Morgunblaðið - 24.07.1984, Page 27

Morgunblaðið - 24.07.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 27 Sovéski flutningabíllinn á leið inn á lód sovéska sendiráðsins í Bonn á sunnudag. Simamynd ap Sovéski flutningabíllinn farinn til A-Þýskalands Bonn. 23. júif. AP. _ heldur vildi stjórnin hnekkja VESTUR-ÞYSKA lögreglan fylgdi sovéska flutmngabílnum, rétti Sovétmanna að lýsa öllum sem stöðvaður var bæði í Sviss og V-Þýskalandi í 10 daga, farmi bílsins sem sendiráðsvarn- yfir til A-Þýskalands í dag. ingi. Norskt skip heim eftir kyrrsetningu Osló, 23. júlí. Frá Jan Erik Uure, fréttaritara Mbl. AFLÉTT hefur verið kyrrsetningu norska skipsins Germa Lionel í Líbýu eftir nærri 70 daga prísund í Trípólí- höfn. Strax og skipið var komið út úr landheiginni var tilkynnt um, að einn af skipverjunum, 52 ára gam- all háseti, hefði verið barinn til dauða af öryggislögreglu Ghaddafis ofursta. Skömmu eftir að Germa Lionel kom til hafnar í Trípolí, kyrrsettu líbýsk yfirvöld skipið. Var ástæðan sögð sú, að einn af skipverjunum hefði framið sjálfsmorð, en slíkt er bannað að líbýskum lögum. Nú virðist annað vera komið á daginn. Samkvæmt krufningar- skýrslu, sem gerð hefur verið hér í Noregi, bendir allt til, að sjómaður- inn hafi verið barinn til dauða. Gallup-könnun: Mondale og Ferraro vinsælli en Reagan WashÍD^ton, 23. júlí. AP. Skoðanakönnun sem Gallup- stofnunin gerði fyrir tímaritið Newsweek, leiddi í Ijós, að fram- bjóðendur demókrata við forseta- kosningarnar í nóvember, þau Walt- er Mondale og Geraldine Ferraro, stóðu framar Ronald Reagan forseta að vinsældum. Skoðanakönnunin var gerð í lok landsfundar Demókrataflokksins, á fimmtudag og föstudag, eftir að frambjóðendur flokksins höfðu fengið ítarlega kynningu á besta tíma í sjónvarpi. Samkvæmt könnuninni fengu Mondale og Ferraro alls 48% at- kvæða þeirra sem spurðir voru, 1006 talsins, en Reagan forseti og George Bush varaforseti 46% at- kvæðanna. Könnunin leiddi enn fremur í ljós, að 55% þeirra sem spurðir voru, efuðust um hæfni Ferraro til að takast á hendur varaforseta- embættið. „Ég get varla beðið eft- ir því að hefja kosningabaráttuna til þess að sýna fram á, að ég er góður frambjóðandi og á eftir að verða góður varaforseti," segir hún í viðtali við Newsweek. Mikill styrr hefur staðið um flutningabílinn, þar sem yfirvöld í Moskvu neituðu Svisslending- um um að rannsaka farm bílsins, sem skráður var sem sendiráðs- varningur. Bílnum var haldið í Sviss í viku meðan leyfi fékkst ekki til að rannsaka farminn, en Svisslendingar skiluðu honum í síðustu viku. Þegar bíllinn fór yfir landa- mæri V-Þýskalands á leið til Moskvu, tók lögreglan bílinn í sína vörslu þar til leyfi sovésku yfirvaldanna fékkst til að opna bílinn. Lögreglan opnaði svo inn- siglaða hurð bílsins á lóð sov- Auka herlið í Kambódíu Peking, 23. júlí. AP. KÍNVERJAR fullyrða að Ví- etnamar hafi sent um 10.000 hermenn auk vopna inn í Kambódíu til að fylla skörð þeirra sem fallið hafa í árás- um skæruliða. Víetnamar sögðu í síðasta mán- uði að þeir myndu draga hluta herliðs síns út úr Kambódíu, líkt og þeir gerðu árin 1982 og ’83. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að þessar aðgerðir sýndu að ekkert væri að marka þær yfirlýs- ingar. Samkvæmt tölum vestrænna ríkja, hafa Vétnamar sent um 200.000 hermenn inn í Kambódíu síðan 1979. Verðbólga 3,7% íEB- löndunum Lúiemborg, 23. júlf. AP. VERÐBOLGA í Evrópubanda- lagslöndunum tíu var 3,7% á fyrri helmingi þessa árs og hefur minnkað um 0,6 % frá því á sama tíma í fyrra, að sögn tölfræði- stofnunar bandalagsins. I skýrslu stofnunarinnar kemur fram að verðbólga minnkaði í öll- um bandalagslöndunum á þessum tíma, nema V-Þýskalandi, Dan- mörku og Hollandi. éska sendiráðsins í Bonn á sunnudag, og athugaði merking- ar á varningnum. Kassar og pok- ar í bílnum voru ekki opnaðir, þar sem Peter Boensich, tals- maður stjórnarinnar í Bonn, sagði að samkvæmt Vínarsam- þykktinni um farangur sendi- ráðsmanna megi stjórnvöld í Bonn ekki rannsaka farm bif- reiðarinnar, að eigin frumkvæði. Samkvæmt lista frá Sovét- mönnum eru móttöku- og sendi- tæki ásamt dulmálstækjabúnaði í bílnum, auk annars útbúnaðar sem Sovétmenn ætluðu að nota í nýrri byggingu þeirra í Genf. Hvorki v-þýsku yfirvöldin né þau sovésku gáfu nokkra skýr- ingu á hvers vegna flutningabíll- inn var á leið til Moskvu í stað Genfar, eftir að kröfum um rannsókn farmsins hafði verið fullnægt. Talsmaður v-þýsku stjórnar- innar sagði að grunur um njósnatæki í bílnum hefði ekki verið orsök rannsóknarinnar, Heimsókn Genschers lokið: írönsk blöð átelja V estur-Þjóðverja Teheran, 23. júlf. AP. HANS-Dietrich Genscher uUnríkisréðherra Vestur-Þýskalands, sem á sunnu- dag sneri aftur til Bonn eftir tveggja daga heimsókn í íran, sagðist hafa í viðræðum sínum við íranska utanrikisráðherrann, Ali Akbar Velayati, lagt áherslu á að binda yrði tafarlaust enda á Persaflóastríðið. Hann kvaðst ennfremur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að íran- ir hefðu ekki staðið við skuldbind- ingar sínar um útflutning á olíu til V-Þýskalands vegna stríðs írana og Iraka. Þá mæltist Genscher til þess að viðskipti landanna tveggja yrðu aukin enn frekar. Að sögn íranskra embætismanna lögðu íranir til í viðræðunum við Genscher, að viðskiptahalla þeirra við V-Þýskaland yrði mætt með langtímasamningum um kaup á olíu. Á laugardag birtu írönsk dagblöð harðorðar yfirlýsingar á forsíðu þar sem Vestur-Þjóðverjar voru sagðir andstæðingar írönsku bylt- ingarinnar og bandamenn Banda- ríkjamanna, sem væru höfuðand- stæðingar írana. Þá var því haldið fram að Vestur-Þjóðverjar styddu andbyltingaröfl í íran. Talsmaður í vestur-þýska utan- ríkisráðuneytinu sagði að þessar ásakanir hefðu ekki borið á góma í viðræðum Genschers og íranskra ráðamanna. Genscher sagði að bæði utanrík- isráðherra og fjármálaráðherra Ir- ans hefðu heitið því að sækja Vestur-Þýskaland heim í „náinni framtíð". Þá hefðu franir samþykkt að endurvekja sameiginlega efna- hagsnefnd rikjanna tveggja. Stórkostlegur sumarafsláttur PAMPERS ro c c 3 o ? < Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum og með nýja „lásnum“ getur þú opnað og lokað að vild Aðeins það besta er nógu gott fyrir barnið mnnri . , cMntenólzci ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.