Morgunblaðið - 13.11.1983, Page 20

Morgunblaðið - 13.11.1983, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 Hef viljað breyta hlutverki slagverksins Rabbad vid Áskel Másson, tónskáld • Flcstum er þad nokkur viðburður og áfangi á lífsleidinni að ná þrítugsaldri og þann dag reyna menn gjarnan aö gera sér glaöan og eftirminni- legan meö einhverjum hætti, eftir efnum, aöstæö- um og eöli hvers og eins. Ég hygg það sé þó ekki ýkja oft, sem menn eiga þess kost að hlýöa á frumflutning á eigin tónverki þennan afmæljsdag, en það á eitt af ungu tónskáldunum okkar, Askell Másson, í vændum. Aö áætlun óbreyttri mun blás- arasveit framhaldsskólanna „Trómet“ flytja eftir hann nýtt verk, „Myndhvörf“, fyrir tólf málmblás- ara í Bústaöakirkju 21. nóvember nk. • En Áskell á líka annað í vændum, sem ekki varðar aöeins sjálfan hann og hans nánustu, heldur og íslenzkt tónlistar- og menningarlíf; sem sé, aö haldnir verði tónleikar í Wigmore Hall í Lundún- um, þar sem eingöngu verða flutt tónverk eftir hann. Fara þangað þrír íslenzkir hljóöfæraleikarar, þau Einar Jóhannesson, Guðný Guömundsdóttir og Unnur Sveinbjarnardóttir, og frumflytja eftir hann „Tríó“ fyrir klarinettu, fiölu og violu, en auk þeirra koma þar fram sænskir og brezkir hljóöfæraleikar- ar. • I vor mun svo Unnur Sveinbjarnardóttir frum- flytja þriöja nýja verkiö hans, nýskrifaöan violu- konsert, ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands. Og fleira er tíðinda hjá Áskeli. Hann er um þessar mundir að vinna tónlist við kvikmyndina „Atómstöðina“, sem nú er í klipp- ingu; hann er að ljúka einleiks- verki fyrir iitla trommu, sem danskur slagverksleikari, Gert Mortensen, hyggst flytja í Svíþjóð snemma á næsta ári, á tónleikum, sem útvarpað verður frá um Norð- urlönd; — sá hinn sami Mortensen flutti nýlega konsert Áskels fyrir litla trommu og hljómsveit í Kaupmannahöfn, þegar hann veitti viðtöku dönskum tónlistar- verðlaunum, — auk þess var trommukonsertinn fluttur nýlega bæði í Los Angeles og Amsterdam og hefur verið tekinn upp sem lokaverkefni fyrir slagverksmenn í tónlistarskólum á Norðurlönd- um. I desember nk. ætlar sænski slagverksleikarinn Roger Carlsson að flytja verk Áskels fyrir mar- imbu og stemmd ásláttarhljóðfæri á tónleikum í Gautaborg og Borás og nú síðast i október flutti sænskur flautuleikari, Peter Ryd- ström, verk hans „ITYS“ í Stokk- hólmi — en það verk var samið fyrir Manuelu Wiesler árið 1978. í síðari hluta þessa mánaðar fer svo Einar Jóhannesson, klarinettleik- ari, til Vestur-Þýzkalands og leik- ur verkið „Blik“ á íslenzku menn- ingardögunum, sem bræðurnir Wolfgang og Stefán Edelstein hafa beitt sér fyrir. Þessar upplýsingar, sem fram komu í rabbi við Áskel á dögunum, eru ekki einasta ánægjuleg vís- bending um iðjusemi hans við tónsmíðarnar heldur og um vax- andi útbreiðslu íslenzkrar nútíma- tónlistar á erlendum vettvangi. F’rændur okkar á Norðurlöndum hafa verið ötulir við flutning ís- lenzkrar tónlistar á undanförnum árum — og svo vel fylgzt með því, sem hér er að gerast, að sögn Ás- kels, að mörg verk íslenzkra tón- skálda hafa heyrzt á hljómleikum og í útvarpi á Norðurlöndum, áður en þau voru flutt hér í heimahög- unum. Það er hinsvegar meiri nýj- ung að heyra um flutning ís- lenzkrar tónlistar í heimsborginni Lundúnum og ég innti Áskel nán- ar eftir tildrögum tónleikanna í Wigmore Hall, sem fyrirhugaðir eru í marz í vetur. — Þetta kom þannig til, sagði hann, að maður, sem hefur með höndum upplýsinga- og kynn- ingarstarfsemi fyrir Royal Phil- harmonie Orchestra, hafði fylgzt með ferli mínum og minni músík og hóf máls á þvf við Einar Bene- diktsson, sendiherra, hvort hugs- anlegt væri að koma við brezk- íslenzkri samvinnu um að halda þessa tónleika. Einar tók þessu vel og síðan hefur verið unnið að und- irbúningi. Þarna verða flutt sjö