Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1983, Blaðsíða 1
130. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Thatcher um mesta kosningasigur frá stríðslokum: „Mikill sigur og honum fylgir mikil ábyrgð“ Sigur- vegarinn - Margaret Thatcher veifar úr glugga í aðalstöðvum íhaldsflokksins í Lundún- um í gær eftir kosninga- sigur sinn. London, 10. júní. AP. MARGARET THATCHER forsætisráðherra hét því í dag eftir mesta kosn- ingasigur í Bretlandi frá stríðslokum að nota ekki þingmeirihluta sinn til að fylgja fram öfgafullri hægristefnu. „Miklum sigri fylgir mikil ábyrgð," sagði hún. „Eg er ekki öfgafull að eðlisfari og ég er ekki öfgafull núna. Ég er óhagganleg í stuðningi mínum við frelsi og rétt- læti og varðveizlu þess.“ Kosningaúrslitin voru gifurlegt áfall fyrir Verkamannaflokkinn og leiðtogar hans segja að þau séu af- leiðing margra ára innanflokksvær- inga. Fjöldi kjósenda hafnaði vinstristefnu Verkamannaflokksins og fylkti sér um hið nýja bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna. Bandalagið fær mjög fá þingsæti, þótt það fengi fjórðung atkvæða. Roy Jenkins, leiðtogi bandalagsins, kenndi um óréttlátu kosningafyr- irkomulagi, sem hann kvað „hneyksli fyrir lýðræðið". Samkvæmt lokatölum fær Thatcher 144 þingsæta meirihluta í Neðri málstofunni í stað 35 þing- sæta meirihluta áður. Frú Thatcher er fyrsti forsætis- ráðherrann, sem sigrar í kosning- um, situr heilt kjörtímabil og sigrar aftur í kosningum, síðan Salisbury lávarður árið 1900. Engin brezk rík- isstjórn hefur fengið eins víðtækt umboð frá kjósendum síðan Verka- mannaflokkur Clement Attlees sigraði Winston Churchill 1945 með 146 þingsæta meirihluta. íhaldsflokkurinn fær 397 þing- sæti, Verkamannaflokkurinn 209 og bandalagið 23, en af þingmönnum þess eru 17 frjálslyndir. íhalds- flokkurinn fékk 42,4% atkvæða, Verkamannaflokkurinn 27,6% og bandalagið 25,3%. Fylgi íhaldsmanna minnkaði um 1,5% og það sem tryggði þeim sigur var sundrungin í röðum vinstri- manna. Verkamannaflokkurinn beið mesta ósigur sinn í 60 ár undir for- ystu Michael Foots, sem kallaði úr- slitin „harmleik fyrir landið". Hon- um verður sennilega vikið úr stöðu leiðtoga á þingi flokksins í haust. Verkamannaflokkurinn tapaði um þriðjungi atkvæða sinna til bandalagsins og íhaldsmenn sigr- uðu í tugum Verkamannaflokks- kjördæma. „íhaldsmenn unnu ekki kosningarnar, Verkamannaflokkur- inn tapaði þeim,“ sagði John Silkin fyrrum ráðherra. í viðtali við BBC staðfesti frú Thatcher að hún mundi gera breyt- ingar á stjórn sinni til að veita henni „nýtt yfirbragð“. En hún sagði að hófsamir menn yrðu ekki reknir. „í öllum ríkisstjórnum verða allir skoðanahópar að eiga fulltrúa," sagði hún. Búizt er við að Francis Pym utanríkisráðherra verði látinn víkja. Vinstrisinnaðir verkalýðsleiðtog- ar hafa þegar hótað verkföllum. Fyrirsjáanlegt er að völd þeirra verða skert enn frekar og að erfitt verður að knýja fram launahækk- anir, en að öðru leyti eru þeir snið- gengnir. Á Norður-írlandi sigraði Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýð- veldishersins, í einu kjördæmi af 17 og víða annars staðar olli framboð hreyfingarinnar klofningi meðal kaþólskra kjósenda. Sósíaldemó- kratar og Verkamannaflokkurinn fengu aðeins eitt þingsæti, íhalds- menn öll hin þingsætin. Sjá nánari fréttir af kosningunum á miðopnu. Gerry Adams, varaforseti Sinn Fein, stjórnmálahreyf- ingar írska lýðveldishersins, borinn á gullstól eftir sigur sinn í kjördæmi í Vestur-Belfast. Hann