Morgunblaðið - 24.07.1984, Síða 41

Morgunblaðið - 24.07.1984, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JtJLÍ 1984 41 Boð og bönn en enginn bjór — eftir Ásgeir Hvítaskáld Páll V. Daníelsson, formaður Landssambands gegn áfengisböl- inu, skrifaði i Morgunblaðið ný- lega. Þar viðurkennir hann að Marjatta ísberg hafi haft rétt fyrir sér er hún sagði að Páll hafi ekki farið rétt með í sambandi við bjórneyslu Finna. Marjatta er Finni og skrifaði frá eigin reynslu og setti fram rök. En það voru ein- mitt þessar staðreyndir frá Sví- þjóð og Finnlandi sem ofstækis- menn gegn bjór hafa alltaf verið að hampa. Svo standast stað- reyndirnar ekki. Bindindismenn nota alveg sérstakar staðreyndir. Bindindismenn hafa alltaf verið að tala um að bjórsala hafi verið bönnuð eftir hina slæmu reynslu. En bjór er ekki bannaður í Svíþjóð eða Finnlandi og hefur aldrei ver- ið. Það var aðeins hætt sölu á bjór í matvöruverslunum. Bjór fæst þar á öllum veitingastöðum og i áfengisverslunum, og er það alveg nóg. Það er einmitt það sem við förum fram á hér. Þrátt fyrir þennan neyðarlega ósigur heldur Páll samt áróðri sínum áfram. Þessi bjórhræðsla er nú alveg gengin út yfir alla skynsemi. „ ■ ■ ■ áfengisneysla hefur verið og er mikið böl,“ segir í grein hans. Vínmótþróamenn sjá hörmung- ar og böl ef minnst er á áfengi. 1 þeirra augum verða allir áfeng- issjúklingar sem bragða vínanda. í grein sinni slær Páll fram nýjum staðreyndum þar sem koma fram 8 ártöl, 22 prósentutölur, 10 lítra- tölur. Hann hefur lagt mikla vinnu í að finna út allar þessar tölur. í greininni segir einnig; „Menning i sambandi við áfeng- isneyslu er hvergi til og hefur aldrei verið til eftir mínum skiln- ingi á orðinu menning ... “ Hann heldur því fram, blákald- ur, í sjálfu Morgunblaðinu, að það sé ekki til nein vínmenning. Það getur vel verið að hún sé ekki til á lslandi en hver heilvita maður sem ferðast hefur til annarra landa hefur sér það með berum augum. En til eru menn með al- sjáandi augu en eru blindir samt. Hve margir njóta bjórs á útikaffi- húsi þessa stundina, hve margir skola spaghettíinu sínu niður með ölglasi, hve margir eru niðri á strönd og svala þorstanum með köldum bjór? Og hve mörgum verður meint af? Hví má ekki inn- leiða þessa menningu á Islandi? „ ... böl, sjúkdómar og dauði eins og fylgir áfengisneyslu allra þjóða,“ segir Páll. Ásgeir Hvítaskáld „Vínmótþróamenn sjá hörmungar og böl ef minnst er á áfengi. í þeirra augum veröa allir áfengissjúklingar sem bragða vínanda.“ Mannkyninu fylgir margskonar böl. En það eru mennirnir, hver fyrir sig, sem ákveða sitt böl. Mað- urinn sjálfur er sinn eini bjarg- vættur. Vínandinn hefur fylgt okkur frá upphafi, eins og hundur- inn og eldurinn. Það er ekki hægt að banna okkur að vera menn. Loks skrifar Páll: „... er aðeins beinn eða óbeinn áróður þeirra, sem hag hafa af sölu áfengis." Er Páll að gefa hér í skyn að ég og fleiri, sem höfum skrifað um bjór og vakið þjóðina upp af sof- andi draumi, séum að gera þetta fyrir mútufé eða eitthvað álíka. Þetta finnst mér ekki heiðarlegt. Ég vil benda Páli á að það er hægt að halda drengskap sínum þó menn séu að berjast fyrir málstað. Andskotinn hafi það, bjór er leyfður í Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Englandi, ír- landi, Frakklandi, Spáni, ftalíu, Júgóslavíu, Ungverjalandi, Tékkó- slóvakiu, Póllandi, Rússlandi, Rúmeníu, Sviss, Þýskalandi, Aust- urríki, Grikklandi, Tyrklandi, Kanada, Ameríku. Ekki eru þessi