Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 25 ein vann óvænt ti í Belfast tlaóamanni Morgunblaósins. Þessi sigur Gerry Adams hefur vakið mikinn óhug alls staðar og er nú talið víst að ógnaröldin á Norður-Irlandi eigi enn eftir að harðna. Þannig varð mikil spreng- ing í vesturhluta Belfast í dag, þar sem breskur hermaður beið bana og fannst mörgum vera dapur fyrir- boði þess sem koma kann, því talið er víst að írski lýðveldisherinn hafi verið þarna að verki. Sjálfur hefur Adams setið í fangelsi fyrir meinta hlutdeild í hryðjuverkum írska lýð- veldisherins. Hann sagði hins vegar í dag: „Sinn Fein hefur nú loks hlot- ið þingsæti, sem á eftir að skipta miklu máli í sögunni." Þetta var þó eina þingsætið, sem Sinn Fein vann í þessum kosning- um. Flokkurinn bauð fram í 14 kjördæmum af 17 á Norður-írlandi. í dag mátti hér sjá í sjónvarpi fréttaútsendingar, þar sem Gerry Adams gekk sigri hrósandi í far- arbroddi stuðningsmanna sinna í Belfast. lagi mistókst }ta mynstrið drepið hefur á dreif ailri von hins síö- arnefnda um að velta Margaret Thatcher úr sessi, að minnsta kosti um sinn. Tveir félagar úr „fjórmenn- ingaklíkunni" svonefndu, er stóð að stofnun Jafnaðarmannaflokksins, töpuðu þingsætum sínum þannig að flokkurinn tapaði helmingi sæta sinna á þingi. Leiðtogar bandalags- ins sögðust þó mundu halda hönd- imum agnað dag Margaret Thatcher, endurkjörnum u með „áhrifamikinn" kosningasigur og ð ég þyrfti einhvern tíma á því að halda í ð stjórna hjá mér kosningabaráttu?“ manna franska utanríkisráðun- eytisins er forsetinn ánægður með endurkjör Thatcher. Fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, Joop den Uyl, sagði hins vegar að úr- slitin væru „harmleikur fyrir Bretland“, en bætti við að ósigur Verkamannaflokksins væri eðli- legur i ljósi þeirra væringa sem átt hafa sér stað innan flokksins. Paulo Barbi, formaður Sambands kristilegra demókrata á Evrópu- þinginu, kvað sigur Thatcher vera „sigur fyrir öryggi Atlantshafs- ríkja, vestræna samstöðu og sam- einingu." Þegar framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, Joseph Luns, var að því spurður hvernig honum líkaði úrslitin, spurði hann fréttamennina hvort þeir hefðu ekki veitt því athygli að hann brosti enn líkt og kötturinn í Lísu í Undralandi. um saman og gera aðra tilraun síð- ar. Shirley Williams, formaður Jafn- aðarmannaflokksins og fyrrverandi ráðherra Verkamannaflokksins, var ein þeirra sem féllu. Williams fór halloka í kjördæmi sínu í út- jaðri Liverpool þar sem hún hafði sigrað í aukakosningum 1981. Hún lét þó engan bilbug á sér finna og lýsti því yfir eftir að úrslitin lágu fyrir að „framtíðin brosti við bandalaginu". Leiðtogi Frjálslynda flokksins, David Steel, sagði að hvað svo sem bandalagið ynni á þingi hefði gífurlegur fjöldi kjós- enda léð öflugri nýrri stjórnmála- hreyfingu fylgi sitt. Bandalagið var stofnað fyrir tutt- ugu mánuðum af félögum Verka- mannaflokksins, er ofbauð áhrif öfgasinna innan flokksins, ásamt Frjálslynda flokknum. Síðarnefndi flokkurinn hafði þrettán þingsæti á síðasta þingi, sem er aðeins skugg- inn af þeim flokki er stjórnaði Bretlandi undir forystu Gladstones og Asquiths um aldamótin siðustu. Var helzti tilgangur bandalagsins að brjóta á bak aftur tveggja flokka kerfi íhalds- og Verkamannaflokks- ins, sem ríkjandi hefur verið í Bretlandi eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Stefnuskrá bandalagsins var hófsöm í samanburði við hina flokkana. Mælt var með auknum ríkisútgjöldum, staðsetningu nýrra meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Atlantshafsbandalagsríkjum en einnig var því lofað að Trident- eldflaugum yrði ekki komið fyrir ef bandalagið kæmist til valda. Að kosningum loknum létu leið- togar bandalagsins í ljós harða gagnrýni á kjördæmafyrirkomulag- ið í Bretlandi. „Væri kosningaskip- anin ekki jafn gerspillt og raun er á, hefði bandalagið ekki aðeins nokkur þingsæti nú, heldur fjöld- ann allan," sagði Shirley Williams. „Við unnum siðferðilegan sigur,“ bætti hún við, „þrátt fyrir að slíkir sigrar séu ekki einatt áþreifanleg- ir.