Morgunblaðið - 24.07.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 24.07.1984, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 Hvernig skyldu aðstœður í fangelsum í tran vera í raun réttri? í eftirfarandi viðtali fást nokkur svör við þeirri spurningu, en það átti Colin Smith blaðamaður við unga konu, sem var ein af þeim heppnu er komust lifandi úr slíkri prísund. Samfangi hennar sem tekinn var af lífi bað hana að segja sögu þeirra, ef hún fengi aðstöðu til. egar Elísabet var í þann veginn að fara að lýsa erfiðum stundum úr fangavist sinni, mátt glöggt sá það á henni, því að þá saug hún sígarett- una með meiri ákefð en ella eða einblíndi á flúraðan háls pönkara- stelpunnar, sem sat á næsta borði við okkur. Sú sjón var henni ef til vill Ijósasti vottur þess, að hún var að segja frá liðinni tíð, og að hún var í raun og veru sloppin frá tr- an. Elísabet skýrði mér frá því, þeg- ar hún fór ásamt nokkrum sam- föngum sínum úr Evin-fangelsinu í útjaðri Teheran, skömmu eftir komuna þangað. Fyrir þeim fór kyndugur náungi, nánast dverg- vaxinn krypplingur, sem hló móð- ursýkislega og æðisgengið. Hann hafði sagt þeim, að nú ætti að láta þau laus. Þau gengu í halarófu með bundið fyrir augun, en þeim hafði lærst að með því að gretta sig og hnykla brýnnar gátu þau séð dálítið, ef þau reigðu hnakk- ann lítið eitt. Dvergurinn sneri sér að þeim og sagði: — Segið, niður með muja- hideen-samtökin! Elísabet kvaðst hafa velt því fyrir sér, hvort hún ætti að hafa þetta eftir. Hún var ekki í mujahi- deen-samtókunum, en fylgdi alls ekki ayatollah Khomeini að mál- um. Einhver aftast í röðinni byrj- aði að hrópa þetta, og nokkrir aðr- ir bættust í kórinn, en hinir fylgdu hrynjandi orðanna án þess að hafa þau eftir, segir hún. Þau gengu áfram, þar til dverg- urinn sagði þeim aö nema staðar og taka klútana frá augunum. Þá sá Elísabet að hún stóð andspænis gálgum, þar sem fimm menn héngu með tunguna út úr sér og bærðust fyrir vindi. Um háls þeirra höfðu verið fest skilti, þar sem á voru letraðir glæpir þeirra gegn guði. Því næst skipaði dvergurinn föngunum að láta klútana fyrir augu sín að nýju, og síðan hélt halarófan aftur að fangelsinu. Viðmælandi minn heitir ekki Elísabet. Henni var gefið það nafn i Evin-fangelsinu. í augum fanga- varðanna var hún útlendingur og þess vegna var hún látin ganga undir erlendu nafni. Hún var tig- inborin og hafði hlotið menntun á Vesturlöndum, þótt hún væri ír- önsk í húð og hár. Við ákváðum að skýra ekki frá raunverulegu nafni hennar af ótta við að ættingjar þeir, sem hún á í íran, verði látnir gjalda bersögli hennar. Þess vegna skulum við halda okkur við nafnið Elisabet. Við snæddum saman hádegis- verð í einni af höfuðborgum Evr- ópu skömmu eftir að hún komst þangað frá íran. Hún er hálfþrí- tug. Menntun sína hlaut hún að miklu leyti í breskum heimavist- arskólum og síðar var hún við nám í Bandaríkjunum. Árið 1982 var hún látin laus úr Evin-fangelsinu eftir að hafa setið þar inni í hálft ár. Á meðan hún var í haldi, háði einræðisstjórnin í íran blóðuga baráttu við mujahi- deen-samtökin, sem höfðu gert með henni byltinguna gegn keisar- anum. Markmið samtakanna hafði verið það að blanda saman sósíal- isma og trúarkenningum mú- hameðstrúarmanna, en slíkt jafn- gilti síðar meir bannfæringu í augum klerkaveldisins i íran. Áð- ur en mujahideen-samtökin lutu endanlega í lægra haldi