Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ1983 3o-^S>‘r þú ^orium ,eé>d- S.OQb'\r pú honutV ekrkri,a& ég \jée-r\ Homo sapiens ?" ást er.... ... að kela svolítið við hana. Með morgimkaffinu Nei, þetta eru ekki buxur heldur datt ég ofan í málningardós! Hefur borgarstjórinn ekki misskil- ið að gefa boltann upp? HÖGNI HREKKVISI 3-4 1983 McNíukM Syndicat*. Inc „ £6 óttastað foölarnir v/e/ee/ vfir sig HRJFMIR!" „En nú er svo komið að hjartaþræðingartæki, það eina sem til er, og staðsett er á Landspítalanum, er svo úr sér gengið, að skjótra úrbóta er þörf, ef ekki á verr að fara, vegna þess mikla fjölda, sem býður hjálpar." Kaup á nýju hjartaþræðingartæki: Skora á alla sem til þekkja að hefja söfnun til styrktar þessu máli Björn Halldórsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Vinsam- lega ljáðu þessum línum rými í dálkum þínum. Pistli þessum er fyrst og fremst ætlað að vera ríkisvaldinu til um- fjöllunar, svo og hinum fjölmörgu, sem hlut eiga að máli. Eins og alþjóð er kunnugt hefur einn skæðasti sjúkdómur allra tíma herjað hér í tugi ára, og vald- ið ómælanlegum skaða fyrir land og þjóð, eins og annars staðar í heiminum. Á ég þar við hin al- kunna æða- og hjartasjúkdóm, sem hér á landi veldur um það bil 47% allra dauðsfalla. Þetta er ískyggileg tala, en er þó stað- reynd, þrátt fyrir ósérhlífna bar- áttu okkar mikilhæfu sérfræðinga að stemma stigu við þessum vá- gesti. Það væri vissulega fróðlegt að vita hve gífurlegt vinnutapið er, sem þjóðarbúið verður fyrir á hverju ári af völdum þessa skað- valds, því að flestir, sem þennan sjúkdóm fá, eru á besta æviskeiði og því með fulla starfsorku. En sem betur fer komast margir aft- ur út á vinnumarkaðinn, eftir nokkurn, jafnvel algeran bata með skurðaðgerð, sem aðallega er gerð í London, sem kunnugt er. En nú er svo komið að hjarta- þræðingartæki, það eina sem til er, og staðsett er á Landspítalan- um, er svo úr sér gengið, að skjótra úrbóta er þörf, ef ekki á verr að fara, vegna þess mikla fjölda sem bíður hjálpar. Mig undrar mjög það andvara- leysi ríkisvaldsins og reyndar þjóðarinnar allrar. Nú er það svo, að nefnt tæki er búið að gegna þessu hlutverki um árabil, enda bilanir orðnar tíðar, sem orsakar bið sjúklinga um lengri eða skemmri tíma, og hlýtur að koma illa, bæði við lækna og sjúklinga, sem þurfa skjótra viðbragða. Mér er kunnugt að læknar lyfjadeildar Lesendabréf: Með því að birta nafn bréfritara yrðu bréf- in öðru vísi rituð — miklu kurteislegri og málefnalegri Arngrímur Sigurðsson, Araseli, skrifar 6. júní: „Hr. Velvakandi: Mig langar í upphafi til að þakka Ævari R. Kvaran fyrir gott bréf hans sem birtist hér um dag- inn. Hann er að mínu áliti dugleg- ur og skynsamur málsvari ís- lensks máls og almennrar kurteisi sem nú eiga sér formælendur fáa. Það sem ég ætlaði annars að ræða er birting nafna bréfritara. Það er skoðun mín að hún sé sjálfsögð. Ég býst við því að nafn- leyndin stafi frá þeim tíma þegar umsjónarmenn Velvakanda — og lesendabréfadálka . yfirleitt — voru að fá fólk til að leggja orð í belg um ýmis mál. Með tímanum hefur þetta þó leitt til þess að í lesendabréfum birtast dylgjur, fúkyrði og skætingur sem stund- um gnæfa yfir málefnin. í svo litlu samfélagi sem hið ís- lenska er kunna þessi dulnefni að virðast eðlileg. Fólk telur enn- fremur að það standi frekar í skjóli hvað meiðyrðalöggjöfina varðar. Satt er það að mörg eru kýlin sem stinga þyrfti á. Ég tel þó að ýmsum málum væri betur kom- ið til skila og að áhrifin yrðu meiri ef bréfritarar hefðu einurð og kjark til að styðja mál sitt dulbún- ingslaust. Að sumu leyti er nafnleyndin „snobb niður á við“, þ.e.a.s sumir menn þykjast ekki vilja birta nafn sitt til þess að vera ekki að troða sjálfum sér á framfæri. Þessi hugsunarháttur þykir mér alveg óþarfur. Menn rita auðvitað vegna málefnisins en ekki til þess að fá nafn sitt birt á prenti. Ég tel einn- ig að með því að birta nafn bréf- ritara yrðu bréfin öðru vísi rituð, miklu kurteislegri og málefna- legri. Menn geta vel tekið stórt upp í sig undir nafni. Nafnbirting stuðlaði að meiri rökstuðningi. Ég leit yfir nokkur erlend blöð (dönsk, þýsk, ensk og bandarísk) sem öll birta lesendabréf. Undan- tekningarlaust eru nöfn bréfritara undir bréfunum sem eru alla jafna mjög stutt. Erlendis þykir sjálf- sagt að svara slíkum bréfum ef í þeim eru spurningar. Nú vil ég stinga upp á því að frá og með t.d. 22. júní nk. verði engin nafnlaus bréf birt hér á síðum Velvakanda. Bréfritarar ráði því hve miklar aðrar upplýsingar þeir vilja gefa um sig (nafnnúmer, menntun, starfsheiti, bústað, heimilisfang). Ég þykist viss um að lesenda- bréfum mun alls ekki fækka til skaða við þetta. Ég held að þau batni og að meira mark verði á þeim tekið. Þannig ætti þessi skip- an mála að gera alla umræðu ábyrgari og hnitmiðaðri."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.