Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 5

Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLl 1984 5 Carrington iávaröur i Þingröllum ásamt Halldóri Ásgrímssyni, ráðherra, séra Heimi Steinssyni, þjóögarðsverði, Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra, og Ólafi Egilssyni, sendiherra. Kartöflupökkun Grænmetisins: Með lánsfé „ÞETTA mál er ekki komið svo langt að séð sé fyrir endann á því en sjálfsagt verður þetta gert með lánum,“ sagði Gunnlaugur Björnsson forstjóri Græn- metisverslunar landbúnaöarins er hann var spurður að því hvernig Grænmetis- verslunin ætlaði að fjármagna stofnun tveggja kartöflupökkunarstöðva, sem stofnunin ætlar að reisa í Þykkvabæ og Eyjafirði í haust og áætlað er að kosti 8 til 10 milljónir, í Ijósi þess að velta fyrirtækisins hefði minnkað vegna innflutnings einkaaðila á kartöfium í sumar. Gunnlaugur sagði að salan hefði ekki dregist mikið saman. Vikusal- an væri 120 til 130 tonn að meðal- tali en hefði verið um 200 tonn í fyrra og væri samdrátturinn því um þriðjungur, eða varla það því hann sagðist vita til að meðaltalsinnflutningur annarra aðila væri ekki nema um 50 tonn á viku. Aðspurður um hvað undir- búningur pökkunarstöðvanna væri langt kominn sagði Gunnlaugur að í bígerð væri að taka á leigu ónotað vélaverkstæði i Þykkvabæ til starfseminnar en samningur hefði enn ekki verið gerður og vélár ekki pantaðar. Undirbúningur fyrir norðan væri skemmra á veg kom- inn. Ekki væri heldur búið að ganga frá því með hvaða formi þessar stöðvar yrðu stofnaðar og reknar, bændur hefðu vissan áhuga að hafa ítök í þessu og yrði þá lík- lega um einhvers konar sameign- arform að ræða. betur, en sigurvegarar urðu „Flipp-flokkurinn", sem kom þar fram með þaulæft söng- og stuð- atriði og er það trú mín, að fólk eigi eftir að sjá og heyra meira frá „Flipp-flokknum" áður en langt um líður. Verðlaun í hæfileikakeppninni voru tíu tím- ar í „Stúdíó Bimbó" á Akureyri. Þessum mesta stuðdansleik, sem haldinn hefur verið hér á Skaga- strönd lauk svo upp úr klukkan þrjú um nóttina. Kántríhátíðinni lauk svo á sunnudag með messu og kveðjustund með Hallbirni. Á meðan hátíðin stóð yfir var rekið kántrí-útvarp í Kántríbæ. Var mjög spennandi að fylgjast með þessu fyrsta frjálsa útvarpi á íslandi, og stuðlaði það ekki hvað síst að skemmtilegri stemmningu í bænum. Send- ingarstyrkur stöðvarinnar var nægur til að útvarpið heyrðist í eins til tveggja kílómetra radíus, mjög skýrt. í útvarpinu voru leikin kántrílög, viðtöl við hátíð- argesti, tilkynningar og fréttir af hátíðinni. I tilefni af hátíðinni sýndi Skagastrandarbíó tvo „vestra" á föstudagskvöld og íaugardaginn. Friðrik Þór Frið- riksson, kvikmyndagerðarmaður, keypti einkarétt á atriðum hátíð- arinnar af Hallbirni, og kvik- myndaði hann hátíðina í heild sinni. 1 viðtali við Hallbjörn kom fram, að hann var mjög ánægður með hátíðina og taldi hana hafa heppnast mjög vel, þótt aðsókn hefði mátt vera betri, en hann taldi að 800 til 900 manns hefðu komið á svæðið á laugardag. Hallbjörn var þó óánægður með, hversu margir hefðu svindlað sér inn á svæðið án þess að borga, en sagði jafnframt að aðalatriðið væri þó, að fólk hefði skemmt sér vel og þá væri hann ánægður. Hallbjörn stefnir ótrauður á kántríhátíð á næsta sumri og þá verður örugglega enn betri að- sókn, þegar fólk fréttir hvílík stemmning var á þessari fyrstu kántríhátíð á íslandi. Ó.B. MEST SELDIBÍLL > GÆÐI, ÖRYGGI, GLÆSILEIKI á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.