fyrir Khomeini og fylgismönnum hans höfðu þau myrt fjölmarga and- stæðinga sína og kröfugöngur og vopnuð átök milli hinna stríðandi fylkinga voru daglegt brauð í landinu. Amnesty International hafði heimildir um aftöku 2.444 pólitískra fanga frá 20. júní 1981, er Bani-Sadr forseti flúði land, og til desemberloka sama ár. Elísabet var handtekin er hún fylgdist með mótmælaaðgerðum í Teheran. Hún var fjóra sólar- hringa í haldi í sérstökum búðum, áður en hún var færð í Evin- fangelsið. Á meðan hún var í haldi, sá hún að fólki var mis- þyrmt, þar á meðal ungri konu, sem hafði skrifað „Drepum Khom- eini“ á vegg. Sjálf sætti Elísabet engum pyndingum á þessum stað. Fanga- vörður ætlaði að berja hana við yfirheyrslur, en félagi hans stöðv- aði hann og sagði að svona kæmi maður ekki fram við menntaðar konur. Hún segist ekki hafa orðið hrædd fyrr en hún kom í Evin- fangelsið. Þangað var hún flutt ásamt 70 föngum öðrum í gluggalausum bíl. Þegar komið var á leiðarenda vissi hún hvert hún var komin, því að hún kannaðist vel við hina ramm- gerðu fangelsisbyggingu, sem keisarinn hafði látið reisa i útjaðri borgarinnar. Þar var rúm fyrir 2 þúsund fanga, en Amnesty Inter- national telur að framan af valda- tíma Khomeinis hafi þar verið um 6 þúsund manns samtímis. Elísabet kom i fangelsið kl. hálf níu að morgni. Bundið var fyrir augu hennar i 10 klukkustundir fyrir utan það andartak, sem hún hafði fengið að taka ofan klútinn í fylgd með dvergnum, eins og segir frá hér að framan. Hún heyrði hljóð úr fólki, sem verið var að pynda í nærliggjandi klefum. Þessi hljóð voru svo ólík þeim sem fólk gefur frá sér að þau minntu hana helst á ýlfur í úlfum, sem hún hafði heyrt, þegar hún var með foreldrum sfnum á skíðum í Evrópu. Hún gerði sér í hugar- lund, að villidýr væru látin inn í klefa hjá fólki. Um sexleytið að kvöldi var henni fylgt inn í herbergi, þar sem hún heyrði sára kveinstafi kvenna. Kona nokkur sagði við hana að nú mætti hún taka klút- inn frá augunum. Þegar hún hlýddi því, varð henni næstum því eins bilt við og um morguninn í fylgd með dvergum. Það voru fæturnir á konunum sem hún einblíndi á. Þeir voru vafðir með blóðugum bindum og svo bólgnir að þeir voru tvisvar sinn- um stærri en eðlilegt var. Þarna sá hún í fyrsta sinn fólk, sem hafði sætt þeirri pyndingaraðferð sem einna algengust var í Evin-fang- elsinu. Hún er kölluð bastinado og felst í því að fólk er barið í iljarn- ar með þeim afleiðingum að sárs- aukinn hríslast nálega inn í hverja einustu taug líkamans. Þarna voru um 80 konur, en herbergið var aðeins um 5X10 metrar að stærð. Allar konurnar höfðu orðið fyrir harkalegum barsmíðum nema Elísabet og tvær aðrar. Önnur þeirra var niðurlút, miðaldra kona, sem sagt var að hefði svikið son sinn. Sumar kvennanna gátu varla gengið. El- ísabet heyrði eina þeirra biðja fangavörð um að hjálpa sér á sal- ernið, en því var ekki skeytt. Um það bil helmingur þeirra hafði verið dæmdur til dauða, eft- ir að þær höfðu verið píndar til að játa á sig sakargiftir. Innan skamms átti að leiða þær fyrir af- tökusveit og því voru þær að und- irbúa dauða sinn. Þeim höfðu ver- ið fengnir pennar og með þeim áttu þær að skrifa nöfn sín á hægri hönd og vinstri fótlegg, svo að unnt yrði að þekkja lík þeirra að lokinni aftöku. Aftökusveitirn- ar luku yfirleitt verki sínu með því að hæfa fórnarlömbin í andlitin, þannig að líkin urðu