Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Dýraspítalinn: Óvíst hvenær starf- semin kemst í lag STARFSKMI Dýraspítalans liggur nú að mestu niöri, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu, vegna þess að dýralæknum spítalans var sagt upp störfum frá og með 1. júní sl. Islenskur dýralæknir sem starfað hefur í Noregi kemur til landsins um miðjan mánuðinn, en ekki er útséð meö hvort hann ræðst að Dýraspítalanum. Deilur eru á milli dýralækna og Dýraspítalans um skiptingu innkominna tekna á milli dýralæknanna og spítalans. í odda hafði þá skorist milli stjórnarmanna í dýraspítalastjórninni út af þessu og öðru. Tveir stjórnar- menn sögðu þá af sér störfum í stjórninni, formaður hennar, sem var Sverrir l'órðarson, og Kggert Gunnarsson, dýralæknir. Mbl. haföi samband við nokkra aðila þessa máls og leitaöi eftir sjónarmið- um þeirra. Sverrir Þórðarson fyrrverandi formaður Dýraspítalans vildi ekk- ert segja um málið. Helgi Sigurðsson dýralæknir sem sagt var upp störfum við Dýraspítalann: Uppsögn mín alger- lega tilefnislaus „ÉG OG annar dýralæknir gerðum sl. haust starfssamning við Dýraspítalann til 6 ára og skyldi hann vera óuppsegjanlegur af hálfu spítalans allan tímann en uppsegjaníegur af okkar hálfu til eins árs,“ sagði Helgi Sigurðsson dýralæknir í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir því hvernig það hefði borið að að honum var sagt upp störfum viö Dýraspítalann. „Þegar kollegi minn fékk starf sem dýralæknir norður í landi kom hann að máli við þáverandi formann stjórnar spítalans og sagðist geta fengið íslenskan dýralækni sem starfar í Noregi í staðinn fyrir sig. Það var sam- þykkt og viðkomandi manni til- kynnt bréflega í apríl að hann fengi stöðuna. Síðan skeður það um miðjan maí að hann fær þréf frá varaformanni stjórnar Dýra- spítalans þar sem honum er til- kynnt að meirihluti stjórnar sé á móti því að hann gangi inn í nú- verandi samning og honum bent á að fylgjast með auglýsingum. Þetta kom auðvitað ákaflega illa við hann því hann var búinn að gera sínar ráðstafanir úti, segja upp starfi sínu þar og þess háttar. Samhliða þessu óx ágreiningur við okkur þáverandi dýralækna spít- alans um skiptingu aðgerðagjald- anna þrátt fyrir að við værum með gildandi samning um það efni og hann átti ekki að endurskoðast fyrr en 1. febrúar á næsta ári. Það næsta sem gerðist var að strax eftir hvítasunnu segir stjórnin okkur báðum, sem höfum starfað þarna í vetur, upp störfum frá og með 1. júní, kollega mínum á þeim forsendum að hann hafi brotið samninginn með því að hætta og fá annan í sinn stað og mér á þeim forsendum að ég hefði brotið samninginn með „gertöku". Þar mun átt við að föstudaginn fyrir hvítasunnuna tók ég minn hlut af innkomnum aðgerðagjöld- um þá vikuna úr afgreiðslukassa spítalans og lét í staðinn kvittun. Þessi gjöld hafa verið gerð upp á hverjum föstudegi í vetur. Venju- lega hefur dýrahjúkrunarkonan séð um að gera þau upp, en þegar hún hefur ekki verið við eins og var þennan dag, höfum við athugasemdalaust gert það sjálfir. Þessi uppsögn er því algerlega tilefnislaus og okkur ekki gefinn kostur á einu eða neinu. Með upp- sagnarbréfi mínu fylgdi annað bréf þar sem mér var gefinn kost- ur á að segja upp sjálfur, sem ég ekki gerði. Þann 1. júní vildi stjórnin ekki draga uppsögnina til baka þannig að ég á ekki annars úrkosta en að leita réttar míns í gegnum dómstólana og það mun ég gera. Ég tel,“ sagði Helgi Sigurðsson, „að aldrei verði vinnufriður í Dýraspítalanum á meðan það fólk sem þar ræður ríkjum og lítur á hann sem prívateign sína kemur þar nálægt." Sigríður Ásgeirsdóttir sem