Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JtJNÍ 1983 17 25 þúsund manns í sæti, — og þar hefjast sýningar á því að gestir kveikja á kertum í kvöldrökkrinu, sem kunnugir segja einkar eftir- minnilega stund. Holland — Belgía — V-Þýzkaland í stað þess að taka stefnuna á París frá London hefði líka mátt bregða sér til Hollands og Belgíu áður en lengra væri haldið. Þar verður margt góðra gesta í sumar, þar á meðal sópransöngkonan Kiri Te Kanawa, Grumiaux-kvartett- inn, píanóleikarinn Alfred Brend- el og flautuleikarinn Jean Pierre Rampal. í Briissel á að flytja óper- ur eftir Rossini og Janacek og Hollendingar leggja sérstaka áherzlu á japanska músík í sumar, auk annarra verkefna. Brahms verður auðvitað hátt skrifaður, ópera Zimmermanns „Hermenn- irnir" verður sýnd og í haust (20.sept—15. okt.) verður flutt rússnesk músík; Mussorgsky, Scri- abin og Matiushin. { Vestur-Þýzkalandi er mikið um að vera að venju og skal þá fyrst frægar telja óperuhátíðirnar í Bayreuth þar sem í ár verður ný uppfærsla á Niflungahringnum undir stjórn Georgs Soltis, auk Meistarasöngvaranna, Tristans og Parsifals, — og í Miinchen, þar sem fjöldi ópera er á skrá; Mozart, Puccini, Purcell, Monteverdi, Strauss og Wagner. Auk þessara eru fjölmargar minni hátíðir svo sem Mozart-hátíðin í Wiirzburg 9.-27. júní og Bach-hátíðin í Ans- bach, þar sem leikið er á gömul hljóðfæri í höllum og kirkjum frá tíma Bachs. Spánn — Nordurlönd Til Spánar er margt fleira að sækja en sól og baðstrendur. Þar verður Granada-tónlistarhátíðin 20. júní—7. júlí, þar sem Teresa Berg- anza verður meðal gesta, og síðan tekur við hátíð 11. júlí—31. ágúst í strandbænum Santander og verða þar meðal annarra Alicia de Larr- ocha, ítalska kammersveitin I Musici og hljómsveitin Academy of St. Martins in the Fields. Og um þessar mundir er ítalska óperan í heimsókn í Madrid. Loks skulum við taka stórstökk beint úr Spánarsólinni norður í Skandinavíu. Þar er líka margt um að vera en því miður rétt lokið hátíðinni í Bergen. Þar hefur verið margt skemmtilegt að heyra svo sem Sálumessu Brahms, píanóleik- arana Ashkenazy og Mörthu Arg- erich, Gideon Kramer fiðluleikara, sellóleikarann Yo-Yo Ma og ensku kammersveitina. í Danmörku er tónlistarhátíð 2. júlí—12. ágúst og fjöldi góðra gesta kemur líka fram á tónleikum í Tívolí í allt sumar. Upptalninguna skulum við svo enda á óperuhátíðinni í Savon- linna-kastalanum í Finnlandi, 2.-24. júlí, þar sem í sumar á að flytja Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner, Töfraflautu Mozarts, Don Carlo Verdis og óperu eftir Auli Sallinen sem finnska óperan var með á Metropolitan í New York nú í vor. Hér hefur verið stiklað á fáein- um stórum steinum í því tónaflóði sem fer um Evrópu í sumar, — ef verða mætti einhverjum til ábend- ingar, en nánari upplýsingar er auðvitað að fá hjá ferðaskifstofum hvarvetna og í blöðunum á hverj- um stað. Oft er erfitt að fá að- göngumiða á hátíðirnar án þess að panta með fyrirvara, en þess skyldu menn líka minnast að oft falla úr pantanir á síðustu stundu ef einhverjir vilja losna við miða sína og aldrei er að vita nema maður detti óvænt í lukkupottinn. Góða skemmtun í sumarleyfinu. Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja: 150 þús. kr. gjöf til fé- lags- og menningarmála AÐALFIJNDUR Kaupfélags Suður- nesja var haldinn í Safnaðarheimil- inu í Innri-Njarðvík laugardaginn 14. maí kl. 13.30 e.h. Formaður félagsstjórnar, Sigfús Kristjánsson, setti fundinn og flutti skýrslu félagsstjórnar. Fundarstjórar voru Sigmar Inga- son og Ólafur Gunnlaugsson. Hjörtur Hjartar var gestur fundarins og flutti hann ávarp um stöðu og starfsemi Samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi. Samþykktar voru gjafir til fé- lags- og menningarmála til eftir- talinna aðila: í orgelsjóð Útskála- kirkju kr. 20.000, til körfu- knattleiksdeildar ÍBK kr. 20.000, til safnaðarheimilisins í Grinda- vík kr. 20.000, til Golfklúbbs Suð- urnesja vegna húsbyggingar kr. 40.000 og til Starfsmannafélags KSK kr. 75.000. Kosnir voru 9 fulltrúar á aðal- fundi Sambandsins. Úr fréttatilkynningu. NIAN RENAULT BILL FRAMTIÐARINNAR Renault 9 var valinn bíll ársins 1982 í Evrópu og bíll ársins 1983 í U.S.A. Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það mál lengi til að finna svarið. . . - Renault 9 er bíllinn fyrir þig. Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bila- blaða til að velja rétt. Besta trygging sem þú getur fengið fyrir vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu á tímum sparnaðar. Gerd Vél Eyðsla Verd R9TC 48 din 5,41 259.000 R9GTL 60 din 5,41 283.000 R9GTS 72 din 5,41 301.000 R 9 Autom. 68 din 6,31 300.000 Gangi í júní '83.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.