Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.07.1984, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JtJLÍ 1984 „í einum pakka" Hestamót Skagfiröinga verður á Vindheimamelum 4. og 5. águst. Keppnisgreinar: 150 m skeiö 1. veröl. kr. 8.000,- 250 m skeið 1- verðl. kr. 15.000,- 250 m folahlaup 1 verðl. kr. 6.000,- 350 m stökk 1 verðl. kr. 8.000,- 800 m stökk 1 veröl. kr. 11.000,- 800 m brokk 1. verðl. kr. 4.000,- Kappreiöaverðlaun samtals kr. 104.000,- auk verölaur.apeningc Gæðingar A-flokkur Gæðingar B-flokkur Unglingar (fæddir 1968 eða síöar) Þátttaka tilkynnist Sveini Guömundssyni, Sauöárkróki í síðasta lagi mánudaginn 30. júlí. Jafnframt Hestamóti Skagfiröinga verður íslandsmót í hestaíþróttum haldið á Vindheimamelum og hefst þaö á föstudagsmorgni 3. ágúst kl. 9, og því lýkur sunnudag- inn 5. ágúst. Hér er því um aö rœöa þriggja daga mótshald með dagskrá frá morgni til kvölds, alla daga. Næg tjaldstæöi viö allra hæfi. Góöar snyrtingar Veitingar. Við hittumst á Vindheimamelum um verslun- armannahelgina. Skagfirskir hestamenn. KRISTJPn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGl 13. REYKJAVIK, SIMI 25870 Viðbót við samtal eftir Björn EgUsson í Morgunblaðinu 8. júlí síð- astliðinn birtist viðtal við mig sem Arnaldur blaðamaður tók. Margt vantar í þetta viðtal sem ég sagði og vil ég hér og nú bæta þar um. Það er varla von að ungir blaða- menn nái öllu sem málglaðir menn tala í belg og biðu. Ég talaði og talaði en hann skrifaði og skrifaði margar blaðsíður og við værum enn að tala og skrifa, ef þreyta hefði ekki komið í veg fyrir það hjá báðum. En hvers vegna vildi þessi blaðamaður tala við mig? Þvi tal- aði hann ekki við einhverja venju- lega menn, sem ekki eru skrítnir eins og ég? Ég tók því dauflega þegar Arn- aldur bað mig um viðtal. Þó gæti ég kannski sagt honum frá því, þegar ég sveik Skagfirðinga á Laugum og það er saga að segja frá því. Það mun hafa verið Búnaðar- samband Þingeyinga sem bauð gestum í skemmtiferð um héraðið á Stéttarsambandsfundi 1981. Mér var boðið í þessa ferð. Farið var um Aðaldal, Húsavík, Tjörnes, Kelduhverfi og Axarfjörð. Veður var gott og ég naut ferðarinnar sérstaklega vel. Ég hafði aldrei áður farið um þessar sveitir. í æsku var ég beðinn að þakka fyrir mig, þegar ég fór til bæja og var gert gott, og þetta sat enn í mér þar á Laugum. Daginn eftir flutti ég stutt þakkarávarp til Þingeyinga yfir borðum þegar drukkið var síðdegiskaffi. Á þessum stað og tíma var Arn- aldur blaðamaður fyrir Morgun- blaðið. Hann var svo hneykslaður yfir ræðu minni, að hann átti eng- in orð. Það var hvað ég gerði lítið úr Skagfirðingum i samanburði við Þingeyinga. Arnaldur er Skagfirðingur í aðra ætt. Hefur honum þá runnið blóðið til skyld- unnar? Magnús Gíslason frá Frosta- stöðum var blaðamaður Þjóðvilj- ans á þessu þingi. Hann var ekki hneykslaður, siður en svo. Ein- hverjir Þingeyingar spurðu hann, hvort ég hefði meint það sem ég sagði og kvað hann já við þvi, sem rétt var. Við Magnús höfum þekkst um áratugi. Og nú spurði Arnaldur blaða- maður að því hvers vegna ég hefði svo miklar mætur á Þingeyingum. Ég var fljótur til svars og sagði: Þeir eiga svo mörg skáld og taldi: Sandsbræður, Huldu, Jóhann Sig- urjónsson, Jón Trausta og Krist- ján Fjallaskáld. Sigurð á Arnar- vatni nefndi ég ekki. Bólu-Hjálm- ar var í Skagafirði, en hann var Þingeyingur. Það hefur kannski verið slys á tungunni hjá mér að komast svo að orði, að Skagfirðingar væru að druslast með Stephan G. í þvi fólst ekki nein óvirðing á Stephani G., því hann var skáld gott, heldur fátækt Skagfirðinga af stórskáld- um. Þingeyingar eiga átta skáld á sama tíma og Stephan G. er einn i Skagafirði. Það féll niður hjá blaðamanni að ég sagði: „Það var eldur undir hjá Stephani G.