sæti á í varastjórn Dýraspítalans: Ekki bundin af gjald- skrá aðgerðagjaldanna „VIÐ VITUM ekki annað en að Dýraspítalinn geti tekið til starfa á eðlilegan hátt þann 12. júní nk. Þá kemur íslenskur dýralæknir sem dvalið hefur í Noregi til starfa við spítalann _ að því tilskyldu að Dýralæknafélagið samþykki það,“ sagði Sigríður Ásgeirsdóttir í samtali við Mbl. en hún er í varastjórn Dýraspítalans. Sigríður sagði einnig: „Við höf- um verið að ræða við lögfræðing dýralæknisins sem fór og von- umst til að hægt verði að gera gott úr þessu máli öllu með sam- komulagi. Hún sagði aðspurð um deiluna um aðgerðagjöldin: „Gjaldskráin var á sínum tíma gerð til bráðabirgða og var hún aldrei staðfest af stjórn Dýra- spítalans þannig að stjórnin er ekki bundin af henni. Væntan- lega verður gert nýtt samkomu- lag við dýralækninn sem kemur nú til starfa, enda verða þá aðrar aðstæður, hann verður einn dýralæknir við spítalann." aðspurð um það hvort núver- andi ástand sé ekki alvarlegt ef slys verða á dýrum, sagði Sigríð- ur: „Dýralæknarnir á svæðinu taka við þeim dýrum sem slasast eða sýkjast. Hinsvegar er spítal- inn og áhöld hans alltaf til reiðu fyrir dýralæknana í þeim tilvik- um sem þeir óska eftir og telja nauðsynlegt að fá þar aðstöðu, eins og hefur reyndar alltaf ver- ið. Ég vil að lokum taka það fram,“ sagði Sigríður, „að ég harma það að valin skyldi sú leið að reka þetta mál í dagblöðunum. Ég tel að hægt hefði verið að leysa það með samningum og það mun verða gert. Þau miklu blaðaskrif sem átt hafa sér stað um Dýraspítalann í gegnum árin eru farin að valda honum tjóni.“ Halldór Runólfsson formaður Dýralækna- félags Islands: Uppsögnin ólögleg „VARÐANDI upphaf þessa máls, þ.e. deiluna um aðgerðagjöldin, þá stendur til að setja það deiluefni í gerðardóm sem skipaður verður fulltrúa frá stjórn Dýraspítalans, fulltrúa Dýralæknafélagsins og oddamanni frá yfirborgardómara. Um þetta er samkomulag og er ver- ið að undirbúa málið. Gerðardómn- um er ætlað að úrskurða hvað telj- ist til aðgerða og reiknist þar með til aðgerðagjalda. En frá hendi okkar dýralækna er það á hreinu að öll verk sem dýralæknir kemur nálægt, hvort sem um er að ræða ráðgjöf eða annað þar sem hann miðiar af þekkingu sinni, telst að- gerð,“ sagði formaður Dýralækna- félags íslands, Halldór Runólfs- son, héraðsdýralæknir á Kirkju- bæjarklaustri í samtali við Mbl. Halldór sagði einnig: „Dýra- læknar spítalans gerðu samkomulag við stjórn spítalans þegar þeir réðu sig þangað til starfa í haust. Þá var samþykkt gjaldskrá sem búið er að starfa eftir síðan og virtist ganga vel, allt þar til greiðslur voru stöðv- aðar í maí vegna þess að stjórn spítalans vildi breyta því hvað teldist til aðgerða þannig að meira af tekjunum kæmi í hlut Dýraspítalans sjálfs. Aftur á móti er hitt ágrein- ingsmálið, þ.e. uppsögn dýra- læknisins, í athugun hjá lögfræð- ingi félagsins. Við teljum tví- mælalaust að ólöglega hafi verið að uppsögn hans staðið og ekki samkvæmt þeim starfssamningi sem gerður hafði verið á milli dýralæknanna og Dýraspítal- ans.“ Hyggst Dýralæknafélagið grípa til aðgerða gegn Dýraspít- alanum vegna þessa máls? „Það fer allt eftir því hvað lögfræðingur félagsins ráðleggur okkur. Ég vil taka það skýrt fram að Dýralæknafélag íslands telur mikla nauðsyn á að Dýraspítal- inn starfi áfram af fullum krafti með dýralæknunum og vonumst við til að hægt verði að leysa þetta deilumál með samningum aðila." Stjörnuliðið STUTTGART á Laugardalsvelli í dag Hemmi Gunn, Maggi Ólafs og Halastjarnan leika upphitunartónlist frá kl. 13.30. „íkingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.