Morgunblaðið - 03.02.1984, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
13
Fátækt á fslandi
eftir Eyjólf
Konráð Jónsson
Hr. ritstjóri.
í Reykjavíkurbréfi þíns ágæta
blaðs í dag má lesa eftirfarandi:
„Einn af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson, hefur verið tals-
maður þess, að það hafi verið
gengið svo nærri kjörum þeirra,
sem verst eru settir, að eitthvað
verði að koma á móti. Hann hef-
ur barizt fyrir því innan Sjálf-
stæðisflokksins, að þessum
vanda verði mætt með því að
lækka tolla og önnur aðflutn-
ingsgjöld og lækka þar með
vöruverð í landinu. Þegar hann
er spurður, hvernig eigi að mæta
þeim tekjumissi ríkissjóðs, svar-
ar hann því til að reka eigi ríkis-
sjóð með halla í nokkur ár og
fjármagna þann hallarekstur
með því að selja ríkisskuldabréf
á almennum markaði. Þannig
taki ríkissjóður það fé, sem til
þurfi, með lánum hjá fólkinu í
landinu í stað þess að taka það
með sköttum. Innan Sjálfstæðis-
flokksins hefur engin samstaða
náðst um þessa -stefnu Eyjólfs
Konráðs Jónssonar."
Kannski má þetta til sanns
vegar færa, en þarfnast þó skýr-
inga. Þess er þá fyrst að geta, að
full samstaða varð um þessa
stefnu á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins á liðnu hausti og ein-
róma samþykkt að eftirfarandi
ákvæði í stjórnarsáttmálanum
bæri að framkvæma.
„Skattar og tollar, sem nú
leggjast með miklum þunga á
ýmsar nauðsynjavörur, verði
lækkaðir."
Allir stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar eru bundnir af
þessu ákvæði og sérstaklega eru
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
það, eftir að landsfundur hefur
lagd- á það ríkasta áherzlu, að
þessu verði framfylgt. Þegar þú
þess vegna í grein þinni segir:
„Innan Sjálfstæðisflokksins hef-
ur engin samstaða náðst um
þessa stefnu Eyjólfs Konráðs
Jónssonar", þá er það bæði rétt
og rangt. A því herrans ári
Orwells, 1984, heitir þetta „tví-
hyggja". Samstaða er sem sagt
um þessa stefnu, en engu að síð-
ur þvælast menn fyrir fram-
kvæmd hennar. Er mér þó full-
kunnugt um það, að fjármála-
ráðherra undirbýr slíkar ráð-
stafanir og þær munu án efa sjá
dagsins ljós á næstu vikum. En
mér er líka kunnugt um það, að
þingmenn Framsóknarflokksins
eru engu síður viljugir til að
framkvæma þessa yfirlýstu
stefnu ríkisstjórnarinnar en
þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
í annan stað segir þú, að mín
skoðun sé sú, að ríkissjóð beri að
reka með halla í nokkur ár.
Þessu þarf ég út af fyrir sig ekki
að mótmæla, enda ekkert mál.
Halli eða hallaleysi ríkissjóðs
skiptir auðvitað engu máli í
þjóðfélagi, þar sem öll önnur
tæki en fjárlögin sjálf eru notuð
til þess að sölsa allan þjóðarauð-
inn undir ríkið. Það sem ég er
alltaf að reyna að segja er ofur-
einfaldlega, að á ofstjórnarára-
tugnum hefur misrétti á íslandi
aukizt svo geigvænlega að ekki
er viðunandi. Áður gátu menn
byggt og stofnað til atvinnur-
ekstrar, en í mesta góðæri, sem
þetta land hefur notið, hefur
verið búin til fátækt, sem áður
var óþekkt og enginn alþingis-
maður getur samvizku sinnar
vegna sætt sig við. Hitt er svo
mál út af fyrir sig, að ofstjórn-
arbrjálsemin hefur líka stór-
skert kjör okkar hinna, sem við
betri aðstöðu búum, og auðvitað
sættum við okkur ekki við það til
langframa, enda ástæðulaust, en
er skylt að gera það um sinn.
f framhaldi tilvitnunarinnar í
Reykjavíkurbréfinu segir þú:
„Þar hefur meirihlutinn áreið-
anlega verið á þeirri skoðun, að
hallarekstur ríkissjóðs væri
stórhættulegur og að lántaka
ríkissjóðs hjá almenningi mundi
einungis þrengja enn fjár-
magnsmarkað atvinnuveganna
og valda enn meiri erfiðleikum í
atvinnulífinu."
