Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 15

Morgunblaðið - 24.07.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 15 Úlfurinn á flótta. Villtur úlfur næst skammt frá Lundi Eftir æsifenginn eltingaleik yfir akra, vegi og íbúðahverfi féll loks úlfur sá er í maí sást á Norður- Skáni, fyrir svæfingarkúlu úr byssu lögreglunnar. Laugar- dagsmorgun einn í júní fékk lög- reglan fleiri upphringingar en vanalega frá áhyggjufullum íbúum í Hölleviksnesi, íbúðahverfi sem er rétt fyrir sunnan Malmö. Fólk hafði séð úlf snuðra í görðun- um hjá sér en lögreglan sem var á vakt lagði lítið upp úr þessu í fyrstu, enda gekk „varghysteria" í Svíþjóð sl. vor. Lögreglubíll var þó sendur af stað og brátt var það ljóst að hér var um stóran úlf að ræða . Svæð- ið fylltist af lögreglumönnum í bílum og á mótorhjólum. Veg- tálmar voru settir upp og þyrla send af stað með skyttur innan- borðs. Fjöldi forvitinna fylgdist með er úlfurinn reyndi að flýja, en það varð til trafala því skotmenn- irnir þorðu ekki að skjóta þó dýrið væri í færi, af ótta við að einhver áhorfendanna yrði fyrir kúlunni. Eftir tveggja tíma eltingaleik féll úlfurinn loks fyrir deyf- ingarskoti og var fluttur í sjúkra- bíl í dýragarðinn á Skáni þar sem dýralæknar og hjúkrunarfólk tóku við honum. Þar fékk hann róandi sprautur enda æstur og yfirkeyrð- ur eftir flóttann. Hann var síðan látinn vakna í dimmu búri til þess að fá að jafna sig óáreittur og eng- um forvitnum var leyfður aðgang- ur, hvorki blaða- né sjón- varpsmönnum. Úlfafræðingur dýragarðsins staðfesti að hér væri um að ræða villtan úlf, fullvaxinn og vek á sig kominn. Og þá hófst annar eltingaleikur innan kerfisins um það hver bæri ábyrgð á skepnunni og hvað ætti að gera við hana. Lögfræðileg niðurstaða varð sú, að úlfur þessi væri konungleg villibráð og því bæri lögreglustjóranum í Malmö að taka ákvörðun um það hvað gera skyldi. Ekki var talið ráðlegt að sleppa honum til hinna úlfanna í dýragarðinum því sérfræðingar telja að villt og fullvaxin dýr verði taugaveikluð við slíkar aðstæður og geti jafnvel dáið úr tauga- spennu. Það varð úr að flytja hann norðureftir í skóglendið þar sem hann hefði möguleika á því að leita uppi ættingja sína. En það var ekki heiglum hent því þar eru fyrir öflug samtök úlfahatara sem harðneituðu að taka við fleiri úlfum. Þykjast þeir hafa nóg af þessum villidýrum fyrir sem þeir vilja ekkert fremur en koma fyrir kattarnef. Málið leystist á þann hátt að timburfyr- irtæki eitt sem á stórar lendur í Dölunum bauðst til að taka við úlfinum. Forstjóri fyrirtækisins sagði að úlfurinn væri friðlýstur og sjaldgæft dýr. Það dýr sem hér væri um að ræða væri algerlega villt og ætti þannig heimtingu á því að fá að lifa og veiða í föður- landi sínu, auk þess tilheyrði það dýralífi okkar. Náttúruverndaryfirvöld hafa samþykkt þessa ráðstöfun. Litlum útvarpssendi hefur verið komið fyrir á úlfinum sem gerir dýra- fræðingum kleift að fylgjast með ferðum hans og hegðan. „Þetta var vel til fundið," sagði lögreglustjórinn, sem aldrei áður hefur fjallað um mál þar sem kvikindi af þessu tagi kemur við sögu. Ennfremur sagði hann: „Þetta með útvarpsendinn var vel til fundið. Ef einhver skyldi kæra okkur fyrir það að hafa ekki tekið rétta ákvörðun í þessu máli, þá vitum við alltaf hvar við höfum hann og getum sótt hann ef i það fer.“ Pétur Pétursson, Lundi. Júgóslavar og Búlgarir reyna að bæta sambúð sína Belgrad, í júlí. AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Júgóslav- íu, Milka Planinc, hefur verið í „opinberri vináttuheimsókn“. Þetta er í fyrsta sinn, sem júgóslavneskur forsætisráðherra sækir Búlgaríu heim, en þjóðirnar tvær hafa um langan aldur átt i illdeilum vegna Makedóníu. Makedónía, sem áður laut Tyrkjum og hefur m.a. í tímans rás heyrt þremur löndum til: Júgóslavíu, Búlgaríu og Grikk- landi, er nú hluti af Júgóslavíu. Búlgarir hins vegar hafa lagt áherslu á söguleg tengsl sin við Makedóníu, en Júgóslavar túlka það sem tilkall til hluta landsins. Milka Planinc mun i heimsókn sinni ræða við búlgarska ráða- menn, m.a. formann kommúnista- flokksins, Todor Zhivkov, um sam- skipti ríkjanna og önnur vanda- mál. Áskrifnirsiminn er 83033 í hjarta borgarinnar, Austurstræti 7, eru aðalstöðvar erlendra viðskipta Búnaðarbankans. Þar, og í útibúum um allt land, veitir bankinn alla gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn, útflytjendur og innflytjendur. VISA greiðslukort. BINAÐARBANKI ÍSLANDS NViSnN0T«lV9NlSAlOnV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.