Morgunblaðið - 24.07.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 24.07.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 43 á jörðu var 2 milljarðar þegar seinni heimsstyrjöldin hófst, en nú hefur hann rúmiega tvöfaldast og er 4,3 milljarðar. Nokkuð hefur dregið úr fjölguninni hin seinni ár, en um aldamót er talið að mannfjöldinn verði 6 milljarðar. Shultz sagði, að ef brugðist væri rétt við, mætti gera ráð fyrir að mannfjöldinn stæði í stað á seinni hluta næstu aldar og væri þá á bilinu 12 til 16 milljarðar! „Það eru 12—16 milljarðar sem þarf að fæða og klæða og veita atvinnu," sagði Shultz. „Við skul- um bara líta til næsta lands, Mex- íkó, þar sem nú búa 62 milljónir manna. Ef Mexíkönum tekst á fyrsta fjórðungi næstu aldar að lækka fæðingarfjöldann í tvö börn á hverja fjölskyldu, þá má búast við að Mexíkanar verði „aðeins" um 250 milljónir þegar þeim hætt- ir að fjölga. Með þessar staðreynd- ir í huga leggja Bandaríkin til tæknilega aðstoð til 27 ríkja við að hjálpa þeim að draga úr mann- fjölguninni. Við höfum séð þessa viðleitni bera árangur og erum staðráðnir í að ýta undir hana með öllum ráðum.“ Þá fór Shultz nokkrum orðum um hina miklu aðstoð sem banda- rískir landbúnaðarháskólar veita vanþróuðum ríkjum, en beindi svo tali sínu að stuðningi Bandaríkj- anna við Tyrklandsstjórn: „Það þarf ekki annað en líta á landakortið til að gera sér grein fyrir hernaðarlegri þýðingu Tyrk- lands. Landið liggur eins og fleyg- ur á milli Sovétríkjanna og Mið- Austurlanda. Nú, þegar íranir og írakar eiga í stríði, eykst enn mik- ilvægi þess að Tyrkland sé sterkt í hernaðarlegu tilliti og efnahags- legu. Það þarf heldur ekki að spyrja að því að Sovéttar hafa stóraukið umsvif sín við landa- mæri Tyrklands hin seinni ár. Þess vegna höfum við, og önnur vestræn ríki með Vestur-Þjóð- verja í fararbroddi, hjálpað Tyrkj- um að rétta við efnahag þeirra og halda við herstyrk þeirra. Sá kostnaður, sem við verðum út með að hjálpa Tyrkjum að vera sterkt varnarafl á milli Sovétríkjanna og Mið-Austurlanda, er einungis um sjötti hluti þeirra útgjalda sem hlytust af því að halda bandarísk- an her á þessum slóðum í sama skyni. annig er það semsé, að fjárveiting okkar til Þriðja heimsins er ekki síður í okkar þágu en ríkja hans. Og þeir fjármunir sem við réttum að þess- um þjóðum sýnast heldur lítil- fjörlegir samanborið við ýmsa eyðslu í okkar eigin landi... 1 allt er framlag okkar til þróunarlanda 43 dollarar og 91 sent á hvern Bandaríkjamann — en á sama tíma eyðum við 104 dollurum ár- lega til kaupa á sjónvarps- og út- varpsviðtækjum; 94 dollurum eyð- um við hvert og eitt til kaupa á sápu og hreinlætisvörum; 34 doll- arar á mann hverfa í hársnyrt- ingu og 21 dollara eyðum við til kaupa á blómum og pottaplöntum á ári hverju. Ég er ekki að hæðast að þessum útgjöldum: Þau eru hluti af við- skiptum okkar og skapa fjölda manns atvinnu og veita okkur neytendunum vellíðan. Nei, ég er ekki að gera lítið úr slíkum út- gjöldum neysluþjóðfélagsins, heldur er ég einungis að bregða upp dálítilli mynd. Hver og einn, Bandaríkjamaður verður að skilja nauðsyn þess að við leggjum fram okkar skerf til framdráttar þeim lífsgildum og hugsjónum sem við höfum í heiðri: frelsi, velmegun og frið. Eins og sá ágæti forveri minn, Dean Rusk, orðaði það: Frelsi fæst ekki ókeypis!" í lok ræðu sinnar fór Shultz nokkrum orðum um þá björtu framtíð sem hann taldi þjóð slna eiga, og raunar allar þjóðir, ef rétt væri haldið á málum. J.F.Á. Vilt þú eignast frá' bæran kappsiglara? Verö með seglum aðeins kr. 85.375.- Supernova lengd 4,55 breidd 3,20 fokka 6 fm stórsegl 12 fm vegur 91 kg. Benco Bolholti 4, Reykjavík sími 91-21945/84077.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.