Morgunblaðið - 13.11.1983, Blaðsíða 36
J
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
Sigrfður Thorlacius
— Afmæliskveðja
í dag er Sigríður Thorlacius
fyrrverandi formaður Kvenfélaga-
sambands íslands, 70 ára.
Við sem höfum starfað með Sig-
ríði um langt skeið vitum hve mik-
ið hún hefur lagt af mörkum til
starfsemi Kvenfélagasambands
íslands. Okkur finnst oft sem
sambandið hljóti að hafa átt hug
hennar allan, en þó vitum við sem
þekkjum til starfa Sigríðar að hún
hefur einnig helgað mörgum öðr-
um mikilvægum málefnum krafta
sína og starfsorku og ótaldar
vinnustundir af sömu samvisku-
semi og einlægni. Öll þau verðugu
verkefni kunnum við vel að meta,
þótt eðlilegt sé að konur um landið
allt beri fyrst og fremst vinarhug
og þakklæti til hennar fyrir ómet-
anleg og margvísleg störf á vegum
Kí.
Sigríður er fædd að Völlum í
Svarfaðardal 13. nóvember 1913.
Foreldrar hennar voru Stefán
Baldvin Kristinsson, prófastur, og
kona hans Sólveig Pétursdóttir
Eggerz.
Látlaus og hlýleg framkoma
Sigríðar, geðró og glaðlegt viðmót
vekja traust og virðingu og bera
æskuheimili hennar og uppeldis-
áhrifum fagran vitnisburð og sýna
að menningarbragur hefur ríkt að
Völlum og góðvild til allra manna.
Hún á gott með að bianda geði við
fólk og er félagslynd að eðlisfari.
Á unglingsárunum var hún þó
sannfærð um að hún vildi ekki
líkjast móður sinni að einu leyti,
en hún var virk kvenfélagskona.
Sigríður ætlaði ekki að taka þátt í
ANNE œ G\RÐAR
ásamt Magnúsi Kjartanssyni og úrvali sænskra hljóðfæraleikara. Á hljómplöt-
unni eru þrettán lög, þar af fjögur, sem falla einkar vel aö jólahátíðinni.
Þetta er jólaplatan, sem endist þér allt árið
rÍLADELrfA
TORLAG
Pöntunarsími 91—20735.
neinu félagsstarfi. Móðir hennar
átti bara eitt svar við því. „Bíddu
bara þar til þú færð áhuga á ein-
hverju sérstöku málefni, og sjáðu
til hvað gerist," en eins og allir
vita urðu áhugamálin fjölmörg og
félagsannir hafa krafist mikils af
henni.
Kvenfélagasamband íslands er
landssamband kvenfélaga og
mynda hin ýmsu félög minni
heildir eftir landshlutum. Héraðs-
samböndin eru 22 og félögin sam-
tals 248.
Sigríður var kosin í stjórn KÍ
árið 1965 í formannstíð Helgu
Magnúsdóttur á Blikastöðum.
Hún hafði stjórnað af mikilli
framsýni og atorku. Er Helga lét
af formennsku 1971 var Sigríður
kosin formaður, en þær höfðu átt
ágætt samstarf um sex ára skeið
og var hún þá þegar orðin vel
kunnug starfsemi KI. Konur höfðu
þekkt til starfshátta Sigríðar og
framlags hennr til eflingar kven-
félagasambandsins. Áður en hún
kom í stjórn hafði hún verið full-
trúi Félags framsóknarkvenna á
þingum KÍ. Formannsstarfinu
gegndi hún í 8 ár, en sat síðan
áfram í varastjórn, og lagði ný-
kjörinni stjórn lið. Ritstjóri Hús-
freyjunnar, tímarits KÍ, var hún
frá 1968-1971 og aftur frá 1978,
en lætur af þeim störfum um nk.
áramót. Þegar hún tók við rit-
stjórn af Svövu Þorleifsdóttur
hafði hún verið 10 ár í útgáfu-
stjórninni. Sigríður hefur ferðast
víða um landið og haldið félags-
málanámskeið og fyrirlestra hjá
hinum ýmsu félagsdeildum og
hafa þau tengsl síður en svo rofn-
að eftir að hún lét af stjórnunar-
störfum, því enn er sóst eftir
henni til þessara leiðbeininga-
starfa.
Ritleikni hefur auðveldað henni
að vekja athygli félagskvenna á
baráttumálum og hugðarefnum
kvenfélagasambandsins. Á því
sviði hefur hún ekki látið sitt eftir
liggja, heldur verið mikilvirk. Auk
fjölda ritgerða hefur hún skrifað
fræðsluþætti, frásagnir, frum-
samdar og þýddar sögur í tímarit
okkar, Húsfreyjuna. Rit hennar
um sögu Kvenfélagasambands Is-
lands, Margar hlýjar hendur, er
mikið verk, fróðlegt og skemmti-
legt, einkum fyrir þá, sem annt er
um sambandið og velferð þess.
Fjallar það einnig um héraðssam-
böndin og öll félög innan þeirra og
kunnum við vel að meta það mikla
starf sem hún lagði í upplýsinga-
söfnun um öll aðildarfélögin.
