Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 5 Dregið í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins I DAG er dregið í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem enn eiga ógerð skil á heim- sendum miðum eru hvattir til að gera skil nú þegar og styðja þann- ig starf Sjálfstæðisflokksins. í Reykjavík er afgreiðsla happ- drættisins í Valhöll, Háaleitis- braut 1, sími 82900. Greiðslur eru sóttar heim, ef óskað er. Söfnun SÁÁ: Rúmar 19 milljónir króna hafa safnast RÚMAR 19 milljónir króna hafa nú þegar safnazt í söfnun þeirri sem SAÁ hleypti af stokkunum til að fjár- magna byggingu nýju sjúkrastöðvar- innar við Grafarvog. Hlutur ein- staklinga í söfnuninni nemur um 16 milljónum króna en rúmar þrjár milljónir hafa borizt frá fyrirtækj- um, stofnunum og félagasamtökum. Ennþá er þó tækifæri til að vera með í skuldabréfasöfnuninni, eða til 19. júní. Þann dag verður dreg- ið um þá vinninga, sem eru með í spilinu í skuldabréfasöfnuninni. SÁÁ skorar á alla velunnara sína, sem ekki eru þegar þátttak- endur í söfnuninni, að koma eða hringja til skrifstofu samtakanna Síðumúla 3—5. Þar er opið frá kl. 9—12 alla virka daga og kl. 1—5 síðdegis á laugardögum og sunnu- dögum. Þeir sem sendu inn bréf í góðum tíma eiga að vera búnir að fá rukkun vegna fyrstu afborgunar bréfanna kr. 360,- Hafi hún ekki borizt er fólk vinsamlega beðið að hafa samband við skrifstofuna eða umboðsmenn SÁÁ víðsvegar um landið. Um leið og SÁÁ þakkar góðar undirtektir og almennar er skorað á þá, sem enn hafa ekki gerzt þátttakendur, að gera lokaátakið glæsilegt. (FrcIUtilkynnmi!) 10—15% samdráttur í hótelbókunum í sumar „MÉR sýnist ekki fjarri lagi, að áætla, að bókanir hótelanna séu 10—15% færri í sumar en í fyrra. Það er að vísu eitthvað breytilegt eftir hótelum," sagði Kmil Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, í samtali við Mbl. Emil Guðmundsson sagði að- spurður, að um helgar væru flest hótelin fullbókuð yfir sumartímann, en hins vegar væri jafnan eitthvert rými á þeim í miðri viku. Aðspurður um hvort samdráttur- inn kæmi fram í minnkandi ferða- lögum útlendinga hingað til lands, sagði Emil að samdrátturinn kæmi jafnt fram í minni ferðum útlend- inga og svo hefði orðið samdráttur í bókunum fslendinga utan af landi. Bjartsýnis- verðlaunin afhent Þessi mynd var tekin í Kaup- mannahöfn í fyrradag þegar Þorgerður Ingólfsdóttir tók við bjartsýnisverðlaunum Bröstes, en íslenska dómnefndin ákvað að veita Þorgerði verðlaunin fyrir brautryðjendastarf hennar með skólakóra. Á mvndinni með Þorgerði er C. Hill-Mad- sen, stjórnarformaður stofnúnn- ar Bröstes. KJÚKLINGAR eru sérgrein okkar, nammi, namm. Komiö á staöinn, eöa hringiö á undan ykkur og pantiö í síma 29"j "|7 Þá er maturinn tilbúinn þegar þið komið Franskar kartöflur sósa og salöt SOUTHERN FRIED CHICKEN Verið velkomin Kjúklingastaðurinn í Tryggvagötu Ertu sólskinsbarn — eöa ofurseldur þreytu — streitu og bleytu í sumarleyfinu? GULLNA STRONDIN Þú átt dýrölega daga í vændum í Lignano. Hér hjálpast allt aö til aö gera býður þér í lO ára afmælisveislu Útsýnar í Lígnano Brottfarardagar: Og veröiö — þaö er aiveg 21/6, 12/7, 26/7, 2/8, 9/8, 16/8, 23/8, einstakt — eöa allt frá kr. 30/8. 2 eöa 3 vikur. 17.286.- Gvngi 27/5 ’«3. sumarleyfiö yndislegt: gistiaöstaóa og þjónusta í sérflokki, friösælt fag- urt umhverfi, allt svo hreint og baóaö í blómum, frábært loftslag, hrein gullin ströndin í fárra skrefa fjarlægó, fjöldi ódýrra veitingastaöa meö Ijúffengan mat og vín, úrval verzlana meó glæsilegan varning, hvíld eöa skemmtun og Ijúft líf viö hvers manns hæfi. Stórkostlegar kynnisferóir undir leiösögn þaulkunnugra fararstjóra Út- sýnar til Feneyja, Flórens, Rómar eöa ógleymanleg þriggja landa sýn: Júgóslavía, Austurríki og ítölsku Aiparnir. REYKJAVÍK: Austurstræti 17. Símar: 26611. 20100. 27209. Þetta er sérhönnuð sumarleyfisparadís handa þér. Vid tókum nokkra farþega tali 1. júní og spurðum: „Hvað finnst þér um sumarleyfið hér?“ „Lignano er stórkostlegur staöur sem mætir kröf- um jafnvel vandlátustu viðskiptavina. Allt um- hverfiö og aðstaðan vekur ánægju og vellíðan. Við getum ekki sett út á neitt.“ Jónína Benediktsdóttir og Stefán E. Matthíasson, Spóahólum 20, Reykjavík. „Lignano er dýrðlegur staöur fyrir þá sem vilja hvila sig en einnig njóta lífsins. Snyrtimennska er einstök, svo og öll þjónusta, annars hefðum við ekki komið hingað aftur." Ragna Pálsdóttir og Kjartan Bjarnason, Gnoðarvogi 56, Reykjavík. AKUREYRI: Hafnarstræti 98. Sími: 22911. Sendum öll bestu kveðjur úr þessari sumarparadís. „Lignano býöur upp á allt sem öll fjölskyldan kýs og óskar sér og öll þjónusta og fararstjórn er fráþær. Þess vegna erum við komin hingað aftur." Birgir Örn Birgis og fjötskytda, Dalalandi 10, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.