“ og vitnaði svo i orð sem höfð eru eftir Matthíasi. Kvæði Stephans G. eru djúpt hugsuð og sum þungskilin. Við þau gæti átt, að þau væru köld á yfirborði, eins og hraun sem hef- ur kólnað. Ég held að enginn Skagfirðing- ur hafi skrifað jafngóða smásögu og „Gamla heyið“ eftir Guðmund á Sandi er, nema ef það væri Ind- riði G. Þorsteinsson. Hann skrif- aði söguna Blástör, sem ég tel besta af smásögum hans. Um Blá- stör var kveðið: Blá er blástararsagan, blár er höfundurinn. Blátt er blaðið af henni, en bláust er dómnefndin. Málfar Arnalds blaðamanns er furðanlega gott, þar sem hann er alinn upp við malbik, en það er löðrandi af prentvillum i samtali okkar og það er óvanalegt í Morg- unblaðinu. Er vont að lesa skrift- ina hans? Það hlýtur þó að vera skárra en hjá Hriflu-Jónasi. Ég þarf að leiðrétta missögn hjá Adda blaðamanni. Hann skrifar: „Þannig var að föðurbróðir móður minnar, Björn Þorsteinsson af Svaðastaðaætt... “ Rétt er. Björn Þorkelsson, sem bjó á Sveinsstöð- um 1864 til 1904, var einn af Svaðastaðabræðrum. Hann var fósturfaðir móður minnar. Mönn- um getur skjátlast þó þeir séu við nám í háskóla. Ekki neita ég því að Skagfirð- ingar eigi ýmsa merkismenn, en ég sagði fræðimenn þegar ég nefndi Björn á Skarðsá og Jón á Reynistað. Ékki komst það nógu vel til skila sem ég sagði um guð og til- veruna. Ég sagði: Með rannsókn- artækjum efnisheimsins er ekki hægt að sanna að guð sé til, né heldur að snjór sé hvítur, en guð er til í hugum manna i óteljandi myndum, en það ber að sama brunni, því mannshugann er ekki hægt að rannsaka nema að litlu leyti. Menn hafa sínar hugmyndir um guð hver og einn. Sumir sjá hann í bláma himinsins við heið- arbrún, aðrir skynja mikilleik hans í storminum eða hinum blíða blæ. Guð er í gróðri jarðar segja sumir og svo mætti lengi telja. Ýmisleg vitleysa er tengd öllum trúarbrögðum. Kýr i Indlandi eru ekki heilagar fremur en þær sem baula á Islandi. Hið eðlilega og rétta tákn guðdómsins er hringur, þar sem hvorki er upphaf né endir. Þá vík ég aftur að skáldskap. Hvers vegna eiga Þingeyingar fleiri skáld en Skagfirðingar? Er það landslagið? Spyr sá sem ekki veit. Það er erfitt að draga línu milli skálda og hagyrðinga. Sumar fer- skeytlur eru listaverk. Vel má vera, að Þorsteinn Magnússon í Gilhaga og Jóhannes örn Jónsson eigi sæti á skáldabekk. Margar vísur eftir Jóhannes Örn urðu minnisstæðar. Um gestaflugu kvað hann: Minn á fingur fluga sezt, fögrum vængjum búin. Leiddu til mín góðan gest, gamla veggjafrúin. Það var siður þegar bæ var lok- að að kvöldi að gera krossmark á bæjarhurð. Eitt sinn þegar Jó- hannes Örn var f Árnesi lokaði hann bænum og kvað: Svo ei drauga heyrist hark, hér í bæjargöngum. Læt ég krossins ljósa mark, loka dyrum þröngum. Sveinbjörn Sveinsson frá Mæli- fellsá bjó á Ánastöðum á öðrum tug þessarar aldar, en flutti þaðan að Skíðastöðum á Laxárdai. Þeir Mælifellsárbræður voru gleði- menn, kváðu og sungu á manna- mótum og áttu sína eigin kvæða- stemmu. Það var í göngum, að Jó- hannes Örn leit inn í tjald gangnamanna við Hraunlæk á Goðdaladal. Þá kvað hann: Æði dauft er inni hér, ánægjunnar myrkvast sól. Sest á því að Sveinbjörn er, svifinn út í Tindastól. Sveinn frá Elivogum kvað: Ég vil heyra andsvör full, og í keyra hróðrarletur. Hver er nú meira kvennagull Kúa-Geiri eða Hlöðu-Pétur? Skráð 16. júlí 1984. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! ! t Bremsuklossar, bremsuboröar, bremsuskór fyrir flesta fólksbíla og vörubíla. Handbremsubarkar, bremsuslöngur, bremsugúmmisett fyrir evrópska og japanska fólksbíla. Viftureimar, vatnskassahosur, vatnsdælur fyrir flesta bíla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.