lönd á heljarþröm. Ég sé ekki bet- ur en við séu landið sem er á ógæfuhliðinni. Ekki vegna þess að hér er ekki bjór, heldur vegna þess að landinu er ekki stjórnað. Það er eins og stjórnlaust skip með rifin segl og brotið mastur, rekur fyrir straumum og vindum. Bjórleysið og skítakaupið lýsir stjórnleysinu. Það að við skulum ekki fá að drekka bjór þegar meirihlutinn vill það er hneyksli sem varðar alian heiminn. En við látum gamla sveitadurga ráða yfir okkur þar sem ekki eru spöruð boð og bönn. En við eigum að brjóta hlekkina sem hér hafa verið settir á blómin og fá virkara stjórnkerfi. Albert hefur sýnt að það er hægt að gera hluti ef menn hafa dug í sér. Nú vantar bara Jörund Hundadagakonung. Við er- um eitt ríkasta land heimsins, með fullan sjó af fiski, heitt vatn og nóg af rafmagni. En við látum binda okkur í bönd okkar eigin heimsku. Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur. Sextíu og átta ára Englendingur óskar eftir að komast i samband við frímerkjasafnara: Leonard Vogt, 161 New Moss Road, Cadishead, Manchester M30 5JR, England. Frá Ástralíu skrifar 35 ára ein- hleypur karlmaður, sem áhuga hefur á að fræðast um land vort og þjóð: Ilavid Crump. 398 Argyle Street, Picton 2571, New South Wales, Australia. Frá Svíþjóð skrifar 11 ára piltur með margvísleg áhugamál: Jonas Kvist, Skjutbanegatan 33a, 72339 Vásterás, Sverige. Fjórtán ára japönsk stúlka með skíðaáhuga: Mitsuhiro Mikami, 9-26-1 Sugita, Isogo-ku, Yokohama, Kanagawa, 235 Japan. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VEROBRÉ FAM ARK AOUR HUSI VERSLUNARINNAR 6 HÆO KAUPOGSALA VEÐSKULDABRÉFA SIMI 687770 Símatimi kl. 10—12 og kl. 15—17 Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur, Hafnarstræti 11, siml 14824. i til sölu i I - - 444 Til sölu Nýsmiöuö hestakerra. Hagstætt verö. Uppl. i sima 96-31172. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bibliulestur í kvðid kl. 20.30. Ræöumaöur Hafliöi Krist- insson FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Feröir um verzlunarmanna- halgi á vagum Faröafélagsina: Fðstudag 3. ágúst (4 dagar): 1. Kl. 18.00 — Strandir — Ing- ólfsfjðröur — Dallr — Reykhól- ar. Gist í svefnpokaplássl. 2. Kl. 20 — Skaftafell — Hrút- fellstindar, langar/stuttar gðnguferöir. Gist í tjöldum. 3. Kl. 20 — Nýidalur — Vonar- skarö — Trölladyngja. Glst i sæluhúsi í Nýjadal. 4. Kl. 20 — Hveravellir — Þjófa- dallr — Rauókollur. Gist í húsi. 5. Kl. 20 — Þórsmörk — Fimm- vöröuháls — Skógar. Gist í Skagfjörösskála. 6. Kl. 20 — Landmannalaugar — Eldgjá — Hrafntlnnusker. Gist í húsl. 7. Kl. 20 — Álftavatn — Hólms- árbotnar. Gist i húsi. 8. Kl. 20 — Lakagigar og ná- grenni. Gist í tjöldum. Laugardag 4. ágúal (3 dagar): 1. Kl. 08.00 — Snæfellsnes — Ðretöafjaröareyjar. Glst í svefn- pokaplássl 2. Kl. 13.00 — Þórsmörk. Gist í Skagfjðrösskála. Upplýsingar og farmlóasala á skrifstofu Fl. Pantlö timanlega í feröirnar. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11796og 19533. aa —Kj, ryy netgarreroir dí.—tcm. juii. 1. Hvitárnes. Gist í sæluhúsl Fi og tjðidum. Bátsferö f Karls- drátt. 2. Hveravelllr — Þjófadallr. Glst í sæfuhúsl Fl á Hveravöllum. 3. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist i sæluhúsi Fl. 4. Þórsmörk — Skógá — Kvemá. Gist í Þórsmörk. 5. Þórsmörk. Gönguferölr um Mörkina. Gist i Skagfjörösskála. Farmióasala og upplýsingar á skrifstofu Fl, Öldugötu 3. Miövíkudag 25. júlf: Kl. 08. Þórsmörk. Dagsferö/ og fyrir sumarleyfisfarþega. Kl. 20. Tröllafoss (kvöldferö). Verö kr. 200,-. Feröafélag islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins. 1. 