“ Margaret Thatcher heilsar stuðningsmönnum í Downing-stræti eftir kosningasigur íhaldsflokksins í Bretlandi. Tony Benn man fífíl sinn fegurri I>ondon, 10. júní. AP. EIN AF athyglisverðustu niðurstöð- um kosninganna er án efa að Tony Benn, fyrrverandi ráðherra og mál- pípa vinstri róttæklinga innan Verkamannaflokksins, tapaði sæti sínu í Bristol til íhaldsmannsins Jon- athan Sayeed. Benn, sem er fyrrverandi aðals- maður, hefur verið óvæginn and- stæðingur Margaret Thathers og mótmælti hann meðal annars harðlega þeirri ákvörðun forsæt- isráðherrans að leggja til atlögu við Argentínu út af Falklandseyj- um i fyrra. Hann hafði verið þing- maður Bristol á árunum 1950—60 og aftur frá 1963 þar til í kosning- unum nú. I uppvexti sínum naut Benn ým- iss munaðar, naut leiðsagnar einkakennara og nam síðan við Oxford-háskóla. Er faðir hans lézt árið 1960 erfði han titilinn Stans- gate greifi, en afsalaði sér titlin- Tony Benn um þremur árum síðar. Eiginkona hans er dóttir auðugs bandarisks lögmanns. I hópi þeirra mála er Benn hef- ur beitt sér fyrir á undanförnum árum eru víðtæk þjóðnýting fyrir- tækja, lokun bandarískra her- stöðva í Bretlandi og afnám lávarðadeildar þingsins. Hann var iðnaðarráðherra frá 1970 til 1974 og orkumálaráðherra frá 1975 til 1979. Honum er lýst sem yfirlæt- islausum og hæglátum og segist hann sjálfur vera „staðfastur al- þýðumaður". Stjarna Benn fór hækkandi inn- an Verkamannaflokksins eftir ósigur stjórnar James Callaghans í kosningunum 1979. Hratt ósigur- inn af stað illvígum deilum innan flokksins og var Benn í forsvari fyrir róttækari arm hans. Tapaði hann naumlega kosningu árið 1981 um varaformannsembætti Verka- mannaflokksins fyrir Denis Hea- ley, sem talinn er hófsamari. Gagnsókn hófsamari afla innan flokksins kom því þó til leiðar í fyrra að Benn var hrakinn úr sjö mikilvægum nefndum og veikti það framavonir hans verulega. Eftir sigur Thatchers: „Dimmur dagur í sögu V er kamannaflokksins“ London, 10. júní. AP. NOKKRIR kunnustu stjórnmála- menn Breta biðu ósigur í kosningun- um. Þeirra á meðal voru Tony Benn fyrrum orkumálaráðherra, leiðtogi vinstri arms Verkamannaflokksins, og tveir af fjórum stofnendum Bandalags frjálslyndra og jafnaðar- manna, Shirley Williams og William Rodgers. Aftur á móti héldu hinir stofn- endur bandalagsins, Roy Jenkins og David Owen, þingsætum sínum, þótt þeir byðu sig fram í vafakjör- dæmum. Af þingmönnum bandalagsins á síðasta þingi náðu aðeins Owen og Jenkins og tveir aðrir endurkjöri. Leiðtogar Verkamannaflokksins eru þegar farnir að reyna að gera sér grein fyrir ástæðum ósigurs- ins. Leo Abse, gamalreyndur flokksmaður, skoraði á alla for- ingja flokksins að segja af sér og sagði: „Þeir klúðruðu kosninga- baráttunni." Reyndur vinstrileiðtogi, Eric Heffer, sagði: „Þetta er dimmur dagur í sögu flokksins." Jafnvel í virkjum Verkamanna- flokksins í Skotlandi og Norður- írlandi juku íhaldsmenn fylgi sitt um 1,4% á kostnað Verkamanna- flokksins. Fylgisaukning íhalds- manna á kostnað Verkamanna- flokksins var rúmlega 4% á Suð- ur-Englandi. Owen sagði að bandalagið hefði náð að skjóta rótum í kosningun- um og það mundi eflast og dafna unz það tæki við stjórnartaumun- um. Jenkins taldi bandalagið hafa náð mesta árangri sem um gæti í brezkumn stjórnmálum í 60 ár. Osigur frú Williams var alvar- legt áfall fyrir bandalagið. Hún tapaði með 3.000 atkvæða mun í kjördæminu Crosby á Norðvest- ur-Englandi, tveimur árum eftir glæsilegan sigur í aukakosningu þar. En hún brosti og sagði: „Starfi mínu verður haldið áfram til að að tryggja að þetta nýja afl verði óstöðvandi." Fyrrverandi formaður Verka- mannaflokksins, Joan Lestor, beið ósigur fyrir íhaldsflokknum í Slough-hverfi vestur af London, kjördæmi sem hún hefur haldið síðan 1946. Denis Healey, varaleiðtogi Verkamannaflokksins, kenndi bandalaginu um ósigurinn. „Lið- hlauparnir úr Verkamannaflokkn- um hafa skaðað lýðræðið," sagði hann. í vafakjördæminu Northfield í Birmingham, sem er nokkurs kon- ar loftvog í brezkum stjórnmálum, sigruðu íhaldsmenn með 2.760 at- kvæða mun. Verkamannaflokkur- inn sigraði með mjög naumum meirihluta í aukakosningu í Northfield fyrir átta mánuðum. Ken Livingstone, vinstrisinnað- ur leiðtogi Verkamannaflokksins f borgarráði Stór-Lundúna, sagði a) „baráttunni" yrði haldið áfran utan þings og virtist með þestu boða víðtæk verkföll. „Ég he.d ekki að stjórn Thatcher haldist við völd næstu fimm ár,“ sagði hann. Sonur Tony Benn, Hilary, b?ið ósigur fyrir íhaldsmanni í vata- kjördæminu Ealing í Lundúnum. Pundið hækkaði um eitt sent í New York þegar í ljós kom að Thatcher myndi sigra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.