Morgunblaðið - 03.02.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
5
Þrátt fyrir grósku í atvinnulífi á Patreksfirði:
íbúum þarf að fjölga
um 200—500 manns
- ef bæjarfélagið á að geta staðið undir fjárfestingu
undanfarinna ára, segir stjórnarmaður í Vatneyri hf.
„ÞEGAR vió leituðum til banka-
kerfisins um fyrirgreiðslu til upp-
byggingar fiskvinnsluhússins,
fengum við dræmar undirtektir,
það verður að segjast. Það var vís-
að á þennan venjulega áróður um
að Patreksfjörður gæti ekki einu
sinni borið eitt frystihús, hvað þá
tvö,“ sagði Bolli Ólafsson, for-
stöðumaður heilsugæslustöðvar-
innar og stjórnarmaður í Vatneyri
hf. á Patreksfirði, í samtali við
blaðamann Mbl. Vatneyri hf. vinn-
ur nú að endurbótum á frystihúsi
því er félagið keypti af Byggðasjóði
síðla sl. hausts.
„Á þessu þarf að verða veruleg
breyting, því á Patreksfirði hef-
ur á undanförnum árum verið
byggt upp eins og hér væri
1200—1500 manna byggð," sagði
Bolli. „Hér hefur t.d. verið reist
heilsugæslustöð, félagsheimili
og fleira. íbúar á staðnum eru
innan við eitt þúsund, svo við
þurfum að fjölga um 200—500
manns, ef bæjarfélagið á að geta
borið sína fjárfestingu."
Á Patreksfirði eru nú uppi
áform um byggingu verbúða
fyrir 50—60 manns og liggja
teikningar hússins þegar fyrir.
Það eru allir fiskverkendur, bæj-
arfélagið og ýmsir atvinnurek-
endur aðrir á staðnum, sem
ræða málið'sín á milli og hafa í
hyggju að byggja verbúðirnar í
sameiningu. „Það eru allir sam-
mála um að eina leiðin til að ná
okkur upp úr lægðinni, sem við
höfum verið í, sé að byggja á
aðkomufólki,“ sagði Bolli Olafs-
son. Með því að byggja myndar-
legar verbúðir hér getum við átt
von á að hingað komi fólk til
vinnu og reynsla fyrri ára hefur
kennt okkur, að alltaf ílendist
eitthvað af því fólki. Þessa dag-
ana er verið að athuga með fjár-
mögnun þessa fyrirtækis."
Að vissu leyti er nú gróska í
atvinnulífi á Patreksfirði. At-
vinnuleysi er þar ekkert sem
stendur, bátar eru á sjó og fiska
vel og eftir um það bil mánuð má
búast við að nýja hlutafélagið,
Vatneyri hf., hefji fiskvinnslu í
gamla frystihúsinu, sem jafnan
er kallaö Skjaldarhúsið. Tíu út-
lendingar, frá Nýja-Sjálandi og
Suður-Afríku, eru í vinnu hjá
Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar.
Hlutafélagið Vatneyri var
stofnað sl. haust til að kaupa
Skjaldarhúsið af Byggðasjóði,
sem hafði leyst það til sín á upp-
boði. Bolli Ólafsson sagði í sam-
tali við blaðamann Mbl., að
væntanlega yrði hægt að hefja
vinnslu í húsinu, með 1015
starfsmönnum, undir eða um
næstu mánaðamót. „Bátar hér
hafa fiskað vel að undanförnu og
ég á von á að við förum að beita
fyrir þá fjóra 15—20 tonna báta,
sem við verðum með í viðskipt-
um, upp úr miðjum mánuðin-
um,“ sagði Bolli.
Hann kvað mikla vinnu hafa
farið í endurbætur á frystihús-
inu undanfarnar vikur. „Frysti-
klefi verður ekki til strax en við
höfum góðar kæligeymslur á
meðan og leigjum okkur frysti-
gáma ef á þarf að halda. Nú velt-
um við því fyrir okkur hvort við
kaupum loðnuhrognaskilju, sem
kæmi að góðum notum á næstu
3—4 vikum, þegar búist er við að
loðnan gangi á okkar slóðir.
Fiskimjölsverksmiðjan hér hef-
ur mikla afkastagetu og ef hún
nýtir loðnuna en við frystum
einhverja tugi tonna af hrognum
þá lítur þetta mjög vel út.“ Bolli
sagði að til þessa hefði félagið
notað innborgað hlutafé til að
standa straum af kostnaði við
endurbætur á húsinu og kaup á
vélum, hins vegar hefði banka-
kerfið tekið dræmt í óskir um
aðstoð, eins og áður sagði.
Hjá Hraðfrystihúsi Patreks-
fjarðar er nóg vinna, raunar svo
mikil að flytja hefur orðið inn
útlendan vinnukraft, að því er
fram kom í samtali blm. við Jens
Valdimarsson, stjórnarformann
HP. „Það er allt á fleygiferð. Ég
segi ekki að allt sé í blóma en
fólk fær sín laun og bátarnir
fiska vel — enda er fiskur for-
senda fyrir öllu lífi hér á staðn-
um, eins og hefur sannast ræki-
lega á undanförnum mánuðum.
En nú er þetta allt á réttri leið
hjá okkur,“ sagði Jens.
Jón G. Bene-
diktsson,
Vogum,
látinn
Jón Gestur Benediktsson fyrrv.
framkvæmdastjóri í Vogum lést í
Landakotsspítala aðfaranótt 1. febrú-
ar.
Jón fæddist í Suðurkoti í Vogum 23.
maí 1904, sonur hjónanna Benedikts
Péturssonar og Sigríðar Brynjólfsdótt-
ur.
Hann vann við landbúnað og sjó-
sókn til 1925. Þá tók hann að sér
akstur og flutninga milli Voga og
Reykjavíkur fyrir Bifreiðafélag
Vatnsleysustrandar og stundaði
það starf um þriggja ára skeið. Ár-
in 1928 til '42 rak hann eigin útgerð
og saltfiskverkun. Jón var einn
stofnenda Útgerðarfélags Vatns-
leysustrandar 1930 og sat í stjórn
þess til 1934 og var framkvæmda-
stjóri félagsins 1932 til ’34. Hann
stofnaði ásamt öðrum Voga hf., sem
rekur útgerð og alhliða fiskverkun,
sat í stjórn félagsins og var fram-
kvæmdastjóri þess frá stofnun 1942
ti! ársloka 1977- Jón G. Benedikts-
son átti sæti í hreppsnefnd Vatná-
leysustrandarhrepps 1938 til ’74 og
var oddviti hreppsins í 16 ár frá
árinu 1938. Hann var auk þess í
stjórnum ýmissa félagasamtaka
innan hreppsins. Árin 1957 til ’73
sat hann Fiskiþing og var lengi
trúnaðarmaður Fiskifélags Islands.
í stjórn Skipaafgreiðslu Suðurnesja
var hann frá stofnun 1963 til '78.
Jón gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir Sjálfstæðisflokkinn um
áratuga skeið, og var nú síðustu ár-
in umboðsmaður Morgunblaðsins í
Vogum.
Jón G. Benediktsson lætur eftir
sig eiginkonu, Helgu Þorvaldsdótt-
ur, og þrjú börn, tvö þeirra frá
fyrra hjónabandi.