Morgunblaðið - 03.02.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984
19
Sigurður Sigurjónsson, Bjarni Steingrímsson og Bríet Héðinsdóttir í hlut-
verkura sínum i einþáttungi Brechts „Vopn frú Carrar“. Baldvin Halldórsson
leikstýrði.
„Dags hríðar spor“, nýstárlegt verk eftir Valgarð Egilsson lækni. Guðbjörg
Þorbjarnardóttir og Júlíus Brjánsson í hlutverkum sínum. Leikstjóri var
Brynja Benediktsdóttir.
Fyrsta verk sem sett var upp á Litla sviðinu var „Liðin tíð“ eftir Harold
Pinter. Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld og Þóra Friðriksdóttir í hlutverk-
um sínum. Stefán Baldursson leikstýrði.
skipti á sýningu á Litla sviðinu.
En það er vonandi að sú nýjung að
bjóða handhöfum áskriftarkorta
að Stóra sviðinu 20% afslátt af
aðgangsmiðum að Litla sviðinu,
breyti þessu.
Af reynslunni höfum við lært að
hafa aðeins eitt leikrit í gangi í
einu. Það sem við sýnum nú er
„Lokaæfing", verk sem Svava Jak-
obsdóttir hefur skrifað sérstak-
lega fyrir þetta svið. Það hefur
fengið svo góðar viðtökur og mikla
aðsókn að við urðum að hætta við
að taka upp sýningar á „Súkkulaði
handa Silju" eftir Nínu Björk
Árnadóttur og fresta auk þess
frumsýningu á nýju verki sem átti
að koma hér upp í byrjun febrúar.
En nú förum við að hætta með
„Lokaæfingu" og bendi ég leikhús-
áhugafólki á að láta þessa sýningu
ekki fram hjá sér fara."
Stórkostlegur tími
— Hvernig hefur þú svo kunnað
við þig í kjallaranum, Þorlákur?
„Eg hef starfað við Þjóðleikhús-
ið frá því það hóf starfsemi sína
fyrir tæpum 34 árum og verð að
segja, að á þeim tíu árum sem ég
hef starfað hér niðri hef ég kynnst
starfsfólki hússins mun betur en á
24 árum uppi. Þetta hefur verið
stórkostlegur tími sem ég hefði
ekki fyrir nokkurn mun viljað fara
á mis við og vil í tilefni afmælisins
þakka starfsfólkinu fyrir sam-
starfið og þá ekki síst Sveini Ein-
arssyni, fyrrum Þjóðleikhússtjóra,
fyrir hans framlag til Litla sviðs-
ins. Starfið er mjög fjölbreytt, ég
er eini fastráðni starfsmaður
kjallarans og hef því verið svona
allt í öllu. A hverjum degi bíður
eitthvað nýtt og hef ég ævinlega
hlakkað til að mæta í vinnuna."
— Hvers óskar þú Litla sviðinu í
framtíðinni?
Það er nú fyrst og fremst von-
andi að ekki verði langt í að þessu
bráðabirgðaástandi Ijúki og við
komumst á nýtt leiksvið. Annað
sem hefur verið draumur minn
lengi er að varðveita merkar upp-
setningar á filmu og láta fagmenn
um upptökuna. Þegar eytt hefur
verið tima og fé í uppsetningar
finnst mér það ekki vera stórt
skref að taka, sérstaklega þegar
tekið er mið að því mikilvægi sem
þessar upptökur gætu haft seinna
fyrir menningarsögu okkar. Sum-
ar uppsetningar verða ekki endur-
teknar og leikarar eldast eins og
annað fólk.“
aö Austurstræti 7. Opið öiium á afgreiöslutíma bankans.
v - ’ - 1 '*■ i
Simir siálfvirkninnar
Einkarádoiafi ritarans
Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif-
stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn
með
• sjálfvirku línuminni
• sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd
• sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum
• sjálfvirkri línufœrslu____________________________________________
• sjálfvirkri undirslrikun og síritun______________
• sjálfvirkum miðjuleitara og
• sjálfvirkum dálkastilli
Yfirburðimir eru síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum
tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum.
KRIFSTOFU
Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377