Þessa draugakenningu hef ég
auðvitað heyrt. Hún er einn angi
vafasömustu hagfræðikenningar
síðari tíma, peningamagnskenn-
ingarinnar svonefndu. Og hver
er sá maður, sem í dag þorir að
standa upp og segja, að pen-
ingamagn í umferð muni
minnka, ef Albert afhendir fólk-
inu ávísun á þjóðarauðinn í stað
kvittunar fyrir greiddum skött-
um. Hver mundi kaupa af mér
kvittunina hans Alberts, þannig
að hún yrði að gjaldeyri? Svo
mikill hálfviti er enginn. Hins
vegar er alveg ljóst, að ég mundi
geta selt ávísun á hlutdeild í öll-
um þjóðarauðnum. Peninga-
magn í umferð mundi þess vegna
auðvitað aukast en ekki minnka
og þar með væri meira fé til
ráðstöfunar til atvinnuveganna
en ekki gagnstætt. Peningar eiga
nefnilega ekki að vera neitt ann-
að en ávísanir á verðmæti.
Og hvernig hafa menn þetta
t.d. í Japan, þar sem allur al-
menningur er orðinn bjargálna.
Mér er sagt, að ríkið taki þar að
láni hjá fólkinu, hvorki meira né
minna en 5% þjóðarframleiðsl-
unnar á ári hverju. Ég undir-
strika þjóðarframleiðslunnar, en
ekki 5% bara fjárlagaupphæðar-
innar. Þar er fólkinu líka gert
kleift að gerast aðilar að at-
vinnulífinu. Þar eru almennings-
hlutafélögin, nákvæmlega eins
og gerðist við þýska undrið, sem
kerfisköllum og hinsegin sósíal-
istum tókst að vísu að klekkja á.
Eyjólfur Konráð Jónsson
„Það sem ég er alltaf
að segja er ofurein-
faldlega, að á ofstjórn-
aráratugnum hefur
misrétti á íslandi auk-
izt svo geigvænlega að
ekki er við unandi. Áð-
ur gátu menn byggt og
stofnað til atvinnu-
rekstrar, en í mesta
góðæri, sem þetta land
hefur notið, hefur ver-
ið búin til fátækt, sem
áður var óþekkt og
enginn alþingismaður
getur samvizku sinnar
vegna sætt sig við.“
En úr því að mér varð það á að
nefna peningamagnskenning-
una, langar mig til að vitna til
orða eins merkasta manns okkar
samtíðar og þeirrar ótrúlegu víð-
sýni, sem Jóhannes Nordal „eig-
andi“ Seðlabankans sýnir, þegar
hann segir í öðru hefti Frelsisins
1983 eftirfarandi:
„Þótt peningamagn sé t.d.
hugtak, sem allir hagfræðingar
nota, er nákvæm skilgreining
þess varla hugsanleg svo óyggj-
andi sé. Þar að auki hefur eðli
peningamagnsins tekið sífelld-
um breytingum eftir því sem
greiðsluvenjur og greiðslutækni
hafa breytzt. Það er jafnvel
hugsanlegt að næsta kynslóð eigi
eftir að lifa í allt að því seðla-
lausu þjóðfélagi og hvaða gildi
hefðu þá þær takmarkanir á
seðlaprentun, sem settar væru í
stjórnarskrá við núverandi að-
stæður?"
Jóhannes Nordal gerir sér
þannig grein fyrir því, að pen-
ingar eru ekki og verða ekki
neitt annað en ávísanir á verð-
mæti, þótt minni spámennirnir
séu nú sem fyrr kaþóiskari en
páfinn. Ég fæ ekki betur séð en
að hann geri sér fullkomlega
ljóst, að Seðlabanki í núverandi
mynd, Þjóðhagsstofnun, Fram-
kvæmdastofnun og allt þetta dót
sé fortíðarfyrirbæri og veit ég
þó, að vinur minn mótmælir
þessum ummælum, ef hann þá
nennir því!
En komum aftur að kjarna
málsins, hann er ofureinfaldlega
sá sem Friedman lýsir með þeim
orðum, að hann sé á móti skatt-
lagningu, gripdeild báknsins
„undir sérhverju yfirvarpi, af
hvaða ástæðu sem er, í næstum
öllum tilfellum". Ríkisauðvaldið
er höfuðandstæðingur fólksins,
sérstaklega fátæka fólksins. Það
bannar því allar bjargir og stel-
ur t.d. 40 krónum, þegar 80 krón-
ur eru lagðar á borðið fyrir
tannbursta. Arðræninginn er
ríkið — og allir aðstoða hann.
Og víkjum svo aftur að hallan-
um á fjárlögum. Þú heldur því
fram, að halli yrði á fjárlögum ef
staðið yrði við loforðið um stór-
fellda lækkun neyzluskatta. Lík-
lega mundu tekjur ríkissjóðs
eitthvað lækka við þetta, þótt
þær séu auðvitað litlar af vörum,
sem enginn getur keypt. En
svara þú mér nú spurningunni,
sem ég hef ótal sinnum spurt
spekingana: Hver eru útgjöld
ríkissjóðsins, þegar upp er stað-
ið, önnur en bein og óbein vinnu-
laun og notkun gjaldeyris?