Henni hefur tekist að draga sam-
an meginþættina í traustan sögu-
þráð, og gera ritið um leið að-
gengilegt. Er þar að finna á einum
stað ótrúlega mikinn fróðleik um
hin fjölbreyttu og fórnfúsu störf
kvenfélaganna. Einnig eru þar
upplýsingar um KÍ og ACWW, Al-
þjóðasamband húsmæðra, og um
aðild KÍ að öðru erlendu félag-
asambandi, Nordens Husmorfor-
bund (NHF), en þar var Sigríður
formaður frá 1976—1980, og hafði
þá verið varaformaður undanfarin
4 ár.
Vafalaust hefur frásagnargleði
létt henni starfið, en ekki skorti
hana þjálfun, svo mikið og fjöl-
breytilegt sem eftir hana liggur í
rituðu máli. Um árabil ritaði hún
greinar fyrir dagblaðið Tímann,
sá líka um útvarpsþáttinn „Við
sem heima sitjum" 1962—1964.
Hún hefur skrifað nokkrar bækur
og þýtt á annan tug bóka.
Þessa dagana koma út tvær
bækur sem Sigríður hefur unnið
að undanfarið. Önnur þeirra er 60
ára saga Bandalags kvenna í
Reykjavík. Hina bókina hefur hún
þýtt og heitir hún Augliti til aug-
litis, er eftir norska konu, Elínu
Bruusgaard, og fjallar um konur í
þróunarlöndum.
Ótal mörg nefndarstörf hafa
henni verið falin, bæði í ríkisskip-
uðum nefnum og af ýmsum fé-
lagasamtökum innanlands og
utan. Við sem höfum unnið með
henni þekkjum vel þann drjúga og
þaulhugsaða skerf sem hún hefur
ávallt lagt til mála, hvort sem
fjallað hefur verið um málefni
barna, aldraðra, orlof húsmæðra
eða fullorðinsfræðslu, svo ekki sé
nefnt starf hennar fyrir þroska-
heft börn. Á 50 ára afmæli Kl var
hún gerð að heiðursfélaga.
Sigríður er gift Birgi Thorlacius
fyrrv. ráðuneytisstjóra í mennta-
málaráðuneytinu. Eru þau hjón
einstaklega samhent og hafa
kunnað að sameina hamingjuríkt
heimilislíf með virkri þátttöku í
hinum ýmsu málum þjóðfélagsins.
Þau hafa ferðast mikið saman
og haft margt að miðla öðrum úr
þeim ferðum, svo glögg sem þau
eru bæði á menn og málefni, enda
eru þau vinmörg og frændrækin
með ágætum.
Því munu margir samgleðjast
þeim á þessum tímamótum og
senda þeim hugheilar þakkir og
árnaðaróskir. Sérstakar kveðjur
og þakkir verða henni færðar á
afmælisdaginn frá kvenfélagskon-
um um land allt.
F.h. Kvenfélagasambands íslands,
María Pétursdóttir.
Guðmundur Sölvi
ÆT
Asgeirsson 90 ára
Níræður verður á morgun —
mánudaginn 14. nóvember — Guð-
mundur Sölvi Ásgeirsson, fyrrum
skipstjóri á Flateyri og víðar.
Hann er Djúpmaður og byrjaði
sjósókn barn að aldri og var það
ævistarf hans fram í elli. Sölvi var
einstaklega góður sjómaður og
fengsæll — með afbrigðum ötull
og dugmikill. Hann er föðurbróðir
Ásgeirs aflakóngs á Guðbjörgu og
þeirra bræðra, og allt er þetta
rakið úrvalskyn í átt afla og sjó-
mennsku.
Kona Sölva var Fanney Annas-
dóttir, mætiskona, sem hann
missti í fyrra. Þau eignuðust 8
börn; 4 stúlkur og 4 drengi, sem
allir urðu dugandi sjómenn. Einn
þeirra var Torfi heitinn stýrimað-
ur á Sandey II. Nú eru aðeins
fimm barnanna á lífi; hjónin hafa
misst tvo syni sína í sjóinn; Torfa
og Berg — og eina dætra sinna,
Guðbjörgu, barn að aldri.
Afmælisbarnið var fyrir nokkr-
um dögum hér syðra, en gat samt
ekki fylgt syni sínum til grafar
sökum lasleika. Sölvi er þó kominn
aftur vestur, heim í Bolungarvík,
þar sem hann dvelur í Sjúkraskýl-
inu við beztu aðbúð. Vinur
0»v»'»Vt9,V' Leik'°ng
Stórglæsilegur
köku- og jólamarkaöur í Fáksheimilínu
v/Breiðholtsbraut í dag kl. 13.30—16.00.
Stórkostlegt úrval af jólagjafa- og jólahalds-
vörum á mjög lágu verði.
Missið ekki af þessu.
Allur ágóði rennur til líknarmála.
. , Kiwaniskiúbburinn Elliði.
J0/s
Otf
jó\aPapp'T