri frúarinnar. Helmut Kohl, kanzlari Vestur- Þýzkalands, sendi Thatcher sím- skeyti og sagði að sigurinn mætti þakka „persónulegri framgöngu hennar sjálfrar, viljafestu, hug- rekki og hreinskilni." Forsætis- ráðherra Ítalíu, Giovanni Spadol- ini, formaður Lýðveldisflokksins, sagði að vinstri vængnum í Verka- mannaflokknum hefði verið refsað fyrir „draumhygli" í bæði innan- og utanríkismálum. Engar yfirlýs- ingar hafa enn borizt frá Mitterr- and, forseta Frakklands, varðandi kosningarnar, en að sögn tals- Michael Foot, leiðtogi Verkamannaflokksins, eftir ósigurinn, þreytulegur að sjá. Hann sigraði í kjördæmi sínu í Ebbe Vale þótt flokkurinn tapaði á landsvísu. Foot fataðist að hemja öfgaöflin London, 10. júní. AI'. TALIÐ ER að innanflokkskrytur og aukin róttækni vinstrisinna á síðustu árum hafi kostað Verkamannaflokkinn mikið í kosningunum. Flokkurinn féll úr 36,9 prósentum atkvæða 1979 í 29 prósent nú og er þetta versta útkoma hans í þingkosningum síðan hann tók við af Frjálslynda flokknum sem stærsti flokkur- inn á vinstri væng brezkra stjórnmála, 1922. Áður en Falklandseyjastríðið rak á fjörur íhaldsflokksins í fyrra leit út fyrir að Margaret Thatcher stæði höllum fæti vegna gífurlegs atvinnuleysis sem náð hafði hámarki síðan á fjórða ára- tugnum, 13,8 prósent. Auk atvinnuleysisins átti iðnaður í kröggum, fleiri fyrirtæki voru gjaldþrota en nokkru sinni og skattar höfðu komið harkalega niður á mörgum sem börðust í bökkum. Búast hefði því mátt við rífandi uppskeru hjá Verka- mannaflokknum, en reyndin varð önnur. Svo virðist sem fjöldi atvinnulausra hafi snúið baki við flokknum. Verkamannaflokkurinn var stofnaður á árinu 1900 af foringj- um verkalýðsfélaga og leysti hann Frjálslynda flokkinn af hólmi á þriðja áratugnum sem helzti and- stæðingur íhaldsflokksins. Á ár- inu 1945 bar flokkurinn sigurorð af ríkisstjórn Winston Churchill og kom á fót velferðarríki í Bret- landi. Hefur Verkamannaflokkur- inn haft betur en íhaldsflokkurinn í fimm kosningum af ellefu síðan 1945. Eftir sigur Thatchers í kosning- unum 1979 hefur Verkamanna- flokkurinn stigið krappan dans. Veldur ekki sízt að fyrrverandi orkumálaráðherra flokksins, Tony Benn, lét til skarar skríða við hófsamari leiðtoga flokksins eftir ósigurinn og krafðist þess að tekin væri upp óblönduð sameignar- hyggja. Var blásið til gagnsóknar í fyrra með því að reka fimm Trotskyista úr flokknum, en margir telja að aðgerðirnar hafi komið um seinan. Höfðu róttækl- ingarnir m.a. krafizt þess að tvö hundruð stærstu einkafyrirtæki Bretlands yrðu þjóðnýtt og þeim stjórnað af verkalýðnum, að brezki einvaldurinn yrði afnuminn og að Bretar segðu sig úr Atl- antshafsbandalaginu. Þó er ekki svo að vandamál Verkamannaflokksins séu sprottin af vinstritilhneigingum einum saman. „Osættisveturinn" svonefndi, 1978—79, er víðtæk verkföll sviptu stoðunum undan stjórn Callaghans, gerði mörgum ljóst að leiðtogar flokksins myndu e.t.v. aldrei samþýðast verkalýðs- félögunum stóru með sameignar- sinna að bakhjarli. Þjóðfélagsbreytingar hafa einn- ig grafið undan hefðbundnu fylgi Verkamannaflokksins. Fleiri Bretar teljast nú til miðstéttar en á síðasta áratug og er eftirtekt- arvert að hlutfall faglærðra verkamanna í brezku atvinnulífi hefur aukizt til muna. Formannskjör Michael Foots í nóvember 1980 endurspeglar mis- klíð í flokknum. Foot, sem er menntamaður og hvatamaður af- vopnunar, var málamiðlunarfram- bjóðandi í starfið og hefur honum sýnilega mistekizt að reisa skorð- ur við ágangi vinstri róttæklinga. „Þeir dæmdu flokkinn til að leysa úr engu og fara hvergi," segir brezki fréttaskýrandinn Peter Jenkins. Úrslitin í Bretlandi LOKATÖLUR úr brezku þingkosningunum. Kosið var um 650 þingsæti í Neðri málstofunni, en þau voru 635 áður. Flokkur íhaldsflokkur Verkamannaflokkur Jafnaðarmenn/Frjálslyndir Aðrir flokkar Auð sæti Meirihluti íhaldsmanna: 144 þingsæti (35 í lok síðasta þings). I>ing8cti (SfOut) 397 334 209 239 23 42 (27 liðhlaupar SDP) 21 18 Hlutfallslegt fylgi flokkanna íhaldsflokkur 42,4 (43,9% 1979) Verkamannaflokkur 27,6 (36,9) Jafnaðarmenn/Frjálslyndir 25,3 (13,8) Aðrir flokkar 4.7 ( 5.4) Fylgisaukning íhaldsflokks á sókn: 72,7% (76,0). kostnað Verkamannaflokks: 3,9%. Kjör-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.