Mundi ekki útgjaldahliðin verða
eitthvað í hlutfalli við tekjuhlið-
ina ef með lækkun okurskatta á
vörur, allt frá tannburstum til
benzíns, reyndist kleift að halda
launahækkunum í skefjum og
genginu stöðugu. Þar sem þú ert
ekkert hámenntað gáfnaljós
frekar en ég — og þykist heldur
ekki vera það — þá treysti ég þér
bezt til að svara þessari spurn-
ingu.
Með beztu kveðjum,
Reykjavík, 29. janúar 1984.
P.s. Ég hef í þingflokknum okkar
lagt það til, að samhliða stór-
felldri lækkun vöruverðs verði
gjaldeyrisviðskipti gefin algjör-
lega frjáls og íslenzka krónan
gerð að alvörupeningum, hvernig
lízt þér á það?
Eyjólíur Konrid Jónsson er alþing-
ismaður Sjilfstædisflokksins í
Norðurlandskjördæmi restra og
fyrrr. ritstjóri Morgunblaðsins.
Könnun Skagstrendings hefur
vakið fleiri spurningar
segir Sveinn Ingólfsson um veiðiheimildir við Bandaríkin
„ÞAÐ LIGGUR ekkert fyrir enn
hvort af þessum hugmyndum
okkar verður. Það má segja, að
þessi fyrsta könnun hafi vakið
fleiri spurningar en svör,“ sagði
Sveinn Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Skagstrendings,
er hann var inntur eftir því,
hvernig fyrirtækinu gengi að fá
veiðiheimildir við Bandaríkin.
Eins og áður hefur komið
fram í Morgunblaðinu, er það
hugmynd Skagstrendings að
leita eftir veiðheimildum við
vesturströnd Bandaríkjanna
og verði af þeim, að kaupa
3.500 lesta frystitogara í
Þýzkalandi til veiðanna
vestra. Hefur Sveinn Ingólfs-
son verið vestra um tíma til að
kanna hvaða möguleikar eru á
en svör
því, að af þessu verði. Sveinn
sagði ennfremur, að þetta tæki
allt sinn tíma, margra spurn-
inga þyrfti að spyrja og fá
svör við áður en ljóst yrði hver
niðurstaða þessara athugana
yrði og hvað gert yrði í því
framhaldi. Þetta væri því allt
opið enn.
Stefnir
kominn út
ÚT ER komið 4. tbl. Stefnis 34. ár-
gangur. Blaðið er að þessu sinni
helgað 25. landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins.
Meðal efnis er setningarræða
Geirs Haligrímssonar, almenn
stjórnmálaályktun landsfundar-
ins, listi yfir landsfundarfulltrúa
og greinargerð um störf fundar-
ins. Þá eru einnig birt erindi sem
flutt voru á fundinum: Stjórnun —
ný vinnubrögð, betri vinnubrögð
eftir Jón Sigurðsson, Atvinnulífið
nýir möguleikar, nýir markaðir
eftir Ragnar Kjartansson, Mann-
líf, menning og umhverfi eftir Sól-
rúnu B. Jensdóttur og Örtölvu-
byltingin, ávinningur eða atvinnu-
leysi eftir Þorgeir Pálsson. Loks er
grein Hannesar H. Gissurarsonar
sem nefnist: Nýr kafli hafinn í
sögu Sjálfstæðisflokksins.
Blaðið er 68 blaðsíður að stærð,
ritstjóri er Hreinn Loftsson.
Kirkjur
á landsbyggðinni
Messur á
sunnudaginn
Guðspjall dagsins:
Matt. 13.: Illgresi meðal
hveitisins.
BÍLDUDALSKIRKJA: Sunnudaga-
skóli á sunnudaginn kemur kl. 11
og guðsþjónusta kl. 14. Ferming-
arbörn lesa ritningarlestra. Sr.
Dalla Þórðardóttir.
BORGARNESKIRKJA: Á morgun,
laugardag, verður barnamessa kl.
10.30. Guðsþjónusta á sunnudag
kl. 11. Sóknarprestur.
KIRKJUHVOLSPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju
kl. 10.30 á sunnudagsmorguninn.
Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14.
Organisti er Hannes Birgir Hann-
esson. Biblíulestur á prestssetrinu
á mánudagskvöldið kemur kl. 21
og samtalsfundur um mannleg
samskipti á sama stað á miðviku-
dagskvöldið kemur. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir sóknarprestur.
ODDAKIRKJA RANG.: Guðsþjón-
usta á sunnudaginn kl. 14. Sr.
Stefán Lárusson.
HELLUSKÓLI: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Stefán Lárusson.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Á
morgun, laugardag, kirkjuskóli kl.
11. Fjölskylduguðsþjónusta á
sunnudaginn kl. 11. Sr. Magnús
Björnsson.
VÍKURPRESTAKALL: Kirkjuskól-
inn í Vík á morgun, laugardag, kl.
11. Guðsþjónusta á sunnudg kl. 14.
Sóknarprestur.