sigraði Gerry Fitt, sem hefur verið þingmaður kjördæmisins í 20 ár og reynt að miðla málum í deilum kaþólskra og mótmælenda. (Sjá nánar á miöopnu.) Khadafy vingast við konung Saudi-Arabíu Jidda, 10. júní. AP. KHADAFY Líbýuleiðtogi fór frá Saudi-Arabíu í dag eftir nokkra viðræðufundi um bætta sambúð Araba viö Faud konung. Samkvæmt góðum heimildum tjáði Khadafy sig fúsan til að miöla málum í deilum Sýrlendinga og Husseins Jórdaníukonungs, þrátt fyrir það orð sem hefur farið af honum sem „friðarspilli". En Khadafy hvikaði ekki frá harðlínustefnu sinni í deilumálum Araba og ísraelsmanna. Hann krafðist þess m.a. að leiðtogar Ar- aba yrðu við því búnir að fara „hernaðarleiðina" í deilunum við Israelsmenn og ræddu þá leið á hverjum þeim fundi sem þeir kynnu að halda, auk hugsanlegra friðartil- lagna. Meðan Khadafy var í Saudi-Ar- abíu gaf hann sér tíma til að fara í pílagrímsferð til Mekka, þótt aðeins séu tvö ár síðan hann skoraði á alla múhameðstrúarmenn að fara ekki til Mekka meðan konungsætt Saudi-Arabíu væri við völd. Háværar deilur Khadafys og Yasser Arafats, leiðtoga PLO, hurfu í skugga viðræðna hans við konung Saudi-Arabíu. Arafat var í Norður-Jemen um leið og Khadafy fyrr í vikunni, en tilraunir forseta Norður-Jemens, Ali Abdullah Saleh, til að fá þá til að halda fund með sér, fóru út um þúfur. { Norður-Jemen reyndi Khadafy að miðla málum í styrjöld íraka og frana. Á bak við áhuga Khadafy á sættum við gamla óvini, konunga Araba, kann að leynast áhugi á því að verða ekki haldið utan við til- raunir til að efla „Maghreb-hug- sjónina“ um einingu Norður-Afr- íkuríkjanna — Marokkó, Túnis og Alsírs. Lokasamþykkt um N ATO-eldflaugar RÚSSAR fengu nýja bendingu í dag frá utanríkisráðherrum NATO þess efnis að þeir yrðu að hafa hraðan á í viðræðum við Bandaríkjamenn um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar til að afstýra uppsetningu bandarískra kjarnorkueld- flauga í Evrópu síðar í ár. Josef Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði að ráðherrarnir hefðu „eindregið ítrekað" stefnu bandalagsins í varnarmálum, af- stöðu þess til viðræðna og ákvörð- unina um að koma fyrir 572 stýri- eldflaugum og Pershing II- eldflaugum ef ekkert miðar áfram í viðræðunum í Genf um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar. Svipaðar ályktanir hafa verið samþykktar á sjö fyrri fundum utanríkisráðherra NATO síðan 1980. Nú er munurinn sá að utan- ríkisráðherrarnir koma ekki aftur saman til fundar fyrr en eftir að eldflaugunum hefur verið komið fyrir. Þótt NATO itrekaði fyrirætlanir sínar komu fram vísbendingar um óeiningu á fundinum. Þar sem svo erfiðlega gekk að ná samkomulagi um orðalag lokayfirlýsingarinnar neyddist Luns til að fresta fundi sínum með fréttamönnum í tvo tíma. Heimildir á ráðstefnunni hermdu að utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Frakklands, George Schultz og Claude Cheysson, hefðu verið ósammála um þann hluta lokayfirlýsingarinnar sem fjallar um það hve háð Vestur-Evrópa er orðin Rússum í orkumálum. Luns var einnig sagður hafa sett ofan í við grísku sendinefndina þar eð hún neitaði að lýsa yfir stuðningi við þá yfirlýstu stefnu NATO að koma fyrir meðaldrægum eldflaug- um. Að öðru leyti virðast fyrirætlanir NATO njóta alntenns stuðnings bandalagsins. Eitt tákn þess er að stjórn franskra sósíalista — eina ríkisstjórnin innan NATO þar sem kommúnistar eiga sæti — sam- þykkti að standa að vorfundinum í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.