verk, þar af tvö frumflutt, Tríóið fyrir klarinettu, fiðlu og violu — en það verður svo flutt á Lista- hátíð hér heima næsta vor, — og kadenza fyrir einleiksviolu. Festa og frelsi ... Meðan ég var að rabba við Áskel heima hjá honum á Þórsgötunni varð mér hugsað til ummæla eins af myndlistarmönnum okkar, sem sagði við mig fyrir nokkrum árum, að þeir, sem ánetjuðust mjög stíf- um formum í iistsköpun, væru oftast þeir, sem ættu við mesta ringulreiðina að etja í eigin sálar- lífi og persónuleika. Þeir, sem hefðu meiri innri styrk og stjórn og reglu á og I lífi sínu, gætu verið frjálsari í list sinni og óbundnari formum. Ekki skal ég um það segja, hvort þannig er unnt að al- hæfa um listamenn, en þessi orð flugu mér sem sagt í hug; — kannski vegna þess, að í ljósi þeirra kom sá ferski og frjálsi léttleiki, sem mér hefur oft fund- izt yfir tónsmfðum Áskels, heim og saman við þá röð og reglu — og festu — sem virtist einkenna um- hverfi hans, persónuleika og fram- setningu þess, sem hann sagði. Að vísu sperrti ég fyrst eyrun yfir nafni þessa unga manns við frum- flutning Einars Jóhannessonar á Klarinettkonsertinum hans á Myrkum músíkdögum fyrir aðeins tveimur árum, en hef síðan reynt að leggja við hlustir, þegar verk hans hafa verið flutt og oft haft gaman af. Um feril hans hef ég fátt vitað annað en að hann hafi ekki farið alveg hefðbundna leið í tónlistarnámi og hafi einhvern tíma verið viðriðinn poppheiminn. En sjáum hvað hann hefur sjálfur að segja um feril sinn í stórum dráttum. — Ég byrjaði að læra músík 7 ára í Barnamúsíkskólanum, sem þá hét, lærði fyrst á klarinett hjá Gunnari Egilssyni. Hann var stórkostlegur kennari og hafði mikil áhrif á mig. Eftir tvö ár hætti ég í skólanum og fór í tíma í Hljómskálanum, en fyrtist við kennarann og hætti fljótlega. Upp frá því fór ég að fást við hand- trommur, hljóðfæri, sem á sér eig- inlega engar hefðir í vestrænni músík, og fór þess vegna fljótlega að reyna að búa til músík fyrir það. Þegar ég var 12—13 ára sökkti ég mér niður í hljómsveit- arverk Beethovens, — það vildi svo til, að faðir minn átti radd- skrár af þeim og þannig æfði ég nótnalestur. Ég æfði mig og hlust- aði mjög mikið þessi ár og las mig gegnum harmoniumskóla og fleira, — og þá samdi ég mínar fyrstu melódíur, — fór svo í Tón- , listarskólann í Reykjavík, þá 15 ára, en eftir ársdvöl þar gerðist það sama og áður, ég hætti. — Varstu baldinn nemandi — héldu þér ekki bönd? — Ja, ég var ákaflega tilfinn- inganæmur og kannski viðkvæm- ur sem krakki og feikilega skap- mikill. Þegar komið var í tónlist- arskólann fannst mér námið í svo föstum skorðum, að skynsamleg umræða um það, sem til umfjöll- unar var hverju sinni, væri nánast útilokuð. Ég sætti mig ekki við að læra eins og páfagaukur, taka öllu sem gefnum hlut og var satt að segja afskaplega vonsvikinn. En upp úr þessu hellti ég mér af full- um krafti í sjálfsnám og tónsmíð- ar og lagði hart að mér. Jafnframt var ég næstu tvö árin í Handíða- og myndlistaskólanum og hafði bæði gaman og gott af því. Þar voru í senn gerðar strangar kröfur til nemenda og þeim gefið mikið frjálsræði, þeir voru að mestu sjálfs síns herrar en var treyst fyrir þeim verkefnum, sem vinna átti. Þetta hafði jákvæð áhrif á tónlistarlífinu Margrét Heinreksdóttir mig, en ég sá fljótlega að ég mundi ekki leggja fyrir mig myndlist, músíkin var mín leið. Hljóðfæri mitt leiddi til þess að ég þreifaði fyrir mér í poppmúsík og djassi enda er það nánast eina vestræna músíkin, þar sem það hefur verið notað að ráði. Ég spil- aði í hálft ár með popphljómsveit- inni „Náttúru", en sá lítinn til- gang í því eftir að hafa verið að æfa mig á hljóðfæri frá barnæsku að þeytast landshorna á milli til að spila fyrir fólk, sem kærði sig kollótt um hvað eða hvernig ég

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.