Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1984 45 Blússandi fjor hja harmonikku- unnendum Hljóm- plotur Árni Johnsen Meira fjör með harmonikku- unnendum heitir nýja nikku- platan frá þeim ágæta félags- skap sem hefur á ný komið harmonikkunni til vegs og virð- ingar í landi voru eins og henni ber. Það var orðið sorglega mikið um það að harmonikku- kassinn fengi að rykfalla, en á undanförnum árum hefur rykið verið dustað af m.a. fyrir veru- lega gróskumikið starf félaga harmonikkuunnenda viða um land. 1 tónlistinni eins og öðrum listum koma ýmsar tískur til sögunnar og það verður flóð og fjara í vinsældum hinna ýmsu hljóðfæra, en harmonikkan túlkar hið sígilda og hvaða lif- andi maður fær ekki fiðring í tærnar þegar nikkan er þanin af góðum nikkara. Fyrri hljómplata harmonikkuunn- enda var mjög góð, en þessi er betri þótt vissulega sé erfitt að gera upp á milli þeirra, en fjöl- breytni i lagavali er mikil og teflt fram ýmsum möguleikum í túlkun nikkunnar. Enginn veikur hlekkur er í flutningi á þessari plötu, en víða skemmti- leg og frumleg útsetning á bæði kunnum lögum og lítt þekktum. Það er alveg sama hvort um er að ræða hljómsveit harmon- ikkuunnenda eða einleik og samleik kunnustu harmonikku- leikara landsins, blær plötunn- ar býr hvarvetna yfir glæsi- brag. Flest miðvikudagskvöld frá hausti til vors koma harmon- ikkuunnendur saman og þenja nikkur sínar. Hljómsveit fé- lagsins skipa um 20 manns, en fjölmargir fleiri koma við sögu og mikil vinna liggur að baki starfinu m.a. í útsetningu og leiðbeiningum. Undanfarin ár hefur Karl Adolfsson verið hvað ötulastur við útsetningar fyrir hljómsveit FHU, en við gerð þessarar ágætu plötu komu margir við sögu, m.a. Högni Jónsson og Hjörtur Howser sem unnu að upptökum og hljóðblöndun. Þeir harmon- ikkuleikarar og aðrir sem koma fram á plötunni Meira fjör eru Ágúst Pétursson, Eyþór Guð- mundsson, Sigurgeir Björg- vinsson, Garðar Jóhannesson, Ásgeir Þorleifsson, Grétar Geirsson, Þorsteinn Þorsteins- son, Jón Ingi Júlíusson, Garðar Olgeirsson, Sigurður Alfons- son, Oddur Sigfússon, Bragi Hlíðberg, Grettir Björnsson, Hljómsveit FHU, Karl Jóna- tansson og Guðmundur E. Jó- hannsson í hópi harmon- ikkuleikara, en aðrir hljóð- færaleikarar eru Árni Schev- ing, Guðmundur R. Einarsson, Pétur Urbancic, Þórður Högna- son, Þórir Magnússon og Þor- steinn Þorsteinsson. í stuttu máli má segja að öll lögin hrífi, en sem dæmi um sérlega skemmtilega túlkun má nefna Rósaherbergið með Grét- ari Geirssyni, Helenupolkann með fimmmenningunum, Tit- anolatan með hljómsveit FHU, en það lag er sérstaklega skemmtilega útsett, Solglitter Grettis Björnssonar og Braga Hlíðberg og Titanic-valsinn hans Guðmundar E. Jóhanns- sonar sem leikur á einfalda nikku eins og þær gerðust um aldamótin. Það er mikið fjör á plötu harmonikkuunnenda, sem allir ættu að taka þátt í. Því slíkar plötur eru mannbætandi og gleðja eins og sólargeislar á landi okkar. Áfram harmon- ikkuunnendur og við bíðum eft- ir enn meira fjöri. 1 sbf (#1] Sænskir bremsuborðar i vörubtla og m.a. Volvo 7-10 12 framhj. kr. 1430,, afturhj. kr. 1680,, búkkahj. kr. 1190, Scania 110 141 framhj. kr. 1220,, afturhj. kr. 1770,, búkkahj. kr. 1220, TANGARHÖFÐA 4 simi 91-686619 mn Verslun með varahluti í vörubíla og vagna ■r VIÐ KYNNUM HINA ÞEKKTU, AMERÍSKU iIFGoodrich RADIAL HJÓLBARÐA SAMEINA: Öryggi Mýkt Rásfestu Endingu FRÁBÆR HÖNNUN — EINSTÖK GÆÐI HAGSTÆÐ VERÐ OG GREIÐSLUSKILMALAR BFGOODRICH T/A HIGHTECH RADIALS AMRTsf Vatnagöróum 14 104 Reykjavik s.83188
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.