óþekkjanleg. Elísabet heyrði karlmenn syngja á hæðinni fyrir ofan. í fyrstu heyrði hún ekki textann, svo varð henni Ijóst að þeir sungu persneskan brúðkaupssöng. Vörð- ur skipaði þeim að halda sér sam- an, en einhver svaraði honum: — Hvers vegna?. Þið getið ekki gert okkur neitt frekar. Það á að fara að taka okkur af lífi. Og svo sungu þeir: — 1 nótt mun heitasta ósk okkar rætast. Verðir byltingarinnar vilja fremur taka fanga af lífi í rökkri en við rismál. Elísabet frétti síðar að þetta fyrsta kvöld hennar í Evin-fangelsinu hefðu 150 fangar verið skotnir. Þeir sem fram- kvæmdu aftökunar, höfðu hurð í hálfa gátt, þannig að fangarnir sáu ekki framan í þá, og kölluðu upp nöfn hinna dauðadæmu. Hún segir að margir hafi grátið sárum örvæntingargráti. Þó sagði hún að flestir hefðu tekið dauðanum vel og gengið fram af svipuðu píslar- vætti og þeir sem tóku þá af lífi. Aftökusveitirnar notuðu G3-riffla og skotin í þeim hljómuðu eins og járnkúlur, sem smella saman. Skothríðin stóð oftast yfir í um það bil hálftíma. Þegar henni var lokið þetta fyrsta kvöld voru 37 konur eftir i fangaklefanum. Elísabet var nokkrum sinnum flutt um set meðan á dvöl hennar í fangelsinu stóð. Loks gisti hún svefnskála fyrir konur, þar sem 150 föngum var þjappað svo þétt saman, að þær urðu að sofa á hlið- inni. Þær reyndu að gefa þeim konum meira rými, sem voru rétt komnar úr yfirheyrslu, sérstak- lega þeim, sem höfðu verið barðar á iljarnar, því að stundum urðu þær að liggja á bakinu til að stöðva blóðrennslið. Þær geymdu líka sykurskammtinn sinn handa þeim sem voru verst á sig komnar. Fangar voru barðir á iljarnar með mismunandi bareflum, en al- gengast var að nota langan stál- þráð. Fangarnir sögðu að hann væri ekkert sérlega slæmur nema ef endinn á honum væri trosnað- ur, því að þá rispaði hann húðina, þannig að bakteríur og drep kom- ust í sárin. Elísabet komst í kynni við unga stúlku, sem gerði þau örlagaríku mistök að stíga í vænginn við einn fangavörðinn. Fyrir bragðið var hún barin svo hrottalega á iljarn- ar að það þurfti að græða skinn á sárin. Önnur barefli voru gúmmí- slöngur, svipur og stafur, sem gaf frá sér rafstraum. Böðlarnir þótt- ust stundum vera miklir siðgæð- ispostular og sögðu t.d. við eina konu, sem beið dauða síns, að það þyrfti að berja hana duglega á ilj- arnar til þess að losa hana við illa anda, svo að hún væri betur undir það búin að standa andspænis skapara sínum. Fangarnir reyndu oft að leiða huga og hlustir frá hrópum og áköllum vina sinna með því að syngja. Þeir höfðu miklar mætur á írönskum gift- ingarsálmi, þar sem sagði að fólk ætti að fagna píslarvættingu með sömu ákefð og ástinni. Unga konan, sem hafði skrifað „Drepum Khomeini“ á vegg meðan hún og Elísabet voru í haldi, hélt uppi fjöri í fangaklefanum með því að skipuleggja leiki og herma eftir Khomeini og Bani-Sadr. Hún hefi betur látið það ógert, því að samfangi hennar klagaði hana og var hún því barin svo heiftarlega að hún þurfti að liggja f fangels- issjúkrahúsinu f þrjár vikur. Sú sem sagði til hennar var eina menntakonan í hópnum fyrir utan Elísabetu, hún hafði lokið há- skólaprófi í jarðfræði. Hún vildi komast f hóp iðrandi syndara, en þeim voru búnar betri aðstæður í fangelsinu en öðrum, þeir nutu þar ýmissa forréttinda og skipti þar mestu að þeim var hlíft við frekari pyndingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.