27. júli — 1. ágúst (6 dagar); Landmannalaugar — Þórsmörk. Gönguferö milli sæluhúsa. Biö- listi. 2. 27,—31. júli (5 dagar): Tungnahryggur — Hólamanna- leiö Gðnguferö meö vlöleguút- búnaöi. Flogiö til Akureyrar. 3. 3.-8. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gðnguferö milli sæluhúsa. Fá sæti laus. 4. 8.—17. ágúst (10 dagar): Nýl- dalur — Mývatn — Egllsstaöir. Komlö i Dimmuborglr, Heróu- breiöarlindir, Dyngjufjöll og öskju. 5. 9.—18. ágúst (10 dagar): Hornvík — Hornstrandlr. Tjald- aö í Hornvík og farnar dagsferölr frá tjaldstaö 6. 10.—15. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk Gönguferö milli sæluhúsa. 7. 11.—18. ágúst (8 dagar): Hveravellir — Krákur á Sandi — Húsafell Gönguferö meö vlö- leguútbúnaö. Nánari upplýsingar og farmiöa- sala á skrifstofu Fl, Öldugötu 3. Ath.: Feröafélagiö býöur greiösluskilmála á sumarleyfls- feröum. Feröafólagið skipulegg- ur ferðir sem óhætt er aö treysta. Feröafólag Islands. UTIVISTARFERÐIR Helgarferðír 27.—29. júlí 1. Þórsmörk. Gönguferöir f. alla. Kvöldvaka. Góö gisting ( Útivistarskálanum Básum. 2. Fjallaferö úf i buskann. Ferö um nýjar og lítt þekktar slóöir. Hús og tjöld. 3. Ekfgjá — Landmannalaugar. hringferö um Fjallabaksveg nyröri, einn fjölbreyttasta fjall- veg landsins. Gönguferöir Glst í húsi. Uppl. og tarm. á skrifst. Lækjarg. 6a. Sjáumst. e UTIVISTARFERÐIR Ferðir um verslunar- mannahelgina 3.-7. ágúst 1. Kl. 8.30 Homstrandir — Homvfk 5 dagar. Tjaldferö. Gðnguferöir m.a. á Hornbjarg. 2. Kl. 20.00 Örssfi — Skaftafell. Göngu- og skoöunarferölr. Tjaldaö í Skaftafelli 3. Kl. 20.00 örssfl — Vatnajök- ull. I Öræfaferöinni gefst kostur á snjóbílaferö (10—12 timar) Inn í Mávabyggöir í Vatnajökli. Hægt aö hafa skíöi. 4. Kl. 20.00 Lómagnúpur — Núpsstaöaskógur. Tjaldferö. 5. Kl. 20.00 Þúrsmörk. Góö gistiaöstaöa i Utivistarskálanum Básum. 8. Kl. 20.00 Lakagfgar — Eldgjá — Laugar. öll gigarööin skoöuö. Ekin Fjallabaksleiö heim. TJald- ferö. 7. KL 20.00 Kjölur — Kerl- ingarfjöll — Hveravellir. Gist í góöu húsi miósvæöis á Kill. Gönguferöir, skíöaferöir. 8. Kl. 20.00 Purfcey — Breiöa- fjaröareyjar. Náttúruparadis á Breiöafiröi. 4. —8. ágúst 9. Kl. 8.00 Þórsmörk. 3 dagar. Nánari uppl. og farmiöar á skrifst. Lækjarg. 6a. Sjáumst. Feröafélagiö Útivlst. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar þjónusta Spónlagning — Kantlíming Tökum aö okkur spónlagningar. Allar alhliöa kantlímingar, (massívar, spónn PVC, boröar) og ýmis konar samlímingar. Önnumst einnig spónskurn, pússningar og kantpússningar. Trésmiöja Friöríks Krístjánssonar, Neströö, Seltjarnarnesi. Ath. breytt símanúmer 611665. Héraðsskólinn að Núpi Skólaáriö 1984—1985 bjóöum viö upp á fornám eöa hægferö í 4 námsgreinum, ís- lensku, ensku, dönsku og stæröfræöi. Hafið samband í síma 94-8236 eöa 8235. Skólastjóri. Héraðsskólinn aö Núpi Bjóöum upp á 8. og 9. bekk grunnskóla ásamt 2 árum á viöskipta-, íþrótta-, uppeld- is- og almennri bóknámsbraut. Braut þessi er í samræmi viö námsvísi sem eftirtaldir skólar eru aöilar aö: Fjölbrautar- skólinn á Akranesi, Fjöbrautarskóli Suöur- nesja, Flensborgarskólinn í Hafnarfiröi, fram- haldsskólar á austurlandi, Fjölbrautarskóli Suöurlands á Selfossi og framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt viö nem- endum. Uppl. í síma 94-8236 eöa 8235. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.